Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 22
822 3C MORGUNBLAÐIÐ n/IENIMIN6ARSiFRAUMAR &UTNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 „Van Gogh: óþekktur um sína lífsdaga, en nú ... 'MYffOíAST /Hvemig verda listamenn þekktirf Að slá ígegn ÞAÐ ER eins í heimi myndlistarinnar og á öðrum sviðum mann- legra viðfangsefna, að afraksturinn er ekki alltaf í réttu hlut- falli við það erfiði, sem að baki liggur. Nú er því oft haldið fram að einstakir listamenn hafi ekki orðið frægir af eigin listrænum verðleikum, heldur af skipulagðri umfjöllun fjölmiðia og kæn- legri markaðssetningu, sem samviskulitlir galleríeigendur og list- fræðingar standi á bak við. Á sama tíma standi margfalt betri listamenn í skugganum, og hljóti aldrei þá umbun, sem þeim bæri. Þetta kom upp í hugann vegna nýlegra skrifa í daglegum fjölmiðladálki þessa blaðs um sýn- ingu fransks listamanns á Kjarvals- stöðum. Þar var því haldið fram w^mmmmmmm að viðkomandi sýning sé til kom- in vegna ákvarð- ana listakom- missara hér og erlendis, og eigið ágæti lista- mannsins skipti e"" þar engu. Það er Þorlóksson óþarfi að fjalla um þetta einstaka tilvik (enda stendur það öðrum nær), en þó má benda á að sýningar á Kjarvaís- stöðum lúta endanlegum ákvörðun- um menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, sem skipuð er af borgarstjórn, ásamt fulltrúum samtaka listamanna, svo það er nær að tala um að hér stjómi „sov- ét“ en „kommissar", svo vísað sé í upphaflega me'rkingu orðanna. Auðvitað eru þess mörg dæmi úr listasögunni að samtíminn hafi sýnt hæfileikafólki lítinn áhuga. Stundum gerist þetta vegna þess að fólk kann ekki að meta list við- komandi listamanns, en orsökin virðist ekki sjaldnar vera sú að það fékk lítil tækifæri til þess. Hér nægir að nefna tvö fræg dæmi úr listasögunni. Jan Vermeer frá Delft var uppi á sautjándu öld, og er nú almennt talinn einn mest listmálari þess tímabils. En það eru aðeins til örfáar tilvísanir í list hans í sam- tímaheimildum og hann virðist ekk- ert hafa seit af eigin verkum, og látist í fátækt. Það var ekki fyrr en tveim öldum síðar (og þá m.a. fyrir tilstilli fræðimanna) sem list- unnendur og aðrir tóku að gera sér grein fyrir hversu gífurlegur list- rænn kraftur fólst í þessum smáu myndum af einföldu, daglegu lífi fólks í Hollandi á sautjándu öld. Hitt dæmið er hin fræga harm- saga samianda Vermeers, Vincents van Goghs. Sagan segir að þegar hann dó hafi nafn hans aðeiris sést fjórum sinnum á prenti, og aðeins ein mynda hans var seld. Hann varð alls ekki frægur pegar eftir andlátið; það má þakka þrautsegju ekkju bróður hans og bróðursonár, sem lögðu allt í sölurnar við að kynna verk hans, koma þeim á framfæri og loks með því að leggja grunninn að hinu þekktá van Gogh- safni í Amsterdam, að listheimur- inn lærði að meta þennán snilling. En það var tæpast fyrr en í ljósi þeirra miklu breytinga, sem urðu í myndlistarheiminum í upphafi þessarar aldar, að listunnendur gátu sett list van Gogh í það fræði- lega samhengi, sem til þurfti. Síðan hafa margir fremstu listamenn ald- arinnar leitað í verk hans til að finna þar innblástur fyrir eigin verk. Samtíminn náði ekki að meta þessa listamenn að verðleikum, og þeir höfðu ekki til að bera þá hæfi- leika sem þurfti til að koma sér á framfæri af eigin rammleik. Þar þurfti aðra til, og einkum var það tíminn, sem fullkomnaði það verk að lokum. Nú er öldin önnur, og listamenn frá unga aldri leggja allt upp úr því að „slá í gegn“. Fjölmörg sýn- ingarhús, listtímarit, gagnrýnend- ur og listfræðingar um allan heim telja það helsta hlutverk sitt að „uppgötva snillinga samtímans, helst árlega eða oftar. Sumir þeirra sem þannig eru „uppgötvaðir reyn- ast hinir ágætustu listamenn og standa undir væntingum, en örlög flestra minna á sápukúlu - fallegt yfirborð, en tóm að innan og brest- ur eftir stutta stund. Þeir sem stunda „uppgötvanir" leggja nefni- lega mest upp úr markaðsgildi verkanna, en hafa minni áhuga á listrænu gildi þeirra. En það taka ekki allir þátt í þessum leik. Eitt besta dæmið um hið gagnstæða er gagnrýnandi að nafni Robert Hughes, sem m.a. hefur skrifað fyrir tímaritið Time og gert þekkta sjónvarpsþáttaröð um list 20. aldar; hann hefur oft verið ómyrkur i máli um slíkar „uppgötvanir, eins og t.d. Banda- ríkjamanninn Julian Schnabel, se'm nú stendur á fertugu, en hefur hlot- ið ómælt (og að mati Hughes al- gjörlega óverðskuldað) lof í list- heiminum. Þannig er langt frá því að allir séu sammála um gæði þeirra lista- manna sem mest er hampað hveiju sinni. Og úrskurður gærdagsins gildir ekki endilega í dag; það er nefnilega ávallt viðhorf lifandi kyn- slóða, sem ræður hvernig einstök- um listamönnum er skipað á bekk. Margir þekktustu samtímamenn van Gogh eru nú aðeins nefndir í neðanmálsgreinum fræðirita, og verk þeirra eru í geymslum safn- anna, en ekki sýningarsölunum. -■ En eftir mannsaldur gæti dæmið hafa snúist við á ný, og verk þeirra skjpað heiðursess, því viðhorfin til listarinnar eru stöðugt að breytast, og því er myndlistin sífellt ný og sífellt lifandi. Kynslóð eftir kynslóð eftir kyn- slóð. JXlEkSS/Erfegurðinmargskonarf Stan Getz og Montmaitre STAN Getz og Jazzhús Montmartre í Kaupmannahöfn eru tengd nöfn í djasssögunni. I gamla klúbbnum í Store Regnedage lék hann mest og best þau ár sem hann bjó í Höfn og þar hefur hann hljóðritað fjór- um sinnum sl. þijátíu ár. Fyrstu tvær skífumar voru gefnar út á Verve og hljóðritaðar í janúar 1960 og vom þá með honum sá sænski Jan Johanson á píanó, bandaríski bassaleikarinn Dan Jordan og danski trommarinn William Schiöpffe. Næst hljóðritaði Stan í Montmartre í Norregade árið 1977 með löndum sínum Joanne Brackeen og Billy Hart á píanó og trommur. Niels-Henning var á bassann. Steeple Chase gaf tónleikana út á tveimur breiðskífum. Ijúlí 1987 hljóðritar Stan enn í Montmartre og í þetta sinn með kvartett sínum sem Kenny Barron, Rufus Reid og Victor Lewis skipuðu. Tveir diskar voru gefnir út af- mw^mwmwmmm EmArcy: Anni- versary og Seren- ity. Japis hefur flutt þá til .landsins og fást þeir víða. Þega Stan lék í Montmartre í júlí 1987 hafði krabba- æxli fundist í lunga hans en kappinn eftir Vernharð linnet neitaði að láta skera sig fyrren hljóm- leikaferð sumarsins væri afstaðin. Ekki er hægt að merkja að skuggi dauðans marki tónlistina, en það fannst er Stan hljóðritaði í síðasta skipti í Montmartre í mars á þessu ári. Hann lék þar fjögur kvöld ásamt píanistanum Kenny Barron og stóðu fyrir upptökunni danska ríkisútvarp- ið og franskaPolygram. Þetta var sent út í DR og stjórnaði Ib Skovga- ard útsendingunum. Nú hefur verið ákveðið að gefa út tvo geisladiska frá þessum tónleikum og koma þeir út hjá EmArcy í byijun næsta árs. Þar má finnna margskonar efni s.s. People Time eftir Benny Carter, sem Stan hefur aldrei hljóðritað fyrr, lög eftir Charlie Haden og Benny Golson og svo Nigh and Day, en það mátti finna á fyrstu Kaupmannahafnar- upptöku hans þijátíu árum áður. Hin himneska fegurð hefur alltaf verið aðalsmerki Stan Getz. En hin • síðustu ár hefur hún orðið jarð- neskari — sársaukinn sett mark sitt á hana. Slíkt má vel heyra á síðasta útgefna diski hans: Apasionado (A & M) þar sem Herb Albert og Eddie del Barrio skrifa tónlistina í sam- vinnu við Stan. í valsinum sem Eddi- er skrifar fyrir Stan má heyra sömu ógn bakvið fegurðina og hjá Johnny Hodges er hann blés með Ellington- bandinu Blóðgreifa Billys Stray- homs, sem Billy skrifaði á sjúkra- sænginni er krabbinn var að rífa hann í sig. Blóðgreifinn er einnig á fyrri tón- leikadisknum frá Montmartre 1987. Þó váleg tíðindi hefðu borist meistar- anum ber tónlist hans þess ekki merki. Hann blæs eins og hann hafði Stan Getz — á lokatónleikunum í Montmartre í mars sl. gert í áratugi — þetta sumar heyrði ég Getz í holdinu síðast og ég hef aldrei heyrt hann blása betur fyrr en ég heyrði upptökur danska út- varpsins frá lokatónleikum hans í Montmartre í mars sl. Á disknum Anniversary eru sjö ópusar blásnir í sjötíu mínútur. Kenny Barron leikur listavel á píanó- ið, enda samvinna þeirra Getz óvenju náin. Rufus Reid stendur fýrir sínu á bassann einsog í kvartetti Dexters Gordons og er í aðalhlutverki á Stan’s Blues — annars fer blessunar- lega lítið fyrir bassa- og trommusóló- um á þessum diski — ekki að slíkir sólóar eigi ekki rétt á sér en af öllu má of mikið gera og hljóðfærin fyrst og fremst rýþmans. Victor Lewis er hógværari í áslættinum en hann var með Mike Grolnick í sumar, enda hér í klassískum djasskvartetti — eina sem brýtur hefðina er að Stan lætur Kenny Barron oft enda ópusana í stað þess að gera það sjálfur. Fyrir utan þessa Montmartre- diska má fá margt eldra með Stan — að sjálfsögðu djasssömbumar frá Verve og samleik hans með jafn ólík- um djassmönnum og Bill Evans og Dizzy Gillespie, svo eru diskarnir tveir er teknir voru upp á Ronnie Scott-klúbbnum 1971: Dynasty dálít- ið öðruvísi Getz — þar er píanóið ekkert en Eddy Louiss þenur orgelið. Og það er veðrið til að hlusta á Getz núna. SÍGILDAR nÖ’lVR./Hvaó má komast langt í hljómif Sigrast á tækninni LEITIN að fullkomnum hljóm á plötu hefur verið bæði löng og ströng. Þar hefur verið á brattan að sækja, því ævinlega tapast eitthvað af upplifun tónleikahallarinnar þegar búið er að þrykkja hana í vínyl eða grafít. Geisladisknum var mjög hampað þegar hann kom fram fyrir fullkominn hljóm sinn, en þeir sem gerst þekktu kunnu illa við útkom- una; sögðu stafrænu vinnsluna ræna tónlistina lífi og hlýju: strengir yrðu skerandi og bassi botnlaus og harður. Margir sem söfnuðu sí- gildri tónlist sögðu enga geisladiska jafnast á við vandaða vínylútgáfu og nefndu þá gjarnan útgáfuröð Mercury-útgáfunnar bandarísku, Li- ving Presence, til máli sínu til stuðnings. FyrstiÍ titillinn í Mercury Living Presence-seríunni kom út 1951. Það var Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgskíj, sem Chicago-synfónían flutti undir stjórn Rafaels Ku- beliks. Gagnrýn- endur féllu í stafi yfir hljóminum á plötunni, en við upptökur var beitt þeirri nýjung að í' stað þess að nota marga hljóðnema sem leiddir voru í eftir Árno Matthíasson filmu, sem losaði þau nánast við allt suð og bjögun og entist þar að auki betur. í dag eru Living Presen- ce-plöturnar eftirsóttar meðal safn- ara og góð eintök af vissum titlum seljast á allt frá 5.000 uppí 25.000 krónur. Með þetta í huga virtist eig- endum útgáfuréttarins, Polygram, að tilvalið væri að gefa seríuna út á diskum fyrir tveimur árum, en Wilma Fine var ekki á sama máli; hún hélt því fram að ekki væri hægt að ná sömu hljómgæðum á geisladisk og tekist hafði á vínyl, eftir að hún kynnti sér stafræna upptökutækni og niðurstöðu henn- ar. eina stjórnstöð þar sem öllu var blandað saman, ákvað upptökustjór- inn, Robert Fine, að notá einn ofur- næman hljóðnema, sem staðsettur væri með vísindalegri nákvæmni. Þetta var á tímum mono-hljóms, en þegar stereo-hljómur náði almanna- hylli voru notaðir tveir hljóðnemar; einn fyrir hvora rás. Á næstu sautján árum sendi Mercury frá sér hvert meistaraverk- ið af öðru, alls um 350 titla. Plöturn- ar þóttu allar hljóma framúrskar- andi, og ekki skemmdi að flutning- urinn var yfirleitt með því besta sem þekktist. Flestum verkum stjórnaði Antal Dorati, upptökustjóri var yfir- leitt Robert Fine og útgáfustjóri eig- inkona hans, Wilma Cozart Fine. I fyrstu notuðu þau ámóta hálftómmu segulbönd og aðrar útgáfur, en er fram leið tóku þau upp á 35 mm Balalaikasveit Frábær hljómur og flutningur. Framfarir í upptökutækni hafa þó verið miklar síðustu ár og að lokum féllst Wilma Fine á að reyna hvort hægt væri að flytja tónlistina óskerta yfír á geisladisk. Að hennar ráði var sett saman hljóðver þar sem komið var fyrir nýjustu stafrænu tækjum, auk uppgerðra lampa- tækja, sem upphaflega voru notuð við upptökurnar. Eftir margra mán- aða tilraunir, ákvað Wilma Fine að hægt væri að gefa tónlistina út á geisladiskum svo sómi væri af og fyrir skemmstu komu út fyrstu tíu diskarnir í seríunni. Þar á er allt frá balalaika-verkum sem tekin voru upp í Sovétríkjunum í upptöku An- tals Doratis með Lundúnarsin- fóníunni á Fuglum Repighis, sem er nánast goðsagnakennd plata. Gagnrýnendur hafa og fallið í stafi; annars vegar yfir hljóminum og hins vegar yfír útgáfu verkanna á disk- unum, því fyrir sönnum tónlist- arunnanda er hljómurinn jú auka- atriði, en þeim mun ánægjulegra þegar saman fer frábær hljómur og flutningur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.