Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 VERD ALDREI HÖM Lára Margrét Ragnarsdóttir segir frá ferð sinni til Eystrasaltsríkjanna eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Lára Margrét Ragnarsdóttir Það er ekki frítt við að íslendingar séu laundrjúgir yfir fram- göngu forystumanna sinna í málefnum Eystrasaltsríkjanna. Það þurfti óneitanlega kjark til að filja uppá stjórnmálasambandi við þessi ríki meðan þau enn voru undir járnhæl Sovétríkjanna sál- ugu. Ibúar þessara ríkja hafa enda bæði í orðum og gjörðum Iátið í Ijósi þakklæti vegna hins skelegga stuðnings íslendinga í sjálf- stæðisbaráttu þeirra. Eins og kunnugt er af fréttum voru tveir íslenskir þingmenn í boðsferð í Eystrasaltsríkjunum þegar valdar- ánstilraunin var gerð í Rússlandi í síðasta mánuði. Lára Margrét Ragnarsdóttir, sem sæti á í útanríkismálanefnd Alþingis og Jóhann- es Geir Sigurgeirsson fóru í þessa ferð sem fulltrúar þingsins. Þessu var öfugt farið með flesta aðra þingmenn sem einnig fóru í þessa ferð, að sögn Láru Margrétar. Sagði hún að þeir hafi virst vera þar sem einstaklingar og áhugamenn um málefni Eystrasalts- ríkjanna en ekki sem fulltrúar sín% þjóðþings. Þingmannafundir þessir voru haldnir til að minnast innlimunar Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin þann 23. ágúst 1939, en samningur Molotov og Rib- bentrop er af ýmsum talinn vera upphafið að seinni heimsstyijöld- inni. samtali sem blaðamað- ur Morgunblaðsins átti ■ við Láru Margréti fyrir skömmu sagði hún að þessi ferð hefði verið henni eins konar eld- skím. „Mér, nýgræð- ingi í stjórnmálum, þótti það bæði undarlegt og óraunverulegt að vera allt í einu komin mitt í hringiðu hinna alþjóð- legu stjórnmála og orðin á vissan hátt þátttakandi í stórum viðburð- um mannkynssögunnar." Lára Margrét kvaðst hafa, eins og aðrir, fylgst með þróun mála í Eystrasaltsríkjunum eftir að mál- efni þeirra komust í brennidepil umræðnanna snemma á þessu ári. Hún hefði hins vegar ekki átt von á að verða annar fulltrúi íslands á þeim vettvangi, og síst við þær aðstæður sem svo skyndilega sköp- uðust í Sovétríkjunum. „Við Jó- hannes komum til Lettlands degi seinna en aðrir þátttakendur, m.a. vegna þess hve lengi stóð á svörum frá öðrum þátttakendum frá Norð- urlöndum. Þegar við millilentum í Stokkhólmi fréttum við að valda- ránsmenn væru komnir út á flug- völl og væru annaðhvort á leið til Gorbatsjovs á Krímskaga eða að flýja. Þegar við komum til Riga tók á móti okkur varfærnislegur en gleiðbrosandi ungur maður sem sýndi okkur sjálfstæðisyfirlýsingu Letta sem gefín hafði verið út hálfum öðrum tíma áður. Við fund- um fljótlega að það voru miklar sveiflur í andrúmsloftinu, annars vegar var fólk fullt af von og eftir- væntingu en hins vegar var það dauðhrætt. Óttinn við svarthúfurn- ar var ríkur í íbúum þessara landa. Svarthúfurnar voru sveitir manna sem KGB hafði sérþjálfað í alls- kyns hermdarverkum. Mjög erfitt var að þekkja þær frá venjulegum lögreglumönnum,_ því búningamir voru þeir sömu. Ég heyrði ítrekað talað um svarthúfurnar sem ótínda glæpamenn. Við Jóhannes vorum sterklega aðvöruð að fara ekki út eftir að skyggja tæki, því allt gæti gerst. Sumir, sem tóku á móti erlenda þingmannaliðinu, töldu öruggara að fara ekki heim þetta kvöld og dvöldu á hótelinu með okkur. Við gengum þó út að Minnismerki frelsisins um kvöldið og sáum blómin sem fólk dreifir þar stöðugt til minningar um þá sem féllu þar í óeirðunum í upp- hafí þessa árs. Daginn eftir var haldinn fundur um afstöðu hinna ýmsu ríkja til sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkj- anna. Um það leyti sem slíta átti fundinum fór ég í símann og fékk þær fréttir að heiman að íslending- ar væru búnir að viðurkenna sjálf- stæði Eistlands og Lettlands. Ég hljóp svo hratt niður stigann til að segja fréttirnar að ég var næst- um búiri að fótbijóta mig. Fundur- inn var í snatri settur aftur og ég las*j)essa yfirlýsingu frá íslandi. Gífurlegur fögnuður braust út hjá íbúum Eystrasaltsríkjanna sem þarna voru og ég fann vel hve mikils J)eir mátu þessa viðurkenn- ingu. Ég hafði eðlilega ekki neina skrifaða ræðu til að styðjast við, en gat þess í máli mínu að þessi afstaða íslendinga byggðist bæði á eðliseiginleikum þeirra og svo hinu að þeir skildu afstöðu Eystra- saltsríkjanna, þeir hefðu sjálfir verið í sambandi við Danmörku árið 1944 og þar áður verið eins konar nýlenda. Ég lagði jafnframt áherslu á að þessu væri á engan hátt hægt að jafna saman við það sem Eystrasaltsríkin hefðu orðið að þola í samskiptum við sína yfir- drottnara undanfarna áratugi. Ég tók að .lokum fram að það væri tímanna tákn að utanríkisráðherr- , mw • -*- *• * i*~'< -i-t I R SiP w i m m i ar íslands og Danmerkur hefðu tveir einir hvatt alla ráðherra innan NATO til að styðja við bakið á Eystrasaltsríkjunum í baráttu þeirra fyrir frelsi. Satt að segja mæltust orð mín ekki sérlega vel fyrir meðal viðstaddra Dana, ég hefði betur látið ógert að m innast á þetta. Samband okkar við Dani hefur enda verið með miklum ágætum síðustu áratugi. Fyrir mig var þetta holl áminning um að vanda betur orð mín á alþjóðlegum vettvangi. Mér varð þessi fundur eins konar eldskírn, ég fann mig allt í einu komna út í hörðustu utanríkispólitík og verða að standa mig. Ég fann þó ekki fyrir spennu fyrr en kannski eftir á. Mér fannst ég alla þessa ferð vera í ákveðnu hlutverki sem ég yrði að sinna eft- ir bestu getu. Höfuðatriðið væri að koma skilaboðum íslendinga rétt á framfæri. Þetta hafði ég fyrst og fremst í huga og „af- tengdi“ sjálfa mig sem persónu, ef svo má segja. Eftir fundinn vorum við leidd í gegnum þinghúsið og farið mjög hratt yfir. Sá hraði varð skiljanleg- ur þegar við komum út í garðinn bak við húsið og fengum í hendurn- ar blöð sem í voru myndir af skrið- drekum sem staðið höfðu einmitt á þessum sama stað fyrr um dag- inn. Okkar var vel gætt og vorum Frá útifundinum í Viiníus. Landsbergis er til hliðar við Láru- látin halda hópinn meðan við geng- um aðeins um göturnar og virtum fyrir okkur mannlífið í borginni. Það sýndist bæði þungt og dauft. Fólkið virtist mjög hrætt við fram- tíðina þó valdaránsmennirnir væru fallnir þegar hér var komið sögu. Enginn vissi enn hver yrði afstaða Rauða hersins, sem þó skipti meg- inmáli. Meðan beðið var eftir rútu brugðum við Jóhannes okkur inn í stóra verslun. Allt þar minnti einna helst á krambúðir fyrri tíma og fatnaðurinn var af þeirri gerð sem maður sér á útsölu í ódýrustu búðum. Um kvöldið ökum við til Lithá- en. Við landamærin tók á móti okkur hópur manna og kvenna í þjóðbúningum sem söng og dans- aði þjóðdansa. Stúlkumar báru fyrir okkur veitingar, m.a. friðar- brauð í bómullarstykki. Þannig vorum við á táknrænan hátt boðin velkomin inn í landið. Á þessum sama stað var í vor eyðilagur varðskúr og varðmaðurinn myrtur. Frammákona í stjórnmálum í Lit- háen var þá á leið yfir landamærin og sýndi annálsvert hugrekki. Á leið okkar til Vilnius var stansað í lítilli borg þar sem ég talaði á útifundi ásamt fleirum. Þar ítrek- aði ég að verkinu væri ekki lokið en mig grunaði ekki hve hröð at- burðarásin yrði. Fólkið tók orðum mínum með miklum fögnuði og hrópaði Islandia, Islandia. Á leið- inni af fundinum hljóp til mín eldri maður, greip báðar hendur mínar í sínar og hrópaði: „Ég veit að þið vitið ekki hvað þið hafíð gert mik- ið fyrir okkur. Ég var í Vilnius þegar Jón Baldvin Hannibalsson tilkynnti fyrirætlanir sínar og ég trúði þessu ekki, en fímm dögum seinna hafði það gerst.“ 600 þúsund pyntuð Á fundi í Vilnius daginn eftir lýsti Landsbergis í ávarpi hug- myndum sínum um framtíðina og ræddi um hvernig stuðningur kæmi Eystrasaltsríkjunum best. Á þessum fundi kom fram sú hug- mynd að þátttakendur í þessari ferð mynduðu formlega stuðnings- hópa, hver í sínu landi. Það var samþykkt einróma. Að loknum fundinum fréttum við að KGB væri að rýma höfuðstöðvar sínar í borginni og einnig að sjónvarps- stöðin hefði verið rýmd. Þegar við vorum á leið að sjónvarpsstöðinni fór þingmaður frá Kaunas með mig að höfuðstöðvum KGB. Fyrir utan þá stóru byggingu stóð fólk og söng sálma eða ættjarðarlög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.