Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAMPI SUNNUDAGUR, 15. SEPTEMBER 1991 & v BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. 5 => 3 £ i =3 z z 5 5 => Múlalundur SÍMI: 62 84 50 ATLAS BNSTAKT VERÐ Kalda stríðinu er lokið! KÆLI- og FRYSTI- SKÁPAR Á TILBOÐSVERÐI • Endingargóðir • Stílhreinir • Sjálfvirk afþ/ðing • Eins árs ábyrgð • Ótrúlegt verð Gerð RF180/80 - Verð kr. 41.900,- stgr. GERÐ ISOLA-KR. 20.900,- |r RONNING Sundaborg 15 * Sími 8 I 4000 r '»)U .. Ítv SLYS A BÖRI FORVARNIR SNÚUM VÖRN í SÓKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Hafnarfjarðardeild Rauða kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda námskeiði um algengustu slys á börnum, hvernig bregðast á við slysum og hvernig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer fram að Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði dagana 17. og 19. september n.k. kl. 20-23. Vinsamlega skráið ykkur í síma 91-26722 fyrir kl.17 mánudaginn 16. september. ©, FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722 Á FÖRNUM VEGI Rangárvellir: Gottað heyra barnaklið í kirkjunni - segir séra Sig- urður Jónsson nýráðinn sóknar- prestur í Odda HeUu. ÞAÐ er gott að heyra barna- klið í kirkjunni," sagði Sig- urður Jónsson nýráðinn sóknar- prestur í Odda á Rangarvöllum er fréttaritari brá sér í heim- sókn til hans." Sigurður tók við embætti í júní síðastliðnum en áður þjónaði séra Stefán Lárus- son prestakallinu í 27 ár. Að gömlum og góðum sið er sr. Sigurður fyrst spurður um ætt og uppruna, en hann kemur úr Borgarfirðinum, þaðan sem móð- urætt hans er. Hann er fæddur og uppalinn á Haukagili í Hvítár- síðu, sonur Asgerðar Jónsdóttur og Jóns Ingimundarsonar bónda þar á bæ. Hins vegar er föðurætt hans af Suðurlandi, hann kveðst tilheyra hinni fornfrægu Víkings- lækjarætt og segist áreiðanlega eiga marga fjarskylda ættingja hér um slóðir. Hann er kvæntur Jó- hönnu Friðriksdóttur hjúkruna- rfræðingi og eiga þau þijú börn, Tinu 10 ára, Hrafnkel 4 ára og nýfædda dóttur sem kom í heiminn 21. ágúst sl. Sr. Sigurður útskrifaðist úr Prestaskólanum 1988 og tók eftir það við embætti á Patreksfírði þar sem hann þjónaði áður en hann kom að Odda. Hann segir það mikil umskipti að koma frá þéttbýl- isstað og í sveitina, það sé allt öðruvísi að vera „þorpsprestur“ en „sveitaprestur" eins og hann segir sjálfur. Söfnuðurinn er dreifðari, jafnvel finnst honum hann vera fjær fólkinu sjálfu og hefur því brugðið á það ráð að húsvitja, sérs- taklega á bæjunum í kring. Hefur það mælst vel fyrir og hann alls staðar fengið góðar móttökur. Frekari heimsóknir eru á döfinni hjá sr. Sigurði og finnst honum Sigurður Jónsson fyrir utan Oddakirkju. „Hann segir það mikil umskipti að koma frá þéttbýlisstað og í sveitina, það sé allt öðruvísi að vera „þorps- prestur“ en „sveitaprestur“.“ gott að kynnast söfnuðinum á þennan hátt. Bóndinn blundar í sr. Sigurði, hann hefur hug á að nýta þau fáu ærgildi er tilheyra staðnum. Verst sé að enginn húsakostur sé á jörð- inni til landbúnaðar, en fjárhúsið fauk í óveðrinu í vetur. Hjálpsamur nágranni hýsir féð fyrir hann til bráðabirgða. Hann telur nauðsyn- legt að koma upp lágmarkshúsa- kosti svo hægt sé að sinna þessum þætti starfsins. Þá hefur hann hug á að koma sér upp fáeinum hest- um, hann hafi vanist því sem barn að umgangast hesta í sveitinni og myndi hestamennskan gefa tóm- stundunum aukið gildi. I prestakallinu eru þijár kirkjur, Oddi og Keldur á Rangárvöllum o g Stórólfshvolskirkja á Hvolsvelli. Sr. Sigurður hefur þegar messað Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Séra Sigurður Jónsson inni í Oddakirkju með börnum sinum Tinnu og Hrafnkeli. Víkverji skrifar Allt frá því að tekin var upp stjórnun á fiskveiðum hefur mikið yerið rætt um fiskveiðistefnu okkar íslendinga. Af þeim deilum, sem upp hafa risið, er augljóst að erfitt mun reynast að gera svo öllum líki, hagsmunaárekstrar eru of miklir til þess. Eitt eru þó allir sam- mála um, fiskveiðiflotinn er of stór. Ekki þarf öll þessi skip til þess að draga að iandi það sem leyfilegt er að veiða. En svo furðulegt sem það er stækkar samt flotinn frekar en hitt og kostnaðurinn við að veiða hvern físk eykst en minnkar ekki. xxx að er að sjálfsögðu áhyggjuefni að ekki hefur tekist að halda fiskiskipaflotanum innan skynsam- legra marka, en hitt er hrikalegt ef um 40% af botnfiskafla lands- manna er hent í sjóinn aftur eins og fram kemur í grein eftir kunnan skipstjóra og útgerðarmann hér í blaðinu í fyrri viku. Menn hljóta að staldra við og spyija, hvað er að gerast, þegar þeir lesa: „Heildarbotnfiskafli landsmanna er um 700 þúsund tonn. Ég leyfí mér að fullyrða að 280 þúsund tonn- um að auki er hent í sjóinn aftur, eða um 40% af heildarafla sem veiddur er. ... Allt í einu verður netafiskur 1. flokks vara eingöngu vegna þess að skemmdum fiski er hent. Humar stækkar vegna þess að smáum humri er hent. Fiskur hjá ísfísktogurum stækkar vegna þess að meira af smáfíski er hent. ... Bátar á dragnótaveiðum fá stundum allmikinn þorsk. Þeir eiga ekki þorskkvóta og henda því þor- skafla í sjóinn, en hirða kolategund- ir sem eru verðmætastar. Rækju- skip sem afla vel en hafa lítinn kvóta hljóta að hafa tilhneigingu til að henda smæstu og verð- minnstu rækjunni frekar en að hætta veiðum." Aður en umrædd grein birtist hafði skipstjóri og útgerð- armaður í Vestmannaeyjum kvatt sér hljóðs og haldið hinu sama fram. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að einhverju af sjávar- fángi er hent, en að magnið gæti verið jafn mikið og hér er nefnt hvarflaði ekki að Víkveija. Flestir gera sér grein fyrir að fiskveiðistjórnun er ekkert auðvelt mál eða einfalt reikningsdæmi — en eitthvað hlýtur að vera bogið við kerfi sem hvetur til slíkrar sóunar á verðmætum. Skipuð hefur verið nefnd til þess að fara ofan í saumana á þessum málum öllum, veiðum, vinnslu og sölu. Vonandi tekst henni að finna lausn sem flestir geti unað sæmi- lega við þótt nær útilokað sé að allir verði ánægðir. Eitt virðist þó augljóst, taka verður svo á málum að enginn sjái sér hag í því að henda afla. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.