Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 C 7 höijifræÖv/Hvada þýbingu hefur slíkur sáttmálif Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi bamsins ÞANN 20. nóvember 1989 samþykkti allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna sáttmála um réttindi barnsins (The Convention on the Right of the Child). Sáttmálinn er afrakstur mikils starfs, sem er að rekja allt aftur til yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna þijátíu árum áður. Islendingar eru aðilar að sátt- málanum. ótt sáttmálinn sé ekki fyrsti alþjóðasáttmálinn sem fjall- ar um börn þá er hann tvímæla- laust einn sá mikilvægasti. Fyrir það fyrsta felur hann í sér alþjóð- lega viðurkenn- ingu á því að réttindi barna séu ekki nægi- lega tryggð með giidandi mann- réttindasát- tmálum. Með því að hafa sér- stakan sáttmála um réttindi barna fæst svigrúm til að koma til móts við þarfir þeirra og hags- muni. Sem dæmi má nefna að gildandi sáttmálar gera ekki ráð fyrir að yfirvöld í hverju ríki hafi svigrúm til að ijúfa friðhelgi heim- ilisins vegna hagsmuna barna sem þar eru. Þetta er hins vegar gert í sáttmála Sameinuðu þjóðanna. í öðru lagi felst mikilvægi sátt- málans í því að þar er ekki aðeins reynt að tryggja borgaraleg rétt- indi barna í víðasta skilningi, held- ur er þar einnig reynt að tryggja félagslega, menningarlega og efn- alega velferð þeirra. í þriðja lagi felst mikilvægi hans í stofnun sérstakrar barnaréttarnefndar (Committee on the Rights of the Child). Með sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins skuld- binda aðildarríkin sig til þess að tryggja börnum viss lágmarks- réttindi á þeim sviðum sem hann tekur til. Þar kemur m.a. fram að öll böm skuli hafa meðfæddan rétt til lífs, nafns og þjóðernis, að skapa skuli bömum skilyrði til fulls þroska og setja velferð þeirra ofar öðru þegar fjallað er um málefni þeirra. Þá segir að böm- um beri réttur til að tjá skoðanir sínar og að yfirvöldum sé skylt að taka tillit til þeirra eftir því sem unnt sé. í sáttmálanum segir ennfremur að vemda beri börn gegn hverskonar fordómum að því er varðar kynferði, þjóðerni, litarhátt, trú og stjórnmálaskoð- anir. Samkvæmt sáttmálanum er meginreglan sú að foreldrar hafa rétt og skyldu til að annast börn sín sjálfir og sú skylda er lögð á herðar yfirvöldum í hveiju ríki að aðstoða foreldra við að fullnægja uppeldisskyldum sínum. Þá segir að böm megi ekki skilja frá for- eldrum sínum nema ákvörðun um slíkt sé byggð á faglegu mati og samræmist best hagsmunum barnsins. Aðildarríkjum sáttmál- ans ber að sjá öllum börnum fyrir bestu mögulegu heilsugæslu og tiyggja þeim lágmarksmenntun þeim að kostnaðarlausu. Þá skulu öll börn eiga rétt á hæfilegri hvíld og leik og vernda ber þau gegn vinnu sem hindrar eðlilegan þroska þeirra. Að síðustu er gert ráð fyrir sérstökum reglum um meðferð afbrotamála sem börn tengjast. Ljóst er að mörg ríki heims munu eiga erfitt með að uppfylla öll ákvæði sáttmálans. Þetta á ekki síst við um þau ákvæði hans sem leggja skyldur á herðar ríki til að tryggja öllum börnum góða heilbrigðisþjónustu og menntun. Sáttmálinn kemur hins vegar ekki til með að hafa mikil áhrif á löggjöf hér á landi um málefni bama, þar sem heita má að öll ákvæði hans séu þegar uppfyllt, þótt eflaust megi gera betur við börn á ýmsum sviðum. Alþjóðasáttmálar eins og sá sem hér hefur verið lýst, hafa gjaman verið gagnrýndir fyrir það að vera í reynd lítið annað en yfirlýsing um góðan vilja þeirra sem að þeim standa, þar sem engin trygging sé fyrir því að eftir ákvæðum hans verði farið og engin úrræði til sem nota má til að þvinga aðild- arríki til þess. Þetta á vissulega við um sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins. Þó er rétt að geta þess að í honum er gert ráð fyrir stofnun svokallaðrar barnaréttamefndar sem ætlað er að fylgjast með framkvæmd á ákvæðum sáttmálans í aðildarríkj- unum. Er ríkjum skylt að láta nefndinni í té skýrslur um það efni með ákveðnu millibili. Nefnd- in getur að auki mælt fyrir um sérstakar rannsóknir á málefnum bama í einstökum ríkjum og kynnt niðurstöður sínar allsheij- arþinginu og viðkomandi ríki. Með þessu er reynt að stuðla að því eftir mætti að farið verði að ákvæðum sáttmálans þótt ekki sé um að ræða beinar þvingunarað- gerðir. LÆKNISFRÆDI/£r» líjfæraflutningar rétt ab hyrjaf Græðum og græðum í FYRRAHAUST var hér í þessum pistlum minnst á kana- díska lækninn Frederick Banting, en þá voru liðin um 70 ár frá því hann hóf tilraunir sem leiddu af sér lyfið insúlín, náðargjöf til handa sykursjúkum. tla má að þau mannslíf sem insúlín-sprautan hefur bjargað séu óteljandi og á undanförnum áratugum hafa önnur sykursýkilyf í töfluformi komið til skjal- anna og þykir mörgum sem vonlegt er gott að losna við stungurnar. En við sykursýki á eftir Þórarin háu stigi duga Guðnason engar töflur og frá einstöku sjúklingi megnar jafnvel insúl- ínið ekki að bægja alvarlegum fylgikvillum svo sem blindu, slagæðaþrengslum í fótum eða nýmabilun. Eftir að líffæra- græðslur komust á rekspöl hef- ur stundum verið gripið til þess ráðs að græða heilbrigt nýra í sykursýkisjúkling sem er illa á vegi staddur vegna þvageitrun- ar. Briskirtillinn eða brisið, eins og hann er oftast nefndur, framleiðir meltingarvökva sem rennur inn í skeifugörnina og blandast fæðunni og öðrum kirtlasöfum. Þeirra erindi þang- að er að kljúfa matinn sem við kyngjum í efnasambönd er lík- aminn geti notfært sér til vaxt- ar og viðhalds. En brisið hefur fleira á sinni könnu; víðs vegar um kirtilvefinn eru dreifðar — eins og ber í skyri eða eyjar á breiðum firði — svolitlar agnir sem greinilega eru af öðru sauðahúsi. Þær heita Langer- hans-eyjar og eru líka kirtlar en skila hormónsafa sem er ins- úlín beint út í blóðrásina. Það sér um að sykur í líkamanum haldist innan þeirra marka sem okkur eru ásköpuð. Ef verk- smiðjumar í eyjunum slá slöku við eða hætta jafnvel framleiðsl- unni með öllu skellur sykursýk- in á og þá er ekki von á góðu. í Bandaríkj- unum, .Kanada og á Ítalíu hafa Lan- gerhans- eyjar nokkmm um varanlegan árangur. Fyrsta ígræðsla af þessu tagi í Bret- landi var gerð á spítala í Leic- ester snemma í ágúst í sumar og mætti þykja girnilegt til fróðleiks að forvitnast dálítið um hvað þarna var á seyði. Fertug kona með sykursýki hafði þurft insúlín tvisvar á dag allt frá bamæsku og var svo illa farin vegna nýrnabilunar að í hana var grætt nýra fyrir nokkrum árum. Það reyndist henni mikil hjálp en nú var svo komið að rétt þótti að freista þess að framkvæma nýja og annars konar græðsluaðgerð. Tekin var á að giska hálf millj- ón eyjafrumna úr heilbrigðum briskirtli og þær gróðursettar í lifur konunnar. Þetta blessaðist allt og þegar hún útskrifaðist til síns heima framleiddi hún um það bil helming þess insúlíns sem hún þurfti á að halda og þúist er við að hún verði sjálf- bjarga á næstunni. „í 32 ár hefur allt mitt líf snúist um sykursýkina," segir hún, „og nú vonast ég til að losna við kvíðann og mæðuna sem henni fylgja. Ég kann mér ekki læti.“ Tíu manns bíða þess nú að vera kallaðir inn á þetta sama sjúkrahús til eyjagræðslu og af þeim öllum er sömu sögu að segja og hér var rakin, ins- úlínsprautur frá unga aldri og skipt um nýra ekki alls fyrir löngu og þeir taka ónæmis- bælandi lyf til undirbúnings á meðan þeir bíða. Ef vel gengur er hætt við að eftirspurn verði mikil og fleiri spítalar í landinu eru í þann veginn að hefjast handa en sykursjúkir horfa bjartsýnir til betri tíðar. Og suma vísindamenn í læknis- fræði dreymir um að hægt verði að nota eyjafrumur úr dýrum áður en lángt um líður. sinnum verið tekn- ar úr heil- brigðum og fluttar í syk- ursjúka og þótt ekki sé langt um liðið eru lækn- ar þeirra vongóðir „STÓRMÓT í skák eru mjög RAUTT EÐAL GINSENG krefjandi. Pess vegna nota ég Rautt eÖal-ginseng. Þannig kemst ég í andlegt jafn- vægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið." Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák. - þegar reynir á athygli og þol Hvert hylki inniheldur 300 mg af hreinu rauðu eðal-ginsengi. VASKUR 0G VAKANÐI Metsölublað á hwrjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.