Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR sunnudagur 15 skptkmber 1991 C <21 Trúbrot 10. áratugarins? OFURSVEITIR íslenskar hafa verið fáar síðan Trú- brot bylti rokkþróuninni. Fyrir skemmstu tóku sig til nokkrir sveitarmenn sem voru áberandi á árunum 1986 til 88 og stofnuðu ofursveitina Rut + — Trúbrot tiunda áratugarins? Rut + skipa Ari Eldon (Sogblettir, Bless og Drulla), Björn Ealdvinsson og Magnús Þorsteinsson (Bleiku bastarnir), Atli Jó- sefsson (Mússolíni og Wapp) og Árni Kristjáns- son (Vonbrigði og Lestir). Sveitin á sér nokkurn að- draganda, en ekki er nema mánuður síðan sveitar- menn fór að æfa með Bimi Baldvins. Sveitarmenn segjast spila „dýrslegt pönk“ og hafa af nógu af taka; lagasmíðar hafí geng- ið einkar vel. Eins og sjá má af upptalningunni eru þeir hver úr sinni áttinni tónlistarlega og því fróð- Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Ruslrokk Rot- þró á Rykkrokki. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Exit Aku- reyrskt þunga- rokk. AÐ NORÐAN OG NEÐAN Rokkgróska er óvíða meir en norðan heiða. Það má meðal annars sjá af því a fyrir skemmstu héldu Hú- svíkingar rokkhátíð þar sem á annan tug sveita tróð upp. Reykvíkingar og nágrannar hafa einnig fengið að kynn- ast rokkurum að norðan, því ruslrokksveitin Rotþró hefur Plata vikunnar er Met- allica með Metallica. Lengi hefur verið beðið eftir nýrri plötu frá Met- allicu, eftir að sveitin náði milljónasölu með And Justice for all ... Margir óttuðust að sveitarmenn hygðust róa á sölumið, en þær raddir þagna þegar og fyrstu tónar fyrsta lags plötunnar, Enter Sand- man, heyrast. Með Met- allica sannar Metallica að sveitin stendur undir því að vera þyngsta hljómsveit í heimi. leikið hér nokkrum sinnum og var t.a.m. mneð bestu sveitum á Rykkrokki fyrir skemmstu. í kvöld verður svo mikil norðanrokkhátíð í Tveimur vinum. F jórar norðlenskar neð- anjarðarrokksveitir eru væntanlegar að norðan til að troða upp í Tveimur vin- um, en það eru sveitirnar Rotþró, Hrafnar, Ræsið og Exit. Rotþró og Ræsið eru frá Húsavík og Exit frá Akureyri, en Hrafnar eru beggja blands; frá Húsavík og Akureyri. Allar líkur eru á að ein sunnansveit fái að taka þátt, því kvennasveitin Jar- þrúður hefur verið orðuð við tónleikana. Óhætt er að benda öllum rokkþyrstum á að kynna sér norð- anrokkið, enda er Rotþró með skemmtilegri sveit- um og Exit og Ræ- sið báðar fyrirtak, en hinar sveitimar eru óþekktari stærðir. MUNAÐAR FRÁ Senegal koma fjölmargir snjallir tón- listarmenn og frábærar hljómsveitir. Margir kannst við Orchestra Baobab, Toure Kunda og Youssou N’Dour, en færri þekkja hinn frábæra senegalíska tónlistarmann Baba Maal. Baba Maal er af lágstétt í Senegal, sem kall- ast toucouleur þar í landi, og átti erfitt uppdráttar fyrir vikið. Textar hans markast nokkuð af baráttu hans gegn órétti og kúgun, en tónlistin er öllu rólegri og yfirvegaðri. Baba Maal vakti mikla athygli fyrir órafmagnaða plötu sína, Djam Leelil, seint á síasta áratug, en rafmagnaðar plötur sem hann hefur sent legt að heyra hver nið- urstaðan verður. Rut +, sem dregur nafn sitt af samnefndri plötu, „frábær plata og ein af gleymdum perlum íslenskrar rokk- sögu“ að mati Ara Eldons, treður upp í fyrsta sinn í Tveimur vinum á fimmtu- dag. Meðal annarra mun Dr. Gunni, sem sendir innan skamms frá sér sjötommu á vegum finnska stórfyrir- tækisins Bad Vugum, hita upp. Frumraun Rut + í Tveimur vinum á fimmtudag. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir DÆGURTONLIST SpjararKarl Örvarsson sigeinn síns lids f ELDFUGL Karl Örvarsson kom fram á sjónarsviðið með sveitinni Stuðkompan- íinu, sem hann rak í félagi við bróður sinn. Stuðkomp- aníið er löngu iið- ið undir lok, en Karl fæst enn við tónlist, hefur sent frá sér snjöll iög á síð- ustu misserum og á næstu eftir Árna Matthíosson Vandað popp Karl Örvarsson. vikum er væntanleg hans fyrsta sólóskífa. Sú skífa ber heitið Eidfuglinn. Karl segir að hug- myndin um sólóferil hafi vaknað þegar og Stuðkompaníið leystist upp. Hann hafi langað til að þróa tónmál sitt í aðra átt en Stuð- kompaníið, eins og lögin sem hann hef- ur sent frá sér síðan sýni. „Þegar ég hætti í Stuð- kompaníinu var ég með það á hreinu að ég vildi gera eitthvað annað. Það sem ég hef gert síðan held ég að sýni það og þegar við byrjuðum að gera þessa þlötu var ég ákveðinn í að gera vandaða poppplötu og ekki vera að hugsa of mikið um markað- inn.“ Karl gerir plötuna með liðsinni Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og lætur vel af því samstarfí. „Ég skil- aði lögum til Þorvaldar, sem síðan kom með tillögur um vinnsluna, sem ég svo samþykkti eða ekki. Það var afskaplega gott að vinna með Þorvaldi og eflaust skín hann í gegn á köflum, t.a.m. með gftar- leik hans, en mér fínnst að hann hafi náð því mjög vel í gegn sem ég vildi; að minn karakter komi vel fram í plötunni.“ Platan átti að koma út fyrir síðustu jól, en á síð- ustu stundu var ákveðið að geyma hana, enda tími of naumur til að klára hana svo vel væri að sögn Karls. Hann segir þó að að hans mati komi það ekki niður á plötunni, „ég var hrædd- ur um að þetta myndi koma niður á plötunni, en hún hljómar vel, mér finnst hún heilsteypt og lögin sem við vorum búnir með á síðasta ári hafa ekkert elst“. Karl hefur víða troðið upp síðan Stuðkompaníið lagði upp laupana, en þá jafnan sem hluti af heild, en ekki sem sólólistamaður. Hann segist vera að setja upp sveit með Grétari bróð- ur sínum, sem sé ætlað að halda tónleika og kynna væntanlega plötu, með- fram því sem leikið verði á böllum. „Mér fínnst gott að hafa þétt, stutt og hnit- miðað tónleikaprógramm, sem verður þau tíu lög sem verða á plötunni, og svo tekur eitthvað allt annað við.“ Telur þú að það sé mögu- leiki að þú getir lifað á eig- in tónlist? „Því ekki? Að vísu þyrfti ég þá væntanlega að gefa út sölulegri tónlist, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Tónlistarmarkaður á ís- landi hefur verið að breyt- ast undanfarin ár og Todmobile ryður þar braut- ina. Þeirra velgengni hefur sannað að fólk vill fá að heyra meira en léttustu gerð af poppi. Þetta er fyrst og fremst vönduð popptónl- ist, sem þarf að hlusta á, en skilur líka meira eftir sig. Þannig vona ég að mín plata eigi eftir að virka, að fólk sé tilbúið til að hlusta.“ fra sér síðar hafa notið minni hylli. Fyrir skemmstu snedi hann svo frá sér sína fyrstu breiðskífu á vegum Mango, Baayo, sem útleggst sem mun- LEYSINGI aðarleysingi. Á Baayo er Baba Maal við það sama heygarðshom og á Djam Leeli; tónlistin er órafmögnuð og seiðandi og Baba Maal sýnir enn að hann er með fremstu söngv- urum Afríku. Sem fyrr syngur hann ekki á woolof, ríkjandi máli í Senegal, heldur á tuchuleur, sem telst ekki par fínt, en með textunum fylgja enskar fýlgja þýðingar. Vonandi verður Baayo til að vekja þá at- hygli á Baba Maal sem hann á skilda. LAGSTETTARSKALD Maal. Baba ■ VIÐ rappið hefur loðað ofbeldishefð í Bandaríkjun- um, sem sannaðist rækilega þegar sýningar hófust á myndinni Boyz N the Hood, sem Ice Cuhe leikur aðalhlutverk í. Skotbardagi braust út fyrir utan bíó í Kalifomíu og ung stúlka var skotin til bana, en óeirðir brutust út við 20 bíó fyrstu sýningarvikuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.