Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUJDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 Royal -fjölbreyttur skyndibúðingur Tillaga um þróun á há- skólastig á þremur árum Iþróttakennaraskólinn: Starfað eftir nýrri kennsluskrá Laugarvatni. Iþróttakennaraskóli íslands var settur á sunnudag. Þrjátíu og sex nýir nemendur hefja nú nám við skólann samkvæmt nýrri kennslu- skrá sem þróunarnefnd skólans hefur unnið að sl. ár. Kennsluskráin byggir á einingamatskerfi háskóla þar sem námsgreinum er skipað í násmkeið. Þrjátíu og þrír nemendur verða á öðru námsári og ljúka prófi í vor. ' í janúar sl. var skipuð nefnd við skólann sem í áttu sæti allir fast- ráðnir kennarar auk skólastjóra og námsstjóra í íþróttum sem var starfsmaður nefndarinnar. Hlut- verk nefndarinnar var að hefja þró- un íþróttakennaraskólans á há- skólastig með endurskoðun kennsluskrár skólans og gerð áætl- unar um framgang þróunarinnar. Hvatinn að þessu starfí er sá að ljóst var að mikið misvægi var að skapast í kennaramenntuninni í landinu þar sem KHÍ væri að hefja fjögurra ára almennt kennaranám (120 einingar) auk valgreina í fþróttum (30 ein.) á sama tíma og Iþróttakennaraskólinn útskrifaði sérgreinakennara með full kennslu- réttindi á tveimur árum (60 ein.). Drög að nýjum lögum um Iþróttakennaraskólann hafa legið fyrir í menntamálaráðuneytinu um nokkurt skeið en ekki verið lögð fyrir Alþingi. Nefndarmenn eru sammála um nauðsyn þess að skapa skólanum betri starfsumgjörð með nýjum lögum en vildu einbeita sér að innra skipulagi skólans og kennsluháttum. Þegar námið var metið til eininga kom strax í ljós að verulega varð að skera niður kennsluna til að halda 60 eininganámi. Einnig varð að vinna nýjar námslýsingar í öllum námsgreinum og skipa þeim í nám- skeið sem sum ná yfír heilt misseri en öðrum er lokið á einni viku eða örfáum. Þróunamefndin hefur unniðjafnt og þétt frá því í janúar. Haldnir voru tólf fundir og gefín út tíu drög að kennsluskrá. Fjöldi aðila úr há- skólum hér á Islandi aðstoðaði nefndina við þetta starf auk þess sem sóttar voru hugmyndir til ann- arra landa. Nefndin skilaði af sér nú fyrir helgina fullmótaðri kennsluskrá auk áætlunar um lengingu námsins í þrjú ár (90 ein.) 1994 með fjölgun námsbrauta. Samhliða er stefnt að endurskoðun löggjafar skólans. Kennsla nýnema við skólann mun að öllu leyti fara eftir hinni nýju kennsluskrá. - Kári LADA UM LANDIÐ Bílasýning Viö hjá Bifreiöum og landbúnaöarvélum veröum meö Lada bifreiöasýningu næstu daga á eftirtöldum stööum. Eins og venjulega verömetum viö eldri Lada bíla á staönum ef óskaö er og tökum þá upp í nýja. Noröuriand Mánudaqinn 16. sept. Húsavík, viö bílaleigu Húsavíkur kl. 10.00-13.00 Siglufjöröur, við Olís skálann kl. 16.00-17.00 Akureyri, Vélsmiðjan Akureyri kl. 15.00-20.00 Sauöárkrókur, við Esso skálann kl. 19.00-21.00 Þriðiudaainn 17. sept. Miðvikudaginn 1g. sept Blönduósi, við Esso skálann kl. 11.00-13.00 Dalvík, við Víkurröst kl. 12.00-13.30 Hvammstangi, viö Kaupfélagið kl. 14.30-16.00 Ólafsfjöröur, við Tjarnarborg kl. 14.00-15.00 Borgarnes, við SHELL skálann kl. 19.00r20.00 BIFREIOAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13 108 Reykiavík Simar 6812 00 S 3 12 36 Ný kennslu- bók um hljóm- borðsleik NÝLEGA kom út ný kennslubók í hljómborðsleik. Bókin heitir „Þú og hljómborðið“ og höfund- ur er Sigfús Ólafsson tónmennta- kennari á Selfossi. Kennslubókin Þú og hljómborð- ið er sérstaklega sniðin fyrir íslenska nemendur og nótur og annað efni er haft stórt og grein- argott til að gera fyrstu kynni af nótnalestri sem allra auðveldust. Bókin er 80 síður í stóru broti. iiiijðiflcm FÁKAFEN 11 — SlMI 688005 CNinlendcQ BLAÐIÐ KOMIÐ KR 250,- S3 Aíborgunarskilmálar (]£] VÖNDUÐ VERSLUN (Nintendo*) SJÓNVARPSLEIKTÆKIÐ SEM SLÆR ALLT í GEGN 9.950/* stgr. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.