Morgunblaðið - 15.09.1991, Side 30

Morgunblaðið - 15.09.1991, Side 30
30 € MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 ÆSKUMYNDIN... ERAF MAGNÚSIVER MAGNÚSSYNI, STERKASTA MANNI ÍSLANDS ------ „Spenvolg“ mjólk kvölds ogmorgna Þegar Magnús Ver Magnússon var í æsku í sveitinni hjá afa sínum og ömmu í Jökuldalnum, var volg mjólk beint úr spenanum það besta sem hann gat fengið. Afi hans þurfti því að fara á hverju kvöldi út í fjós til að mjólka svo Magnús fengi ylvolga mjólkina ómengaða áður en hann gengi til hvílu og áður en stráku%yaknaði >í morgunsárið rauk afinn gjarnan I fyrra lagi upp aftur til að mjólka svo piltur fengi glóðvolga mjólkina beint í æð með morgunverðinum. „ Annars var hann ósköp rólegt og meðfærilegt barn. Hinsvegar var hann frekar feiminn og hlédrægur og átti þijóskuna til líka,“ segir móðirin Elsa Jónsdóttir. „Hann var feiminn og hlédrægur og átti til þrjóskuna líka,“ er sagt um sterkasta mann Islands, Magnús Ver Magnússon. Magnús Ver leit dagsins ljós á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þann 23. apríl árið 1963. Foreldrar hans eru Elsa Jónsdóttir og Magnús Ver Ólafsson, en hann fórst í elds- voða þegar Magnús var aðeins árs- gamall. Fósturfaðir hans er Hregg- viður M. Jónsson. Hálfsystkini Magnúsar eru þtjú, Arnheiður, Bjarghildur, Viðar Þór og Grétar Mar. Fyrstu ár ævi sinnar bjó Magnús ásamt móður sinni, afa og ömmu í sveit á Jökuldal í Norður- Múlasýslu, en þegar leið að skóla- göngu fluttist hann suður, fór fyrst í Austurbæjarskóla og síðar í Fella- skóla. Um tólf ára aldurinn flyst Magnús austur til Seyðisfjarðar ásamt fjölskyldu og suður kom hann aftur 21 árs gamall, settist í Iðnskólann og hóf nám í vélvirkjun og vann við dyragæslu á kvöldin. Hann starfar nú hjá Stáliðjunni hf. í Kópavogi og æfir nú af kappi fyr- ir keppnina „Sterkasti maður heirns", sem fram fer á Spáni í október, en þá keppni hefur Jón Páll Sigmarsson unnið alls fjórum sinnum. Eiginkona Magnúsar er Lilja Bjarnþórsdóttir frá Þorláks- höfn og eiga þau dótturina Ma- ríönnu, þriggja ára. Sjálfur segist hann hafa verið fremur baldinn og hrekkjóttur í æsku og gat verið svolítið erfiður við móður sína. „Ég var skapmikill þó það hafi kannski elst af mér núna, en óneitanlega er skapið nauðsynlegt í þeirri íþrótt sem ég nú stunda.“ „Maður var mjög fljótt var við það að hann hafði afskaplega gam- an af að taka á öllu því sem ná- lægt honum var. Ekki man ég þó eftir því að það hafí nokkru sinni bitnað á mér,“ segir Þorvaldur Jó- hannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði og fyrrum skólastjóri þar í bæ. „Þetta var mjög dagfarsprúður strákur, en það var strax eftirtekt- arvert að hann virtist þurfa að koma við ýmislegt, sérstaklega ef krafta þurfti til og ekki sakaði að hann gæti sýnt viðstöddum það að hann væri vel hraustur. Hann hafði á tímabili töluvert gaman af að fljúg- ast á. Hinsvegar var hann svolítið feiminn og bakatil á sínum yngri árum, en að sama skapi var hann góður námsmaður. Ég hygg að það sé ekki nokkur spurning að eftir að hann gerði sér grein fyrir því að inni í hans kroppi leyndist styrk- leiki sem væri kannski ekki hjá öll- um hans jafnöldrum, þá hafi ímynd hans á sjálfum sér og gagnvart öðrum verið mun roggnari en áð- ur,“ segir Þorvaldur. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Heimsfrægur vísinda- nuiður í Reykjavik „BRUNAMIKILL gáfulegur maður, dökkur yfirlitum með hátt enni, stendur við borðstokkinn á Gullfossi og horfir á nyrstu borgina, sem hann hefur augum litið. Þessi maður er svo yfirlætislaus í allri fram- komu að margir farþeganna á Gullfossi, sem höfðu að vísu veitt manninum eftirtekt á leiðinni, sakir persónuleika hans, vissu ekki að þarna var einn frægasti maður sem nú er uppi, eðlisfræðingurinn Niels Bohr prófessor við Hafnarháskóla... “ Þannig hefst frásögn Morgunblaðsins, föstudaginn 3. ágúst 1951, af komu hins fræga vís- indamanns til Islands daginn áður. Þegar Gullfoss lagðist upp að hafnarbakkanum laust fyrir klukkan níu um morguninn voru þar prófessor Alexander Jóhann- esson, rektor Háskólans og kona hans svo og frú Bodil Begtrup, sendiherra Dana, en prófessor Bohr og kona hans gistu í danska sendi- ráðinu á meðan þau dvöldu í Reykjavík. Bohr og kona hans fóru meðal annars á Þingvöll og snæddu hádegisverð á Bessa- stöðum í boði forseta ísknds, herra Sveins Björnssonar. Áður hafði Bohr sagt í samtali við Morgunblað- ið að hann þekkti fáa hér á landi nema af afspurn. „En nokkur kynni hefi ég haft af Sveini Björnssyni forseta Islands," sagði hann. Sagan segir að Sveinn Björnsson, sem þá var sendiherra í Kaup- mannahöfn, hafi á stríðsárunum flutt skilaboð til bresku leyniþjónustunnar varðandi brottflutning Bohrs frá Kaupmanna- höfn, til að forða því að hann félli í hendur Þjóðveijum, enda bjó hinn mikli vísindamað- ur yfir þekkingu sem ekki hefði verið æskilegt að nasistar kæmust yfir. Haukadalur, Benedikt Jónsson á innfelldu myndinni Haukadalur liggur frá austri til vesturs og styður við hæl Hvamms- fjarðarstígvélsins. Hann er ósvikinn dalur, umlukinn háum basalt- fjöllum, einkum sunnan megin. Þar undir ískaldri Svellagjá og Hamragili stendur bernskuheimili mitt, Hamrar, sem verður að gjalda nálægðina við tign fjallanna með sólarleysi í 25 vikur á ári, segir Benidikt Stefánsson. Ur Haukadal hafa komið tveir úr hópi helstu landkönnuða- heimsins, feðgarnir Eiríkur rauði og Leifur heppni. Á Stóra-Vatns- horni var tekið saman eitt merk- asta handrit íslendingasagna, Vatnshyrna, sem seinna brann í Kaupmannahöfn. Og á Jörfa voru haldnar svo magnaðar samkomur á 17. og 18. ‘öld að fólk er enn að tala um þær. Árið 1703 voru 140 íbúar í Haukadal, en 1. desember sl. að- eins 48. Viðkoma mannfólksins í Haukadal hefur þannig stórum dregist saman síðan á dögum Jörfagleði, sem var aflögð 1708, og hafa menn þar fyrir sér afleið- ingar embættisverka Jóns Magn- ússonar sem og búrakrata nút- ímans, sem vilja fremur reka ær og kýr á blóðvöll fijálshyggjunnar en í grösuga nátthaga Haukadals. Það verður því líklega fátt til fagnaðar hjá sífækkandi íbúum þessa fallega dals, því mér sýnist ekki blása byrlega í segl þeirra. Og verði saga þeirra einhvern tíma sögð, þá verður hún 'eflaust tekin saman í þéttbýlinu. ÞANNIG... STOPPAR Steinunn Ingimundardóttir í sokka „AÐ STOPPA í sokka er spurning um sparsemi og tíma, og núorðið gefa fáir sér tíma til þess að gera við fatnað, sokka og annað. Það tekur tíma, ef það á að gera vel,“ segir Steinunn Ingimundar- dóttir húsmæðrakennari. „Sjálf geri ég við alla sokka, þar með talda nælonsokka, mér dettur ekki í hug að henda þeim svo lengi sem bolurinn er heill. Með þessu móti getur nælonsokkapar sem ég nota dags daglega enst mér í allt að þrjá mán- uði, svo fremi sem ekki komi slysagöt á leggina.1* Þegar gert er við sokka, segir Steinunn algengast að gerð sé grind yfir gatið. Þá er þráðurinn saumaður þvers og langs og svo ofið í, undir og yfir þráðinn til skipt- is, þar til gatið er fullt. Á þykkari sokkum tíðkast einnig að kappmella í gatið. Þá er endirinn lagður þvert yfir gatið, kappmellað utan um þráðinn og ofan í efnið í fyrstu umferð en síðan saumað utan á sauminn þar til gatið er fullt, þá er aftur saumað ofan í efnið. Steinunn varð fyrir svörum hjá Leiðbeiningarstöð heimilanna og segir að sjaldan sé óskað ráðlegg- inga um hvernig best sé að stoppa í sokka. Helst sé spurt um hveijir kunni að kúnststoppa en þá er þráð- ur tekinn úr efninu og ofinn í gatið með sama vefnaði og fyrir er, svo viðgerðin sjáist sem allra minnst. Því hefur heyrst fleygt að ástæða þess að færri stoppi í sokkaplöggin sín en áður sé sú að þau séu úr Steinunn stingur stoppuhnalli inn í sokkinn til að auðveld- ara sé að stoppa i hann. verri efnum. Því er Steinunn ekki sammála. „Núna eru sokkar gjarn- an úr blöndu af nælonþræði og ull eða bómull og þegar sokkarnir slitna, eyðast náttúrulegu efnin ut- anaf þunnri grind úr nælonþræði og það er lítið mál að gera við svo- leiðis.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.