Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 ollverðir taka töskurnar með Bömum náttúmnnar föstum tökum inni í asskoti ljótri flugstöðvarbyggingu. Friðrik Þór er kyrrsettur þar í þrjú korter. Úti í hita- • bylgjunni bíða auk mín þrír aðrir gestir hátíðarinnar sem höfðu verið með sömu vél: Einn af mínum eftirlætisgagnrýnendum gegnum tíðina, Derek Malcolm frá The Guardian, rólegur og kíminn Breti á óræðum aldri, með örlítið kvenlega takta, Helle Hell- man, blaðakona frá Politiken í Danmörku, smávaxin og kvik á fimmtugsaldri, og Stig Larsson, ljósleitur sænskur leikstjóri hálffertugur sem sýnir mynd sína Kanínumaðurinn í norrænni hliðardagskrá hátíðarinnar. Loksins þegar Friðrik Þór sleppur úr klóm tollvarðanna er okkur skóflað inn í rúgbrauð sem ekur inn í Montre- al. Það er heitt og þröngt í bílnum og Stig Larsson er slæmur í maganum, sveittur og rauður í framan. Hann er nýkominn frá Síberíu, þar sem hann vann að heimild- amynd um ástandið í fangabúðunum; lýsingarnar eru svakalegar og enda í úldnu smjöri og öðrum matar- hremmingum sem allir Sovétfarar kannast við. Derek Malcolm fer þá að tala um breskan morgunmat og hversu dýr hann er í Montreal; beikon og egg fyrir ég man ekki hvað. Þá segir Helle Hellman: „Það skiptir okkur Skandinava engu máli. Við fáum okkur sígarett- ur í morgunmat. Svo mikið kaffi. Svo meiri sígarettur. Og svo förum við fram og köstum upp.“ Really? segir Derek Malcolm og fitjar upp á nefið. Hann er að koma af kvikmyndahátíðinni í Edinborg og fer beint héðan á Feneyjahátíðina. „Kannski í það mesta,“ bætir hann eftir Árna Þórarinsson KVIKMYNDAHÁTÍÐIR eiga að hafa lukku- legar lyktir, stendur í Air Canada-tímaritinu sem ég er að lesa. Einmitt það. í handfarang- urshólf inu fyrir ofan okkur eru tvær þungar töskur með Börnum náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hún er á leið- inni til Montreal á The World Film Festival til að taka þátt í aðalkeppni hátíðar sem er í hópi fjögurra mikilvægustu í heimi. Við hlið mér situr höfundur myndarinnar, sötrar bourbon í kók og sallar niður amerískt rétt- arfarsdrama, Class Action, sem er verið að sýna um borð í þotunni. „Einhver versta mynd sem ég hef séð,“ segir Friðrik Þór. „En Gene Hackman er nú alltaf góður,“ reyni ég að malda í móinn. Friðrik Þór dæsir og strýk- ur yfirskeggið. Borgar sig ekki að andæfa hér, hugsa ég með mér, minnugur þess að Friðriki þykir Fanný og Alexander bara drasl. Eg fæ mér líka bourbon í kók og les áfram í Áir Canada-ritinu. Blaðamaðurinn er að greina sundur kvikmyndahátíðir: Berlínarhá- tíðin er kjörinn vettvangur fyrir ódýrar frum- raunir, ekki síst ef þær eru í ameriskum stíl og fjalla um kynlíf, helst afbrigðilegt; Fen- eyjahátíðin er heimsborgaraleg og afar menningarleg, með fínlegan smekk; Toronto sameinar listrænar myndir frá fjarlægum löndum, t.d. í Asíu, og glansandi iðnaðar- myndir frá Hollywood; og Montrealhátíðin einkennist af fjölskrúðugu úrvali í anda borg- arinnar, sem er í senn evrópsk og amerísk, frönsk-kanadísk. En vegni kvikmynd vel á einhverri þessara hátíða, segir blaðamaður- inn, eða þá á New York-hátíðinni sem er sú fimmta í mikilvægisröðinni, þá á eftirleikur- inn að vera auðveldari. Jamm. Við sjáum til. Það eru rúmlega tuttugu myndir í slagnum IWIYJULM Svipmyndasyrpa frá Kvikmyndahátíðinni i Montreal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.