Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 24
,ÉL_£ MORGUNBLA.PID rnNNmGJkfommmw* 5EgfEM£Eft 19f)l Martha K. Þorkels- son - Minning Fædd 10. september 1905 Dáin 4. september 1991 Á morgun kveð ég vinkonu mína og tengdamóður, Mörthu Christine Friedrike Kámpfert Þorkelsson. Mutti, eins og hún bað mig um að kalla sig, var fædd í Buxtehude í Þýskalandi. Foreldrar hennar voru Anna og Ernst Kámpfert, hann var vélaverkstjóri í pappírsverksmiðju í Altkloster-Buxtehude. Martha var yngst þriggja systkina og ólst upp á hamingjuríku heimili, þar sem allir hjálpuðust að. Faðirinn var löngum í burtu vegna umrótatíma fyrri heimsstyijaldarinnar. Margir áttu um sárt að binda á þeim tíma og hafði sú reynsla ævarandi áhrif á hana eins og flesta aðra sem upplifðu þá óróatíma. Martha kynntist mannsefni sínu, Daníel Heiga Þorkelssyni málara- meistara, árið 1923 og var hann þá við framhaldsnám í Buxtehude. Daníel sigldi til íslands 1925 og undirbjó komu konuefnisins með þeirri umhyggju sem einkenndi alla tíð þann hug sem hann bar til henn- ar. Martha kom til íslands sumaríð 1926 og giftu þau sig 20. nóvem- ber sama ár. Erfitt var fyrir Mörthu að koma frá skógi klæddu Norður-Þýska- landi til hijóstrugs lands í norðri og leist henni ekki allt of vel á sitt framtíðarland í byijun. Hún lét þó ekki hugfallast heldur gerði allt sem í hennar valdi stóð til að umhverfið yrði sem fallegast. Blómin og gróð- urinn urðu hennar yndi og hvar sem hún var fylgdu þau henni. Tungu- málið var henni einnig framandi og má nærri geta hve erfitt hefur ver- ið fyrir unga stúlku að koma mál- laus hingað til lands á þessum tíma. Martha vann þó á þessum erfiðleik- um eins og öðru og talað góða íslensku sem hún kenndi börnum sínum. Martha og Daníel eignuðust ijög- ur börn, Önnu Svanhildi, Hákon Svein giftan Valgerði Proppé, Ernst Peter giftan Susan Daníelsson og Helga, giftan undirritaðri. Hjóna- band Mörthu og Daníels var með eindæmum farsælt og nefndi maður varla svo nafn annars að nafn hins fylgdi ekki með. Daníel féll frá 28. ágúst 1989 og áttu því þau 62 gift- urík ár saman. Þau eignuðust 11 barnabörn og 12 barnabarnabörn. Ég kynntist Mutti 1965 og tókst strax á milli okkar góður vinskapur sem aldrei bar skugga á. Fjölskyld- an og heimilið var hennar líf og var hún sífellt boðin og búin að aðstoða þegar á þurfti að halda. Alla tíð þegar bar á góma eitthvert verk sem vinna þurfti þá var hún ávallt manna fyrst að bjóða fram alla þá aðstoð sem hún gat veitt. Eitt af því fyrsta sem hún kenndi mér var að sauma. Við áttum margar góðar stundir við saumana. Man ég vel þegar ég sem ung stúlka kom til hennar með efnisstranga og bað hana um að kenna mér að sauma dragt. Seinna sagði hún mér að hún hefði í raun aldrei lagt í þetta verk ein, en samt taldi hún ekki eftir sér að reyna að kenna mér og dragtin varð að veruleika. Martha var mikil listakona og vann hún mikla handavinnu og bar heimili hennar glöggt merki list- rænna hæfileika hennar. Handa- vinna hennar var persónuleg, þann- ig að þó farið væri eftir mynstri í upphafi þá endurbætti hún það af smekkvísi og vann hún alla hluti svo vel að hvergi fannst snuðra á. Á miðjum aldri fór hún í Myndlista- og handíðaskólann og lærði vefnað og liggja einnig eftir hana nokkur listaverk úr vefstólnum. Listrænn hæfileiki hennar kom kannski ekki síst fram í blómarækt. Garður henn- ar í Stigahlíðinni og í sumarbú- staðnum á Sunnuhóli bar vott um þá eljusemi og alúð sem einkenndi öll hennar störf. Martha átti oft við vanheilsu að stríða og hafði það ekki áhrif á framkvæmdagleði hennar nema aðeins um stundarsakir. Ef maður spurði hana hvernig hún hefði það þá nefndi hún frekar það sem var í lagi en það sem á bjátaði. Síðustu þijú árin dvaldi Martha á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Daníel og hún fluttu þangað á vordögum 1988. Vil ég fyrir hönd aðstandenda þakka fyrir alla þá góðu umönnun og hlýju sem þau nutu þar. Þegar ég missti foreldra mína fyrir nokkrum árum gekk Mutti mér í móðurstað og hefði enginn getað gert það betur. Slíkri konu, sem tengdamóðir mín var og ég hef reynt að minnast hér að framan í fátæklegum orðum, vil ég þakka af einlægni góða samfylgd og þá alúð og tryggð er hún ávallt sýndi mér. Nú hugga ég mig við þá hugs- un að nú sé hún komin heim til Danna síns. Bið ég algóðan guð að blessa minningu hennar. Æ, aldrei kemur aftur þú, en andi minn sér þig, sem kæmir þú og kvæðir nú með kærleik: „Grát ei mig“,- Og kendir sanna sorgar dygð, að syrgja, er.'vona þó og geyma þig með trú og trygð í tregans helgu ró. (Steingrímur Thorsteinsson) Hanna Dóra Elskulegur félagi og vinur, frú Matha Kampfert Þorkelsson, lést 4. þ.m. 85 ára að aldri. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða nokkur undanfarin ár. Martha var fædd í Þýskalandi og bjó þar, þegar hún tvítug að aldri kynntist Daníel Þor- kelssyni málarameistara, sem þá, ungur maður, var þar við nám í iðn sinni. t Ástkær faðir, tengdasonur, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÓLAFSSON vélvirkjameistari, til heimilis ■ Suðurhólum 24, Reykjavík, lést fimmtudaginn 12. september sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 17. september nk. kl. 16.30. Jóhanna Gunnarsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Karl Gunnarsson, Tryggvi Gunnarsson, Guðrún Arngrímsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á sjúkradeild, 3. hæð B, Hrafn- istu, Hafnarfirði, fyrir frábæra hjúkrun og umhyggju öll þau ár sem hún dvaldi þar. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sigurðardóttir, Þ. Ingi Sigurðsson, Jón G. Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Ásgeir Sigurðsson, barnabörn og Helgi J. Sveinsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Oddný S. Jónsdóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Sveinveig Guðmundsdóttir, barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EYJÓLFSJ. KRISTJÁNSSONAR, Miðvangi 11, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Jósefs Ólafssonar læknis. Guðmunda Loftsdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Loftur Eyjólfsson, Laufey Eyjólfsdóttir, Páll Eyjólfsson, Guðmunda Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Bragi Eyjólfsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ÓLAFS, verður frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. september kl. 10.30. Valgerður Guðmundsdóttir, Magni Guðmundsson, Bergljót Ólafs, Ólafur Björgúlfsson, Ástríður Ólafs, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGURLAUG Þ. OTTESEN, Hringbraut 84, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 16. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Landspít- alans. Þorgeir Björnsson, Margrét Sigurðardóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Þuríður Björnsdóttir, Bjarni Geirsson barnabörn og systur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA HALLGRÍMSDÓTTIR AUSTMANN, Aragötu 10, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. september kl. 10.30. Hreinn Benediktsson, Guðlaug Benediktsdóttir, Sigurður Jónsson, Egill B. Hreinsson, Erna Árnadóttir, Fríða Sigurðardóttir, Axel Gunnlaugsson, Jón Svan Sigurðsson og barnabarnabörn. t DANÍEL ÞÓRHALLSSON, Hátúni 10, Reykjavík, fyrrv. útgerðarmaður frá Siglufirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. september nk. kl. 15.00. Dagmar Fanndal, Þórhallur Daníelsson, Sigurður Gunnar Danielsson, Elinborg Sigurgeirsdóttir, Soffía Svava Daníelsdóttir, Birgir Guðjónsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Sigurður Valdimarsson og barnabörn. Þau fluttu til íslands og eignuð- ust hér hlýlegt og einstaklega fag- urt heimili, enda var Martha af- burða myndarleg húsmóðir, glæsi- leg kona og sterkur persónuleiki. Sem kunnugt er var Daníel vel þekktur og afar vinsæll söngvari. Hann var í hópi þeirra sem fyrst komu fram sem einsöngvarar í út- sendingum Ríkisútvarpsins á fyrstu árum þess, auk þess sem hann var alloft einsöngvari í uppfærslum stærri tónverka. Hann var í áratugi félagi í Karlakórnum Fóstbræðrum og sat um tíma í stjórn hans. Þá var hann alloft einsöngvari á tón- leikum kórsins. Það var því eðlilegt, að Martha ætti samleið með Fóstbræðrakon- um, en samvinnu, hlýlegri sam- heidni þeirra hjóna og gagnkvæmri virðingu var viðbrugðið. Þau Martha og Daníel eignuðust fjögur börn, Svanhildi, Hákon, Ernst og Helga. Nú, þegar leiðir skilja, vilja Fóst- bræðrakonur votta Mörthu virðingu og þakklæti fyrir samstarf og vin- áttu. Við þökkum hlýhug hennar til Fóstbræðra og alls starfs þeirra. Þau hjónin nutu aðhlynningar á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli síðustu ár, en þar lést Daníel 28. ágúst 1989, 86 ára gamall. Martha hefur dvalið þar síðan. Blessuð sé minningin um heiðurs- hjónin Mörthu og Daníel. Börnum þeirra og fjölskyldum vottum við einlæga samúð. Fóstbræðrakonur Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. V J BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík, Sími 31099 Opið 511 kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.