Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 8
i 'MORGŒNBLiABIÐ SUNNUÐAGUR 15. SŒ3»TÍEMBfeR '1991 8 € Vala Schopka ROMABORG ER ALDREI OFLOFUÐ eftir Ellý Vilhjólms ÞAÐ ER vart hægt að hugsa sér ánægjulegra hlutskipti en að vera ungur, hæfileikaríkur og vera jafnframt gæddur dugnaði og atorku til að nýta hæfileikana út í ystu æsar. Maður nokkur, sem vissi hvað hann söng, sagði einu sinni að til að ná góðum árangri í námi þyrfti 5% hæfileika en 95% vinnu, og það er margt til í því. Vala Schopka er ung kona sem undanfarin ár hefur stundaó nám í búninga- og tísku- hönnun í Róm. Hún hefur náð góóum árangri og hér segir nánar af högum henn- ar í borginni eilífu. Vala Schopka er ung kona, tuttugu og Qögurra ára, og hana skortir hvorki hæfí- leika né atórku. Hún hefur stundað nám við skóla í Róm á ít- alíu, Accademia di Costume e di Moda, síðastliðin fjög- ur ár og sýnt framúrskarandi árang- ur. Fimmta árið fer í að skrifa loka- ritgerð, þannig að raunverulega er þetta fímm ára nám. Að því loknu mun Vala útskrifast sem búninga- og tískuhönnuður. Þar sem íslend- ingum þykir.ekki ónýtt að frétta af landanum gera það gott í útlöndum var hún fengin til að segja örlítið frá högum sínum. Tilbúarinn Valgerður Helga Schopka, eins og hún heitir fullu nafni, er dóttir dr. Sigfúsar A. Schopka, fiskifræð- ings og konu hans, Helgu Skúladótt- ur, kennara, sem búa í Kópavogi. Þegar hún var barn í heimahúsum var hún kölluð „tilbúarinn" af fjöl- skyldunni. Hún er beðin um skýring- ar á þessu viðurnefni. „Það kom til af því að ég var allt- af að búa eitthvað til. Var alltaf að föndra. Ef mig vantapi leikföng þá bjó ég þau bara til. Ég gerði mjög mikið af því að teikna og klippa úr allskonar furðuverur. Síðan þróaðist það út í leikbrúður. Fallegir búning- ar höfðuðu mjög til mín og ég man að ég var sérstaklega hrifin af bún- ingi Elísabetar I Englandsdrottning- ar, sem uppi var á 16. öld. Ég sá mynd af henni í einhveiju blaði og ég gat endalaust teiknað hana, mér fannst búningurinn svo yndislega fallegur. Á þessum árum klæddi ég mig gjaman sem prinsessu með til- heyrandi kórónu og þess háttar. Hugmyndafluginu voru raunar eng- in takmörk sett þegar búningar voru annars vegar.“ Það er gaman að fylgjast með Völu þegar hún rifjar upp þessar bernskuminningar, því á meðan lí- kist hún helst prinsessunni á baun- inni. Hún er fremur smágerð og sérstaka athygli vekja hendur henn- ar, smáar og fagurlega mótaðar og neglurnar eru eins og ílangar perlur. Skræpóttir kjólar og tjaldpeysur „Þegar ég komst á unglingsár átti ég erfítt með að fá á mig föt i réttri stærð sem hentuðu, því auðvit- að langaði mig að klæðast sam- kvæmt tískunni. Mér fannst allt svo barnalegt ef það passaði á mig. Ég fékk sem sé ekkert nógu lítið. Þá fór ég að sauma fötin mín sjálf, og því skræpóttari sem þau voru þeim mun ánægðari varð ég. Litagleðin var ótakmörkuð. Um þetta leyti gaf ömmusystir mín og nafna mér saumavél og þar var ég heppin því hún kom svo sannarlega í góðar þarfír. Auðvitað kunni ég ekkert að sauma og býst ekki við að ég hefði verið verðlaunuð fyrir þennan fatnað ef það hefði átt að meta hann. Þetta var raunar alveg hræðilegur fatnað- ur. Ég fór aldrei eftir sniðum heldur klippti bara efnið eins og það kom fyrir. En ég var hæst ánægð. Ég get ekki nógsamlega þakkað mömmu fyrir að sýna mér þann skilning sem hún svo sannarlega gerði. Aldrei fann hún að þessum dulum mínum heldur hrósaði mér og hvatti mig, þannig að ég var þess full viss að ég væri alveg „æðis- leg“ og væri á réttri braut og þess vegna hélt ég ótrauð áfram. Svo pijónaði ég þessar líka rosa peysur og man sérstaklega eftir einni sem náði víst niður í hnésbætur. Enda ekki að furða því ég fór eftir peysu sem pabbi átti, og hann er nú held- ur stærri en ég! Þessi flík var alltaf köliuð „tjaldið". Reyndar átti peysan að vera stór, það var stællinn." Allt skal mólaó Þegar Vala var sautján ára fékk hún afnot af kjallaranum heima hjá sér og þá fékk sköpunargleðin held- ur betur útrás. „Þarna niðri var allt hvítt og mér fannst t.d. alveg ómögulegt að hafa þetta pínulitla baðherbergi sem er í kjallaranum hvítt svo ég málaði það allt út í furðulegum verum. Það ligg- ur við að ég verði hálfsmeyk þegar ég kem inn í það núna. Svo fékk ég gömul húsgögn frá ömmu minni og þau málaði ég öll á fremur óhefð- bundinn hátt. Þar á meðal var stór skápur sem ég málaði á japönsk geisuandlit. En japönsk list hefur alltaf höfðað mikið til mín.“ Allt frá níu ára aldri ætlaði Vala sér að verða læknir. Hún hafði einn- ig geysilegan áhuga á öllu sem til- heyrði náttúrunni, dýrum, blómum og þess háttar. Meðal annars á hún fiðrildasafn sem hún útbjó sér þegar hún var tíu ára og dvaldi í Þýska- landi sumarlangt. Um tíma hafði hún sérstakan áhuga á froskum og teikn- aði ekkert nema froska, átti raunar þijár litla körtur í sex ár. Hún minn- ist þess að á vissum aldri voru vin- konur hennar sífellt að teikna tísku- fatnað, eins og stelpum er gjarnt, en á því hafði Vala litla megnustu óbeit. Þá teiknaði hún eingöngu forna og skemmtilega búninga — og froska. En þetta átti eftir að breytast svo um munaði. Éins og drepið var á í upphafi er Vala gædd miklum dugnaði. Hún skaraði framúr í skóla, hljóp yfír 7. bekk grunnskólans og var á meðal þeirra hæstu þegar hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík vor- ið 1986. Þá nældi hún sér í verðlaun í þýsku. En svona er hún, baráttu- þrekið óstöðvandi. Og nú er komið að því að segja frá Völu Schopka eins og hún er í dag. Haldió út i heim „Þegar ég var á þriðja ári í MR las ég listasögu og það hefur senni- lega vakið áhuga minn á listum af alvöru. Raunar hafði mér verið bent á af kennara mínum í grunnskóla að ég ætti að halda beint út í list- nám, ef af því varð ekki, því ég var staðráðin í því að verða læknir, eins og ég sagði fyrr. Ég sótti kvöld- námskeið í mód- elteikningu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og var þar tvo vet- ur. Það var af- skaplega skemmtilegt. Síðan var ég hálft ár á mynd- listarbraut í Fjölbrautaskó- lanum í Breið- holti. En þar sem ég hafði lokið stúdents- prófi þurfti ég ekki að taka bókleg fög í fjöl- braut og gat þess vegna snúið mér eingöngu að myndlistarfögunum. Það var stór- kostlegt að mega föndra allan dag- inn.“ Varstu þá búin að ákveða hvað þig langaði að gera í framtíðinni? „Já, ætli það ekki. Að minnsta kosti varð raunin sú að ég ákvað að sækja um skólavist í Accademia di Costume e di Moda sem er í Róm á Ítalíu. Mig langaði að reyna eitt- hvað nýtt, kynnast nýju landi, nýju fólki og nýju tungumáli. Það tók töluverðan tíma og fyrirhöfn að fínna skóla í Róm, ég man ekki leng- ur hvað ég skrifaði mörgum. Venju- lega var mér svarað á ítölsku og það mál kunni ég ekki. En að lokum fann ég einn sem mér líkaði. Ég hafði unnið á hóteli í Noregi tvö sumur og fór þaðan í lok ágúst 1987 til Ítalíu, en þá var ég búin að fá skólavist í málaskóla í Róm, þar sem ég ætlaði að læra ítölsku í tvo mán- uði, og átti að fá leigt herbergi á vegum skólans. Mér er minnisstætt að ég fór frá Noregi í 12 stiga hita og var því kappklædd, en þegar til Rómar kom var þar 38 stiga hiti. Það var mikið búið að vara mig við ítölunum og auðvitað sá ég vara- sama náunga hvert sem ég leit. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara úr ullaijakkanum og var því að far- ast úr hita. Það þyrptust að mér einhveijir karlar og sögðu „taxi, taxi“ hver upp í annan ásamt ein- hveiju sem ég skildi ekki. Ég var logandi hrædd, kunni ekki orð í ít- ölsku og leið alveg hræðilega illa. Að endingu fylgdi ég einum karl- anna að leigubíl og eftir að ég hafði afhent honum miða með ákveðnu heimilisfangi héldum við áleiðis til Morgunblaðið/Bjami borgarinnar. Þegar upp í bílinn kom þorði ég enn ekki að fara úr ullar- jakkanum og ríghélt í handtöskuna mína. Svo sá ég skilti sem stóð á Róm og ör benti í ákveðna átt, en nei, bílstjórinn hélt áfram fram hjá því skilti. Þegar hann hafði ekið framhjá þremur svona skiltum varð ég alvarlega hrædd og kallaði til hans „Roma, Roma“, og benti á skilti. Ég var orðin viss um að hann ætlaði að ræna mér og selja mig eitthvað út í buskann. Hann svaraði mér einhveiju á ítölsku sem ég auð- vitað skildi ekki. Loks beygði leigu- bílstjórinn inn í Róm en þá leist mér ekki á blikuna, því óþrifnaður var mikill, að minnsta kosti á okkar mælikvarða. Húsin heldur óhijáleg, hlerar fyrir gluggum og enginn á ferli. Ég hélt helst að þetta væri fátækrahverfi eða yfirgefínn bæjar- hluti. Skyndilega nam bílstjórinn staðar og þar var ég komin á rétta staðinn. Ég rogaðist upp tröppur og stiga með allan farangurinn, enda treysti ég engum lyftum. íbúðin átti að vera á sjöttu hæð, en þar var enginn. Þá fékk ég að hringja úr næstu íbúð í málaskólann, en þar svaraði heldur enginn. Klukkan var tvö og þar sem ég hafði ekki hug- mynd um að Rómveijar sofa á milli klukkan eitt og fjögur hélt ég að allt hefði farið úrskeiðis. Ég var al- veg að bresta í grát þegar ég sá stelpu á svipuðum aldri og ég koma aðvífandi. Eg hljóp til hennar og var svo bráðheppin að hún var þýsk og á leiðinni í þennan sama málaskóla og ég. Hún bauð mér að koma inn til sín og þar var ég í góðu yfirlæti þangað til um kvöldið að fólkið kom sem ætlaði að leigja mér íbúðina. í stað þess að fá eigin íbúð leigði ég með fjórum öðrum pínulitla tveggja herbergja íbúð með sameiginlegu baði og eldhúsi. Það er óskaplegá dýrt að leigja í Rómaborg. Eitt her- bergi og aðgangur að eldhúsi getur kostað allt að 50.000 íslenskar krón- ur á mánuði." Búið í kirkjuturni Vaia reyndi hvað hún gat á sinni losaralegu ítölsku að útvega sér íbúð, en allt kom fyrir ekki. Þá var henni sagt frá íslenskum strák sem var í íbúðarvandræðum og þau mæltu sér mót á brautarstöðinni í Róm. „Það var svo fyndið, ég hafði aldr- ei séð strákinn, en þegar ég kom á stöðina klukkan þrjú, eins og um vartalað, þurfti égekki að leita lengi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.