Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 C 17 íbúóarhúsió í Málmey, reist árið 1925 en brann Veióibjölluhreióur. á Þorláksmessu 1950. einu kúgildi fyrir 332 ríkisdali og 80 skildinga. Jörðin er nú eign ríkis- ins er lét reisa vita í eynni árið 1937. Kirkja var í Málmey, en af- lögð með konungsbréfi árið 1765. í máldagabók Auðuns rauða Hóla- biskups frá 1318 segir um Málmeyj- arkirkju: „Þar skal brenna ljós í kirkju hvetja nótt frá krossmessu á hausti og til krossmessu á vori.“ Hefur þetta án efa verið til leiðbein- ingar fyrir sjófarendur og verið fyrsti vitinn í Málmey þótt ófull- kominn væri. Og sennilega elsti ljósvitinn við Skagafjörð og þó víðar væri leitað. Hestleysið í Málmey áður fyrr var mjög bagalegt. Allt hey var borið á bakinu svo og allir aðdrætt- ir neðan frá sjó. Gegnir furðu að menn sem annars voru dugnaðar- bændur til sjós og lands skyldu una við slíkt en gamlar venjur og þjóð- trú átti sterk ítök í hugum manna á liðnum öldum — og allt fram á vora daga. Seint á fimmtándu öld bjó sú kona í Málmey er Guðrún hét og var almennt kölluð Málmeyjar- Gunna. Eftir tilvísun draummanns var hún sem ungbarn nærð á eitri að eigi mætti henni eitur grand vinna síðar á ævinni. Sagt er að hún hafi gifst tuttugu sinnum og misst alla menn sína á fyrsta hjú- skaparári og var-um kennt eitri því er hún hafði neytt í æsku. Einhveiju sinni á búskaparárum Gunnu í Málmey bar svo við að afli var mjög tregur í Skagafirði og því þröngt í búi hjá mörgum, svo við hallæri lá. En í Málmey var gnótt skreiðar og hákarls, en Málm- eyjar-Gunna vildi engum seija. Þótti mönnum slíkt að vonum mikil mein- bægni og varð svo gramt í geði til Gunnu að nokkrir bændur tóku saman ráð sín og fóru á náttarþeli með hestalest mikla fram í Þórðar- höfða um Höfðamöl og þaðan út í tóftum íbúðarhússins í Málmey. byggð hófst í Málmey og ekki er hennar getið í Landnámu, en mjög sennilegt er að eyjan hafi byggst að minnsta kosti á seinni hluta land- námsaldar. Þar er mjög snjólétt og hefur því lítið þurft fyrir heyskap að hafa með þeim búskaparháttum, sem þá tíðkuðust. Gnægð af sel og fugli hefur þá verið þar og örstutt á ágæt fiskimið enda lá það orð á Málmey fyrr á tímum að þar yrði aldrei bjargarlaus bær. Byggð var í Málmey til loka árs 1950 og stóð bærinn austan til á eynni, en á Þorláksmessu það ár gerðist það að íbúðarhúsið, sem reist var árið 1925, brann og ekki var byggt upp aftur. Síðustu ábúendur í Málmey voru hjónin Erlendur Erlendsson og Sigriður Hannesdóttir og hjónin Þormóður Guðlaugsson og Guð- björg Þórhallsdóttir. í Málmey hef- ur að líkindum verið búið síðan skömmu eftir að Skagafjörður byggðist. Á sturlungaöld kom Málmey nokkuð við sögu er Guð- mundur biskup Arason settist þar að með mönnum sínum og herjaði þaðan á biskupssetrið á Hólum. í Málmey þótti gott til matfanga, góð fiskimið skammt undan. En þrátt fyrir ýmsa kosti, sem eyjan hafði upp á að bjóða og þrátt fyrir að mörgum búnaðist þar vel, voru ábú- endaskipti þar alltíð og er orsak- anna eflaust að leita í þeirri álaga- trú, sem hvíldi á eynni. Árið 1709 er Málmey talin 30 hundruð að dýrleika að fornu mati. Áhöfn er þá talin fjórar kýr, 25 ær, 26 lömb, sex tvævetra sauðir, þrettán yeturgamlir sauðir, en hross engin. Árið 1861 er eyjan metin 18,5 hundruð. Árið 1922 er hún metin á 45 hundruð króna og árið 1942 á 78 hundruð króna. Málmey var eign biskupsstólsins á Hólum, en seld árið 1802 með Málmeyjarrif og alla leið út í Jarð- fall og stálu þar klyfjum á hesta sína úr hjöllum Gunnu, bæði fiski og hákarli. Næsta morgun varð Gunna stuldarins vör og sá að svo mikið var tekið að margir mundu valda. Taldi hún sér ofvaxið að etja kappi við þá alla enda málstaður eigi góður þar eð hún hafði eigi viljað hjálpa af gnægtum sínum þegar mai'ga skorti. Lét hún því þetta falla niður án málsóknar en leitaði sér annars ráðs að eigi færi svo aftur. Guðrún hafði numið fjöl- kynngi af föður sínum og nú efldi hún seið magnaðan til þess að malarrifið miili lands og eyjar tæki af í brimi. En henni þótti seint láta að seiðnum og hét að gefa illum vættum í Hvanndalabjargi hveija þá konu er byggi tuttugu ár í eynni. Kom þá voðalegt hafrót, sem sóp- aði burt rifinu allt frá Málmey og inn að Þórðarhöfða og hefur þar verið sjór yfir síðan, en grunnt þó. Ekki er þess síðar getið að Gunnu yrði stuldur að meini enda er mælt að hún létist skömmu síðar í eynni. Grímur Sigurðsson, fyrrum út- varpsvirki á Akureyri, nú látinn, var þaulkunnugur Málmey enda átti hann þar heima mörg ár í upp- vexti, var þar með fósturforeldrum sínum, Franz Jónatanssyni og konu hans, Jóhönnu Gunnarsdóttur, sem ráku þar um skeið stórbú. Þau bjuggu tvívegis í Málmey, fyrst 1910-14 og aftur 1919-41, tóku raunar jörðina til ábúðar hið seinna sinn árið 1918, en nytjuðu hana fyrsta árið frá Skálá þar sem þau höfðu búið frá 1914. Grímur segir m.a. er hann lýsir æskuárum sínum í eynni: „Þegar ég læt hugann reika til baka til þess tíma er ég átti heima í Málmey frá sjö ára aldri og fram yfir tvítugt, þá eru það ekki erfiðleikarnir sem eru mér mest í muna. Ég man að vísu eftir erfiðum lendingum í brimi þegar engu mátti skeika ef ekki átti illa að fara og ég man eftir þungum byrðum, sem bera varð frá sjó til húsa heim. Ég man eftir löngum fiskiróðrum á smáum bátkænum út í opið haf, þar sem aðgæslan var betri helmingur hreystinnar, ef allt átti að ganga að óskum, og ég man eftir löngum og þreytandi róðrum frá því í grárri morgunskímu til svarta myrkurs að kveldi við sela- veiðar að vetrarlagi. En best man ég vornæturnar þegar ég, ungur drengur, vakti yfir túninu óg hlý og rnjúk morgungolan að líðandi nóttu rak á braut næturþokuna og sólin, sem komin var á loft yfir Austurfjöllunum, breytti milljónum af daggardropum næturinnar í skínandi perlur. Þetta er sú mynd af Málmey sem mér verður minnis- stæðust til hinstu stundar.“ Málmey er nú yfirgefin af öllum nema sínum upprunalegu íbúum — fuglunum sem verpa í björgunum og uppi á eynni. Til Málmeyjar eiga nú engir erindi nema eftirlitsmenn vitans, sem stendur vestast á eynni sunnanverðri og vísar sjófarendum leiðinn„fagra fjörðinn Skaga“. Heimildir: SkagJ'irðingabók, íslands- handbókin, Jarða- og búcndatal í Skaga- fjarðarsýslu 1781-1958. JA NU SKIL EG TUNGUMALA / A G L O T ERT ÞÚ AO FARA I FEROALAG EOAíTUNGUMÁLANÁU? á ú ÍSIENSKA. DANSKA. ENSKA. FRANSKA. ÞÝSKA, SPÆNSKA ALLT I SÖMU TÖLVUNNI. YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA- SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX TUNGUMÁLÁ SEM TÖLVAN BÝR YFIR FÆST UM LAND ALLT KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR Model 8326 232 lltra, hæð 134,9 - breidd 55 cm - dýpt 60 cm. Verð 51.267,- Model 8342 288 Ktra, hæð 159,0 - breidd 55 cm - dýpt 60 cm. Verft kr. 54.626.- stgr. HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/69555Ó K0BEN GLASGOWILONDON alla miðvikudaga Fast verð án flugvallarskatta og forfallatryggingar Til samanburðar: Odýrasta superpex kr. 33.750 Þú sparar kr. 14.000 20. sept. og 21. sept. alla miðvikudaga 19.750 11.900 18.900 Dagsferðir Brottför kl. 07:00 Heimkoma kl. 23.00 Flugtími aðeins 1:45 mín. Fast verð án flugvallarskatta og forfallatryggingar Til samanburðar: Ódýrasta superpex kr. 31.940 Þú sparar kr. 13.040 FLUGFERÐIR SOLRRFLUG Vesturgata 12,J>ímar 620066, 22100 og 15331 NG SELJCIM VID SÍÐGSTq 8ÆTIN I sípqsTq ÓDÝRq LEIGqFLqG SqMARSINS 18. SEPT. OG 25. SEPT. Frjálst val um hótel og bílaleigur á 20 - 40% afsláttarverði. Fjölbreytt ferðaþjónusta í London og Kaupmannahöfn. Framhaldsferðir með dönskum og enskum ferðaskrifstofum, sumarhús og flugferðir hvert sem er um heimsbyggðina. ALLT VERÐ ER STAÐGREIÐSLUVERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.