Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 15
tyORGPNPLAQIÐ. Sy,\’N,UUAG,yit 6. rQKTQBER. 1991, hann varð stjórnandi „San Franc- isco Ballet“ á árinu 1985. Ástand- ið var allt annað en gott. Flokkur- inn var margklofinn og sundraður af persónustríði, siðgæðisþrekið var lamað og andinn mannskemm- andi. Stjórnin hafði ekki verið í höndum eins manns, heldur tveggja. Það voru þeir Michael Smuin og Lew Christensen, en yfir þeim var svo fjölmenn stjórn- arnefnd. Hatrammlegar deilur urðu við nefndina um listræna stefnu flokksins, og leiddu þær til þess, að Smuin hvarf frá störfum. Hálfum öðrum mánuði síðar an- daðist Christensen, en hann hafði verið veill fyrir hjarta. Þegar Helgi kom svo að ballettinum í kjölfar þessara óskapa, tóku sumir dans- aranna honum afar illa. Þeir litu á hann sem hreinan valdaræn- ingja. Mikill hluti af föstum áhorf- endum var sama sinnis. Honum tókst að þrauka fyrsta erfiðleikaskeiðið á enda, með því að sökkva sér á kaf í starfið og láta sem hann vissi ekki af ólg- unni allt í kringum sig. Hægt og sígandi skipti hann um dansara. Með sömu hægðinni tók hann til við ýmsar umbætur og breytti mörgu á tæknilega og listræna sviðinu. Á fyrstu árunum gerði hann róttækar breytingar á verk- efnaskrá dansflokksins. Áður en hann kom til starfa, höfðu margir dansar á skránni verið eftir starfs- menn sjálfa, innanhússmenn eins og stjórnendurna tvo, Smuin og Christensen. Helgi kippti flestum þessara verka út úr hinni föstu verkefnaskrá. í staðinn samdi hann við unga danshöfunda, sem hlotið höfðu alþjóðlega frægð, um gerð nýrra balletta. Meðal þeirra má nefna William Forsythe, David Bintley og James Kudelka. Einnig bætti Helgi við í skrána ballettum eftir meistara á borð við Paul Tayl- or og Jerome Robbins. Þá samdi hann sjálfur dansa ogflutti eigin útgáfur af tveimur, sígildum bal- lettum frá síðustu öld, Svanavatn- inuog Þyrnirós. Á þessum sex árum hefur döns- urum fjölgað úr 48 í 69. Aðeins tveir dansflokkar í Bandaríkjunum eru fjölmennari. Gagnrýnendur hafa bent á, að Evelyn Cisneros, sem lengi hefur verið fremsta ball- erína í San Fransisco, hafi öðlazt nýja dýpt í listtúlkun sinni undir stjóm Helga. Þeir benda líka á, að Elizabeth Loscavio blómstri í höndum Helga og hljóti að eiga mikinn frama fyrir sér. Kanadíski danshöfundurinn James Kudelka samdi þriðja ballett sinn fyrir dans- flokkinn nú í sumar er leið. Hann segir: „Eftir að hafa unnið með þessu fólki í sumar, finnst mér, að það myndi bezta öansflokk, sem ég hef nokkru sinni starfað með. Allir dansaramir nálgast viðfangs- efnið og taka á því með svipuðum hætti.“ „San Francisco Ballet“ veltir nú um sextán miiljónum dala á ári, [tæpum milljarði íslenzkra króna]. Áðsóknin er góð, því aðalltaf er örugglega setið í 80 af hverjum 100 sætum. Þetta gerist, þrátt fyrir sífelldar kvartanir frá sumum gagnrýnendum og áhorfendum. Þeim þykir, að ballettar Helga séu bragðdaufir og litlausir í saman- burði við þá, sem þeir voru vanir frá hendi Smuins, en þeir þóttu vera hressilegir og litríkir. Helgi Tómasson hefur sett mark sitt á „San Francisco Ballet" án þess að slíta tengslin við Balanc- hine og „New York City Ballet“. Taugin þar á milli var löngu tengd, því að segja má, að hún hafi verið óslitin í tvö kynslóðabil, tvo manns- aldra. Listdansar eftir Balanchine taka enn yfir fjórðung efnisskrár- innar, en Helgi vill, að það sé ljóst, að „San Francisco Ballet“ sé ekki hreinræktað afkvæmi „New York City Ballet“. „Við reynum að finna okkur okkar eigin stíl“, segir hann. Æviferill Helga og skapgerð eiga áreiðanlega mikinn þátt í þessum stíl. Gagmýnandi nokkur skrifaði einu sinni, að tök Helga á dansinum bæru næstum því vitni HELGITOMASSON, ARTÍSTIC DIRECTOR CALL TELECHÁRGE (212) 239-6200 norðurljósa („aurora borealis“) og hinn ofsalegi „Handel — a Cele- bration" (HyllingHándels). Einnig verður dansaður síðasti þátturinn í Þyrnirós í gerð eftir Tomasson- Petipa, sem saminn var í tilefni af hundráð ára afmæli Þyrnirósar- ballettsins í fyrra. Þessi útgáfa af Þyrnirós eftir Helga og Petipa var því sýnd ári fyrir frumsýninguna á útfærslunni eftir Peter Martin hjá „New York City Ballet". Helgi segist hafa heyrt, að útgáfurnar séu mjög ólíkar, en hann hefur ekki enn séð austurstrandarupp- færsluna. Daninn Jens-Jacob Worsaae og Helgi hafa unnið saman fjórum sinnum við gerð og uppfærslur balletta. Nú.síðast unnu þeir sam- an við Þyrnirós. Útgáfan er í skrautlegasta lagi. Ballettinn ger- ist í framandi og annarlegu um- hverfi, sem Worsaae nýtir sér til hins ýtrasta, þ.e. meðal rússneskra höfðingja af bojara-aðli og í Sankti Pétursborg á dögum Péturs mikla, þar sem franskra áhrifa gætir. Helgi endursamdi mikinn hluta verksins, en frægustu dansar Petipa eru þó óbreyttir. Ekkert er til sparað í gerð leiktjalda og bún- inga, og ballettinn hefur orðið mjög vinsæll meðal almennings í San Francisco og annars staðar, þar sem flokkurinn hefur verið á ferð með hann. „Svo að segja allt á leikskránni, sem við tökum með okkur til New York, er nýtt þar í borg,“ segir Helgi. „Þetta ætti að sanna borg- arbúum, að sköpunarandinn er víð- ar að verki en í New York,“ Það yrði ekki ónýtt, skildist New York- búum það. Ef til vill yrði það áhrifamesta afleiðingin af listræn- um sigri vesturstrandarmanna á austurströndinni. (Endursögð grein eftir Gay Morris í „The New York Times“.) THE COMFORT ZONE Kudello/Beethoven/Loquasto/Cemmitch NEWSLEEP ForsytheAVillems/Forsuhe HANDEL - A CELEBRATION Tomasson/Handcl/Aldrcdgc/EI|ioa BALLO DELLA REGINA BaJanchine/Verdi/Benson/Bates AURORA POLARIS Tomasson/J. S. Bach/Loquasto/Finn THE SLEEPING BEALTY - ACTIII Tomasson (after Petipa)/TchailtoA'sk\ A\'orsaae/.Miller ' HAFFNER" SA'MPHONV Tomasson/.Mozart/Loquasto/Skelton VALSES POETICOS <Love Letter,) Tomasson/Granados/Aldredge/Ccmovitch MEISTENS MOZART Tomasson/Mozart/Skclton CONNOTATIONS Caniparoli/Britten/S. W’oodall/Slocum GOOD SEATS STILL AVAILABLE! TICKET PRICES Orchestra Mezzanine Balcony (A-G) ■'Balcony (J-V) Accessible to whedchairs. CITY CENTER THEATER Box Office open Mon.-Sun, Noon-8PM. Located at 131 West 55th Street. No refunds or exchanges. Programs subjea to change without notice. FOR GROUPS OF 20 OR MORE: CallSusanLevynt (212) 581-7907. San Francisco Bailet s 1991 N’ev Vork Gty engagementis sponsored in part byTANDEM COMPUTERS. ,\ddidonal support has been provided by . DELOITTE & TOUCHE and RIGHA ROYAL HOTEL NEW YORK. hinum sígilda og hinum nútíma- lega. „Ég blanda þessu tvennu saman,“ segir hann. Margt nýtt hefur Helgi orðið að læra á þessum stutta tíma, sem hann hefur verið að endurskapa list sína og endurmóta heilan dans- flokk í San Francisco. Margt af því má kalla pólitík. Pólitíkin í lista- heiminum er eldfim og hvikul; þátt- takendur hverflyndir. Inn í þetta blandast ijármálapólitík og fyrir- tækjastjórnun. Hann hefur tekizt á við þetta allt með óhagganlegri ró, með því að halda eðlislægri rósemi og hugarstyrk, sem verkar stundum ískalt á menn, og með því að einbeita sér að því, sem máli skiptir: Lífi dansflokksins. Hann og eiginkonan, Marlene, sem áður dansaði hjá „Joffrey“ í New York, eiga sér kyrrlátt og friðsælt heimili í San Francisco og annað í vínviðarhlíðum Napadals. Éldri sonur þeirra, Kris, er 24 ára gam- all. Hann hefur nýlokið námi í teikningu og hönnun farartækja- véla í Sviss. Hinn yngri, Erik, er 19 ára og hefur hafið nám við „University of San Francisco“. Segja má, að Helgi Tómasson hafi lokið prófi með sóma í list- rænni stjórnun ogfyrirtækja- .stjórnun í San Francisco, en hann hefur einnig þroskazt sem listdans- höfundur. Alls hefur hann samið 18 verk; þar af 12 í San Francis- co. „Enginn vafi leikur á því í huga mínum, að ég hef orðið fyrir áhrifum frá Balanchine og Robb- ins, eftir að hafa unnið svo náið með þeim. Hins vegar finn égþað vel, að eftir því sem ég sem og sviðset dansa, kynnist ég sjálfum mér betur, finn sjálfan mig, veit, hvað ég vil og hvernig ég á að koma því frá mér til annarra.“ Núna í október gefst New York- búum kostur á að sjá fimm nýlega balletta eftir hann. Allireru þeir án söguþráðar. Meðal þeirra er hinn leyndardómsfulli „Aurora Pol- aris“, sem saminn er undir áhrifum Þessi auglýsing birtist sl. sunnudag í „The New York Times“, en sýningar Helga hófust á þriðjudaginn var. Ballet.. ” Anna Kisselgoff, The New York Times um „siðrænt þrek“, og sama mætti segja um listrænar hugmyndir hans um dansinn eða hina einka- legu „dans-fílósófíu“ hans. Senni- lega hefur listrænn heiðarleiki hans og ströng staðfesta átt mest- an þátt í því að ávinna Helga virð- ingu dansara og hylli áhorfenda. Hann gerir miklar kröfurtil sjálfs sín og annarra. Hann hikar ekki við að reka dansara, finnist honum þeir latir eða óhæfir á annan hátt. Sjálfum sér auðsýnir hann sömu hörku. Hann var spurður, hvort hann ætlaði ekki að endurlífga nokkurra ára gamlan ballett sinn,. sem fengið hafði sæmilega þokka- legar viðtökur á sínum tíma. „Nei,“ svaraði hann og hristi höfuðið, „ég hef lært mikið síðan.“ Þessi fjörmikli, lipri og kraft- mikli listamaður þykir einkenni- lega feiminn og hæggerður í við- móti. Mönnum finnst að þetta ekki eigi að fara saman. Vinnubrögðum hans við dansinn má líkja við það, að hann beini ofsasterkum kraft- geisla tilfinninga og hugsunar að öllu, sem honum tengist. Hann kennir reglulega við ballettinn. Þögn ríkir í kennslusalnum, þegar hann sýnir hreyfingarnar. Dans- fólkið horfir á hann, djúpt hugs- andi, og síðan endurtekur það hreyfingamar að viðbættum eigin útfærsluhugmyndum. Það er rökrétt niðurstaða af æviferli hans, að hann skuli leggja jafnmikla áherzlu á sígildan hrein- leika og persónulega hlýju. Hann fæddist á íslandi árið 1942. Dans- kennarar hans voru danskir. Þeir tóku hann með sér til Danmerkur. Þaðan fór hann til New Ybrk, þar sem hann nam við „School of American Ballet“. Síðar dansaði hann í tíu ár með „Joffrey" og „Harkness“, áðuren hann fékk stöðu við „New York City Ballet“. Hann dansaði hjá „Harkness“ árið 1969, þegarhann fékk heið- ursmerki úr silfri fyrir dans sinn í Alþjóðlegu danskeppninni í Moskvu. Gullmerkið hlaut Mikhaíl Baryshnikov. Fram að þessu hafði hann aðallega dansað í nútíma-bal- letti, svo að honum varð það um- hugsunarefni, að verðlaunin í Moskvu fékk hann fyrir frammi- stöðu sína í sígildum balletti. Hann OPENS TUESDAY 7PM! is high timefor New York tosee San Francisco segist nú álíta, að sem stjórnandi og dansahöfundur drekki hann jafndijúglega úr hinum tveimur höfuðbrunnum danslistarinnar, TUDOR og S0NNAK rafgeymar í öll farartæki JW9 tudor Heavy Duty« TUDO Allar stærðir - Langbestu verðin Umboðsmenn um iand allt Bíldshöfða 12 - sími 680010 WED. OCT.2 - 8PM SAT. OCT.5-2&8PM THUR.OCT. 3 - 8PM FRI. OCT.4 - 8PA1 TUES. OCT. I - 7PM SUN. OCT.6-3PM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.