Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 40
Grunnur Landsbanki íslands Banki allra landsmanna wgmifrljijbife FORGANGSPOSTUR UPPL YSINCASIMI 63 71 90 MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6. 101 ÍŒYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 15SS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 6. OKTOBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Reykjavík: 3.705 kærðu álag'ning'u 3.705 kærur hafa borist Skatt- stofunni í Reykjavík vegna álagningar opinberra gjalda á þessu ári. Að sögn Gests Stein- þórssonar skattstjóra, eru kær- urnar nokkuð færri en undan- gengin ár. Kærurnar skiptast milli ein- staklinga utan atvinnurekstrar, með 1.841 kæru, einstaklinga í rekstri, með 961 kæru, og einstakl- inga með takmarkaða skattskyldu, með 302 kærur, en það eru erlend- ir aðilar með starfsemi hér á landi. Lögaðilar eða félög eiga 545 kær- ur, en auk þess kærðu 56 aðilar önnur gjöld er tengjast atvinnu- rekstri. Frestur til að kæra rann út 29. ágúst og hafa þegar verið sendir út nýir seðlar eða breyttir eftir því sem við á, en flestir seðlar eru sendif út í október og nóvember. • • Okuferðin endaði á ljósastaur Okuferð unglingspilta á stolnum Cberokee-jeppa lauk á Ijósastaur á Reykjanesbraut í fyrrinótt eftir að lögregian hafði veitt þeim eftirför um skeið. Okumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lög- reglunnar og var því gripið til þess ráðs að aka í veg fyr- ir bílinn. Okumaðurinn var fimmtán ára og talinn undir áhrifum áfengis. Þrír voru í bílnuin en enginn meiddist. Lögreglunni var tilkynnt um einkennilegan akstur á Grettis- götu á fimmta tímanum í gær- morgun og var bílnum veitt eft- irför. Bílstjórinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunn- ar en á Reykjanesbraut ók lög- reglan í veg fyrir bílinn. Öku- maður gerði þá tilraun til að komast undan með því að aka yfir á öfugan vegarhelming en ók utan í umferðareyju, mísstí við það stjórn á bílnum og lenti á ljósastaur. Ökumaður gisti fangageymslur iögreglunnar þangað til hann var sendur í skýrslutöku í gærmorgun. Brugðið á leik ínepjunni Morgu nblaðið/RAX Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskólanum létu ekki kalsaveðrið aftra sér frá því að bregða á leik á föstudaginn er þeir reyndu með sér í ýmsum greinum íþrótta. Um 500 útlendingar starfa nú hérlendis við fiskvinnslu Um helmingur fólksins kemur frá Póllandi Bíldudal. UM 500 útlendingar eru starfandi við fiskvinnsiu hér á landi um þessar mundir, sarakvæmt upplýs- ingum Utlendingaeftirlitsins. Eft- irtekt vekur að um helmingur þessa fólks kemur frá Póllandi. Á annað hundrað útlendingar starfa við fiskvinnslu á Vestfjörðum. Jóhann Jóhannsson, lögreglufull- trúi Utlendingaeftirlitisins, sagði að sér sýndist að útlendingum í fisk- vinnslu hefði fjölgað frá því í fyrra. „Útlendingar í fiskvinnslu hér á landi voru taldir fyrir nokkrum vikum og reyndust vera 470. Núna eru þeir um 500. Á óvart kemur að um helm- ingur þessa fólks kemur frá Pól- landi. Það eykst með hvetju árinu að Pólveijár séu ráðnir til starfa við fiskvinnslu,“ sagði Jóhann. Eftirspurn eftir pólsku verkafólki hefur aukist til muna undanfarin ár. Forráðamenn fiskvinnslufyrirtækja eru ánægðir með Pólveijana og segja þá vera duglegt, reglusamt og vand- ræðalaust fólk. 1 öllum sjávarpláss- um, frá Patreksfirði til Súðavíkur, eru starfandi útlendingar í fisk- vinnslu, þó misjafnlega margir á hveijum stað, t.d. á Tálknafirði eru rúmlega 30 útlendingar, aðallega frá Nýja-Sjálandi og Portúgal. Fyrír utan Pólveija, er fólk frá ýmsum löndum í fiskvinnslu, m.a. frá Suður-Afríku, Bandaríkjunum, ír- Beiðni SAS felur I sér óeðlilega viðskiptahætti - segir Halldór Blöndal samgönguráðherra HALLDÓR Blöndal sanigönguráðherra segir að beiðni SAS um heim- ild fyrir rýmri fargjöldum á flugleið félagsins milli Islands og Dan- merkur feli í sér óeðlilega viðskiptahætti sem beri að varast. SAS óskaði eftir heimild fyrir sex nátta fargjaldi til Norðurlanda á sama verði og Flugleiðir bjóða þriggja nátta helgarferðir til höfuðborga Norðurlanda. Að tillögu flugeftirlitsnefndar var beiðninni liafnað. „Það er óvenjulegt að ekki náist samkomulag um fargjöld og hvað í þeim felist innan IATA en svo var í þessu tilviki," sagði Halldór. „SAS sem hefur einokunaraðstöðu á flugi innan Norðurlanda, býður upp á sérkosti til þess að reyna að ná þessum litla markaði hérna án þess að bjóða upp á samskonar kosti til annarra landa eftir því sem mér er kunnugt um, svo sem eins og til Englands. Flugleiðir fljúga einungis til fjögurra borga á Norðurlöndum. Þannig að þetta söluátak beinist að okkur íslendingum og er þannig lagt upp að Flugleiðir hafa ekki sömu stöðu gagnvart SAS. Hér er því að mínu viti verið að sækjast eftir óeðlilegri stöðu á markaðinum, sem ég sé ekki ástæðu til að verða viöA landi, Bretlandi, Jamaika, Svíþjóð, Danmörku, Brasilíu og Portúgal, svo eitthvað sé nefnt. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morgunblað- ið að við ráðningu útlendinga hingað til lands væri nauðsynlegt að gengið hefði verið úr skugga um að brýn þörf væri fyrir þá og tryggt að þörf væri fyrir þá þann tíma sem þeir væru ráðnir til starfa. „Eg óttast að á ýmsum stöðum hafi ekki verið kannað nægilega vel hvort hægt hafí verið að fá Islend- inga til starfa auk þess sem ekki hafi verið hugað nægilega vel að því að þörf væri fyrir útlendingana þann tíma sem þeir voru ráðnir. Ég held því að þetta geti orðið nokkuð mikið vandamál þegar líður fram á vetur- inn,“ sagði Asmundur. * Fulltrúar Islands hitta samnmgamenn EB Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GERT er ráð fyrir að fulltrúar íslands eigi fund með samninga- mönnum Evrópubandalagsins á morgun, mánudag, þar sem rædd verða vandamál vegna greiðari aðgangs sjávarafurða að EB-mörk- uðum. Samningamenn EB og EFTA munu á næstu vikum undirbúa mögulegar lausnir á ágreiningsmálum bandalaganna í samningavið- ræðunum um Evrópska efnahagssvæðið með það fyrir augum að endanlegt samkomulag liggi fyrir í Lúxemborg 21. október, en þá halda ráðherrar bandalaganna þar samhliða fundi. Aðalsamningamenn bandalag- anna beggja hittust í Brussel síðastliðinn þriðjudag til að fjalla meðal annars um niðurstöður ráð- herrafundar EB daginn áður. Sam- komulag varð um að reyna eftir megni að finna lausnir á útistand- andi ágreiningsefnum fyrir 21. október, svo sem varðandi sjávar- afurðir, þróunarsjóði og vöruflutn- inga um svissnesku Alpana. Yfir- samningamennirnir hittast aftur 10. október til að undirbúa frekar ráðherrafundi EFTA og EB í Lúx- emborg, en jafnframt er gert ráð fyrir því að framkvæmdastjórn EB geri fastafulltrúum aðildarríkjanna grein fyrir árangri þeirra viðræðna um miðjan mánuðinn. Samkvæmt heimildum í Brussel hafa Frakkar lagt fram fyrirvara vegna tollfrels- is á sjávarafurðum vegna innflutn- ings á rækju, humri og hörpudiski frá aðildarríkjum EFTA, en ekki er ljóst hvort islenskur hörpudiskur fellur undir þau tollnúmer sem Frakkar hafa lagt fram í fyrirvör- um sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.