Morgunblaðið - 27.10.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.10.1991, Qupperneq 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 FINNSK LÁGMENNING ER LÍTIÐ KYNNT Á ÍSLANDI, ÞÓ HÚN STANDI NÆR OKKUR EN LÁGMENNING ANNARRA NORÐURLANDA Skin og skúrir á Ruissalo-eyju. Rokk- skáldið Kauko Röyhka. Martti Syrja, söngspíra Eppu Normaali, vinsælustu sveit Finnlands. Að koma til Helsinki er ekki ólíkt því að koma til hvaða borg annarrar í Evrópu — til að byija með. Smám saman áttar gestkomandi sig á að eitt- hvað er ekki eins og hann er van- ur; hvort sem það er austrænt yfir- bragð, eða stílhreinn arkitektúrinn, en í Helsinki er liklega að finna fleiri beinlínis tignarlegar bygging- ar en í flestum borgum Norður- landa. Fólkið á götunum kemur kunnuglega fyrir sjónir og gæti því eins verið á götum Reykjavíkur, utan það er vingjarnlegra en íslend- ingar eiga vanda til við útlendinga. Helsinki er miðpuntur finnskrar lágmenningar og þar er aðsetur helsta útgáfufyrirtækis dægurtón- listar í Finnlandi, Megamania, sem er með um 70 sveitir á sínum snær- uni. Sveitirnar sem það fyrirtæki gefur út koma frá öllum hlutum eftir Árno Motthíasson, myndir Björg Sveinsdóttir DÆGURTÓNLIST á Norður- löndum er keimlík í hverju landi fyrir sig. Þegar grannt er skoðað má þó greina grund- vallarmun ogtónlistarhefð landanna er ansi ólík. Finnland telst hluti Norðurlandanna en er samt einkar framandi og þaðan berst fátt hingað utan að nokkrir finnskir rithöfund- arhafa veruið þýddir, t.a.m. Runeberg, Topelius, Linna- koski, Sillanpáá, Mika Waltari og Antti Tuuri og Ijóðaflokkur- inn Kalevala. Finnsk „lágmenn- ing” hefur verið minna kynnt hér á landi og ekki þekkja ís- lendingar nema tvær finnskar rokksveitir, þá frábæru Sileun Yeljet, sem hingað kom á N’Art-hátíðina á sínum tíma, og 22 Pistepirrko, sem lék hér á þrennum tónleikum snemma á árinu. Finnlands, sem virðist vel í sveit sett hvaða varðar byggðastefnu í rokki. í Finnlandi er það eins og svo víða að rokkið verður harðara og fjölbreyttara eftir því sem norð- ar gredur og helstu þungarokk- sveitir Finna eru frá því norðan við „rokkbaug”. (Sbr. íslenskan rok- kveruleika; hvergi er meira um að vera í hörðu rokki en á Húsavík.) í Turku er annað stærsta útgáfu- fyrirtæki Finna, Poko Records, sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.