Morgunblaðið - 27.10.1991, Qupperneq 20
20 C_________ _____MORGUNBLAÐIÐ MENIMIIMGARSTRAUMAR sunnudagur 27. OKTÓBER 1991
BÆKUR/ Hvers virbi eru bókmenntaverblaun f
Bækur og veðmðahestar
Sex skáldsögur af hundrað og tíu
eru valdar á úrvalslista og svo
er beðið átekta í nokkrar vikur. Ein
skal vinna til „Booker”-verðlaun-
anna og verða bók ársins. Reyndar
líður biðtíminn
ekki án upphróp-
ana, háðs eða lofs,
fálætis eða
skrums. Það líða
ekki margar mín-
útur án þess að
einhver vitur-eft-
ir-á segir „Hvað
sagði ég ykkur!”
Því auðvitað er engin þeirra sem
nú náði sæti á listanum verðug
verðlaunanna, fremur en í fyrra eða
hittiðfyrra.
Svipaða sögu segja hinir vitru
um Nóbelsverðlaunin. Listinn yfir
þá rithöfunda, sem ekki hafa orðið
heiðursins aðnjótandi, er auðvitað
glæsilegri en hinn sem telur verð-
launahafana. Og í raun er það enn
meiri heiður að vera aldrei heiðrað-
ur — eins og Henry James, Tolstoy,
Joyce ... — heldur en að fylla hóp
höfunda eins og Kipling, Mann,
Beckett. .. eða hvað? Og þannig
má gleyma sér þar til næsti verð-
launahafi er kynntur. Og á þeim
sömu vikum sem breskir bókaspek-
úlantar bíða þess að ein bók af sex
verði aðnjótandi „Bókarans”, er
Nadine Gordimer frá Suður-Afríku
orðinn Nóbelsverðlaunahafi í bók-
menntum. Og allar óánægjuraddir
þagna.
Fáir treysta sér í raun til að velja
eina bók eða einn höfund úr hópi
tíu, svo að öllum lesendum líki.
Dómurum „Bookerí’-verðlaunanna
hér í Bretlandi er Ijós þessi þver-
sögn bókmenntaverðlauna, ekki síð-
ur en hinum sem gagnrýna dóm-
greindarálit þeirra og smekkvísi.
En líklega vildu fáir skipta við þá
um sæti og þræla sér í gegnum
hundrað og tíu skáldsögur til þess
eins að velja úr þeim hópi sex á
einn úrvaldslista, kjósa síðan aðeins
einn vinningshafa, og þola loks fyr-
ir ómakið skít og skömm þeirra sem
alltaf vita betur. Einn fimm dómara
um „Bookerí’-verðlaunin þetta árið,
Nicholas Mosley, sem sjálfur hlaut
í fyrra hin eftirsóttu Whitbread-
bókmenntaverðlaun, lenti reyndar í
þeirri óvenjulegu aðstöðu að verða
„vitrari”, því hann var ósáttur við
allafþær sex bækur sem íjórir sam-
dómarar hans settu á úrvalslista
sinn. Og sagði sig því úr dómnefnd-
inni.
Þær sex skáldsögur sem stillt var
upp eins og veðreiðahestum í upp-
hafi langdregins kapphlaups voru:
Time’s Arrow eftir Martin Amis,
The Van eftir Roddy Doyle, Such
a Long Journey eftir Rohinton
Mistry, Redundancy of • Courage
eftir Timothý Mo, The Famished
Road eftir Ben Okri og Reading
Turgenev eftir William Trevor. Og
líkt og bækurnar væru veðreiða-
hestar, spáðu veðbankarnir sigur-
líkum hverrar og einnar. Engin var
sigurstranglegust, en þó þótti flest-
um sem bók Martin Amis, svokall-
aðs Mick Jaggers rithöfundanna,
væri líklegust til að koma fyrst í
mark.
Loksins var skotið af byssunni
við upphaf kvöldverðar í Guildhall
þriðjudagskvöldið 22. október.
Prúðbúinn hópur karla og kvenna
virtu látbragð höfundanna fyrir sér,
er þeir nálguðust markið um leið
og þeir borðuðu kræsingar. Þó að
Bókarinn sé kannski ógeðfelld þraut
fyrir sérlundaðan og einrænan rit-
höfund gefur titillinn honum ekki
aðeins tuttugu þúsund sterlings-
pund í aðra hönd og örvar sölu
bókarinnar, heldur festa verðlaunin
hann í „bókmenntalegum” sessi.
En almenningshylli getur auðvitað
orðið sumum rithöfundinum jafnvel
dýrari en verðlaunin. Slík örlög bíða
þó vonandi ekki hins hugþekka níg-
eríska ljóðskálds, Ben Okri, sem nú
hreppti hnossið. Hann þakkaði heið-
urinn með því að töfra áheyrendur
inn í draumaheim sinn og inn í lát-
laust ljóð sitt um drauminn um
betra líf.
eftir Guðrúnu
Nordal
í Cadillac Brougham, árgerð '88 (ekinn 29 þús.
mílur), Suzuki Fox 4 W/D, árgerð ’87, G.M.C.
Jímmy Sierra 4x4, árgerð '85, Volkswagen Van,
árgerð ’86 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á
Grensásvegi 9, þriðjudaginn 29. október kl.
12-15.
Ennfremur óskast tilboð í Mercedes Benz
2628K/32 malarbifreið, árgerð '82.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARIMARLIÐSEIGNA
ENDURMENNTUN
MALMIÐNAÐARMANNA
LOFTKERFI - GRUNNNAMSKEIÐ
Grunnnámskeið í uppbyggingu loftþrýstikerfa og með-
höndlun lofts. Kennt verður um helstu hluta loftþrýsti-
kerfa t.d. ventla, loka, tjalla - einvirkir tvívirkir, þjöppur,
uppsetningu kerfa, meðhöndlun lofts, aflþörf o.fl.
Einnig verða kennd þau tákn sem notuð eru í loftþrýsti-
kerfum og þyrjað verður að kenna undirstöðuatriði stýri-
tækninnar.
Námskeiðið er þæði þóklegt og verklegt og er undan-
fari námskeiðsins:
Loftkerfi stýritækni
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað málmiðnaðar-
mönnum sem hafa afskipti af upp-
setningu, viðgerðum og viðhaldi loft-
þrýstikerfa, einnig þeim sem áhuga
hafa á að sérhæfa sig í vinnu við slík
kerfi.
Lengd námskeiðs:
Þátttökugjald: 7.000,-
Staður og tími:
30 kennslustundir.
(námsgögn innifalin).
Námskeiðið verður haldið i verknáms-
deild Iðnskólans í Reykjavík, Smiðju-
vegi 9a, Kópavogi, á tímabilinu 31.
október - 12. nóvember.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING:
FRÆÐSLURÁÐ MÁLMIÐNAÐARINS
SÍMI: 91-624716
Myndlist /Hvab er hvers?
Um endurheimt listaverka
„Lok kalda stríðsins getur einnig haft mikla
þýðingu fyrir listasöguna.
Alþjóðastjórnmál og listasaga
tengjast ekki oft í fjölmiðlunum,
en um þessar mundir er hafin
atburðarás, sem sennilega á eft-
ir að hafa meiri þýðingu fyrir
listunnendur en nokkurn grunar
nú. Allt tengist þetta þeim breyt-
ingum, sem hafa orðið í Sov-
étríkjunum undanfarið, einkum
þó síðustu tvö ár, eftir að Þýska-
land var sameinað í eitt ríki á
ný. Nú eru að hefjast rannsókn-
ir á örlögum þúsunda listaverka,
sem hurfu sjónum manna í Evr-
ópu í heimsstyijöldinni síðari,
með það fyrir augum að þau
komist aftur í hendur réttra eig-
enda eða erfingja þeirra. Þær
athuganir, sem nú eru hafnar,
hefðu aldrei verið mögulegar á
dögum kalda stríðsins, og eru
enn ein sönnun þess, að þjóðir
heims eru að fikra sig áfram við
þá samvinnu, sem er þeim öllum
nauðsyn í framtíðinni.
Talið er að Þjóðveijar hafi stol-
ið, tekið eignarnámi, „keypt”
og „fengið að láni” meira en þijár
milljónir listaverka af einu eða öðru
tagi í þeim löndum, sem þeir lögðu
tímabundið undir
sig í heimsstyij:
öldinni síðari. í
Vestur-Evrópu
leituðu þeir eink-
um fanga í einka-
söfnum og í
smærri söfnum,
en í Austur-Evr-
ópu tóku þeir
flest sem þeir náðu í, einkum af
verkum eldri meistara. Þessir stór-
tæku listaverkaþjófnaðir voru bæði
skipulegir, þ.e. á vegum ríkisins
eða einstakra embættismanna, svo
og afleiðingin af fijálsu framtaki
hermanna — eins konar „minja-
gripasöfnun”.
A síðustu mánuðum stríðsins og
eftir að Þjóðvetjar höfðu gefist
upp, tóku Bandamenn við; þeir létu
greipar sópa hvar sem þeir lögðu
undir sig þýskarjiorgir, söfn, heim-
ili og kirkjur. í sumum tilvikum
var þetta gert af ásettu ráði, t.d.
til að forða gi’ipum frá skemmdum
eða bjarga verðmætum, en í öðrum
tilvikum var um hreinan þjófnað
að ræða, einkum méðal
óbreyttra hermanna.
Eftir að sæmileg regla komst á
stjórn hernámssvæðanna eftir lok
styijaldarinnar áttu Bandamenn
geysilega umfangsmikið verk fyrir
höndum á sviði listanna. Verkið var
í raun tvíþætt. Fyrri þátturinn fólst
í að koma þeim listaverkum sem
fundust til fyrri eigenda eða erf-
ingja þeirra. Þetta tókst sæmilega
vel í nokkuð góðri samvinnu allra
aðila fyrstu árin eftir stríð. — Síð-
ari þátturinn fólst í að reyna að
hafa upp á þeim verkum sem höfðu
sannanlega verið tekin, en fundust
nú hvergi. Hér gekk samvinnan
verr, enda kalda stríðið á næsta
leiti, og eftir takmarkaðan árangur
lagðist verkið af upp úr 1950. Eðli-
lega var reiknað með að flest þeirra
listaverka sem enn voru ófundin
hefðu eyðilagst; þó grunaði ýmsa
vestan járntjalds að Sovétmenn
hefðu ýmislegt að fela, og í Moskvu
töldu menn að margt af því sem
þeir söknuðu væri enn í fórum
Vestur-Þjóðveija.
Þannig voru í raun afskrifuð
fleiri þúsund verk eftir marga
helstu meistara listasögunnar eins
og Breugel, Cézanne, Courbet,
Degas, Dúrer, Goya, Manet,
Rembrandt og Titian, svo að nokkr-
ir séu nefndir; listasagan hafði
glatað mörgum af helstu djásnum
vestrænnar myndlistar.
í nóvember á síðasta ári skrifuðu
Helmut Kohl og Mikhail Gorbatsjov
undir tímamótasamning um sam-
starf milli Sovétríkjanna og sam-
einaðs Þýskalands. I þeim samningi
er að finna grein sem segir að list-
munum, sem voru fjarlægðir á
ólöglegan hátt, skuli skilað aftur.
I gi’eininni er fyrst og fremst átt
við listaverk, sem herir hvors lands
fyrir sig tóku herskildi í heimsstyij-
öldinni, og gæti uppgjör á þessu
sviði náð til tugþúsunda listmuna;
hér er því þráðurinn tekinn upp
aftur, þar sem hann brast vegna
kalda stríðsins. Samingurinn hefur
nú verið staðfestur af þingum
beggja ríkjanna, svo er hægt að
heíjast handa.
Þessi viðburður er mikið fagnað-
arefni fyrir alla listunnendur, þar
sem vænta má, að ýmis verk, sem
undanfarna áratugi hafa verið í
geymslum, komi nú fram í dags-
ljósið. Þýsk söfn hafa þegar endur-
heimt nokkuð af listaverkum sem
voru talin glötuð, en þau eru vænt-
anlega dæmi um auðveldustu málin
af þessu tagi.
Málið er því komið á nokkurn
rekspöl, og í flestum ríkjum megin-
lands Evrópu er nú unnið að gerð
lista yfir þá listmuni, sem töpuðust
í stríðinu, og ekki hefur enn verið
gerð grein fyrir. Síðan verður reynt
að rekja feril þeirra, og semja um
að þeim verði skilað til réttra eig-
enda, ef þau finnast. Oft er þetta
flókið mál, einkum þar sem hluti
verkanna hefur verið seldur á milli
landa; t.d. eru nú í bandarískum,
breskum, hollenskum og frönskum
söfnum listaverk, sem komu upp-
haflega úr þýskum eða sovéskum
listasöfnum. I sumum málum gera
fleiri en einn aðili kröfu um að telj-
ast eigendur ákveðinna listaverká,
og í enn öðrum skiptir landafræðin
meginmáli. Hér er um að ræða
langtímaverkefni, og endurheimtan
á eftir að taka mörg ár.
Hvers er hvað? — Sú spurning
á eftir að hljóma oft á þessum tíma,
og ekki víst að allir verði sammála
um svörin. Hins vegar er ljóst að
hér er hafin þróun í þá átt að al-
þjóðasamvinna tryggi að menning-
arverðmætum verði skilað til réttra
eigenda, og að aflsmunur (fjár-
hagslegur eða hernaðarlegur) verði
ekki látinn ráða þegar listasagan
er annars vegar. Vonandi er þetta
góð vísbending fyrir framtíðina.
eftir Eirík
Þorlóksson