Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 Það er aldrei friðurfyrir kjaftæði um þig Heiðar Út er komin bók um Heiðar Jónsson, skráð af Nönnu Rögnvaldar- dóttur. Þar ræðir hann opinskátt um sjálfan sig, líf sitt og störf. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr bókinni, og er fyrst gripið þar niður sem Heiðar ræðir sögur og rógburð sem hann hefur orðið fyrir: Á sviði Hótel Sögu 1977 með Cindy Brakespeare, þáverandi Ungfrú heimur sem hingað kom til að krýna Ungfrú Island. Hún er kannski þekktust fyrir sam- band sitt við tónlistarmanninn Bob Marley. Er maðurinn hinsegin? Þótt ég sæi sjálfur ekkert óeðlilegt við áhugamál mín og störf fór ég samt fljótlega að verða þess var að sumum þótti mjög skrítið að karl- maður væri að fást við snyrtingu og tískusýningar. Ég gerði mér í raun- inni enga grein fyrir því sjálfur, en líklega hefur snemma komið í ljós að ég var öðruvísi én annað fólk í framgöngu og framkomu, og um það spunnust sögur. Ég þyki oft nokkuð svartsýnn, en sjálfur held ég því fram að þótt ég sé vissulega svartsýnn fram á við sé ég bjartsýnn aftur á bak. Með þeim orðum á ég við að ég mikla oft fyrir mér vandamál framtíðarinnar, en fortíðin verður björt og ég breiði yfír erfiðleikana í endurminningunni. Einhvem veginn finnst mér núna að ég hafi frá byrjun látið alla gagnrýni og allan söguburð sem vind um eyru þjóta. Þó veit ég að það er ekki alls kostar rétt. Þegar ég var yngri fór ekki hjá því að ég tæki eftir slíkum skeytum, og stundum særðu þau mig. Eg vann hjá Loftleiðum sumarið sem ég varð nítján ára, og þar kom upp leiðindamál þessu tengt. Ein- hveijir náungar sem þar unnu vildu losna við mig af vakt, og þeir klög- uðu mig fyrir að fara með karlkyns viðskiptavinum Loftleiða upp í her- bergi á hótelinu einhverra erinda, sem ekki voru skilgreind nánar. Ég skildi þetta ekki almennilega. Mér var ekki fyililega Ijóst hvað ég átti eiginlega að vera að gera með mönnunum uppi á herbergi. Slíkum hiutum var maður ekkert að spekúl- era í á Snæfellsnesinu, þar sem ég ólst upp. Og þegar á daginn kom að ég var ekki svo fróður í veraldleg- um efnum að ég skildi um hvað málið snerist held ég að það hafi fallið um sjálft sig. Þar er maður berskjaldaður Mér finnst líka trúlegt að það hafi orðið mér til góðs og hjálpað mér til að þola og hrista af mér þenn- an söguburð og umtal í byrjun, að ég varð snemma fremur víðsýnn og umburðarlyndur í kynferðismálum. Orsök þess kann að vera sú að ég var alinn upp á mjög stóru heimili þar sem alltaf var eitthvað af fólki sem hafði villst inn á ýmsar brautir í lífinu og burðaðist með alls konar vandamál. Ég held að ég hafi snemma orðið fyrir ýmiss konar áhrifum sem gerðu mig mjög um- burðarlyndan gagnvart öðrum. Ég er ekki alinn upp við fordóma eða afskiptasemi af' einkahögum annarra, og ég man að ég furðaði mig stundum á því af hveiju fólk væri að velta því svona mikið fyrir sér hvort ég væri hinsegin eða ekki. Mér fannst að það ætti ekki að skipta máli. Að mínu viti lá í augum uppi að ég hlyti að vera nákvæmlega sama manneskjan, hveijar sem kynhneigð- ir mínar væru, og það ætti ekki að þurfa að snerta aðra eða koma þeim við. Mér hefur alltaf fundist mesta vit- leysa að vera að draga fólk í dilka eftir kynferði eða kynhneigð. Öll kynaðgreining, hveiju nafni sem nefnist, er mér mjög á móti skapi. Ég hef alla tíð haft þessa sannfær- ingu, og hún hefur hjálpað mér að s'tanda af mér allt umtal, gróusögur og glósur. A síðari árum er það helst ef ég hef talið mig verða þess varan að börnin mín yrðu fyrir einhveiju aðk- asti, að slíkt hefur snert mig illa. Þar er maður berskjaldaður. Þegar eldri dóttir mín var sjö ára tók hún upp á því að nota fyrsta skírnarnafn mitt sem föðurnafn sitt og skrifa sig Kristbjömsdóttur. Við spurðum hana hvemig stæði á þessu uppátæki, og þá sagði hún að sér leiddist svo að alltaf væri verið að spyija sig hvort „þessi Heiðar” væri pabbi hennar. Auðvitað heyra krakkarnir sög- urnar sem ganga um mig. Þær hljóta að snerta þau. Það er ógaman að hlusta á einhvem halda því fram að sést hafí til föður manns á karl- mannaveiðum fyrir utan skemmti- stað - jafnvel þótt maður viti að fyr- ir sögunni sé ekki flugufótur. „Góði, reyndu að svara ekki eins Og kerling í símann,” segir yngri dóttir mín stundum. „Það er óþarfi að koma alltaf upp þessum sögum, það er aldrei friður fyrir kjaftæði um þig^ alla daga.” Áður fyrr kom vissulega fyrir að ég fann að karlmenn hræddust mig, jafnvel menn sem ég taldi vini mína, og það fór ekki hjá því að slík atvik særðu mig. Ég lenti kannski í því á ferðalögum að vera boðinn inn á hótelherbergi með hóp af strákum, og um leið og ég kom inn varð ég var við vissar tilfærslur; þessi ætlaði ekki að hætta á að sitja hjá honum Heiðari, allir vissu hvemig hann var. Nú er ég búinn að vinna úr þessu og kæri mig kollóttan þótt ég finni fyrir einhveiju slíku. Maður harðnar. Hana langaði að dansa Heiðar er Snæfellingur að ætt. Presthjónin á Staðastað, Áslaug Guðmundsdóttir og Þorgrímur Vídal- ín Sigurðsson, tóku hann ungan í fóstur: Ég get ekki sagt að ég kannist við vonda fólkið á Snæfellsnesi, sem séra Ámi Þórarinsson talar um í ævisögu sinni. Þó veit ég að ýmsir Snæfellingar voru dálítið vondir við móður mína. Sjálfur man ég ekkert eftir henni. Fósturmóðir mín sagði mér að hún hefði komið tvisvar eða þrisvar til að sjá mig eftir að ég kom að Staðastað. En þegar ég var smá- barn var ég hræddur við konur sem Heiðar við útskrift úr Franklin High School 1966. í upphafi módelferilsins. hlógu hátt og hvellt. Þannig hló mamma, og ég varð hræddur við hana og vildi ekki þýðast hana. Ég held að móðir mín hafi að upplagi verið kát og lífsglöð stúlka og mér er sagt að hún hafi bæði verið falleg og vel gefin. Hana langaði að læra, hana langaði að lifa, hana langaði að dansa og syngja. En hún gat ekki látið það eftir sér. Hún var vinnudýr frá barn- æsku og átti aldrei neina stund fyrir sjálfa sig. Hún var alltaf látin vinna fyrir sér hörðum höndum. Og þegar hún var um fermingu lenti hún í vist í Reykjavík, hjá hjónum sem sögð voru mektar- fólk. Þar var hún mis- notuð kynferðislega M af húsbóndanum. Slík reynsla hlýt- ur að setja óafmáan- legt mark á viðkvæman ungl- ing. Eftir þetta leið henni mjög illa og hún hætti að geta sofið. Og hún gat hvergi leitað hjálpar, þótt hún væri sannarlega hjálp- arþurfi. Hefði móðir mín notið betra atlætis í uppvexti — eða hefði hún eftir að hún varð fyrir þess- um hremmingum notið þeirrar hjálpar og að- hlynningar sem nú^ er kostur á — þá 1 kann að vera að saga hennar hefði orðið önnur. Þess í, stað ágerðist ( vanlíðan hennar j sífellt. Svo fór henni var komið fyrir á Arn- arholti sem, sjúklingi. En. hún náðij sér ekki.j Hins vegar varð hún ófrísk að fyrsta bami sínu, bróður mínum, sem fædd- ist þegar hún var aðeins átján ára. Hún var alltaf að leita að ástinni og umhyggjunni sem hún hafði farið á mis við, og leit hennar teymdi hana út í lausungarlifnað. Hún átti sér enga staðfestu, ekkert lífsakkeri, heldur hraktist áfram eins og vindar blésu. Og hún var ekki heil. Þekktur erlendis Heíðar hefur unnið talsvert fyrir þekkt erlend snyrtivörufyrirtæki jafnhliða störfum hér heima: Þegar ég fór að vinna meira erlendis kom í ljós að ég vakti meiri athygli þar en ég bjóst við. Það var þó af allt öðrum ástæðum^ en heima á íslandi. Ég komst að því að þótt ég væri braut- ryðjandi hér á landi sem karl- maður í kvennastarfi” var mjög sjaldgæft erlendis þá að konur væru make-up-artist- ar. Flestir hinna þekkt- ustu voru karlar, og ég skar mig ekki úr þar af þeim sökum. Aftur á móti þótti það mjög sérstakt ytrá, að mögulegt var að láta mig mála hin módelin í tískusýningum og sýna svo á eftir. Ekki var algengt að make-up-artist- inn sýndi líka, og því var hægt að bóka mig fyrr en hin módelin og ég gat fen gið tvöföld laun. Það vakti athygli á mér og ég varð dálítið þekktur fyrir bragðið. Á þessum árum fékk ég ýmis kon- ar tilboð um vinnu erlendis. Og oft velti ég því fyrir mér að taka ein- hveiju þeirra og setjast að úti. Ég vissi að þar fengi ég fremur að njóta viðurkenningar en hér heima. En ég átti fjölskyldu, sem alltaf hefur verið mér óumræðilega mikils virði. Ég vildi að börnin mín fengju að njóta öryggis í uppvextinum. Og landið okkar hefur lengi vei verið talið býsna öruggt. Það er ekki fyrr en nú seinustu árin sem maður getur varla gengið í gegnum miðbæinn að kvöldi til. Nú eru að koma hér upp ýmis alþjóðleg vandamál sem við hjónin vorum að reyna að forðast þegar við ákváðum á sínúm tíma að búa hér áfram. Sú forsenda er því að hverfa, en á móti kemur aukinn skilningur á því sem ég er að fást við. Að mörgu leyti hefði verið miklu auðveldara fyrir mig að vera í útlönd- um en hér. En ef ég hefði tekið tilboð- um frá snyrtivörufyrirtækjum er- lendis hefði það þýtt ferðalög út um allan heim. Ég hefði þurft að koma konu og börnum fyrir á einhveijum vissum stað og ekki séð þau nema með höppum og glöppum. Ævintýralegt tilboð Atvinnutilboðin sem ég fékk voru ekki eingöngu tengd tískuheiminum. Þrisvar sinnum fékk ég tilboð frá mönnum sem vildu koma mér á fram- færi í skemmtanaiðnaðinum. En ég tók þeim ekki. Einu sinni fékk ég kvikmyndatii- boð, sem ég vildi ekki taka. Tennurn- ar í mér eru þannig að mér fannst að ég gæti varla leikið annað en Drakúla, og ég sá enga framtíð í því að leika Drakúla I, Drakúla II, Drak- úla III og svo framvegis! Annað tilboð var heldur ævintýra- legra, og þá ætlaði ég að láta til leið- ast. Þetta leit sérlega vel út í upp- hafi og mér fannst afar freistandi að láta reyna á það. Því fór það nokkuð langt og í rauninni var ekki annað eftir en að skrifa undir samn- inga. En þá komu í ljós ákveðnir hlutir sem mér leist vægast sagt illa á, og þetta varð mér dálítið erfið lífs- reynsla og opnaði að mörgu leyti augu mín. Ég var staddur í London haustið 1974 og hitti þar fyrir tilviljun bre- skan umboðsmann, Ian Kerr. Hann var þá með ýmislegt frægt fólk á sínum snærum, meðal annars Micha- el Crawford. Hann hafði einnig góð sambönd í Ameríku og var umboðs- maður í Englandi fyrir þekkta bandaríska leikara og skemmti- krafta, t.d. Lizu Minelli og Mar- lene Dietrich. Umboðsmaðurinn sagði að sér litist mjög vel á mig; ég hefði eitthvað við mig. Hann kvaðst vera sannfærður um að hann gæti gert mig að stjörnu. Hann talaði mikið um að hann hefði aldrei búið til neinn. Fólk- ið sem hann var með á sínum vegum var allt orðið frægt þegar hann tók við því. Hann sagði að sig langaði til að gera eitthvað úr mér, og hann vildi gera samning við mig og reyna að koma mér á framfæri. Hugmyndin var að byija á að reyna að koma mér að í einhveijum söngleik. Ég var í ballett þegar þetta var, og ég bjóst við að ég gæti sung- ið, ég held lagi og hef þokkalega rödd, og líklega gæti ég leikið ef út í það færi. Hann vildi að ég byijaði á að fara í söngtíma hjá kennara í London. Mér leist afskaplega vel á þetta, og ekki minnkaði hrifning mín þegar umboðsmaðurinn bauð mér að hitta Marlene Dietrich. Hún vildi hitta Islending Hún vildi aldrei hitta neinn, en var þó til í að heilsa mér, af því að ég var íslendingur. Hún sagði mér sjálf að hún hefði komið hingað þrisvar á stríðsárunum, annars hef ég alltaf heyrt að hún hafi aðeins komið tvisvar. Hún eignaðist hér vini, og þegar hún var hér bjó hún ekki á hóteli, heldur bjó hún heima hjá fólki, sem hún vildi þó ekki segja mér hvert var. Hún sagði að sér þætti alltaf vænt um ísland, af því að fólkið sem hún kynntist þar hefði alltaf verið vinir hennar og aldr- ei notfært sér það. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.