Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 WEXÍXm/Rithöfundur eba Ijóbskáldf Svokvað Stwrrí Sturluson VIÐ MINNTUMST 750. ártíðar Snorra Sturlusonar á nýliðnu hausti. Þó að lúðrablásturinn og ræðurnar sem hljóma að venju á slíkum tímamótum hafi nú þagn- að heldur þó áfram hið hljóðláta starf við að reyna skilja þau verk sem hann skildi eftir sig. Skýra þau á nýjan hátt og gera þau þannig skiljanleg nýrri kynslóð lesenda. Þetta rannsóknar- og miðlunarstarf er ekki einungis unnið á íslandi, heldur ekki síður af erlendum fræðimönnum. Skáldskapur Snorra Sturlusonar hefur ætíð fallið í skuggann af þeim sagnaritum sem honum hafa verið eignuð. Ástæða þess er einfaldlega sú að hann var meiri snillingur í að setja saman sög- ur, heldur en að kasta fram vísu. En þó má ekki gleyma að Snorri leit á sig sem skáld, sat við hirðir norskra hefðarmanna og færði þeim kvæði. Þessi hirðkvæði Snorra, sem öll nema eitt eru glöt- uð, eru þau einu skáldverk hans (auk nokkurra lausavísna) sem eignuð eru Snorra af samtíðar- mönnum hans. Þetta eina kvæði Háttatal er því mikill fengur fyrir þá sem fjalla vilja um lærdóm og skáldskap Snorra Sturlusonar. Háttatal hefur þó af ýmsum ástæðum ekki verið ofarlega á eftir Guðrúnu Nordal blaði þeirra fræðimanna sem valið hafa sér verk Snorra að viðfangs- efni. Það er vart hægt að hugsa sér ólíkari verk en Heimskringlu og Háttatal. Háttatal er ekki ort til Hákonar konungs og Skúla jarls í sama skilningi og hirðkvæði eru alla jafnan, heldur notar Snorri umgerð lofkvæðisins, til að setja saman bragfræði hins fornnorr- æna bragar. Háttatal er 102 vís- ur, þar sem Snorri leggur á sig að yrkja undir öllum þeim bragar- háttum sem tiltækir voru norrænu skáldi. Kvæðið er af þeim sökum enginn skemmtilestur, heldur á köflum tyrfið og vandskilið, en að sama skapi er það merkileg heim- ild um þekkingu Snorra á fornum norrænum kveðskap. Háttatal er varðveitt sem þriðji hluti Snorra-Eddu. Mikið hefur verið ritað um tvo fyrri hluta Edd- unnar, Gylfaginningu og Skáld- skaparmál, en lengi hefur vantað handhæga útgáfu á Háttatali fyrir erlenda lesendur, svo hægara væri fyrir þá fjölmörgu fræðimenn er stunda rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum að setja bragfræði Snorra í samhengi við germanskan kveðskap og miðalda- lærdóm. Anthony Faulkes prófess- or við Birmingham-háskóla hefur nú unnið þetta þarfa útgáfustarf af miklum myndarskap og þekk- ingu. Nú nýverið kom út hjá Oxford University Press útgáfa hans á Háttatali Snorra Sturlusonar. Bók- in er í sama broti og aðrar útgáfur forlagsins á íslenskum miðalda- textum, eins og á Hrafnssögu Sveinbjarnarsonar, sem Guðrún P. Helgadóttir gaf út fyrir nokkr- um árum. Anthony Faulkes fylgir texta Háttatals úr garði með inn- gangi þar sem hann fjallar fyrst um höfund kvæðisins. Síðan gerir hann nokkra grein fyrir ýmsum hugsanlegum heimildum Snorra, bæði innlendum og erlendum, og veltir svo fyrir sér áhrifum Hátta- tals á þau skáld sem komu í kjölf- ar Snorra. Faulkes leitast við að meta bókmenntalegt gildi Hátta- tals og þeirra skýringa sem fylgja kvæðinu og kemst að þeirrri niður- stöðu að mikilvægi verksins í heild sinni „sé ómælanlegt bæði hvað varðar skilning okkar á germönsk- um bragarháttum og hveijum aug- um miðaldaskáld í Norður-Evrópu litu verk sín”. Aftan við texta Háttatals, at- hugasemdir Faulkes um handrita- texta og orðaskýringar, er viðbæt- ir þar sem hann leitast við að tengja þá bragarhætti sem Snorri bregður fyrir sig í Háttatali við eldri kvæði undir sama hætti. Þess- ar athuganir Faulkes eru athyglis- verðar og dregur hann þar saman mikið samanburðarefni. Hann kemst að þeirri almennu niður- stöðu að bragfræði Snorra hafi ekki einungis verið hugsuð sem sýnisbók, heldur ennfremur verið ætlað að sýna hugsanleg og mögu- leg tilbrigði bragarháttanna. Hin nýja útgáfa Anthony Faul- kes á Háttatali er mjög kærkomin viðbót við fyrri útgáfur á þessu verki Snorra. Vonandi verður hún til þess að Háttatal nái til fleiri lesenda og að fieiri fræðimenn taki það til rækilegri athugunar. Ef einhveijir lesendur þessa pistils hefðu áhuga á bókinni er þess að geta útgáfan kostar það sama og íslensk meðalbók, rétt um þijú þúsund krónur. Háttatal — Mikill fengur fyrir þá sem fjalla vilja um lærdóm og skáldskap Snorra Sturlusonar. ________/______________________________ KLASSÍSKAR PLÖTUR/Geta Bítlar samib klassíska tónlistf Liverpoolsöngdrúpan INNRA með margri popphetjunni býr þrá eftir viðurkenningu sem „alvöru” tónlistarmaður; að verða metinn sem klassíkur tónsmiður og ágerist eftir því sem þeir ná lengra í tónlist. Fjölmargir slíkir hafa reynt að sjóða saman kiassíska tónlist og popp/rokk með hörmulegri útkomu, og margar sorgarsögur má segja af popphetjum sem reynt hafa fyr- ir sér sem klassískir tónsmiðir. Sagan af Liverpoolóratoríu Pauls McCartneys telst þó seint sorgarsaga. Paul McCartnéy er líklega dáð- asti poppsmiður sögunnar og hann hefur samið fleiri fræg lög en tölu verður á komið. Hann kann þó ekki að lesa nótur; segist alltaf hafa heyrt annað fyrir sér en nót- unar sögðu. í gegnum árin hef- ur hann þó brugðið fyrir sig ýmsum klassísk-. Söngdrápusmiður Paul McCartney. eftir Árna um frösum til að Matthíasson pakka inn popp- hugsun, en þó aldrei glímt við klassíkina sjálfa. Þá var það fyrir tveimur árum að Fílharmóníusveit Liverpool leitaði til þessa frægasta sonar borgar- innar og fór þess á leit við hann að hann setti saman verk fyrir 150 ára afmæli sveitarinnar. Paul seg- ist hafa látið til leiðast þar sem fresturinn var svo rúmur, en þegar nær drö segir hann hann að það hafí runnið á sig tvær grímur. Með Paul vann Carl Davis, sem samið hefur margt alvarlegt, en er þó þekktastur sem stjórnandi. Paul segir að ekki hefði hann komist langt áleiðis án Davis, en Davis vill ekki gera of mikið úr sínum þætti; segir að hann hafí aðeins verið litaspjaldið og Paul hafí stýrt pentlinum, en viðfangsefnið er líf McCartneys í grófum dráttum og sögusviðið Liverpool. Viðtökurnar hafa verið á svip- aða lund og búast mátti við;- rokk/poppvinir geta vait orða bundist af óhug, en þeir sem hneigjast til klassíkrar tónlistar segja margir söngdrápuna argasta klám. Þeir eru þó fleiri sem lofa verkið á ýmsa lund og segja að þó það sé allgallað, hafí það ýmis- legt við sig sem geri það áheyri- legt, skemmtilegt og átakanlegt á köflum og þá einkum vegna þess hve það sé heiðarlegt. Flytjendur eru og ekki af verri endanum, því sú frábæra Kiri Te Kavana, syngur í verkinu og Sally Burgess, Jerry Hadley og Willard White. Paul McCartney má vel við una, því söngdrápan hefur selst vel í útgáfu EMI og verður sett upp víða um heim á næsta ári. Ekki verður hér spáð um það hvað gerst hefði ef verkið hefði samið Jón Jónsson en ekki Paul McCartney, en Paul segist þegat' vera byijaður á fiðiukonsert. Blaðahaus Variety MYNDBÖND /Hver er,/Biblía skemmtanaibnabarins ”? Variety er varanlegt ALLT ER breytingnm undirorpið, ekki síst í skemmtanageiran- um. Fyrirtæki rísa og falla hraðar en í flestum öðrum iðnaði og menn koma og fara, hvergi er erfiðara að festa sig í sessi. Astæðuna er ekki síst að finna í hverfulum smekk bíó gesta, það hefur reynst erf- itt að finna töfraformúluna fyrir velgengni framleiðslunnar. Enda er kvikmynda- gerð ekkert annað en happadrætti og það stærsta happadræti ver- aldar. Ein er þó sú grundvallar- stofnun sem gerir út á þessi mið og nýtur ætíð jafn mikillar virðingar og vinsælda, er þó að nálgast nírætt. Það er vikuritið Variety, sem löngum hefur verið kallað „Biblía skemmtanaiðnað- arins”, og það stendur undir nafni. á þá brauðfætur sem það hefúr staulast á síðan. Þó svo að Bo karlinn fengi posann atarna. Einn fastra punkta í Variety er vitaskuld myndbandaþáttur. Þar gefur jafnan að líta lista yfir 50 leiguhæstu myndirnar (Lömbin þagna trónar nú í efsta sætinu), en fyrst og fremst er ijallað um þetta efni sem annað í blaðinu frá viðskiptalegu sjón- armiði. í þessum þætti kom t.d. fram fyrir skömmu að búið er að selja hátt á fimmtu milljón myndbandaspóla af Hróa hetti - prins þjófanna, fyrir litlar 65 milljónir - dala að sjálfsögðu. Af þessum tölum má glögglega sjá hve myndbandamarkaðurinn er orðinn geysilega mikilvægur kvikmyndaiðnaðinum, en leigu- hagnaðurinn er ekki inní þessum tölum. eftir Sæbjörn Valdimarsson Variety hefur sáralítið breyst í tímanna rás, enda hefur Silver- manfjölskyldan farið með stjórn- ina frá stofnun þess árið 1905, allt til loka síðasta áratugar. Þá var það selt Reed Properties Inc., en stjórnarformaðurinn er þó enn af Silvermanættinni. Þessi umskipti stöfuðu að nokkru leiti af fastheldni fyrri eigenda. Þeir vöruðust litprent- un einsog heitan eldinn og voru íhaldssamir á útlitið. Mönnum brá því við er andlitslyfting hins nýja útgefanda kom í ljós, efnið var stokkað upp og auglýsingar tróna nú í öllum regnbogans lit- um. Þetta er tímanna tákn. Vígi gamalla hefða falla hvert af öðra fyrir kröfum kaupenda og auglýsenda. Þessar breytingar hafa þó orðið til þess að Variety hefur styrkt stöðu sína enn frek- ar á fagblaðamarkaði skemmt- anaiðnaðarins, eini keppinautur þess sem eitthvað kveður að er sem fyrr The Hoilywood Report- er En það hefur fleira breyst í tímanna rás. Þegar sá sem þetta skrifar gerðist áskrifandi að Variety, árið 1967, ríkti enn sú hefð sem hafði varað frá upp- hafi að ”sjóða niður” fyrirsagn- irnar í snaggaralegar styttingar. Þær voru að vissu Ieiti vöru- merki blaðsins og oft illskiljan- legar nýgræðingum. Maður gat alveg átt von á því að sjá rúsínu sem þessa yfir þvera forsíðuna: ”Will Bo Go If K.K. Say So?” - sem útleggst eitthvað á þessa leið: ”Fær Bo pokann sinn ef K.K. skipar svo fyrir?” - en Bo er Bo Polk sem á þessum tíma var framkvæmdastjóri MGM en K.K. enginn annar en Kirk Ker- korian, sá kunni peningamaður og þáverandi eigandi hins forn- fræga kvikmyndavers sem var um þær mundir að lyppast niður En Variety var frá upphafi fyrst og fremst fagrit kvik- myndaiðnaðarins og leikhús- anna. Til að byija með fjallaði það eingöngu um Bandaríkja- markaðinn en er fyrir löngu orð- ið alþjóðlegt, er m.a. með frétta- ritara hérlendis. Sjónvarpsmál fá þó hvað ríflegast pláss í blað- inu í dag en meðal annars reglu- legs efnis má nefna kvik- mynda-, sjónvarps- skemmti- krafta- og bókagagnrýni; við- skiptamál, umíjöllun um það sem er efst á baugi um veröld víða í heimi skemmtana og af- þreyingar og vitaskuld gleymast hvorki minningagreinarnar né auglýsingarnar. Snemma á áttunda áratugn- um hóf svo blaðið að birta efnið sem það er í dag sjálfsagt kunn- ast og virtast fyrir, það er listinn yfir 50 vinsælustu myndirnar á Bandaríkjamarkaði í viku hverrij sem er einkar faglega unninn. I hann er vitnað að jafnaði í heimsfjölmiðlunum þó svo að The Hollywood Reporter hafi apað hann eftir. Þarna birtist svart á hvítu sá dómur sem mestu máli skiptir fyrir kvik- myndaiðnaðinn og hefur oftar en ekki verið hádramatískur og alltaf jafn spennandi. Það má segja að Variety sé ómissandi öllum þeim sem starfa í kvik- mynda- og myndbandageiranum og yfir höfuð öllum sem vilja fylgjast með og fá upplýsingar sem þeir geta reitt sig fyllilega á því áreiðanleiki hefur löngum verið eitt af aðalsmerkjum blaðs- ins. Og í takt við tímann þarf nú ekki lengur að leita hófanna í Bandaríska sendiráðinu til að ná áskriftarsamböndum því þetta sómablað fæst orðið í alln- okkrum bókaverslunum á höfuð- borgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.