Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 35
reei aaaiíasaa ^aiQAjamaaoM- '3 l*K “MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNKOÖAGUR 8. DESEMBER 1991 C 35 ' Guðmundur Jónsson óperu- söngvari kom við í Kaupmanna- höfn á heimleið úr Miðjarðar- hafsferð Karlakórs Reykjavíkur árið 1953 og söng þar í tveimur sýningum á Rigoletto. Hér fagn- ar dóttir hans , Astríður, houum við heimkomuna á Reykjavíkur- flugvelli. L..... Guðrún Á. Símonar kemur heim úr Rússlandsför sinni 1953 og fær hlýjar móttökur frá stjórn Einsöngvarafélagsins og söng- málastjóra. Frá vinstri: Hermann Guðmundsson, Sigurður Birkis söngmálastjóri, Guðrtjn, Bjarni Bjarnason og Magnús Jónsson. Pálsdóttir í hlutverki í Kátu ekkjunni árið 1956. SÍMTALIÐ . . . ER VIÐ GUÐLAUGU SIGMARSDÓTTUR HJÚKR UNARFRÆÐING ÞÆR ÞINGEYSKU 96-41333 Sjúkrahúsið. — Góðan daginn, er Guðlaug Sigmarsdóttir hjúkrunarfræðing- ur við? Augnablik. Halló. — Guðlaug, sæl vertu, þetta er Kristín Marja á Morgunblað- inu. Var ég að rífa þig frá upp- skurði? Nei, ég var að borða. — Ha? Voðalega heyrist illa í þessum þingeysku símum. llvaða vitleysa. — Ha? Hvar ertu? Á skrifstof- unni? Nei, hjá kokkinum. — Nú?? Hvað ertu að gera hjá honum? Síminn er þar, ég er að borða. — Já, alveg rétt. Jæja, þú seg- ir það. Heyrðu, þið eruð náttúru- lega grafin í fönn þarna á Húsa- vík? Föst í snjó, innilokuð, rétt heyrið í útvarpinu... Nei, nei, þetta fína veður, að- eins föl á jörðinni. — Nú. En segðu mér eitt. Fyr- ir tveimur árum höfðum við á Morgunblaðinu viðtal við ykkur hjónin og dóttur ykkar Guðrúnu Tryggvadóttur, en hún hafði þá nokkru áður gengist undir mikla og vel heppnaða aðgerð í Banda- ríkjunum þar sem hún fékk nýja lifur, og reyndar nýtt líf. Okkur langaði að vita hvernig stúlkan hefði það núna? Jú, þakka þér fyrir, hún hefur það mjög gott og lifir eðlilegu lífi. — Mér þykir vænt um að heyra það. Og hvað er hún að gera þessa stundina, bíddu hvað er hún orðin gömul? Hún er orðin 17 ára og er í skóla. — Jahá. Hún var í badminton þegar ég talaði við hana. Já, hún er nú hætt í því, en er aftur á móti komin í eróbikk. Svo er hún í leikrænni tjáningu, er í leikfélaginu, fer á böll... - Á böll? Já, en áfengi er að sjálfsögðu ekki til umræðu! — Nei, ég gæti nú ímyndað mér það. Enda finnst henni slíkt hið mesta rugl. En hún hefur það sem sagt mjög gott og er á svipuð- um lyfjum og hún hefur verið. — Það er alveg stórkostlegt. Við erum líka þakklát. — Já. En hvernig er hljóðið annars í Húsvíkingum? Svona misjafnt eins og gengur. Það 'er nú dálítið atvinnuleysi, og stundum erfitt að láta enda ná saman. — Við könnumst líka við það hér fyrir sunnan. Já. Hvernig er annars veðrið hjá ykkur? — Óskaplega fínt, ég yrði ekki hissa þótt menn yrðu á stuttbux- um yfir hátíðina. Heyrðu, eru þær þingeysku ekki byijaðar að baka, þið eruð víst orðlagðar fyrir myndarskap? Jú, jú, laufa- brauðið verður bakað á laugar- daginn. - Er það þingeysk skylda? Það eru eng- in jól án laufa- brauðs. — Ég skii. Nú jæja, en ég bið kærlega að heilsa Guðrúnu og fjölskyldu þinni. Þakka þér sömuleiðis. Guðlaug Sigmarsdóttir FRÉTTA- LJÓSÚR FORTÉÐ Verðmæti renmtUhafs Hugmyndir Jónasar Sveinssonar læknis um útflutning á rafmagni árið 1959 Veröur ratmagn „út- flutningsvara44 á íslandi Evrópa hefir þörf fyrir orku — við höfum hana44 — segir Jánas Sveinsson, laknir, í samtali iríð Dagens Nyheder Jónas Sveinsson með sýnishorn af hinum merkilega rafmagns- kapli. Kapalstúfurinn er u.þ.b. 15 sm langur og um 1 kg mörg valnsfölL Hver heflr t «L ekki heyrt talaö um GulIíouT Hann gœti oröiö virkilegur „gull- íoss“ íyrir okkur. — En kjarnorkuverin — p»' munu gera slikan risakapal þarían. — Ef svo fer 4 annaö ’ vcrður að minnsta kosti langt þangað til það getr Atómorkan er dýr, og eru enn óleyst vanda- bandi viö það að virkum úrganpr „Evrópa liefir þörf fyrir - viö liöfuni hana.” í sýningarglugga Morgunblaðs- ins Aðalstræti 6 blasti við veg- farendum árið 1959 15 sm lang- ur rafmagnskapall sem vóg eitt kíló. Það var Jónas Sveinsson sem stóð fyrir kynningu á þess- um kapli en hann var mikill áhugamaður um að íslendingar nýttu sér nýja tækni og flyttu út raforku til nágrannaland- anna. í Morgunblaðinu 29. júlí birtist viðtal við Jónas sem þýtt var úr Dagens Nyheter og í desember sama ár var svo birt erindi Jónasar um þetta efni sem hann hafði flutt á fundi bandarískra verkfræðinga á Keflavíkurflugvelli. Hugmyndin um flutning á raf- orku um neðansjávarkapal er því ekki ný af nálinni en eins og kunnugt er hafa þessi mál verið rædd talsvert að undanförnu eink- um eftir að ljóst var að biðin eftir nýju álveri lengdist talsvert. Þegar Morgunblaðinu er flett frá þessum árum virðast hugmyndir Jónasar ekki hafa vakið mikla umræðu þó er þess að geta að Gísli Sigurbjörnsson, fyrrum rafveitu- stjóri, gerðist málsvari rafmagns- útflutnings nokkrum árum seinna. í viðtalinu við Dagens Nyheter segir Jónas frá því að tæknin sem geri það kleift að flytja rafmagn um kapal milli landa sé byggð á uppgötvun Svíans dr. Hugo Lam. Sú uppgötvun, segir Jónas, felur í sér möguleika til að senda raf- straum tvisvar sinnum umhverfis jörðina án nokkurs orkutaps. í upp- hafi fyrirlestar Jónasar segir svo: „Það má vera, að mörgum þyki það draumórar einir, að láta sér detta í hug að unnt sé að virkja hin miklu og straumþungu fallvötn Islands í þeim tilgangi að leiða raforku þaðan til nágrannaland- anna. Hitt er og vitað að um enga smámuni er að ræða, sem flytja mætti út af slíkri orku, ef til vill nálægt þrem milljónum kílóvatta, eða álíka því magni er þjóð eins og Danir nota árlega til sinna þarfa í dag. Fyrir 10 árum hefði engum óvitlausum manni til hugar komið að slíkt væri framkvæmanlegt, þareð sú tækni, að leiða rafstraum langar leiðir í neðansjávarstrengj- um var ókunn.” Í viðtalinu við danska blaða- manninn segir Jónas að kapall á stærð við þann sem sýndur var í sýningarglugga Morgunblaðsins gæti flutt 'h milljón kw. Hægt væri gera enn stærri kapla sem gætu þá flutt enn meira rafmagn. Jónas er ekkert hræddur um að eftirspurn eftir rafmagni verði ekki næg í Evrópulöndunum. Útþensla iðnaðarins á öllum sviðum sjái fyr- ir því. Og Jónas hefur ákveðna staði í huga sem myndu henta vel til virkjunar og hætt er við því að ein- hvetjir lesendur hrökkvi við eða hvað segja menn um að Gullfoss væri beislaður í raforku? Gefum Jónasi orðið: „Á Islandi er að finna feiknlega orku, sem enn liggur ónotuð, en er nú svo að segja við höndina vegna hinná nýju tækni í flutningi rafmagns. Dettifoss einn, stærsti fossinn okkai-, gæti framleitt 1 milljón kw um árið, og á Suður- landi eru mörg vatnsföll. Hver hef- ir t.d. ekki heyrt talað um Gull- foss? Hann gæti orðið virkilegur „gtillfoss” fyrir okkur.” Stuttu seinna er þessa klausu að finna: „Jafnskjótt og ég frétti um hina nýju möguleika í framleiðslu raf- magnskapla, greip þessi hugsun mig sterkum tökum. ísland er fá- tækt að hráefnum og iðnaður okk- ar mun aldrei geta nýtt öll þau verðmæti, sem nú — eins og fyrir þúsund árum — renna til hafs. Evrópa hefir þörf fyrir orku — við höfum hana.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.