Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 14
M O MÓRGSNBlíÁBIÐ’ SL'NNt'DAGUR 8. DHSKMiíKR 1091 Fyrstu f lugvélinni bjnrguð með rudnrnðf lugi til Reykjavíkurf lugvullur eftir Jóhann Guðmundsson Augu hinna blindu skulu sjá út úr dimmunni og myrkrinu. (Jesaja spámaður) Það voru mikil tímamótí sögu flugsins á Islandi, þegar fyrsta radartækið var sett upp í gamla flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Aldrei gleymi ég því undri að sitja inni í myrkvuðu herbergi og sjá allt umhverfi vallarins. Bílaumferð á Hringbrautinni, hús, mannvirki og svo það, sem mest var um vert, umferð flugvéla í nágrenni vallarins. ið höfðum verið Vum tíma við radarþjálfun á Midway-flugvelli í Chicago í Banda- ríkjunum árið 1951, Guðmund- ur Matthíasson og ég, og þar var lagður grundvöll- ur að þeirri þjálf- un, sem nú tók við. Radartækið var framleitt í Eng- landi af Decca 424, það var með breytilegri sjónskífu, við gátum ekki séð flughæð vélanna, en nokkuð nákvæmlega hver staða þeirra var. Væri um margar vélar að ræða á sjónskífunni þurfti að byija á því að gefa fyrirmæli um breyt- ingu á ferli þeirrar vélar, sem rad- araðflug átti að gera, til þess að vera öruggur um að vera með rétta vél. Við æfðum radaraðflug af miklu kappi, þó aðeins við sjónflugsskil- yrði. Stilling tækisins var ná- kvæmnisverk, sem endurtaka þurfti aftur og aftur, jafnhliða þurfti þjálfun radaraðflugsmanna að koma til. Það var þakkarvert hve þolin- móðir flugmennirnir voru að taka þátt í þjálfun okkar, en auðvitað þjálfuðust þeir einnig, sem gat komið þeim vel þótt síðar yrði. Svo var það dag nokkurn ekki löngu eftir að tækið var sett upp að við vaktfélagarnir mætum á eftirmiðdagsvakt. Eftir að hafa kynnt okkur veður og veðurspár, slökum við á. Um allt land er niða- þoka, engin flugumferð. Dauft suð í móttökurum, tif fjarrita, og sim- hringingar færa okkur stöðugt fréttir um veður, en þær fréttir eru allar samhljóða, á íslandi eru allir flugvellir lokaðir. Fyrir okkur er aðeins að þreyja tímann fram að vaktaskiptum, en þegar ekkert er að gera tifar klukkan ósköp hægt. Allt í einu berst okkur flugáætl- un á einum fjarritanna. Amerísk herflugvél C-47 (Douglas Dakota), er á leið til Keflavíkurflugvallar. Einhver töf hefur orðið á því að áætlunin 'berist á réttum tíma og Gufunes radíó TFW er komið í samband við vélina, sem er kom- in upp að landinu á leið til Kefla- víkurflugvallar, vélin er komin fram yfir PNR (Point of no re- turn). Það er, eldsneyti nægir ekki lengur til þess að snúa við. Við látum flugturninn á Kefla- víkurflugvelli vita um ferðir vélar- innar og biðjum um veðurlýsingu, sem er stutt og laggóð, flugvöllur- inn lokaður, skyggni og skýjahæð Zero-Zero sem táknar skýjahæð engin, skyggni ekkert. Við biðjum þá að kalla út radartæki fyrir að- flug, en á þeim tíma var tækjunum komið fyrir á stórum hreyfanleg- um vögnum. Veðurstofan á Reykjavíkurflug- velli er beðin um veðurathugun, skýjahæð 100 fet (30 metrar), skyggni hálfur kílómeter. Niður- staðan er sú að báðir flugvellirnir eru lokaðir. Flugturninn á Kefla- víkui-flugvelli segir aðflug von- laust. Hvernig okkur lítist á? Við könnum alla velli, sem vélin gæti Jóhann Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.