Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAfiUR 8. DESEMBER 1991 Útvarpsréttarnefnd: Þrír aðilar sækja um útvarpsleyfi ÞRÍR aðilar hafa sótt um útvarpsleyfi til útvarpsréttarnefndar að undanförnu. Þegar hefur verið gefið út eitt bráðabirgðaleyfi en það hefur ekki verið nýtt. Jóhannes B. Skúlason, sem rak útvarpsstöðina Stjörnuna til skamms tíma, sótti um útvarpsleyfi fyrir nokkrum vikum og fékk bráða- birgðaleyfi. Að sögn Þorbjörns Broddasonar, formanns Útvarps- réttarnefndar, hefur hins vegar ekki heyrst meira frá Jóhannesi. Aðili sem sótti um leyfi um svipað leyti hefur heidur ekki látið heyra í sér. „Það er ekki hægt að ganga frá þessum leyfum í fyrstu atrennu en það er afskaplega einfalt að fá útvarpsleyfi eftir að útvarpslögun- um var breytt,” segir Þorbjörn. Þá hafa þriðju aðilarnir nýlega sótt um útvarpsleyfi en ekki fékkst uppgefið hveijir það voru. Lj ós vakamiðlar: Höfundarréttar- samningur við Miðlun HOFUNDAR frétta í útvarpi og sjónvarpi hafa gert þríhliða höfund- arréttarsamning við uppiýsingaþjónustuna Miðlun um afnot af frétt- um og fréttatengdu efni. Það voru Blaðamannafélag íslands og' Félag fréttamanna sem sömdu við Miðlun um greiðslur fyrir afnotin en fyrirtækið hefur frá því um áramót tekið upp sjónvarps- og út- varpsfréttir og gert handrit að þeim. Miðlun hf.- Fjölmiðlavaktin sér- hæfir sig í upplýsingaöflun úr fjölmiðlum og í tíu ár hefur fyrir- tækið bpðið úrkiippuþjónustu úr blöðum. í frétt frá Miðlun segir að þrátt fyrir að stór hluti þjóðarinnar reiði sig á fréttir ljósvakamiðlanna hafi þær hingað til verið forgengi- legt efni. Með handritagerðinni opn- ist fólki aðgangur að þessu efni og móttökur staðfesti það álit Miðlunar að mikilvægt sé að halda því til haga. Morgunblaðið/Jón P. Friðriksson Rætt um hagnýti viðskiptafræðináms. Frá fyrstu útsendingunni á vegum Upplýsingaþjónustu Háskólans. F.v.: Róbert Wessmann og Arni Oddur Þórðarson, Félagi viðskiptafræðinema, Halldór Ó. Sig- urðsson, rekstrarhagfræðingur, Jón Erlendsson, Upplýsingaþjónustu Háskólans og Hans Krislján Amason, viðskiptafræðingur. Aðalstöðin: Málefni Háskólans kynnt í „íslendingafélaginu” EINN liður í því að kynna málefni Háskóla ísiands og auka tengsl hans við atvinnulífið eru útvarpsþættir sem Upplýsingaþjónusta Háskólans sér um á Aðalstöðinni. Þeir eru innan ramma þáttarins „íslendingafélagið” og eru sendir út einu sinni í viku, tvo tíma í senn. Gestastjórnendur eru nemendur og kennarar Háskóians en Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskólans hefur umsjón með þáttunum af hálfu Háskólans. í þáttunum verður m.a. lögð áhersla á atvinnumál stúdenta, hag- nýt lokaverkefni fyrir atvinnulífið og þýðingu Háskólans fyrir innlent menningar- og þjóðlíf. í fyrsta þættinum, sem viðskiptafræðinem- ar- sáu um, var rætt um hversu hagnýt viðskiptafræðin er fyrir at- vinnulífið og hvaða kröfur eru gerð- ar til viðskiptafræðinga af hálfu atvinnulífsins. í öðrum þættinum kynnti Hellen Gunnarsdóttir rann- sóknarþjónustu Háskólans og pró- fessor Valdimar K. Jónsson fjallaði um umhverfismál. Að sögn Jóns Erlendssonar er ýmisiegt fleira á döfinni, m.a. íjallar einn frönsku- kennara Háskólans um franska menningu, l^ennslu og viðskipta- tengsl í næsta þætti. „Þættirnir tengjast fundaröð sem Upplýsingamiðstöð um atvinnumál hefur staðið fyrir og nefnist „Skipu- legt sjálfsnám um atvinnumál og tækifærasköpu.n”. Á fyrsta fundin- um talaði Baldvin Jónsson og í framhaldi af því varð þessi sam- vinna Háskólans og Aðalstöðvar- innar,” segir Jón Erlendsson. Skrokkabank og Leifur heppni KYNNING Jakobs Magnússonar á íslenskri menningarviku hefur vakið athygli í breskum fjölmiðlum. Hið virta breska dag- bla The Daily Telegraph sagði frá uppákomunni á áberandi stað á innlendum fréttasíðum með fjórdálka mynd, ásamt stuttri frá- sögn. Birt er mynd af hinu umdeilda skrokkabanki og sagt frá því að Diddi fiðla hafí ástundað það í yfír 20 ár. Þá stendur að skrokkabank- ið sé til að minna á það að Leifur (skrifað Lief) Eríksson hafi fundið Ameríku 500 árum á undan „uppskafningi” að nafni Kólumbus. Harka í breska fj ölmiðlaheiminum - segir Birna Helgadóttir blaðamað- ur í Bretlandi „MESTI munurinn á fjölmiðlum hér og heima er Ósvífnin og harkan sem viðgengst í breska blaðaheiminum,” segir Birna Huld Helgadótt- ir blaðamaður við vikufréttablaðið European. Hún hefur verið fast- ráðin við blaðið frá því í maí en var áður lausamaður þar, svo og við önnur blöð og tímarit. Að sögn Birnu ríkir nú mikil óvissa um útgáfu European eftir lát blaðakóngsins Roberts Maxwells, en blað- ið var og er enn í einkaeign fjölskyldunnar. „Það er mikil kreppa í breska blaðaheiminum um þessar mundir, ég var t.d. síðasta manneskja til að fá fastan starfssamning hér. Þá verður sífellt erfiðara að lifa af lausamennskunni þar sem greiðslur fyrir greinar hafa verið lækkaðar verulega og bitist er um verkefni,” segir Birna. Hún starfar nú sem fréttamaður, en grípur þó einnig í skrif lengri greina og greina um viðskiptamál. Birna hefur verið bú- sett í Bretlandi meira og minna frá barnsaldri, en hún er dóttir lækn- anna Helga Valdimarssonar og Guðrúnar Agnarsdóttur. I skrifum sínum segist Birna fjalla töluvert um ísland og starfs- félagarnir hafi það í flimtingum að ekki sé ijallað eins mikið um nokk- urt land og Island á síðum blaðs- ins. European er gefið út um alla Evrópu og efni þess þurfi því að bera með sér evrópskan blæ fremur en breskan. En harkan sé hin sama og í breska blaðaheiminum. „Áður en ég fór að starfa fyrir European vann ég um tíma á hverfisblaði í London og það var það erfiðasta sem ég hef komist í kynni við. Þar eru blaðamennirnir oft að angra venjulegt fólk, sem jafnvel hefur orðið fyrir miklu áfalli. Núna eru viðmælendur okkar gjarnan þekkt> fólk, t.d. úr viðskiptalífi og stjórn- málum. Þessi reynsla hefur gert mann aðeins grimmari fyrir vikið, en maður verður að gæta sín á því að verða ekki samviskulaus blaða- hundur, einhvers konar skrípamynd af sjálfum sér.” Bima segir að ólíkt því sem við- gangist á íslenskum fjölmiðlum hafi biaðamaðurinn sjaldnast síð- asta orðið hvað varðar greinar sín- ar. „Eftir að ég læt greinina frá mér, fer hún um margar hendur, sem stytta hana og breyta henni. Oftast nær helst inntak greinar rétt en það kemur þó fyrir að mað- ur þarf að fylgja greinunum eftir, Birna Helgadóttir þegar mikið liggur við að villur slæðist ekki inn í þær. Og miklu skiptir að greinin og þá ekki síður fyrirsögnin sé spennandi, helst krassandi, til þess að vekja áhuga fréttastjóra.” Birna er í sambúð með breskum manni og hyggur ekki á heimferð enn sem komið er. Hún segist þó hvergi vilja ala upp börn annars staðar en. á íslandi. En er starf blaðamanns í heimsborginni eins spennandi og flestir gera sér í hug- arlund? „Nei, mestöll mín vinna er unnin í gegnum síma og við skrif- borð; ég er ekki á sífelldum ferða- lögum. Þau eru þó eitt það skemmti- legasta við starfið, ég lenti meira að segja í bófahasar eins og maður sér í bíómyndum á ferðalagi í fyrra. Elti afbrotamenn um borð í lest og hvaðeina. Blaðamennskan er skemmtileg og ég get held ég ekki hugsað mér að fást við önnur störf, það er meiri hreinskilni í þessu fagi en í flestum skyldum störfum.” IIK i fjölmiðlum Helgi S. Helgason auglýsingastjóri RÚV frá 1986 lætur af stöfum um áramótin. Hefur starf hans verið auglýst laust til umsóknar. Helgi er viðskiptafræð- ingur og hefur stofnað eigið fyrir- tæki, Norðurljós hf.-markaðsráð- g)öf. Helgi. „ÉG freistaðist til að taka boði þessara ungu manna á Aðalstöð- inni þar sem ég er ekki með neinn þátt hjá Útvarpinu núna og þetta er stutt fyrir mig að fara,” segir Pétur Pétursson þulur. þáttur hans, „Reykjavíkurrúnturinn”, hóf göngu sína fyrir viku. Pétur var þulur í Útvarpinu í hálfaöld og segir tengslin við stofn- unina aldrei hafa rofnað en hann er nú að mestu hætt- ur störfum þar. Reykjavíkurrúnturinn verður á dagskrá á laugardögum milli kl. 13 og 15. I þættinum er ætlunin að ijalla um miðbæinn gamla og leika lög er snerta gömlu Reykjavík. Rætt verður við menn sem þekkja vel til sögu miðbæjarins og reynt að komast til botns í hver hinn raun- verulegi rúntur var. Töluverðar áherslubreytingar urðu á Bylgjunni um síðustu mán- aðarmót. Ætlunin er að afmarka betur en nú er hina svokölluðu Bylgjutónlist, auka hlut talaðs máls og fjölbreytnina í Reykjavík siðdég- is. Tveir dagskrárgerðarmenn af FM, sem hófu útvarpsferil sinn á Bylgjunni, snúa aftur, ungur maður af Stjörnunni flytur sig yfir á Bylgj- una og þættir nokkurra starfs- manna færast tiM dagskránni. Steingrímur Olafsson, fyrrver- andi fréttastjóri' FM mun sjá um þátt milli kl 16 og 17, þar sem verður fréttatengt efni og dægurmál í bland. Hann mun verða Hallgrími Thor- steinssyni til að- stoðar í Reykjavík síðdegis milli 17:15 og 18. Þá mun Steingrímur sjá um nokkurs konar léttar fréttir á heila tímanum, ásamt Eiríki Jónssyni. Anna Björk Birgisdóttir sem einnig starfaði á FM mun sjá um morgunþátt Bylgj- unnar frá kl. 9-13. Bjarni Dagur Jónsson sem sá um morgunþátt- inn, mun stýra sí- matíma milli kl. 18 og 19:19 nema á fimmtudögum en þá mun Bryndís Schram taka við stjórninni. Sigurður Ragnarsson sem verið hefúr dagskrárgerðar- maður á Stjörn- unni, tekur að sér umsjón eftirmið- dagsþáttar frá kl. 13 til 16. Valdís Gunn- arsdóttir dag- skrárgerðarmaður hefur flutt sig yfir áEff Emm af Bylgjunni. Auk þáttar síns mun Valdís vinna að dagskrármótun en að sögn ívars Guð- mundssonar dag- skrárgerðar- manns, er ætlunin Steingrímur. Anna Björk. Valdís. að leggja meiri áherslu á tónlist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.