Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR-8. DESEMBER 19W MORGUNBLAÐIÐ ME J) §g C 23” Ljósinynd/Björg Sveinsdóttir Kúbufari Langt frá salsa í Kaplakrika. FJÖL- RYTMA- BUBBI ÚTGÁFUSÓSA BUBBA OG FÉ- LAGA í BORGAR- LEIKHÚSINU ÞETTA ÁR átti að verða fríárið hans Bubba, sem hann hefur þegar sent frá sér tvær breiðskífur, GCD og Ég er og er byrj- aður á þeirri þriðju. Ut- gáfutónleikar fyrir Ég er verða í Borgarleikhús- inu næstkomandi fimmtudag. Afimmtudag kemur Bubbi fram í Borgar- Ieikhúsinu með nýja sveit sina, sem skipuð er Pálma Gunnarssyni, Gunnlaugi Briem og Reyni Jónassyni. Sveitin kom fyrst fram á minningartónleikum um Guðmund Ingólfsson og hefur æft mikið síðan fyrir Borgarleikhússtónleikana. Bubbi segir sveitina leika tónlist með suður- amerískum fjölrytmum og muni leika lög af Ég er, auk nýrri laga. Hann sagði að þeir sveit- armenn hefðu hljóðritað nokkrar prufuupptökur, til að leggja drög að næstu brteiðskífu, en þá plötu hyggst Bubbi taka að mestu upp á Kúbu eftir áramót. ÞÓRGÍSL í Norræna húsinu GÍSLI Helgason sendi fyrir stuttu frá sér breiðskíf- una Heimur handa þér. I kvöld heldur Iiljómsveit hans, Þórgísl, tónleika í Norræna húsinu, en einnig verður ljóðalestur. órgísl skipa auk Gísla Herdís Hallvarðsdótt- ir, Þórir Baldursson, Pétur Grétarsson og Tryggvi Húbner. Auk tónleika sveitarinnar, sem leikur lög af plötunni og eldri lög, lesa Friðrik Guðni Þorleifs- son og Steinunn Jóhannes- dóttir upp úr nýrri ljóðabók Friðriks, Kór stundaglas- anna. Þórgísl UJÓLAPLÖTUSALA er varla komin af stað, frekar en endranær. Ein plata hef- ur þó selst áberandi mest, plata Rafns Jónssonnr, Andai'tak, sem hefur selst í rúmum 8.000 eintökum og á eftir að seljast enn frekar. DÆGURTÓNLIST Eru rokkfordómar arfgengir? DAUÐI OG DJ... ÞEGAR rokkið kom fram á sinum tíma þótti dægurtónlist- arunnendum flestum lítið til þess koma; að þeirra mati var þetta bara hávaði og átti ekki eftir að lifa lengi. Annað varð upp á ten- ingnum, en þau ung- menni sem heilluðust af rokkinu áttu síðar eftir að hneykslast á þeim sem féllu fyrir þungarokki með ná- kvæmlega sömu rök- um og notuð voru gegn þeim forðum. Líklega hefur þunga- rokkið aldrei verið líflegra en nú um stund- ir og aldrei fjölbreytt- ara. Hér á landi er önn- ur hver bílskúrssveit að spila þunga- rokk í ein- hverri mynd; hraða- rokk, dauða- rokk, grindcore, rusl- rokk eða hardcore og oftar en ekki samsuð uppúr fleiri en einni stefnu. Öll eiga þessi rokkafbrigði það sam- eiginlegt að vera geysi- þung, en með mismikl- um áherslum á hraða og taktskipti. Bestu sveitirnar eru afbragð og standast samanburð við hvaða sveit sem er erlenda, en samt var það svo þegar ég var á tónleikum með fremstu þungarokksveit lands- ins um þessar mundir að þungarokkáhuga- maður á fertugsaldri hnussaði og sagði: Þetta er bara hávaði. Rokksveitin sem um er rætt heitir Sororicide og innan skamms kem- ur frá sveitinni fyrsta breiðskífa hennar, The Entity. Tónlist sem Sor- oricide leikur er rokk af þyngstu gerð, með hröðum takskiptum og þungri undiröldu; dauðarokk. Ekki er óeðlilegt að það grípi ekki allir dauðarokk þegar þeir heyra það fyrsta sinn, en það er þessi arfgengi skortur á umburðarlyndi, sem er svo skondinn. Annar gítarleikari Sororicide er Fróði Fins- son, sem er sonur Finns Torfa Stefánssonar sem lék á gítar með Óð- mönnum fyrir löngu. Fróði tekur undir það að rokksveitir á borð við Sororicide mæti litlum skilningi „gömlu” þungarokkaranna, „þeir segja að þetta sér bara hávaði, þetta sé ekki „ekta” þungarokk. Lík- lega er þetta alltaf svona að menn vilja bara heyra það sem þeir hlustuðu á á sinni tíð. Ætli við verðum ekki eins þegar við eldumst.” Fróði segir þó að faðir hans, Finnur Torfi, kunni vel að meta dauðarokk, enda hafi hann kynnt það ræki- lega fyrir honum. „Það er svo margt að gerast í þungarokkinu í-dag. „Pabbi er mjög hrifinn af því sem ég hef verið að spila fyrir hann og þá sérstaklega hvað þetta eru yfirleitt góðir hljóðfæraleikarar sem eru að spila.” eftir Árna Matthíosson Sléttuúlfar Meiri hljómsveitarplata og persónulegri. UIMDIR BLAUM MAINIA SLÉTTÚLFARNIR komu sáu og sigruðu fyrir síðustu jól og plata þeirra var með söluhæstu plötum árins. Þar voru og engir aukvisar á ferð, því sveitina skipaði ís- lenska popplandsliðið; Björgvin Ilalldórsson, Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson, Pálmi Gunnarsson og Gunnlaugur Briem. Sjötti maður í sveitinni var svo fetilg- ítarleikarinn B.J. Cole. Sléttuúlfar dagsins í dag eru þeir sömu og áður, utan að í stað Pálma kemur Tómas Tómasson. Björgvin var og er aðalsprauta Sléttu- úlfanna og hann segir að í upphafi hafi bara verið hugs- að um þessa einu plötu. Þeg- ar plötunni var tekið eins vel og raun varð vildu menn gera meira, „en við vildum þá hafa hana alla frumsamda og þá með það fyrir augum að fyigja henni eftir”, segir Björgvin, en ætlunin er að kalla menn saman í sveitina eftir áramót og fara um land- ið. Björgvin segir að þó hann hafi farið ótal sinnum um landið með ýmsum sveitum, og þeir allir, kitli það menn að vera að fara af stað aft- ur. „Við ætlum að koma sam- an í æfingabúðir eftir áramót og koma saman góðu pró- grammi; gera þetta almenni- lega. Ég veit að við eigum allir eftir að hafa gaman af að fara af stað og spila með okkar eigin hljómsveit.” Björgvin sagði nýju plöt- una vera meiri hljómsveitar- plötu en þá síðustu og um leið persónulegri. „liigin á plötunni eru mjög ólík og spegla hvert fyrir sig hvað hver og einn er að pæla, en þau gera hana um leið breið- ari og skemmtilegri. A þess- ari plötu eru þyngri lög en á síðustu, en það eru einnig létt lög; það eru á henni fleiri hliðar.” Hann segir og að það sé fullur vilji fyrir því að halda enn áfram og gera þriðju breiðskífuna, en það sé þó ekki tímabært að ræða það frekar; „það verður bara tekið á því þegar þar að kem- ur”. Kanadarokk VARLA hefur það fram hjá neinum að kanadíska rokkhetjan Bryan Adams er á leið til landsins og lieldur ónleika í Laugardalshöll eftir rúma viku. Bryan kemur hingað í lokin á vel heppnaðri tónleikaferð um Evrópu. Aðstandendur tónleikanna hjá Borgarfossi hf. segja að við- tökur Adamsá- hugafólks hafi verið með fá- dæmum góðar; svo góðar reynd- ar að þeir segja víst að það seljist upp á tónleikana, . en þegar er upp- sælt í sæti. Ljósmynd/Lauri Dammort Rokkhetja Bryan Adams í Valbyhallen fyrir stuttu. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.