Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 HEITIRÐU ÓMAR? Æskuminningar Ómars Ragnarssonar Fróði hf. hefur sent frá sér bókina „Heitirðu Ómar?” eftir hinn kunna sjónvarps- mann Ómar Ragnarsson. Bókin hefur að geyma æsku- minningar Ómars og kemur hann víða við, segir frá eftir- minnilegum persónum sem hann kynntist í æsku og bregður skemmtilegu ljósi á tíðarandann eins og hann var á íslandi á fimmta ára- tugnum. Hér á eftir fer stuttur kafli úr bók Ómars, þar sem hann fjallar um dvöl sína í sumar- búðum KFUM í Kaldárseli: „Jesús kallar: Veijið vígið!” Það er kominn nýr foringi í Kaldársel. Hann heitir Benedikt Arnkelsson en er kallaður Benni. Hann býr í Foringjaherberginu en við strákarnir sofum í kojum í svefnská- lanum öðrum megin í húsinu en hin- um megin er borðsalurinn. Húsið í Kaldárseii er ekki stórt. Það stendur á bakkanum á Kaldá og yfír ána liggja mjóir plankar, svo hægt sé að komast þurrum fótum yfir á hinn bakkann. Hinum megin við ána er úfið hraun en yfír það gnæfir hnjúkur, sem heitir Sandfell og er endi á langri hiíð. En bak við það er enn hærra fjall, sem heitir Helgafell. Hann Gulli, bróðir hennar mömmu, var svo ágætur að koma mér að hérna í Kaldárseli og gefa mér þessa dvöl því að hann er í KFUM og bæði hann og pabbi hafa sjálfir verið í Kaldárseli, þegar þeir voru litlir strákar. Hér erum við strákarnir í tvo mánuði í sumar og þetta er annað sumarið mitt í selinu. Á morgnana er fánahylling og þá stillum við okkur upp teinréttir í kringum fánastöngina, fáninn er dreginn að hún og við syngjum: „Fáni vor sem friðarmerki fara skaltu á undan nú...” Söngvarnir, sem við syngjum, eru þannig að við höfum tilfinningu fyrir því að þetta sé kristindómsherstöð og að við séum kristindómshermenn. Við syngjum til dæmis: „Áfram kristmenn, krossmenn! Kóngsmenn erum vér. Fram í striðið stefnið sterki æskuher!” og „Jesús kallar: veijið vígið! Vaskra drengja sveití Láttu hljóma Ijúft á móti loforð sterk og heit!” „Myrkraherinn, syndasveimur, sígur móti oss. Margir falla, felast sumir. Flýjum því að kross! Jesús kallar: veijið vígið! Þegar við erum að leika okkur í hrauninu förum við oft í stríðsleiki og syngjum þessa söngva eins og við værum raunverulegir hermenn. Við hlöðum vígi úr hraungijóti og mosa og búum okkur til sverð og byssur úr spýtum, sem við finnum, og sumum þeirra komum við fyrir á felustöðum í fyrra til þess að geta gengið að þeim í sumar. í sumar verða vígin frá því í fyrra endurbætt og það er mjög gaman að hlaða upp hús úr hraunhellum með þaki yfir, svo að þetta verða næstum því eins og alvöruhús með dimmum rangölum og útskotum og mörgum herbergjum. í miðjunni á veggjaþyrpingunni erum við að útbúa sérstakt foringja- herbergi í stíl við foringjaherbergið hans Benna í Kaldárselsskálanum. Þetta er nú kannski ekki mjög kristilegt hjá okkur að vera í svona stríðsleikjum og syngja kristilegu stríðssöngvana í orrustunum þegar við erum að beijast hérna með sverð- um og byssum en Benni veit ekkert um það. Hann er bara heima í seli og er að undirbúa ræðuna sína, sem hann ætlar að halda yfir okkur á kvöldvök- unni í kvöld um Guðs náð og upprisu Krists. Þá þakkar hann Guði svo mikið þegar hann biður bænina, að ég skil stundum ekki hvað hann getur fund- ið upp á að þakka honum fyrir margt. En ég hef smám saman farið að skilja það, sem hann er að segja, því að ég veit hvað ég má þakka fyrir að hafa ekki dáið úr mænuveikinni. Þakka fyrir að hafa ekki dáið þeg- ar mamma datt í stiganum á Lindar- götunni. Þakka fyrir að hafa ekki dáið í árekstrinum við fulla Ameríkanann. Þakka fyrir að hafa ekki farið mér að voða þegar mér var tveggja ára gömlum gefinn vörubíll og týndist með hann. Ég fannst víst langt niður á Skúl- agötu, sem er bara malargata með engum „fortóum”, þar sem ég labb- aði mitt í allri umferðinni, teymdi vörubílinn minn og sagði: „Trann!- Trann!” Þakka fyrir að hafa ekki orðið undir afturhjólunum á vörubílnum hans pabba, þegar ég datt út úr honum og pabbi náði að grípa í ökkl- ann á mér. Þakka fyrir að hafa ekki dáið úr mænuveikinni. Fyrir allt þetta má ég þakka og ég geri það í huganum á meðan Benni þakkar fyrir allt hitt. Og mér finnst það fallegt sem Jesús kenndi og vildi gjarnan líkjast honum ef það væri hægt. En það er nú víst ekki alltaf auð- velt. Það er ekki gott að gera við því hvað söngvarnir, sem við höfum lært hérna eiga vel við þegar við leikum okkur við að hlaða virki og vígi og rogumst með stórar hellur og steina. Þá syngjum við: „Vanti Jesú verkamann vinna léttastörf er kann, far þú glaður fyrir hann. Syng af hjarta, syng!” Góðra söngva gleðimál gleður marga dapra sál. Leyfðu Guði sérhvert sinn 'söng að nota þinn!” Ég efast nú stundum um að Guð eigi beinlínis við það að við eigum að skylmast og hlaða vígi um leið og við syngjum þetta. En okkur finnst að við séum að setja á svið það sem segir í söngvun- um um hermenn Krists og stríðið, sem við eigum að stefna fram í sem hinn sterki æskuher. Og þá hlýtur hann Bjössi að vera efni í mikinn herforingja eins og Davíð var. Bjössi er nýr í selinu og þótt hann sé feitur mátar hann okkur alla í skylmingum með alveg splunkunýrri Á árum áður var það „toppurinn á tilverunni” að eignast matrósa- föt og viðeigandi húfu. Ómar heilsar að hermannasið, en notar þó vinstri höndina til þess. aðferð. Hann stekkur að manni, sveiflar sverðinu í hringi og stigur mann svo allt í einu í magann. Benni er góður og skemmtilegur foringi. Við höfum farið með honum í göngutúra upp að Helgafelli, inn í hundrað metra hellinn, upp á Búr- fell og í Helgadal og upp í Valaból. Margir KFUM-söngvamir eru hressandi og fjörugir eins og til dæmis: „Já, gríðar er gaman að syngja! Með gleði lát rödd þína klingja! Því söngur vor aldna má yngja! Húna! Húrra!” Nú kunnum við þessa söngva alla utan að og við vorum hreyknir af því hvað við sungum þá af miklum krafti þegar sjálfúr séra Friðriki kom hingað í heimsókn. Þá var eins og það væri kóngur eða yfirhershöfðingi í heimsókn. Það var stór stund þegar hann sat inni í sal og við fengum að heilsa honum, hver fyrir sig og hann kyssti okkur alla á kollinn. Hann var með svo mikið skegg og það var svo mikil vindlalykt af honum að ég veit að ég mun aldrei geta gleymt því. Og hvað við vorum samtaka, þeg- ar við sungum fyrir hann: „Þú æskuskari á íslandsströnd ...” Ómar Ragnarsson heillaðist af leiklistinni þegar á unga aldri og hann var ekki gamali þegar hann steig sín fyrstu skref á fjölunum — lék kóng í jólaleikritinu Babúsku. og spruttu allir með látum á fætur, eins og gert er niðri í KFUM, þegar við sungum laglínuna: „... Rís upp með fjöri og stíg á stokk og streng þess heit að ijúfa ei flokk, uns sigri er náð og sagan skráð, er sýnir Guðs þíns náð!” Nú er þessi heimsókn Séra Frið- riks að baki og venjulegir dagar tekn- ir við. Á næturnar sofum við í kojunum okkar, sem eru þijár hæðir, og þegar okkur er mál að pissa, förum við fram úr og pissum í sérstaka fötu, sem er á gólfinu. Einn morguninn varð allt vitlaust. Tveir strákar fóru að slást og rák- ust í fötuna, sem var full eftir nótt- ina svo að hlandið flæddi um allt. Úr þessu urðu mikil vandræði og leiðindi en það jafnaði sig allt. Á morgnana er fánahylling og síð- an borðum við reiðinnar býsn af hafragraut, brauði, kexi og skonroki. Við erum hermenn Krists og þess vegna borðum við hermannamat. Það eru aldrei kökur eða gotterí á borðum allt sumarið, heldur bara rúgbrauð og skonrok hvem einasta dag nema síðasta daginn, þegar við förum. Þess vegna á vísan um hafragraut- inn vel við, sem við erum látnir syngja: „Hafragrautur góður er. Gæða sér á honum ber. Sá, sem hafra-góflar graut gildur verður eins og naut!” Þó að maturinn sé einfaldur hef ég svo góða lyst að það er orðið að keppni. I hádegis- og kvöldmat fær hver strákur venjulega einn disk af fiski og svo einn disk af graut. En ég læt mér aldrei nægja minna en tvo diska af hvoru. Maður stendur upp og fær aftur á diskinn hjá henni Mörtu. Daginn, sem við fórum að skoða Búrfell og hundrað metra hellinn, var ég sérstaklega lystarmikill um kvöldið. Þá setti ég Kaldárselsmet, sem sennilega verður seint slegið. Strákamir fylgdust með af áhuga þegar ég renndi niður af hveijum diskinum á fætur öðrum og fór jafn- óðum til Mörtu að fá meira. Loksins fékk ég ekki að borða meira. Hún var hrædd um að ég myndi springa. Þá hafði ég hesthúsað af alls níu diskum, þremur diskum af fiski og kartöflum og sex diskum af graut! Umhverfið í Kaldárseli er mjög skemmtilegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.