Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 9
 sumir kaupa þá í bunkum þeir gerast ekki ódýrari geisladiskarnir en einmitt hjá okkur... ÓLFUR KRÍST BUBBI YJ mr egill TIFA TIFA mm TIL RUNAR ÞÓR • YFIR HÆÐIN sannkölluð jolagjof ROKKLINGARNIR - Það er sv, ______ - - 'MBS ' Höröur Torfa KVEÐJA 1./ *"°*"TAK hkj- C O 1 OFARCD 00£ N\m\\THiiini~i:i\Ni)ii i>\ LÁRUS HALLDÓR GRÍMSSON • PORTRAIT MORGUNBLAÐIÐ MANNLl F SSTRAUM AR^I >l-;si;M BivK 1991. - LÆKNISFRÆÐI//% er ein báran stök . . . Varíö ylikur á berídumim III. Eru lög nauðsynleg? í bók Garðars Gíslasonar er að finna safn greina sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla um rétt- arheimspeki. Heiti bókarinnar er dregið af einni þeirra. Allar grein- arnar hafa birst áður á prenti utan einnar þeirra sem ber heitið „Um rétt, réttlæti og réttarríki”. í ritinu er tekist á við ýmsar grundvallarspurningar um lög og rétt. Þar er fjallað um spurningar um eðli og uppruna laga og rétt- ar, tengsl laga og siðferðis og réttarheimildirnar meginreglur laga og eðli máls skoðaðar frá heimspekilegu sjónarhorni. Bók Garðars er merkilegt fram- lag til íslenskra lögfræðibók- mennta því hér er um að ræða fyrsta íslenska ritið sem fjallar eingöngu um réttarheimspekileg efni. Ber því sérstaklega að fagna útgáfu þess. Ritið á ekki bara erindi til lagast údenta, heldur einnig til allra lögfræðinga sem áhuga hafa á grundvallaratriðum fræðigreinarinnar. Síðast en ekki síst á hún erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á heimspekilegri umræðu yfirleitt. Bókaútgáfa Orators er ung að árum og sérhæfir sig í útgáfu lög- fræðirita. Að henni stendur Orat- or, félag .stúdenta við lagadeild Háskóla íslands, og hefur hún þegar gefið út all mörg lögfræði- rit. Útgáfa lögfræðirita hér á landi hefur len gi verið brotakennd og tilviljunum háð. Stafar þetta ekki síst af því að útgáfa á lögfræði- legu efni er margvíslegum erfið- leikum bundin. „ því sambandi má benda á að markaðurinn hér á landi er lítill og að lögfræðirit úreldast tiltölulega hratt vegna tíðra breytinga á lögum. Eftir að bókaútgáfa Orators hóf starfsemi sína má með nokkrum rétti segja að orðið hafi bylting í útgáfu lög- fræðirita hér á landi. í —ii Minnst var á það hér fyrir hart- nær tveimur árum að berkla- veiki væri sumstaðar farin að stinga upp kollinum í samkrulli við eyðni. Nokkru eftir að sýklalyfin komu til skjalanna og öldin var um það bil hálfnuð tóku sumar sóttkveikjur upp á því að brynja sig með ónæmi gagnvart þessum eftir Þórarin nýju lyfjum og pen- Guðnason isillín var eitt þeirra. Það lyf reyndist til margra hluta nytsamlegt en ha fði engin áhrif á berkla. Banda- ríski sýklafræðingurinn Selman Waksman, fæddur í Úkraínu, fetaði í slóð Flemings hins breska og félaga hans og fékk annan myglusvepp til að gefa af sér fúkalyfið streptómýc- ín. Það var fyrsta berklameðalið, til búið 1948 og reyndist gersemi. Þeg- ar svo ónæmi tæringarbakteríunnar gagnvart því tók að spilla meðferð- inni fundu menn upp á að gefa eitt eða jafnvel tvö lyf ásamt með strep- tómýcíni. Þau hétu PAS og ísóníazíð og þegar fram Jiðu stundir varð úr- valið enn meira. Við þessa fjöl- breytni sljákkaði í bakteríunni, en skilyrði til þess að vel gengi var að sjúklingurinn tæki meðulin reglulega og jafnt og þétt. Það var svo upp úr 1980 sem að ráði fór að bera á berklaveiki hjá þeim sem voru með varnarkerfi í molum vegna eyðni og sömuleiðis hjá umrenningum og útigangsfólki sem hvorki á þak yfir höfuðið né mat til næsta máls. „Hugsun þess laga um réttarfar í víxilmálum. Er sé elsti þeirra landyfirréttar- dóm ur frá 1901, en sá nýjasti dómur bæjarþings Reykjavíkur frá 5. júlí 1990. snýst gjarnan um eitthvað annað en það að taka lyfin sín á réttum tím- um,” segir bandarískur lungnalæknir sem fylgist vel með þessum málum, og talið er að fimmti hver berkla- sjúklingur þar í landi ljúki ekki þeirri meðferð sem ráð er fyrir gert. Berklar eru sennilega eldri en mannkynið og sýkillinn sem þeim veldur gæti verið elsta núlifandi vera á jörðinni. Sum frumstæð dýr með köldu blóði eru sýkt af örverum sem líkjast berklabakteríunni og valda í vefjum þeirra bólgubreytingum sem minna á berklahnúta. Ef ögn úr slík- um hnút er sprautað í dýr með heitu blóði myndast berklalegar breytingar í líffærum þess. ^ Sjúkdómurinn finnst í nokkrum dýrategundum og fimm afbrigði sýk- ilsins eru þekkt. Aðeins tvö þeirra eru hættuleg mönnum: nautaberklar og mannaberklar. Við getum sýkst af þeim fyrrnefndu ef við drekkum mjólk úr berklaveikum kúm, en af mannaberklum sýkist fólk við að anda að sér bakteríum sem tæringar- veikir hósta frá sér. Þó er sjúkdómur- inn ekki svo bráðsmitandi að eins eða fárra daga samvistir verði til þess að hann berist milli manna; vik- ur eða mánuði mun oftast nær þurfa til. En jaf nvel þótt þannig sé ástatt þarf naumast að gera ráð fyrir meira en 5-10% líkum á smitun sem leiði til tæringar. Leguskáli berklahælis á þriðja áratugnum. í sumum löndum þar sem veikin fer í vöxt hefur komið til tals að reisa berklahæli og reka þau með svipuðu sniði og gert var í gamla daga. Með því vinnst eins og áður nokkur aðskilnaður smitandi sjúkl- inga frá ósýktu umhverfi, betri við- urgerningur hvað fæði og húsnæði snertir en margt af þessu fólki nýtur utan stofnunar og síðast en ekki síst nægilega strangt eftirlit til þess að lyfjameðferð geti komið að fullum notum. Margir sem fylgst hafa með hin síðari ár telja að berklaveikin hafi að mestu gleymst og okkur hætti til að líta á hana frá sögulegu sjónarmiði en ekki sem þann óvin, liggjandi í leyni, sem hún greinilega er. Andvaraleysið gæti komið okkur harkalega í koll. BRAUTARHOLTI 2 • KRINGLUNNI SÍMI 62 52 00 JAPISS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.