Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 32
32 tí MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 Á FÖRNUM VEGI Með morgnnkaffínu Nú vantar okkur bara beitu! Það má kannski hugga sig við að „Elísabeth Arden” sé alltaf að. HÖGNI HREKKVÍSI „ÓEfZD E!TWJ/)E> J/Ð þ£SS/)fe SbpALE&U /nýs.lu Egilsstaðir: Björgunarþyrla verði staðsett á Austurlandi Egilsstöðum. MIKIL umræða hefur farið fram í þjóðfélaginu að undanförnu um nauðsyn þess að efla björgunarþyrluþjónustu í landinu. Aust- firðingar hafa heilshugar tekið þátt í þessari umræðu og vilja bæta þessa þjónustu verulega t.d. með því að hafa þyrlu staðsetta á Austurlandi að minnsta kosti hluta úr árinu. Morgunblaðið hitti nokkra menn á förnum vegi á Egilsstöðum og leitaði álits þeirra á þessu máli. Alvarlegu slysin verða við ströndina Baldur Pálsson sagði að björg- unarsveitir á Austurlandi hefðu gert um það samþykkt að íslensk björgunarþyrla yrði staðsett utan suðvesturhornsins. Þetta væri skiljanleg krafa þegar haft væri í huga að vamarliðið með sinn mikla og góða þyrlukost væri staðsett í Keflavík. Með auknum og bættum samskiptum allra þeirra aðila sem við björgun mannslífa fengust mætti ætla að með þyrluflota varnarliðsins væri vel fyrir þessum málum séð á suðvesturhorninu. Valdimar Benediktsson Einnig mætti velta því fyrir sér hvort Islendingar gætu alfarið tre- yst á varnarliðið. Björgunarsveit vamarliðsins væri byggð á skiptiá- höfnum og þrátt fyrir að þetta væra reyndir og færir flugmenn þá skortir þá þekkingu á íslenskum staðháttum og veðurfari. Þyrlu- flugmenn gæslunnar byggju hins- vegar yfir mikilli reynslu sem þeir hefðu öðlast á áralöngum starfs- ferli. Baldur benti einnig á að flest alvarleg sjóslys yrðu við ströndina. Þar gæfist oft skammur tími til athafna og því mikilvægt að björg- unartækin væra sem næst slys- Stefán Guðmundsson staðnum. Of langur tími færi í að fljúga að sunnan þegar alvarleg slys bæru að höndum. Einnig má benda á að Austfirð- ingar lögðu Björgunarskútusjóð Austurlands í kaup á fyrstu þyrl- unni. Þetta hefði verið talsverð upphæð. Með þessu framlagi hefðu þeir sýnt hversu mikilvægt þeir teldu að hér væri til staðar öflug þyrla. Varðskip staðsett í hverjum fjórðungi Valdimar Benediktsson sagðist telja rétt að öflug björgunarþyrla væri ávallt staðsett úti á landi og væri t.d. látin fylgja fiskiskipaflot- anum. Á haustin væri síldveiðiflot- inn hér við Austfirði og loðnuflot- inn á veturna. Á þessum skipum væri mikill íjöldi sjómanna sem væru að veiðum við mjög erfiðar aðstæður oft á tíðum. Þeir ættu Baldur Pálsson Víkverji skrifar Tíminn er afstæður. Stundum silast hann áfram, stendur nánast í stað. Víkverja dagsins kem- ur í hug orð, sem allir Islendingar kannast við: „Fyrir þér er einn dag- ur sem þúsund ár.” Stundum flýgur tíminn áfram. Aldinn maður, sem horfir um öxl, gerir sér ljóst, hve mannsævin er stutt, eins og örskotsstund í aldanna rás. Já, tíminn frá vöggu til grafar er nánast andartakið. En eilífðin er á sínum stað þar sem þúsund ár eru „dagur, ei meir”. Og nú er nýtt ár á næsta leiti. Er reyndar komið hjá Raunvísinda- deild Háskóla íslands, það er Alm- anak fyrir ísland árið 1992, „sem er hlaupár og annað ár eftir sumar- auka”. í almanakinu, sem Þorsteinn Sæmundsson hefur reiknað og búið til prentunar, er sem áður margvís- legan fróðleik að finna um árið sem senn knýr dyra hjá okkur; dagatal, upplýsingar um merkisár í sögu landsins, flóð og sjávarföll, gang himintugla, sólargang, myrkva, reikistjörnur, seguláttir, vindstig og vindhraða, mælieiningar, ríki heims- ins, fánadaga, yztu mörk íslands og fjölmargt fleira, auk stjörnukorts. Rit sem þetta á erindi við marga og er fróðlegt fyrir alla. Víkverji dagsins hyggst nýta það sem fylgi- hlut í gjafapakka. Það fer vel í far- teski fólks inn í nýja árið. Víkveiji dagsins man þá tíð, enda skammt að baki, að liðssveit tengd Alþýðubandalaginu, lagði leið sína að Grundartanga í Hvalfirði til að reisa þar níðstöng gegn járn- blendiverksmiðu, er þar stóð þá til að reisa og gegn því að breyta óbeizlaðri vatnsorku þjóðarinnar í störf, verðmæti og lífskjör. Járn- blendið er risið fyrir allnokkram árum og þar vinnur fjöldi manna, auk þess sem verksmiðjan hefur margfeldisáhrif á tilurð starfa í ýmis konar þjónustugreinum. Víkveiji dagsins man og þá tíð er Hjörleifur Guttormsson, einn af stefnuvitum Alþýðubandalagsins, var húsbóndi í iðnaðarráðuneytinu og stóð árum saman á öllum ráð- herralegum, flokkslegum og póli- tískum bremsum til að koma í veg fyrir æskilega framþróun í orkufrek- um iðnaði hér á landi. Ár hans í ráðuneytinu voru ár hinna glötuðu tækifæra á þessum vettvangi. Aft- urhaldið í Alþýðubandalaginu varð þess valdandi, að mati Víkveija, að það eru umtalsvert færri störf í sam- félaginu í dag en möguleikar þeirra tíma stóðu til, þjóðartekjur að sama skapi minni og almenn lífskjör lak- ari. Alþýðubandalagið leikur að vísu tveimur skjöldum í álversmálum nú orðið, eins og í Evrópumálum, eins og í sjávarútvegsmálum, eins og í flestum málum öðrum. Það hefur sótt nýjan flokksformann í eins kon- ar öræfasveit Framsóknarflokksins og falið gamlan marxisma sinn og sósíalisma í dæmigerðri tækifæris- stefnu. Þrátt fyrir það verður forsíðu- rammi í Þjóðviljanum í fyrri viku grátþroslegur, en þar segir: „Ólafur Ragnar gagnrýndi Jó- hönnu harkalega [á Alþingi] fyrir þessi orð. Hann sagði hana vera að að búa láglaunafólk undir það að hún stæði ekki við orð sín. Auk þess sem þetta þýddi að láglaunafólk ætti að borgn fyrír það að iðnaðar- ráðherra [Jón Sigurðsson] hefði ekki tekizt að fá hingað álver ...”!!! Öðru vísu mér áður brá. Þau voru ófa miðalda-hjörlin sem þingmenn Alþýðubandalagsins töluðu gegn orkufrekúm iðnaði á Alþingi árum og'raunar áratugum saman. Þessa ræðu, sem Þjóðviljinn for- síðurammar annó 1991, hefði hinn skrúðyrti „framsóknarformaður” Alþýðubandalagsins átt að halda undir níðstönginni að Grundartanga. Þá hefði tvískinnungur nýbakaðs Marx-Lenín-flokks frónskra jafnað- arinanna verið kórónaður við hæfi. En meðal annarra orða: hvar skyldi Grundartanganíðstöngin vera niður- komin í fortíðarvanda Alþýðuband- alagsins? I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.