Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 € ->7 Stefán breiðir úr einum af hinum 800 hreindýrafeldum sem liggja til þerris við slátnrhúsið í Narsak. komast ekki yfir. Beitarlandið er því alveg einangrað milli tveggja jökultungna. Hið eina sem gæti orsakað mengun á svæðinu væri kjarnorkuslys á austurströnd Bandaríkjanna, samfara lægð yfir Grænlandi.” Forðabúr líkt og í Landnámu — Þú segir að hér sé allt fullt af mat? „Já, það eina sem við þurfum að kaupa er: kartöflumús, mjöl í brauðið, smjör, álegg, kaffi, te og sykur. Hitt veiðum við og erum með mjög fjölbreyttan mat- seðil: borðum hreindýrakjötið reykt, soðið, þurrkað og steikt; hér er mikið af íjúpum; pottsteikt- ur héri er ljúfmeti; úr ánni fást um 20-80 silungar (um IV2 kg) á dag, eftir árstíma; alltaf hægt að ná sér í fugl t.d. álku, langvíu og æðarfugl. Við fáum svo mikinn æðardún, að íslendingar ættu að hjálpa okk- Stefán fylgist vel með dýralækninum. ur að selja hann. Og ótaldar eru hval- og selveiðarnar. Hér er aldr- ei matarskortur. Ég get sagt að ég sé með 5 fjölskyldur í fæði; færi þeim villibráð, en þær hjálpa mér við ýmislegt í staðinn. Og við ræktum saman rófur og kartöflur. Ég er 33 ára og mér finnst ég ekki hafa elst síðan ég kom hing- að — er sem sagt ennþá rúmlega tvítugur. Loftið er svo hreint og tært og maturinn svo hollur og góður.” Brúðkaup og landnemabýli undir jðkli — Og þú ætlar að gifta þig í vetur og stefnir á landnemabýli undir jökli. Ertu ekkert hræddur við einangrun með konu og fjöl- skyldu? „Nei, síður en svo. Ég kynntist Benediktu, þegar hún var í hótel- og veitingaskólanum hér í Narsak. Hún er dóttir Adams Dahl, sem er einn af stærri útgerðarmönnum hér og þekktur veiðimaður. Þau búa í 200 manna þorpi fyrir norð- an og þar verður brúðkaupið hald- ið. Benedikta hefur verið mikið með foreldrum sínum í veiðiferð- um og kann hvergi betur við sig en úti í náttúranni. Við verðum alltaf saman.” — En þegar börnin koma? „Heldurðu að ég skilji hana eina eftir heima? Nei, aldrei. Hún kem- ur alltaf með mér og þegar börnin koma kaupi ég bara fleiri vél- sleða,” segir Stefán og hlær mikið. — Hvernig gengur með hús- bygginguna? „Bara vel. Þetta er 70 fm hús, sem ég stefni á að ljúka við um áramót. Húsið er staðsett mið- svæðis á hreindýraslóðunum, milli jökultungnanna. Efniviðurinn er fyrst fluttur með skipi, síðan á pramma, en síðasta km ber ég hann á bakinu í land. Húsið byggi ég sjálfur, en einstaka sinnum koma kunningjar mínir til að hjálpa mér. Þarna hefur aldrei verið byggt áður. Einstaka veiði- maður hefur flækst þangað og kannski dvalið þar einhvern tíma að vetrarlagi. Auðvitað munum við búa mjög afskekkt; 100 km eru til Narsak, en 30 km til næsta þorps þar sem búa 150 manns. En við erum með útvarp (fjar- skiptastöð?) og vindrafstöð er í áætlun. Upphitun er aý arni sem brennir öllu. Við gerum líka ráð fyrir gufubaði, sem kemur í stað- inn fyrir heita hveravatnið á ís- landi.” Gönguferð um Narsak Ég er kynnt fyrir Benediktu, fallegri grænlenskri stúlku, sem ber með sér heilbrigða útiveru. Og ég geng með unga parinu í sól og regni um götur Narsak. Þau ljóma af hamingju og haldast fast í hendur. Við göngum fram á veiðimenn, sem sitja á bekk yfir höfninni og spá til veðurs; og rekumst á bráð- hressan karl með tindrandi augu. „Þetta er mesti veiðimaðurinn í Narsak,” segir Stefán með virð- ingu í röddinni. Góðir veiðimenn eru hér hátt skrifaðir. Margir þekkja unga hreindýrabóndann. „Hér þekkja allir alla,” segir Stef- án hlæjandi. „Kamik-pósturinn er alltaf á fullu.” — Kamik-pósturinn? „Já, við segjum hér að græn- lensku selskinnsstígvélin séu á harðahlaupum, þegar bæjarslúðr- ið nær hámarki.” Leið okkar liggur um sláturhús- ið í Narsak. Þar er verið að ieggja síðustu hönd á verkun 800 hrein- dýra sem íslenski hreindýrabónd- inn kom siglandi með á stórum prömmum. Sláturhúsið er mjög snyrtilegt og nýtísku búnaður á öllu. Ég spjalla aðeins við dýra- lækninn sem staðfestir orð Stef- áns, að hreindýrakjötið sé algjör- legá laust við kólesteról og uppeld- isstöðvarnar séu þær hreinustu í heimi. Kjötið er að mestu komið í loft- þéttar- neytendaumbúðir; skinnin liggja til þerris á grasflötinni fyrir pelsagerð; hin tigulegu horn liggja sundurklofin í kippum, tilbúin fyr- ir útskurð. Allir hlutar dýrsins eru notaðir. Smákæna innan um borgarísjaka Við stöndum saman í ijörunni, horfum yfir tignarlega borgarís- jaka sem lóna úti á firði. Isköld nálægð þeirra fyllir mann lotn- ingu, gerir mann orðvana. í sjáv- arborðinu eru ótal aðgerðaskúrar og karlar að ditta að veiðarfærum. Á Grænlandi eru ekki trillukarlar, aðeins hraðbátakarlar. Samgöng- utæki Stefáns og Benediktu liggur við fætur okkar; opinn smábátur úr glasfíber, með 40 hestafla vél. Undanfarna daga hefur verið óvenju hvasst og ekki gefið á sjó. Er þetta ekki hættulega lítill bát- ur? spyr fáfróð blaðakona, sem vex í augum að sjá slíka smákænu í samanburði við heimskautaísinn, vitandi að unga parið á eftir að sigla í 3 klst. inn á milli rekandi ísfjalla heim til sín. „Þetta er besti báturinn hér,” segir Stefán. „Trefjaplastið er bæði sterkt og svo létt, að ég get siglt upp að ísbrán, dregið bátinn upp á ísinn og eftir honum að næstu vök.” — Ekki ferðu á þessum bát til Narsak að vetrarlagi? „Nei, þá hef ég samband við skip sem gengur eftir stærri fjörð- unum. Það tekur mig upp við ís- brún, skilar mér þar aftur; ég labba síðan í land (1-5 km) að vélsleðanum og keyri heim.” Um kvöldið get ég ekki sofnað. Straumar frá Grænlandsjökli og samveran með grænlensk-ís- lenska parinu sækja á mig. Og mig dreymir um ungt par í skinn- klæðum siglandi í rólegheitum á milli borgarísjakanna; sé blikið í augum þeirra, alla draumana sem þau eru að fara að uppfylla, um húsið þeirra við jökulrætur, um konungsfeldinn, skinnið af stóra ísbirninum sem Stefán eltist einn við í fleiri daga uppi á miðjum Grænlandsjökli, sem á eftir að prýða veggi í nýja húsinu. Bene- dikta og Stefán eru vissulega for- réttindafólk að vera laus við alla streitu og fá að njóta góðra strauma frá jöklinum og mega lifa í nánum tengslum við stórbrotna náttúru og öll hreindýrin sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.