Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 Savannatríóiö: Handspiluð tónlist hef- ursóttísigveðrið. i tRA UMHUGSUN HVER hljóm- sveit mætti vera sæl ef hún hefði ekki nema brot að þeim helgi- Ijóma sem leik- ur um Savanna- tríóið í hugum flestra sem komnir eru til vits og ára. Þó liðin séu vol á þriðja tug ára síðan sveitin sagði stopp!, hefur Savanna- tríóið lifað í endurminning- um fjölmargra fyrir bráð- skemmtilegan lagaflutning, lifandi fram- komu og einkar heilsteypta og hreinskipta ímynd, þó tríóið hafi ekki starf- að nema i á fjórða ár. Fyrir stuttu héldu sveitarmenn, þeir Troels Bendtsen, Björn G. Björnsson og Þórir Baldurs- son, upp á 30 ára afmæli sveitarinnar með því að gefa út nýja plötu; þá fyrstu sem sveitin syngur inn á á 25 árum. eftir Árna Matthíasson, mynd Björg Sveinsdóttir eir sem heyra plötuna taka strax eftir því hvað tríóið hefur breyst lítið á þessum 25 árum, því þó radd- irnar hafi mýkst, breikkað og róast; ekki sama ungæðislega sperinan og hálfgerði flýtir, þá er enn til staðar þessi tæri galsi og sönggleði sem ein- kenndi sveitina forðum. Nei, nei, nei í 25 ár í spjalli við þá Troels Bendtsen og Bjöm G. Björnsson er fýrsta spurning- in sem vaknar hvort það hafi þurft þá félaga langan tíma að velta því fyrir sér að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Bjöm: „25 ár.” Troels: „Við sögðum nei, nei, nei í 25 ár.” Björn: „Og vomm kannski frægast- ir fyrir að hafa hætt og þá hætt al- veg, því það kom ekki til greina að koma saman aftur að minnsta kosti fyrstu 10—15 árin.” Hvað kom ykkur þá af stað að þessu sinni? Troels: Þetta kom óvænt og eigin- lega inn um bakdyrnar. Björgvin Hall- dórsson hringdi og sagði að til stæði að gera plötu með ýmsum flytjendum, íslandslög. Hann bað okkur að taka upp fyrir þá plötu eitt lag og þá helst Jarðarfarardag. Hann hringdi í mig og sagði: Ég vona að þú farir ekki að stöðva þetta, ég er búinn að tala við hina og þeir vora svo jákvæðir. Ég gat því ekki sagt annað en já og þá hringdi hann í Bjössa og sagði það nákvæm- lega sama.” Báðir hlægja hjartanlega og Troels heldur áfram: Svo einn dag- inn hringdi hann og sagði hvenær við ættum að mæta í stúdíóið og þar var allt tilbúið, það var bara að syngja. Við hefðum aldrei hist sjálfír og sagt, Jæja, eigum við ekki að fara að byija aftur.” Bjöm: „Það hefði aldrei gerst þann- ig, en við höfum hist síðustu tvö nýárs- kvöld heima hjá Björgvini og tekið lagið saman, svo Björgvin vissi því vel að við gátum þetta.” Troels: „Við Björn höfum haldið góðu sambandi og haldið litlum laga- banka, prívat söngbók, með lögum sem við tókum flest aldrei upp. Það er bunki af lögum í gítartösku, sem við höfum rótað í eftir þörfum. Úr þeim banka fóru sex lög á plötuna.” Bjöm: „Þetta byijaði því með þessu lagi á íslandslögum, en svo vildi út- gefandinn fá plötu og við sömdum um að gera þessa plötu og hugsanlega eitthvað meira.” Eins og að læra að hjóla Var erfitt að byija aftur? Björn: „Þetta er eins og að læra að hjóla; þú gleymir því aldrei. Auðvitað erum við stirðir í að spila, enda hef ég t.a.m, ekki spiiað neitt síðan við hættum og Þórir ekki spilað á gítar og sungið, þannig að við verðum ekki flinkir í hvelli. En við fundum raddirn- ar strax og hljómana. Við sungum öll gömlu lögin á tveimur dögum.” Troels: „Ég held að ég geti sagt það fyrir alla að það gaf mikið að syngja þessi gömlu lög inn á plötu aftur. Við sungum þau fyrst til að koma okkur á sporið, en það var meira fútt að fást við nýju lögin.” Björn: „Okkur fannst rétt að hafa helminginn af plöt- unni nokkur af bestu gömlu lögun- um, fyrir þá sem muna okkur eins og við voram þá og okkur langaði líka til að þau væru til í sónrasamlegri upptöku. Ég efast þó að við sækjum frekar í gömlu lögin ef við geram aðra plötu, því nýju lög- in vekja mesta hrifningu og era mest spiluð.” Savannatríóið er sennilega sú sveit íslandssögunnar sem hefur spilað hvað mest á stuttri ævi. Því vaknar spum- ingin: Hvenær á að byija að troða upp á ný? Björn: „Það er allt annar handlegg- ur. Það myndi kosta okkur mikinn undirbúning og miklar æfíngar, ef við ætluðum að gera það sómasamlega og það er því ólíklegt að við geram það í bili. Það má orða það þannig að við ætlum að láta eftirspurnina byggj- ast upp áður en við ákveðum framboð- ið. Ef það verður mikið kvabbað á okkur förum við kannski út í það að setja saman eitthvað prógramm og troða upp í fáein skipti. Við erum búnir að prófa það að slíta okkur út í að spila út um allt. Það eru breyttir tíma frá því sem var.” Troels: „Þetta var þannig á sínum tíma að frá áramótum og fram á vor áttum við ekki frí um helgar og það fór upp í að við tróðum upp fimmtán til sautján sinnum í viku, þegar mest var.” Björn: „Eins og við spiluðum mikið vorum við fljótlega búnir að syngja fyrir alla og þegar við vorum búnir að vera að í þijú ár voram við búnir að syngja fyrir alla nokkram sinnum, þannig að við vorum meira en sáttir við að hætta þegar þar að kom.” Troels: „Síðustu sex til átta mán- uðina höfðum við ekki tíma til að æfa nýtt prógramm og voram því orðnir ansi leiðir á því að vera alltaf syngja sömu lögin.” Björn: „Þar sem er milljónamark- aður er þetta lítið mál, þar geta menn verið að spila sama prógrammið í tvö til þijú ár og alltaf fyrir nýtt og nýtt fólk. Svo fórum við hver í sína áttina, Þórir út í danstónlist, ég í Sjónvarpið og Tróels í viðskipti.” ímyndin var góð Savannatríóið var geysiþekkt á þessum árum og í mörg ár á eftir. Kitlar ekki að hugsa til þeirra daga? Björn: „Það er gaman þegar ég hitti þessar elsk r í pósthúsinu og þær fara að tala un hvað það hafí verið gaman í gamla daga. Það yljar manni um hjartarætumar. Það hafði líka þægilegar hliðar, því það kom fyrir eitt sinn þegar ég fór til bankastjóra að biðja um lán, að hann spurði mig í gamni hvort spilapeningamir væru búnir og skrifaði svo uppá lán undir- eins.” Af ykkur fór líka gott orð. Bjöm: „Við höfðum gott orð á okk- ur og ímyndin var góð. Það var skrif- að um það í blöðin þegar bítlatónleik- ar vora hvað það hefði verið svakalegt að sjá þessi ungmenni með hár niður á herðar öskrandi og æpandi, en svo hefði Savannatríóið komið og sannað að til væri íslensk æska sem væri snyrtileg og til fyrirmyndar.” Troels: „Við hættum einmitt að syngja um það leyti sem bítlatónlistin Savannatríó- iðtekurupp þráðinn þar sem frá var horfið - eftir 25 ára hlé varð allsráðandi og því lifir í minningu fólks þessi fegraða mynd af Savanna- tríóinu.” Segið mér frá lagabankaunm góða í gítartöskunni. Troels: „í töskunni eru ýmis erlend þjóðlög frá þessum tíma; mörg hver lög sem ekki gafst tími til að taka upp eða vinna almennilega úr, en síðar bættist við hafsjór af írskum þjóðlög- um; ætli við eigum ekki nokkur hundr- uð lög. Björn: „Við höfum verið duglegir við að viða að okkur lögum, en það skipti mestu máli að hafa góða ís- lenska texta.” Troels: „Við fórnum lagi, sama hve gott það er, ef við erum ekki með nógu góðan texta.” Hvað með framsamin lög? Bjöm: „Þórir hefur séð um lag- asmíðar og hann þarf bara að fara að taka til hendinni.” Troels: „Það er allt öðravísi að vinna við lögin hans Þóris, enda eru þau honum meira hjartans mál. Hann ræð- ur annars nánast öllu með útsetningar og kemur með allt klárt til okkar og kemur með ákveðnar uppástungur um hvernig eigi að syngja hitt og þetta.” Björn: „Hann sér um það og við treystum honum. Þórir var alltaf tón- listarstjórinn, ég var talsmaður okkar útávið en Troels sá um bókanir og daglegan rekstur. Þessi skipting kom af sjálfu sér og reyndist vel. Jákvætt hugarfar Hvernig tilfinning var það svo að gera nýju plötuna? Bjöm: „Við tókum allt afskaplega alvarlega á sínum tíma, allar útsetn- ingar vora skrifaðar og það vora strangar æfíngar, en í dag er þetta allt léttara.” Troels: Við tökum þetta fyrst og fremst með jákvæðu hugarfari og njót- um þess meira.” Björn: „Okkur liggur ekkert á.” Hefur Savannatríóið eitthvað að segja í dag? Troels: „Já, það er sérstaklega gam- an hvað tónlist eins og okkar virðist eiga mikinn hljómgrann í dag.” Björn: „Handspiluð tónlist hefur sótt í sig veðrið á ný. Það er búið að vera mikið af tölvudóti og hljóðgervl- um og það kallar á upprunalegri tón- list og einlægari.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.