Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 6
6 C MÖRGÍJNBLAÐÍÐ SUNNUDAGUR 8' DESEMBER 1991 SÁLIN VERÐUR SVO ÍTURHREIN eftir Oddnýju Sv. Björgvins Ég geng fram á Stefán í Narsak á Grænlandi, þegar hann er að koma með 800 hreindýr af hreinasta jöklabeitar- svæði í heimi til slátrunar. Hressilegur andblær norðurpóls- ins leikur um hamingjusama náttúrubarnið sem hlær hátt og mikið að spurningum íslenskrar blaðakonu. Augu hans eru hrein og tindrandi eins og tæra jöklaloftið gefi aukna sýn. Ótrúlegt að hann skuli vera íslendingur, gæti verið beinn afkomandi Eiríks rauða svo samgróinn er hann þess- um slóðum, en íslenska þúfnagöngulagið leynir sér íslensku Breiðafjarðarkyni. Unglingslegur, enda segist hann ekki hafa elst síðan hann flutti til Grænlands fyrir 7 árum. Hreindýrarækt hefur ekki þekkst áður á Grænlandi. Is- lenski hreindýrabóndinn er að skapa nýja sögu. Prammarnir sem fluttu 800 hundruð hreindýr frá Stefáni lóna innan um borgarísinn. Og við rekumst á bráðhressan karl — mesta veiðimanninn í Narsak. Hvers vegna land- nemi á Grænlandi „Forvitni, aðal- lega,” segir Stefán frá Ytra-Fagradal á Skarðsströnd, og hlær hátt og mikið. „Nei, ætli það hafi ekki verið_ fyrst og fremst olnbogarýmið. ísland er svo of- beitt, að þar er ekki hægt að stunda hreindýrarækt. Ég útskrif- aðist sem búfræðingur frá Hvann- eyri ’73 og stefndi á sauðfjárbú- skap. Fór hingað eitt sumar til að kynna mér sauðfjárrækt og heillaðist af Grænlandi og Græn- lendingum. Þá kynntist ég Ole Kristiansen hreindýrabónda, sem varð til þess að ég fór í sænskan landbúnaðarháskóla og sérhæfði mig sem hreindýrafræðingur. Var lærlingur hjá hreindýrabændum bæði í norska og finnska Lap- plandi og ráðunautur í hreindýra- rækt um þriggja ára skeið í Al- aska. Hreindýraræktunarstöð undir jökli Síðan kom ég hingað og stofn- aði hreindýrabú með Ole vini mín- um. Ég er líka að skrifa bók um hreindýrarækt á vegum græn- lensku landstjómarinnar. Við Ole erum með sérstaka ræktunarstöð og reynum að ná fram bestu eigin- leikum dýranna. Norskur hrein- dýrastofn var fluttur til Nuuk- íjarðar í Grænlandi frá Noregi árið 1953 og þar er önnur hrein- dýraræktunarstöð, en við erum fyrstu hreindýrabændur Græn- lands. Við erum með um 2.800 dýr og ég kom með 800 dýr til slátrunar sem ekki eru hæf til undaneldis. Þetta er fyrst og fremst kjötframleiðsla og helm- ingur kjötsins er fluttur út til Danmerkur og þaðan að hluta til Tókýó, hitt fer á innanlandsmark- að.” Hreindýrarækt er miklu arð- vænlegri en sauðfjárrækt. Og hreindýrakjöt er miklu hollara en lambakjöt, alveg fitusnautt og laust við kólesteról. Ég gæti selt fleiri tonn af því. Ég flakka oft um Norðurlönd og kynni mér markaðinn sem fer stöðugt vax- andi. Á meðan þessi græna bylgja stendur yfír, næstu 20-30 árin, verður mikil eftirspurn. Brúttó- veltan núna er um 2 milljónir dan- skra króna. Ég þarf aldrei að kaupa fóður og enginn húsakostn- aður. Dýrin ganga sjálfala úti allt árið. Aftur á móti er töluverður kostnaður í bensíni og olíu, ég þarf um 10 þúsund lítra árlega fyrir vélsleðann. Ég er búinn að keyra um 55 þúsund km á vél- sleða um auðnir Grænlands. Þessar norðlægu slóðir eiga mig allan. Fólkið hér er líka miklu opnara á tilfinningar sínar og í nánari tengslum við landið. Hér á ég mína bestu vini og hér finn ég mig heima. Mér hefur Iiðið best einum úti á snjóbreiðunni, þá þarf ég ekki að passa upp á aðra, en núna er konan mín besti ferða- félaginn. Hef oft gist í tjaldi á veturna í 20-30 stiga frosti, en að meðaltali eru aðeins um 17 stig. Ég er yfirleitt í skinnfatnaði fram að páskum, en eftir það er nógu hlýtt fyrir vélsleðagalla. Aðalatriðið er að halda sér þurrum og þekkja landslagið. Ég er aldrei með áttavita á landi. Attaviti er aðeins fyrir sjómenn,” segir Stef- án og hlær mikið. „Yfirleitt eru miklar stillur, kuldi og sólskin.” í vélsleðaslysi, einn á ferð — Ertu ekki með sjúkrakassa á þér? „Biddu fyrir þér nei, ég ber ekki slíkt nýmóðins dót. Gömlu aðferðir eskimóanna eru miklu öruggari.” — Hefurðu aldrei átt í erfíðleik- um, einn á ferð fjarri manna- byggðum? „Jú, í vor munaði litlu að illa færi. Þá var ég á leið niður fjall á 35 km hraða, með hreindýra- hjörð á vinstri hönd, sem ég fylgd- ist of mikið með, því áður en varði var ég floginn fram af snjóhengju og hentist fram í rúðu vélsleðans sem brotnaði. Veit ekki hvað lengi ég lá rotaður, en vakna alblóðugur með sundurskoma vör. Ég setti strax snjó á sárið, startaði sleðan- um og ók til nágrannaþorpsins 30 km frá. Neita því ekki að ég Ég trúi á góða strauma f rá jöklinum. Hann geymir víða leiðslu- svæði með magnaða strauma. Ef illa gengur með hreindýr- in, relc ég þau inn á leiðslu- svæðið eða bið til aflanna sem búa í jökl- inum. Stund- um er nóg að hugsa þangað, þá lagast allt. var býsna vankaður eftir blóð- missinn. Hefði þetta komið fyrir í janúar-febrúar hefði ég trúlega frosið illa, þar sem ég lá rotaður með andlitið í snjónum.” Stjörnumiðstöð jökulsins — Ertu aldrei einmana? „Allt í lagi að vera einn í viku til 14 daga, en einn í heilan mán- uð yfir hreindýrunum er of mikið. Maður verður svo tilfinninganæm- ur í einveru og kyrrð, sálin verður svo íturhrein, en „mengast” smám saman eða „þynnist út” í félags- skap. Kannski má líkja þessu við „ofurölvun” sem rennur af við mannleg samskipti.” — Ertu trú- aður? „Ég trúi á góða strauma frá jöklinum. Hann geymir víða leiðsl- usvæði eða staði með magnaða strauma. Eitt slíkt er á beitar- svæði okkar og ég hef séð ljósi stafa frá því. Ef illa gengur með hreindýrin rek ég þau inn á leiðslu- svæðið eða bið til aflanna sem búa í jöklinum. Stundum er nóg að hugsa þangað, þá lagast allt. Það má líkja þessum 200 ára hreindýraslóðum, sem hjörðin reikar um, við stjörnumiðstöð. Þetta er risastórt landsvæði, um 2.800 ferkílómetrar. Ég er með vottorð frá dýralækni upp á að beitarsvæðið sé eitt hið hreinasta í heimi, laust við alla sjúkdóma. Svo er jöklinum fyrir að þakka, en jökultungur ganga í sjó fram að austan og norðan, sem dýrin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.