Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 8
8° C> MORGÚNBÍLAÉnÖ 1 MANINILÍFSMMIlMA^I^J5IMllf öÉáfeMBER m'' ÁF RNCFkSTRÐlR/Hvermg er á adventunni í Lundúnaborg? Næturgalar, leikbrúður og ilmandijólakörfur Með 113 hnúta í stélið nær Flugleiðavélin um 1.000 km hraða á klst. milli Keflavíkur og Bretlandseyja. Á einu síðdegi er ekið gegnum miðbæ Reykjavíkur og Lundúna. Og Reykjavík breytist í fábrotinn „sveitabæ” að baki, en jólaskreytt stórborgin birtist sem opið „leiksvið” fyrir öll þjóðabrot. Gangið ekki út á stræti lundúna með því markmiði að kaupa, kaupa, kaupa. Jólainnkaup geta valdið alveg ótrúlegri streitu! Lát- ið heldur andrúmsloftið umvefja ykkur, hnetulykt frá glóðarvagni á götuhorni, ilm snyrtidóts og þurrkaðra blóma frá gjafakörfum sem standa í röð- um á 'neðstu hæðum stór- markaðanna. Sjaldan hefur Lundúnaborg sýnt . glæsilegra vöruval eða skreyting- ar. Hugurinn ber mann hálfa leið inn í ævintýrið, framan við búðar- gluggann. í gluggum Liberty’s er undurfögur skreyting af ævintýr- inu um næturgalann sem heillaði svo keisarann í Kína, að ekkert nema söngur hans gat læknað. Næfurþunnir blævængir sýna í blárri móðu, eða afhjúpa postul- ínshöll, drekaskip og skartbúnar, tiplandi hirðmeyjar. „Lísa í Undralandi” vaggar sér á kökudiski með spiladrottning- unni í gluggum Selfridge’s, — gengur ýmist inn eða sekkur ofan í ljóskeilu Undralandsins. Listi- lega útfært. Hjá British Airways stefnir hreindýrasleðinn upp í há- loftin með ótal jólaferðatilboðum. Mörgæsir skauta á ísjökum hjá Simpson. Og Disney sjálfur yrði stjarfur af undrun að sjá hug- myndaauðgi og auglýsingamátt á bak við leikföngin í Disneylandi, sem eru ekki þau ódýrustu! Á föstudags- og laugardagssíð- degi verður mannfjöldinn í Ox- ford-stræti yfirþyrmandi. Þá er gott að stinga sér niður í lestina og koma upp í Covent Garden, þar sem kaupæðið er ekki eins þrúgandi. Rölta á milli smáversl- ana, skoða jólamarkaðinn, setjast á lítið kaffíhús eða framan við útileiksvið og faraa á hljómleika eða hlusta á skemmtikrafta. Englendingar kaupa gjaman jólagjafir í Covent Garden. Hér má fínna margt frumlegt, ef grúskað er í básum hjá ungu lista- Að detta inn í Undralandið. fólki á jólamarkaðinum. Listaverk eins og „beinagrind í helgi- ramma”, tifandi sem klukku- möndull í tímaúri lífsins, handmál- aða tekatla, heimasaumaða hatta, o.fl. Gamlir smáhlutir eru líka á boðstólum. Leikhús og listasöfn, kirkjur og krár eru griðastaðir undan jóla- gjafaflóði og brennandi spurningu um „hvað eigi að gefa”. „The Ride Down St. Morgan” er nýtt leikrit eftir Arthur Miller. Maður liggur á sjúkrahúsi, illa brotinn eftir skíðaferð. Tvær „eig- inkonur” koma í sjúkravitjun. Svipmyndir úr fortíð fléttast tæknilega vel inn. Gullvægar setningar detta fram, eins og: „Þeir vom að hugsa um að taka krossinn niður, af því að þá vant- aði við,” eða „auðvitað segir guð satt, annars væri hann ekki guð!” Þó að fyrrum eiginmaður Mari- lyn Monroe hefji karlmanninn upp á stall og geri eiginkonur að ósjálfstæðum fíflum — og þrátt fyrir gamaldags, farsakenndan ramma, tekst höfundi samt meist- aralega að láta leikhúsgesti standa að lokum frammi fyrir spurningunni eilífu um tilgang lífsins. Klassíska, bandaríska leikrit- ið„Our Town” er á fjölunum í nýjum búningi. Þeir sem vilja „rækta garðinn sinn” í andlegum skilningi, verða ekki sviknir af að sjá það. Fyrir 15 árum endaði hver leikhússýning með að leik- húsgestir stóðu upp og s'ungu „Good Save The Gracious Queen”. Nú er konungsfjölskyldan meira á síðum gulu pressunnar. Í anddyri St. James kirkju er hvíthærður maður að selja jóla- kort til styrktar öldruðum (jóla- kortasalan gaf 1.810.000 pund í fyrra). Rónar blunda á kirkju- garðsbekkjum, en einn vappar framan við kráardyr og sýpur leif- ar úr hverri ölkrús. Á kránni situr ferðafólk og skrifar á jólakort. Mjúkir sófar og rósótt teppi gera heimilislegt. Ekki að undra, þó að breska krá- in sé félagsmiðstöð. „Brúnt ölglas með hvítri froðu” á barborði. Er búið af afgreiða mig með Guinn- ess-bjór? Nei, aðeins vel gerð aug- lýsingabrella! Hvað skyldi hún selja margar bjórkollur á dag? Á friðhelgum sunnudegi, við mynni Carnaby Street (Bítla- strætinu) er ítalskur strákur að selja pizzur. Eitthvað fer ítalskan í taugarnar á breskum „hefðar- manni” sem öskrar til hans „don’t speak your fucking language, speak English!” Já, stórborgin geymir mörg þjóðarbrot. Og al- þjóðlegu veitingahúsin gefa inn- sýn í aðra menningu með sér- hæfðum réttum og þjónustu. ítalskir veitingastaðir eru oft- ast með þægilega þjónustu og milliverð, t. d. fjórir í röð á hliðar- götu við Selfrigdes í Oxford- stræti. Helgardvöl í Lundúnum veitir innsýn í fjölbreytt menningarlíf og setur hugarflugið af stað. Troðfull vél á heimleið. Fyrirtæki að notfæra sér hagstæð árshátíð- afargjöld eða hjón á helgarpakka með leikhúsmiða innifalinn. Og nú eru sungin jólalög á götuhorn- um og jólatónleikar í kirkjum. Ómurinn berst næstum hingað. í í í í í i DUNILIN servíettan er svo mjúk að þú finnur ekki muninn DUNILIN servíettan frá Duni sameinar kosti pappírs- og tauservíettu. DUNILIN servíettan er mjúk og sterk og l>ad er audvelt af> setja hana í hrot. DUNILIN servíettan er til prýöi á veisluborðinu og kemst nær því að vera tau- servíetta en nokkur önnur pappírsservíetta. DUNILIN servíettur fást í fjölbreyllu litaúrvali í nteslu verslun. BÆKUR /Bylting í útgáfu lögfrcebirita? Þrjár bækur um lögfræðileg efiti Bókaútgáfa Orators lætur ekki sitt eftir liggja í jólabókaflóð- inu. Á síðustu vikum hafa komið út eigi færri en þrjár bækur á vegum útgáfunnar, en þær eru Dómar úr stjórnskipunarrétti eftir Gunnar G. Schram prófess- or, Dómar í víxil- málum eftir Pál Hreinsson lög- fræðing og Eru lög nauðsynleg? eftir Garðar Gísl- eftir Davíð Þór ason borgardóm- Björgvinsson ara. I. Dómar úr slj órnskipunarr étti Bók Gunnars G. Schram er að finna ágrip flestra dóma Hæsta- réttar sem varða stjórnarskrá ís- lands og raunar einnig dóma Landsyfírréttarins. Ritið er eins konar lykill að dómum Hæstarétt- ar á vettvangi grundvallarlaga landsins þar sem er að finna skýr- ingar og túlkun á einstökum grein- um stjórnarskrárinnar. Rit Gunn- ars er gagnleg handbók fyrir stúd- enta í lagadeild við nám þeirra í stjórnskipunarrétti og raunar fyrir alla lögfræðinga sem þurfa í störf- um sínum að fjalla um viðfang sefni á sviði stjórnlaga og stjórn- sýslu. Ritið er og þarft innlegg til þeirrar miklu umræðu sem átt hefur sé stað síðustu misserin um túlkun Hæstaréttar á einstökum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Elsti dómurinn sem reifaður er í bók Gunnars er í I. bindi dóma- safns Landsyfirréttarins. Atvik málsins voru þau að settur lögregl- ustjóri í fjárkláðamáli sektaði bónda einn fyrir að óhlýðnast fyr- irskipunum lögreglustjórans um smölun og böðun á fé sínu. Lög- reglustjórinn hafði verið skipaður með sérstakri umboðsskrá til að fara með „dómara- og fógetavald” í öllum málum sem snertu fjár- kláðasýkina. Talið var að þessi skipun færi í bága við 42. gr. stjómarskrárinnar frá 187 4, þar sem gerð var breyting á skipan dómstóla, sem ekki yrði ákveðin nema með lögum. Nýjasti dómur- inn er dómur Hæstaréttar frá 20. desember 1990. „í því máli var deilt um fjárhæð meðlags og hvort sá ágreiningur ætti undir dóm- stóla.” II. Dómar í víxilmálum „Bók Páls Hreinssonar er að finna reifanir á dómum sem geng- ið hafa í víxilmálum í Landsyfír- rétti og Hæstarétti íslands. Þá er þar einnig að fínna valda héraðs- dóma frá bæjarþingi Reykjavíkur. Þótt víxlar virðist fljótt á litið vera einfaldir að allri gerð er raunar með ólíkindum hversu margvísleg lögfræðileg álitaefni geta komið upp í tengslum við notkun þeirra. Rit Páls er því mikilvæg handbók fyrir stúdenta og lögfræðinga, sem varpar ljósi á túlkun dómstóla á víxillögunum, t.d. um formskil- yrði, framsal, samþykki, greiðslu, fyrningu, afsögn og fl. Þá eru í ritinu reifaður fjöldi dóma sem varpa ljósi á skýringu á ákvæðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.