Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 1

Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 1
88 SIÐUR B *vguaiMiiMfe STOFNAÐ 1913 288. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Búist við að íslend- ingar viðurkenni sjálfstæði Króatíu ISLAND og sjö önnur Evrópuríki létu í gær í ljós vilja til að viður- kenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um af hálfu þessara nýju ríkja. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra segir að skilyrði þessi séu í raun formsatriði og þýst við að Islendingar viðurkenni sjálfstæði ríkjanna á morgun eða fimmtudag. Innan Evrópubandalagsins náðist í gærkvöldi málamiðlun að sögn Jíeuíers-fréttastofunnar um „skilyrta sjálfstæðisviðurkenningu", sem taki jafnvel gildi næstkomandi mánudag. Auk íslendinga ákváðu Þýzka- land, Danmörk, Belgía, Svíþjóð, Tékkóslóvakía, Ungveijaland og Pólland að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu og Króatíu að uppfylltum þremur skilyrðum, að sögn Jóns Baldvins. Þessi skilyrði eru að færð- ar verði sönnur á að réttarríki verði í heiðri haft, að lýðræðislegar stofn- anir séu starfhæfar, og að mannrétt- indi þjóðemisminnihluta séu undir öllum kringumstæðum virt. Króatar og Slóvenar munu svara síðdegis í dag, þriðjudag, eða í fyrramálið. Þjóðverjar höfðu í gær tekið þá ákvörðun að viðurkenna Króatíu og , Slóveníu fyrir jól, hvað sem á dyndi. EB-ríkin hafa lagt áherzlu á að tala einum rómi í Júgóslavíumálinu og lögðu Hollendingar til að sjálfstæðis- viðurkenningu yrði frestað fram yfir áramót. í gærkvöld náðist svo mála- miðlun, eftir sex klukkustunda þóf á fundi utanríkisráðherra EB. „Stóra spurningin verður hvort þessum ríkjahópi tekst að koma vit- inu fyrir Sameinuðu þjóðimar, fá þær til að axla sínar skuldbindingar og koma friðarsveitum á staðinn," sagði Jón Baldvin. Hann spáði því að fleiri ríki myndu fylgja í kjölfarið og viðurkenna sjálfstæði Króata og Slóvena. „Þar með hefur þessi deila breytt um eðli og er ekki lengur undir neinum kringumstæðum inn- anlandsdeila. Þá eiga SÞ erfiðara með að leiða málið hjá sér,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þau ríki, sem vildu samþykkja sjálfstæðisvið- Alyktun SÞ um síonisma felld úr gildi Sameinudu þjódunum. Reuter. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti í gær- kvöldi tillögu um að fella úr gildi umdeilda ályktun frá árinu 1975 þar sem síonismi, eða sú stefnu að sameina alla gyðinga, er sagð- ur jafngilda kynþáttamismunun. 111 ríki greiddu atkvæði með til- lögunni, 25 á móti, en 13 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Bandaríkja- menn beittu sér fyrir tiilögunni og lögðu hana fram ásamt 85 ríkjum. Þeirra á meðal voru nokkur ríki, sem greiddu atkvæði með ályktuninni um síonismann árið 1975, svo sem Sov- étríkin og flest nýju lýðræðisland- anna í Austur-Evrópu. Lawrence Eagleburger, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti tillöguna á þinginu og þykir það til marks um mikilvægi hennar í augum Bandaríkjastjórnar. Eagle- burger sagði að tímabært væri orðið „að setja eina af síðustu leifum kalda stríðsins á sorphauga sögunnar". urkenningu, væru ekki sammála því að það gerði aðeins illt verra. Ástandið í Júgóslavíu gæti ekki versnað. „Sjálfstæði þessara ríkja gefur þeim rétt til kröfu á því að hið alþjóðlega samfélag fari að beita réttarreglum sínum, taka afstöðu til þess hver er ofbeldisaðilinn og koma í veg fyrir áframhaldandi morð á óbreyttum borgurum." Reuter Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, teygir höndina til James Bakers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna (t.v.), á meðan Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti stingur upp í sig brjóstsykurs- mola. Myndin var tekin áður en þeir hófu viðræður sínar í Moskvu í gær um framtíð sovéskra kjarnavopna. Jeltsín og Gorbatsjov jræða við utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Moskvu: Segja áhyg’gjnr af sovésku kjamavoþnunum óþarfar Norðmenn viðurkenna fullveldi Rússlands til stuðnings umbótastefnu hans. I dagblaði í gær, að Gorbatsjov yrði Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti reyndu í gær að fullvissa James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, um að engin hætta væri á að sovésk kjarnavopn myndu skiptast á milli lýðveldi í kjölfar hruns sovéska miðsljórnarvaldsins. Jeltsín sagði eftir fjögurra klukkustunda viðræður við Baker í Moskvu að kjarnorku- eldflaugum yrði ekki skotið á loft án samráðs við leiðtoga aðildarríkja nýja samveldisins, sem á að koma í stað Sovétríkj- anna. Ennfremur yrði haft strangt eftirlit með því að tækniþekking á sviði kjarna- vopnaframleiðslu kæmist ekki til þriðja heims ríkja. Norska sljórnin tilkynnti í gær að hún viðurkenndi Rússland sem full- valda ríki. Jeltsín áréttaði að aðildarríki samveldisins myndu standa við loforð sín um sameiginlega yfir- stjórn kjarnorkuheraflans. „Við ætlum einnig að koma á sameigin- legu eftirliti með öllum kjarnorku- stöðvunum með það að markmiði að tryggja að öryggi þeirra verði eins mikið og mögulegt er,“ sagði hann. Hann sagði að Iýðveldin fjögur, þar sem kjarnavppn eru geymd - Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Kazakhstan - myndu undirrita alþjóðasamning um takmörkun kjarnorkuvígbún- aðar. „Þijú þeirra verða að lokum kjarnavopnalaus, en þó ekki Rúss- land fyrst um sinn,“ sagði hann. Það þótti til marks um minnk- andi áhrif Míkhaíls Gorbatsjovs að Baker ræddi við Jeltsín áður en hann fór á fund Sovétforset- ans. Gorbatsjov tók í sama streng og Jeltsín þegar kjarnavopnin bar á góma. „Þau eru undir eftirliti og enginn þarf að hafa áhyggjur af þeim,“ sagði hann er hann tók á móti Baker. Greint var frá því í gær að Gorbatsjov hefði misst stuðning Lýðræðislegu umbótahreyfingar- innar, sem stofnuð var fyrr á árinu I hreyfingunni eru meðal annars Gavrííl Popov, borgarstjóri Moskvu, Anatolíj Sobtsjak, borg- arstjóri Pétursborgar, og Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Leiðtogar hreyfingarinnar komu saman um helgina og lýstu yfir stuðningi við samveldið og virtust komast að þeirri niðurstöðu að dagar Gorbatsjovs sem Sovét- leiðtoga væru taldir. Jeltsín sagði í viðtali, sem birt var í ítölsku að segja af sér innan mánaðar þar sem hann hefði ekki lengur neinu hlutverki að gegna sem Sovétfor- seti. Þing Mið-Asíulýðveldisins Kaz- akhstans lýsti í gær yfir sjálfstæði þess og er Rússland nú eina lýð- veldið sem hefur ekki gert það. í yfirlýsingu frá norsku stjóminni segir að hún viðúrkenni fullveldi Rússlands og stefni að því að taka upp stjórnmálasamband við landið. Sjá fréttir á bls. 39. Utanríkisráðherrar EB ræða álit Evrópudómstólsins: EES-samningtirinn öðl- istgildi l.ianúar 1993 Bruásel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Utanríkisráðherrar ríkja Evrópubandalagsins (EB) Iögðu í gær áherslu á að stefnt skyldi áfram að því að samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) tæki gildi 1. janúar 1993. Ráðherrarnir komu saman í gær- morgun til að ræða það álit Evrópu- dómstólsins í Lúxemborg að samn- ingurinn bryti ekki einungis í bága við Rómarsáttmálann heldur einnig meginmarkmið Evrópubandalags- ins. Samkvæmt heimildum í Brussel kom álitið ráðherrunum á óvart. Utanríkisráðherrarnir ákváðu að fela framkvæmdastjórn bandalags- ins að undirbúa tillögur um hvernig bregðast. skyldi við álitinu og leggja þær fyrir fund fulltrúa aðildarríkj- anna í Brussel á morgun, miðviku- dag. Gert er ráð fyrir að fulltrúum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) verði gerð grein fyrir stöð- unni á fimmtudag. Niðurstaða ráðherranna varð sú að gagnrýni dómstólsins varðaði einungis einn kafla samningsins og um hann yrði þá að semja að nýju. Til greina kemur einnig að breyta sáttmálum EB. Því hefur verið hald- ið fram að til þess að hægt hefði verið að gera nauðsynlegar breyt- ingar á sáttmálunum hefði álit dómsins þurft að hafa komið fram viku fyrir leiðtogafund EB, sem haldinn var í Maastricht í síðustu viku. Aðrir benda á að umræðum um breytingarnar á sáttmálanum verði ekki formlega lokið fyrr en í byijun febrúar þegar samkomulag- ið verður staðfest og því sé auðvelt að bæta við niðurstöður Maastricht- fundarins. Til þess þurfi einungis samhljóða samþykki allra aðildar- ríkjanna. Innan EFTA er bent á að óþarft sé að hafa miklar áhyggjur af áliti dómstólsins þar sem það sé enn innanhúsmál hjá EB. Uffe Elle- mann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, lagði áherslu á að ekki stæði til að endursemja einhveija kafla samningsins, því hér væri um að ræða tæknilegt vandamál sem yrði leyst í samráði við EFTA. Sjá fréttir á bls. 36-37 og grein á bls. 60.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.