Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
OLÍS og Olíufélagið semja við Norð-
menn um olíukaup:
Allflestar olíuvör-
ur frá Noregi 1992
Statoil óskar eftir viðræðum við Skeljung
OLIS og Olíufélagið hafa gert samninga við norska ríkisolíufyrir-
tækið Statoil um kaup á olíuvörum allt næsta ár. Þessi tvö félög
fá allar sínar olíuvörur, fyrir utan svartolíuna, frá Norðmönnum
á næsta ári. Hér er um að ræða 130.000 tonn af bensíni, gasolíu
og þotueldsneyti hjá Olís og allt að 200.000 tonn hjá Olíufélag-
inu. Þetta er í fyrsta sinn sem samningar af þessu tagi eru gerð-
ir við Norðmenn en áður hafa íslensku olíufélögin keypt stöku
farma af Statoil. Þá hefur norska fyrirtækið nú óskað eftir viðræð-
um við Skeljung um sölu á olíuvörum. Verða þær viðræður vænt-
anlega í byijun janúar.
og Shell í Noregi um olíukaup,"
segir Kristinn. „Þá hefur Statoil
óskað eftir viðræðum við okkur
og hefjast þær í byijun janúar.
Það er alveg ljóst að við munum
kaupa olíuvörur þar sem þær bjóð-
ast á lægsta verðinu."
FJÓRIR menn voru fluttir á sjúkrahús eftir að Toy-
ota-pallbíll sem þeir voru í valt á Vesturlandsvegi
við Tíðaskarð á sunnudagskvöld. Mikið hvassviðri
var þegar slysið varð og kvaðst ökumaðurinn. ekki
Sameining við Landspítala
kemur til greina árið 1997
Hörður Helgason, aðstoðarfor-
stjóri Olís, segir að samningar
þessir hafi verið nokkuð lengi í
bígerð eða allt frá síðasta vori.
Norðmennimir tóku strax vel í
umleitanir íslensku olíufélaganna
um kaup á olíuvörum og vom þess-
ir samningar undirritaðir fyrir
skömmu. íslensku olíufélögin . . .. . . ,
kaupa oiíuna á heimsmarkaðsverði Sighvatur Bjorgvmsson heilbrigðisraðherra:
eins og það er þegar farmar em ---------------------------------------------------------------------------
lestaðir ytra.
„Þetta er í fyrsta sinn sem við
gemm samninga til svo langs tíma
við Norðmenn og um svona mikið
magn en um er að ræða allar olíu-
vörar utan svartolíu sem við mun-
um kaupa áfram af Rússum," seg-
ir Hörður Helgason.
Geir Magnússon, forstjóri Olíu-
félagsins, segir að þessir samning-
ar við Statoil hafí verið gerðir án
afskipta viðskiptaráðuneytisins.
„Innflutningur á bensíni var gef-
inn frjáls fyrir ári síðan og á þeim
tíma höfum við keypt allt okkar
bensín, og hluta af gasolíu, frá
Vesturlöndum,“ segir Geir.
„Við bíðum núna eftir ákvörð-
unum stjórnvalda í vérðmyndun á
olíuvörum en framvarp um aukið
frelsi til olíufélaganna í verðmynd-
un átti að fara í gegnum Alþingi
fyrir áramót. Það getur víst ekki
orðið úr þessu.“
Kristinn Bjömsson, forstjóri
Skeljungs, segir að fyrirtækið sé
með samninga um kaup á olíuvör-
um við Shell í Rotterdam út apríl-
mánuð. „En við eram famir að
huga að framhaldinu og höfum
rætt við bæði Shell í Rotterdam
4 slösuðustí veltu
Morgunblaðið/Ingvar.
hafa getað stjórnað bílnum á hálum veginum vegna
þess. Að sögn lögreglu voru meiðsli mannanna ekki
talin hættuleg en þeir gengust undir rannsókn og
fengu aðhlynningu á slysadeild.
Mikil samstaða innan spítalans gegn sameiningn
segir Sigurður Björnsson læknir á Landakoti
SIGHVATUR Björgvinsson heil-
brigðisráðherra segir að verði
ekki af sameiningu Landakots
og Borgarspítala verði farið að
huga alvarlega að því að gera
Landakot að ríkisspítala þegar
samningurinn við St. Jósefssyst-
ur rennur út 1997 og þá geti það
átt fyrir honum að liggja að
verða sameinaður Landspítalan-
um. Standi nunnurnar og starfs-
menn spítalans á andstöðu sinni
verði að skipta fjárveitingu
fjárlagafrumvarpsins á milji spít-
alanna tveggja sem muni reynast
mjög erfitt. Páll Sigurðsson,
ráðuneytisstjóri _ í heijbrigðis-
ráðuneytinu, og Ólafur Örn Arn-
arson, yfirlæknir á Landakoti,
sem sæti á í nefnd þeirri er
mælir með sameiningu spítal-
anna, áttu í gær fund með St.
Jósefssystrum. Páll sagði að ekki
hefði verið óskað eftir breytingu
á afstöðu þeirra til sameiningar
spítalanna og að afdráttarlaus
afstaða þeirra í bréfinu til ráð-
herra standi áfram. „Það lítur
út fyrir að þessi afstaða þeirra
hafi komið fram eftir endurtekn-
ar heimsóknir og skriftir starfs-
manna til þeirra," sagði Páll.
Aðspurður sagði hann að læknar
hefðu haft sig mest í frammi
gegn sameiningarviðræðunum
um sameininguna.
Flugleiðir og Eimskip:
Neikvæð raimávöxtun hluta-
bréfa frá útboðum í fyrra
— miðað við að bréfin yrðu seld núna á skráðu kaupgengi
RAUNÁVÖXTUN hlutabréfa sem keypt voru í útboðum Eimskips
og Flugleiða fyrir rúmu ári er neikvæð miðað við að bréfin yrðu
seld núna á skráðu kaupgengi á verðbréfamarkaði. Er þá miðað við
skráð kaupgengi bréfanna hjá Landsbréfum og nýlegt kauptilboð á
tilboðsmarkaði Kaupþings. Miðað við þessa forsendu er raunávöxtun
hlutabréfa sem keypt voru í útboði Flugleiða í nóvember á sl. ári
neikvæð um 6,3%. Raunávöxtun hlutabréfa Eimskips sem keypt voru
í október á sl. ári er neikvæð um 2,9%. Þessa útkomu bréfanna má
rekja til lækkana á gengi þeirra frá því í ágúst.
Hlutabréf Flugleiða voru seld á
genginu 2,20 í nóvember á sl. ári
í hlutafjárútboði félagsins en frá
þeim tíma hafa eigendur bréfanna
fengið 10% arð og 10% jöfnunar-
hlutabréf skv. ákvörðun aðalfundar.
Sá sem keypti bréf í útboðinu fyrir
100 þús. kr. að nafnvirði greiddi
fyrir þau 220 þús. kr. Að meðtöld-
um jöfnunarhlutabréfum eru hluta-
bréf hans nú 110 þús. kr. að nafn-
virði. Ef þessi sami aðili seldi bréf
sín núna á genginu 1,95 fengi hann
214.500 kr. Til viðbótar hefur hann
fengið 10 þús. kr. í arð þannig að
heildareign hans er því 224.500 kr.
Bréfín hafa því hækkað um 4.500
kr. eða um 2% á tímabilinu. Á sama
tíma hefur lánskjaravísitalan hækk-
að um 8,8% og er raunvöxtun því
neikvæð um 6,3%.
Hlutabréf Eimskips voru seld á
genginu 5,60 í áskrift í útboði fé-
lagsins í október á sl. ári. Frá þeim
tíma hafa eigendur bréfanna fengið
15% arð og 10% jöfnunarhlutabréf.
Sá sem keypti bréf í útboðinu fyrir
100 þús. kr. að nafnvirði greiddi
fyrir þau 560 þús. kr. Að meðtöld-
um jöfnunarhlutabréfum er hlutafé
hans nú 110 þús. kr. að nafnvirði
en það samsvarar 577.500 kr. mið-
að við gengið 5,25. Að meðtöldum
arði nemur heildareign viðkomandi
592.500 kr. sem er um 5,8% hækk-
un. Lánskjaravísitalan hefur aftur
á móti hækkað um 9% á tímabilinu
þannig að raunávöxtun er neikvæð
um 2,9%.
I þessum útreikningum. er ekki
tekið tillit til skattaafsláttar sem
sumir kaupendur bréfanna hafa
eflaust fengið né heldur eru vextir
reiknaðir af arðgreiðslunni. Einnig
þarf að hafa í huga að hlutabréf
ber að líta á sem langtímafjárfest-
ingu en hér er um tiltölulega stutt
tímabil að ræða. Þá þarf jafnframt
að taka tillit til þess að innifalin
er söluþóknun verðbréfafyrirtækja
sem er að jafnaði 5%. Loks ber að
taka ■ fram að hlutabréf Flugleiða
og Eimskips hafa aðeins verið keypt
í takmörkuðum mæli gegn stað-
greiðslu á verðbréfamarkaði að
undanförnu en þess í stað era þau
tekin í umboðssölu.
Páll sagði að nunnurnar hefðu
tæpast farið að taka afstöðu til
málsins nema fyrir einhver slík
áhrif frá starfsmönnum. Sagði hann
að ráðherra þyrfti nú að taka af-
stöðu fljótlega en sér virtist að sú
samvinna sem tillaga væri gerð um
milli spítalanna væri fallin.
22 af 37 læknum sem sæti eiga
í læknaráði Landakots undirrituðu
ályktun á sunnudag þar sem lýst
er fullum stuðningi við ákvörðun
St. Jósefssystra og að þeir vænti
þess að ríkisvaldið standi við sinn
hluta samningsins við nunnurnar
um rekstur spítalans. Sigurður
Bjömsson, yfírlæknir á lyflækn-
ingadeild, sagði að St. Jósefssystur
hefðu gefíð í skyn að ef meirihluti
lækna Landakots vildi gera breyt-
ingar á fyrirkomulagi læknaþjón-
ustu spítalans, myndu þær íhuga
það. Því hafí læknamir sent þeim
bréfíð á sunnudag. Síðan var hald-
inn fundur í læknaráði kl. 17 þar
sem tillögur sameiningarnefndar-
innar voru lagðar fram. Sagði Sig-
urður að til hefði staðið að fá lækna-
ráðið til að samþykkja tillögumar
en í ljósi bréfsins til St. Jósefs-
systra hafí það fallið um sjálft sig.
„Formaður læknaráðs hafði vonast
til að við myndum samþykkja tillög-
urnar og sagði okkur að hann ætl-
aði með þá niðurstöðu til systranna
á sunnudagskvöld til að reyna að
fá þær til að skipta um skoðun.
Ur því varð að sjálfsögðu ekki,“
sagði Sigurður. Kvaðst hann telja
að í sameiningarskýrslnnni væri
aðeins verið að leggja til að Landa-
kotsspítali verði lagður niður og
sagði að mikil samstaða væri innan
spítalans gegn sameiningu. Nýlega
hefði ráðherra verið afhentur undir-
skriftalisti með nöfnum 461 starfs-
manns gegn sameiningaráformun-
um.
Ólafur Öm Amarson sagði að
niðurstaða lægi ekki fyrir. Ráðherra
ætti eftir að fjalla um skýrsluna og
gera svo sínar tillögur til stjórna
spítalanna. í framhaldi af því verði
leitað álits St. Jósefssystranna.
Sagði hann að álit þeirra hefði kom-
ið of fljótt fram. Sagði hann að
óeðlilegt hefði verið að leita eftir
áliti systranna áður en eiginleg nið-
urstaða hefði legið fyrir. Aðspurður
sagði hann að engin samþykkt hefði
verið gerð meðal starfsfólks spítal-
ans um helgina. Skoðanir væru
skiptar en þær skiptust nokkurn
veginn til helminga meðal lækna
Landakots.
Heilbrigðisráðherra segir að beð-
ið verði endanlegrar afstöðu St.
Jósefssystra um sameiningu Landa-
kotsspítala og Borgarspítala áður
en ákveðið verður hvort fallið verði
frá hugmyndinni en ef þær standi
við andstöðu sína gegn sameiningu
verði ekkert af henni.
„Þama hafa stjórnendur tveggja
spítala skilað samhljóða niðurstöðu,
síðan kemur í ljós að meirihluti
starfsfólks á Landakoti virðist vera
á móti og nunnurnar líka. Nunnurn-
ar segjast í bréfí sínu til mín hafa
allar sínar fréttir um þessi mál úr
blöðum en ég veit að þær hafa v.er-
ið látnar fylgjast með,“ sagði ráð-
herra.
„Ég ætla ekki út í neitt stríð við
nunnumar á Landakoti hvort sem
ég get túlkað lögin mér í vil eða
ekki. Ef þær eru alfarið á móti
þessu þá stendur það. Mér skilst
einnig að meirihluti læknaráðs
Landakots sé einnig mótfallinn
saméiningunni. Verði ekki af henni
verðum við að fara út í að skipta
ljárveitingu á milli Borgarspítalans
og Landakots. Það getur orðið mjög
erfítt,“ sagði ráðherrann.
Sjá ennfremur blaðsíðu 48.
-----------» ♦ ♦--------
Ekið á aldr-
aða konu
Öldruð kona varð fyrir bíl á
Rauðarárstígnum í gær, um kl.
16, er hún var á leið í pósthúsið
þar. Ökumaðurinn ók raldeiðis
af slysstaðnum án þess að sinna
konunni.
Konan gengur við stafhækju o.
ók bílstjórinn á hækjuna. Við þai
féll konan í götuna. Hún handar-
brotnaði við það að bera höndina
fyrir sig í fallinu. Nærstaddir veg-
farendur komu konunni til hjálpar.
Fékk hún að fara heim er búið
hafði verið um handarbrotið. Hafði
starfsfólk pósthússins hjálpað
konunni við að komast undir
læknishendur.