Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Sverrir Hermannsson bankasljóri á fundi sjálfstæðisfélaga í Reykjavík: Ætlar flokkurinn að halda áfram ofsíj órnarbrj álæði? Kallar eftir stefnu sjálfstæðismanna í sjávarútvegsmálum SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, gagnrýnir stefnu- leysi Sj^lfstaeðisflokksins i sjávarútvegsmálum og spyr hvort flokkur- inn ætli að halda áfram „ofstjórnarbrjálæði Framsóknarflokksins". Þetta kom fram í hugvekju Sverris á jólafundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík siðastliðinn laugardag. „Það er ekki heii brú í þessu flókna ofstjómar- og miðstýringarr kerfí,“ sagði Sverrir er hann ræddi um fyrirkomulag fískveiðistjómun- ar. „Vafalaust, að því er séð verður, erum við á röngu róli með alla okk- ar stýringu á nýtingu landhelginnar. Það blasir við að í hvert einasta skipti, sem þorskstofn er stærstur, verður nýliðun minnst og í hvert einasta sinn sem þorskstofn er minnstur verður nýliðun stærst. Þetta er hægt að rekja frá árinu 1960. Menn spyrja: Hver ósköpin em þetta? Erum við með friðun Faxaflóa, friðun Breiðaljarðar og Þistilfjarðar, að friða ránfískinn, sem étur nýliðunina, eða hvað? Spyr sá, sem ekki veit,“ sagði Sverrir. „Mér ofbýður með öllu ef svo á til að bera að Sjálfstæðisflokkurinn taki nú loksins við forystu í þessum undirstöðuatvinnuvegi okkar og ætli að halda áfram að framkvæma of- stjórnarbijálæði Framsóknarflokks- ins, þó að við bemm meira og minna ábyrgð á ofstjóminni, eins og hún var af hendi leyst þá, og jafnvel með enn meiri þrælatökum en áður,“ sagði Sverrir. „Ég hlýt að vara við þessu sterkiega og kalla eftir því alveg án undanbragða að Sjálfstaeð- isflokkurinn móti sér stefnu í sjávar- útvegsmáium, um nýtingu fískstofna og skipan þessara mála í heild sinni. Þessi stefna er ekki tii.“ Sverrir sagði að stefnan, sem nú væri uppi, væri að leiða þjóðina í ógöngur. „Við sjáum hagfræðinga, sem draga út reiknistokka sína og segja: Er Húsvíkingum nokkuð vandara um að flytja suður til Reykjavíkur en Homstrendingum á sínum tíma? Og við höfum unga menn, sem em að gera sig breiðari en áður, fijálshyggjumenn, sem hafa siíka vanþekkingu á þjóðfélaginu og byggingu þess í heild, að þeir era álíka til verks lagnir og prestur til sinna verka, sem á enn ólesna fjail- ræðuna," sagði hann. Bankastjórinn sagði að uppistaða og inntak Sjálfstæðisflokksins væri einkaframtakið í sjávarútvegi. „Og hvert stefnir nú, þegar menn skrifa um þær þúsundir, sem komi til með að eiga fískstofnana, þegar þeir leyfa sér að sitja fyrir svömm niðri í þingi og segja að eigi að vera einka- eign manna? Þeir fara með vísvit- VEÐUR ÍDAGkl. 12.00 Helmid: VeCurstofa islands (Byggt á vaöurapá kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR l DAG, 17. DESEMBER YFIRLIT: Um 300 km suðsuðaustur af Hvarfi er 950 mb lægð á hreyfingu norðaustur. Skammt norðvestur af landinu er 970 mb lægð sem grynnist og færist einnig norðaustur. SPÁ: í fyrramálið verður norðaustanátt og él á Vestfjörðum, en breytileg eða suðvestanátt og skúrir eða slydduél í öðrum lands- hlutum. Sfðdegis verður vaxandi norðaustanátt og kólnandi veður um allt land. Snjókoma eða éljagangur um allt norðanvert landið, en léttir til sunnan fjalla. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestlæg átt um mest allt iand. Él um sunnan- og vestanvert landið, en úrkomulítið norðaustanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg eða norðaustlæg átt. Él víða um land, þó einkum norðanlands. Svarsimi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hrtastig: 10 gráður á Celsius A stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir / > Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * V Él Þoka Léttskýjað / / / / / / / Rigning 'íllÉb Rálfskýjað / / / * / * 9 5 Þokumóða Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo 4 Mistur Skafrenningur Alskýjað *-**-* Snjókoma * # # K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hhl vefiur Akureyri 5 skýjað Reykjavík 5 skúr Bergen 2 skýjað Helsinki +1 skýjað Kaupmannahöfn 4 þokumóða Narssarssuaq 1 skafrenningur Nuuk vantar Ösló 0 skýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Þórshöfn 8 rigning Algarve 18 rign. ó síð. klst. Amsterdam 3 þoka Barcelona 11 mistur Berlín 1 mistur Chicago vantar Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt *4 þokumóða Glasgow 7 mistur Hamborg 0 mistur London 9 mistur Los Angeles 14 alskýjað Lúxemborg vantar Madríd 9 þokumóða Malaga 15 þokumóða Mallorca 13 skýjað Montreal +15 skýjað New York 0 léttskýjað Orlando vantar París . vantar Madeira vantar Róm vanter Vin +5 hrfmaþoka Washington +3 léttskýjað Winnipeg +11 alskýjað Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sverrir Hermannsson flytur hug- vekju sína í Sjálfstæðishúsinu Valhöll. andi ósannindi, því að brátt kunna að vera stórhöfðingjar teljandi á báðum höndum, sem eiga þetta allt saman, og það á víst að ganga að erfðum. Menn eiga að eiga fisk á uggum, eins og menn áttu áður fé á fæti,“ sagði hann. Dæmdur í 5 mánaða fangelsi SAKADÓMUR í ávana- og fíkniefnamálum hefur dæmt 30 ára gamlan mann í 5 mán- : aða fangelsi fyrir að hafa haft í fórum sínum, í því skyni að seþ’a, 49,5 grömm af amfetam- íni sem hann kastaði frá sér á flótta undan lögreglu í jan- úar síðastliðnum. Lögreglan handtók manninn á hlaupum á Njálsgötu en skömmu áður höfðu lögreglu- menn séð hvar hann kastaði frá sér plastpoka með efninu á Vita- stíg. Við yfirheyrslur bar maður- inn að hafa sótt efnið að felu- stað að Hallgrímskirkju en þar hafi maður sem hann þekkti ekki komið því fyrir og á þann sama stað hafí hann átt að setja 250 þúsund króna borgun þegar hann væri búinn að selja efnið. Maðurinn játaði að hafa ætlað að drýgja efnið með því að þynna það út og selja grammið svo á 5 þúsund krónur. Sala mjólkurdufts: Samdráttur kæmi fyrst o g fremst niður á bændum - segir formaður Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði ÓSKAR H. Gunnarsson, formaður Samtaka afurðastöðva í nyólkur- iðnaði, segir að ef samdráttur verði í sölu á innlendu mjólkurdufti muni það fyrst og fremst koma niður á kúabændum, þar sem það myndi rýra verulega mjólkurframleiðslu þeirra eftir að útflutnings- uppbætur falla niður frá og með 1. september næstkomandi. Hann sagði að það duft sem ekki væri markaður fyrir hérlendis færi fyrst og fremst til osta- og smjörgerðar, og miðað við sölu þessara afurða á innanlandsmarkaði og það mjólkurmagn sem kæmi til mjólkurbú- anna, þá væri ekki um annað að ræða en að setja þær á erlendan markað. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu er í efnahagsaðgerð- um ríkisstjómarinnar gert ráð fyrir að niðurgreiðslum á mjólkurduft til samkeppnisiðnaðar verði hætt, en þess í stað lagt jöfnunargjald á inn- flutt sælgæti. Landbúnaðarráðherra hefur lýst því yfír að hann hyggist ekki leyfa innflutning á mjólkur- dufti, en heimsmarkaðsverð á því er tífalt lægra en á óniðurgreiddu mjólkurdufti hérlendis, og því íhuga sælgætisframleiðendur að flytja inn kakóduft, sem innihéldi mjólkurduft að vemlegu leyti. Óskar H. Gunnarsson sagði að áhrif slíks innflutnings fyrir mjólkur- iðnaðinn fæm fyrst og fremst eftir því hve mikill innflutningurinn yrði, og eins hvemig verðlagningu á hon- um yrði háttað. Hann sagðist telja að jöfnunargjald hlyti að verða sett á innflutt kakóduft í hlutfalli við magn mjólkurdufts í vömnni þar sem það væri I samkeppni við inn- lenda framleiðslu. Fjármálaráðherra; Jöfnunargjaldið löglegt hér á landi FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir jöfnunargjaldið löglegt hér á landi og það beri öllum að fara eftir þeim lögum. Stjórnarfrum- varp um framlengingu á álagningu jöfnunargjalds á innfluttar vörur liggur nú fyrir þinginu. Framkvæmdasljórn Verslunarráðs hefur and- mælt frumvarpinu þar sem það sé í ósamræmi við þá fríverslunarsamn- inga sem ísland hefur gert við EFTA og EB auk þess sem gert hafi verið ráð fyrir að gjaldið félli niður þegar virðisaukaskattur væri tekinn upp. Friðrik Sophusson sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri rétt að gert hefði verið ráð fyrir að jöfn- unargjaldið félli niður þegar virðis- aukaskattur yrði tekinn upp. „Þáver- andi ríkisstjóm felldi skattinn hins vegar ekki niður heldur hækkaði hann þvert á móti úr 3% í 5%. í byrjun þessa árs lækkaði hann í 4% og í haust niður í 3%. Þar hyggj- umst við halda honum fram á mitt ár en þá verður hann lagður af,“ sagði Friðrik. Hann sagði jöfnunargjaldið ekkert meira eða minna ólöglegt nú en það hefði verið en það væri hins vegar rétt að EFTA-þjóðimar gætu gert athugasemdir við það og gripið til gagnráðstafana. „Við væntum þess að þær hafi með okkur biðlund í málinu í hálft ár enda hefiir verið sýnt fram á að uppsöfnunaráhrifun- um af söluskattinum hefur ekki ver- ið útrýmt alveg," sagði Friðrik. Hann sagðist þess fullviss að fmmvarpið um framlengingu á álagningu gjaldsins ætti nægan stuðning á Alþingi, þar sem það hefði verið borið undir báða stjómar- flokka og verið samþykkt af þeim áður en það var lagt fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.