Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
liOFUM
UPNAÐ
nýjan og afar hlýlegan veitingasal
LINDINA, að Rauðarárstíg 18.
Á aðventunni bjóðum við upp á glæsilegt
íslenskt jólahlaðborð með þjóðlegum réttum.
Verðkr. 1490,-
Taktu þér frí frá jólaönnunum og njóttu
frábærrar máltíðar í hádeginu eða að
kvöldinu í glæsilegum, skreyttum
veitingasal Lindarinnar.
Einnig bjóðum við ilmandi heimalagaða
glögg og piparkökur.
Starfsmannafélög og hópar, munið að panta
tímanlega.
Verið velkomin
IRAUÐARÁRSTÍG 18, S: 6233501
„Gullgerðarlist orðsinsu
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
JÓN ÓSKAR: Undir Parísar-
himni. Nýjar þýðingar og saga
franskra ljóða frá Victor Hugo
til nútímans. Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs 1991.
Á þessu ári eru liðin hundrað ár
síðan franska skáldið Arthur Rimb-
aud lést (nánar tiltekið 10. nóvem-
ber). Eftir þetta skáld hefúr Jón
Óskar þýtt mikið og hafa þær þýð-
ingar birst í Ljóðaþýðingum úr
frönsku (1963), Ljóðastund á
Signubökkum (1988) og nú í Undir
Parísarhimni.
Meðal nýrra þýðinga eftir Rimb-
aud eru Brot úr „Gullgerðarlist
orðsins" þar sem eftirfarandi línur
prósaljóðsins minna á þá ólgu sem
knúði skáldið áfram þegar það í
æsku sinni bylti franskri ljóðlist:
„Engum af falsrökum brjálæðis-
ins — bijálæðis sem menn inniloka
— hef ég gleymt: ég gæti farið með
þau öll, ég kann lagið á því.
Heilsu minni var hætta búin,
ógnin kom. Ég féll í margra daga
svefn, og þegar ég reis upp hélt ég
áfram dapurlegum draumum. Ég
var orðinn þroskaður fyrir dauðann,
og eftir hættuslóðum fór veikleiki
minn með mig að endimörkum
heimsins og Kimmeríu, ættlands
dimmu og hvirfilvinda."
Það lætur Jóni Óskari yfirleitt
betur að þýða prósaljóð og hygg
ég að það hafi aldrei komið betur
í Ijós en að þessu sinni. í Undir
Parísarhimni eru prósaljóð ekki í
meirihluta, en meðal slíkra Ijóða
sem lesandi hrífst ' af eru Frú
Montbazon eftir Aloysius Bertrand
(1807-1841), fyrrnefnt ljóð Rimb-
auds, auk Dögunar eftir sama skáld
og öll prósaljóðin þrjú eftir Max
Jacob (1876-1944).
Frumeamin ljóð Jóns Óskars búa
yfir léttleika, þjálu orðfæri og
mjúkri hrynjandi m. a. En þegar
hann þýðir ljóð annarra skálda
bregður stundum fyrir stirðleika
þótt ekki geti það alltaf talist til
skaða.
í Undir Parísarhimni þýðir Jón
Óskar m.a. ljóð frá nítjándu öld sem
höfðu kannski gildi fyrir þróun
franskrar ljóðlistar en verka fremur
gamaldags á lesendur nú. Eftir einn
af frumherjum súrrealismans, Louis
Aragon (1897-1987), er þýtt ljóðið
Ég hefði brátt, sem minnir á hefð-
bundinn skáldskap nítjándu aldar.
Þess ber að geta að Aragon hafn-
aði fyrri verkum sínum, þeim sem
mest gildi höfðu, eftir að hann sneri
sér að þjóðfélagslegum „baráttu-
kveðskap" á stríðsárunum.
René Char (1907-1984) gei’ðist
skæruliðaforingi í baráttu gegn
innrásarheijum Þjóðveija, en slak-
aði ekki á í skáldskap sínum þótt
þar megi sjá merki um stríðið. Eins
og svo mörg frönsk skáld önnur
starfaði Char með súrrealistum og
sneri aldrei að fullu baki við ýmsum
lærdómum þessarar stefnu þótt
hann færi sínar eigin leiðir. Fá
frönsk skáld samtímans hafa náð
lengra í ljóðlist sinni.
Jón Óskar þýðir tvö ljóð eftir
René Char. Nálægðir vitna um
hnitmiðun, náttúrumynd í senn ein-
falda og margræða eins og svo oft
hjá Char. Þetta er ein af bestu
þýðingunum í Undir Parísarhimni:
Hagarnir segja mér lækjaivatn
og lækjarvötnin haga.
Vindurinn er í skýjunum.
Áhugi minn er ferskleiki veðurs.
En býfiugan er dreymandi
og silunprinn skýlir sér.
Fuglinn nemur ei staðar.
Hitt ljóðið eftir Char er Speking-
arnir þar sem þessar eftirminnilegu
línur er að finna: „Við horfum á
flögrandi hold renna um æðar/
Örsmá blóm aðfallsbárunnar/ í
okkur/ Lífið hreyfingin lömunin
dauðinn er ferð á vatni einsog stál-
ásinn/ Stafir töflunnar eru letraðir
á neglda opinbera plötu/ Við snert-
um knút málmsins/ sem veldur
dauða/ án þess að skilja eftir spor.“
Char var einn af meisturum
prósaljóðsins, þeim sem ræktuðu
arfinn frá Rimbaud, en í bókinni
eru því miður engin slík dæmi.
Guillaume Apollinaire (1880-
1918) var eitt af helstu formbylt-
ingarskáldum aldarinnar og hafði
gífurleg áhrif á önnur skáld og líka
aðra listamenn með fordæmi sínu
og brennandi áhuga. Jón Óskar
þýðir eftir hann tvö viðamikil ljóð,
tímamótaljóðið Útgarða og Ástina,
lítilsvirðinguna og vonina. Útgarð-
ar er opið ljóð og útleitið, dæmi-
gert borgarljóð þar sem París er
þungamiðjan. Apollinaire notar rím
í ljóðinu og það freistar Jóns Ósk-
ars. I öðrum þýðingum, m. a. hinni
ensku eftir Olíver Bernard, er rími
sleppt og þykir mér það fara bet-
ur. Þýðing Jóns sem er ofhlaðin
rími getur minnt á dagbókarljóð,
tækifæriskvæði: „Þú lest áætlanir
auglýsingar skrár sem syngja við
raust/ Það er ljóðlist þessa morguns
og í prósa eru blöðin traust/ Það
eru tuttuguogfimmsentíma útgáf-
urnar fullar af lögregluþáttum/ og
myndum af helstu stórmennum og
greinum úr ýmsum áttum.“
Ástin, lítilsvirðingin og vonin
verkar mun nútímalegra ljóð og er
gaman að bera þessi tvö fyrrnefndu
ljóð saman í því skyni að meta hlut-
deild forms í ljóði þótt niðurstaðan
hljóti alltaf að verða að form og
efni séu eitt.
Apollinaire var vissulega nútíma-
maður, einn af hinum fyrstu sem
skynjaði og meðtók borgarlífið,
nýja öld. En hann var að sjálfsögðu
með ýmsar leifar hins liðna í
farangri sínum, einkennilegt sam-
bland raunsæis og rómantísku:
Svona nú mannshjarta mitt það er að
slokkna á lampanum
Helltu á hann blóði þínu
Svona nú líf mitt nærir þennan lampa á ást
Svona nú fallbyssur opnið veginn
Og komi að lokum sigurtíminn heimferðar-
tíminn kær
Hann sagðist gefa von sinni alla
framtíðina, en í hans augum var
þessi framtíð skjálfandi „einsog lít-
ill þogi langt úti í skógi".
Ég vil ekki láta hjá líða að geta
þess hve mikils virði það er íslensk-
um lesendum að kynnast skáldum
eins og til að mynda Yves Bon-
nefoy (f. 1923), René Depestre (f.
1926) og Jacques Réda (f. 1929) í
þýðingu Jóns Óskars. Það kemur
mér aftur á móti á óvart að meiri
háttar franskra skálda samtímans
eins og Philippe Jacottet (f. 1925)
og Jacques Roubaud (f. 1932) skuli
að engu getið, ekki einu sinni
minnst á þá í hinni ítarlegu sögu
franskra ljóða sem nær yfir hundr-
að blaðsíður í bókinni. Virða ber
þó fyrirvara Jóns að ekki sé um
„neina algilda eða tæmandi sögu“
að ræða.
Yngri manna bíður það verkefni
að halda áfram brautryðjandastarfi
Jóns Óskars við kynningu franskrar
ljóðlistar.
Jón Óskar fer víða í sögu sinni
og bætir miklum fróðleik við það
sem hann hefur áður skrifað, m. a.
í Ljóðaþýðingum úr frönsku og
Ljóðastund á Signubökkum. Æski-
legt væri reyndar að Jón sam-
ræmdi ritgerðir sínar og gerði úr
þeim eina. Það yrði vel þegið og
kæmi ekki síst frönskunemendum
að gagni.
í Kaupmannahöfn
FÆST
I BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGf
T-Jöfdar til
X JLfólks í öllum
starfsgreinum!