Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 15 Jón Óskar Það sem Jón Oskar færir m. a. sönnur á í sögu sinni er að torvelt reynist oft að benda á upphafs- menn, ég tala nú ekki um upphafs- mann breytinga í bókmenntum. Á til dæmis að skipa Guillaume Apoll- inaire framar en Blaise Cendrars (1887-1961) sem orti tímamótaljóð sitt Páska (síðar kallað Páskar í New York) ári áður en Apollinaire orti Útgarða? Nokkuð er um endurtekningar hjá Jóni Óskari í sögu franskra ljóða og ónákvæmni sem stafar lík- lega af skorti á heimildum eða tak- mörkuðum bókakosti. Hann á það Arthur Rimbaud til dæmis til að gefa í skyn að skáld sem dáin eru fyrir þó nokkru séu enn á lífi (Henri Michaux). Fengur er í skilgreiningum Jóns Óskars á hinum herskáa og öfga- fulla fútúrisma og á dadaisma sem eins og kunnugt er rann saman við súrrealismann. Súrrealistarnir náðu lengst í ljóðlistinni og settu mark sitt á alla ljóðlist sem á eftir kom í Frakklandi og fleiri löndum. Höfuðgoð þeirra var að sönnu Arthur Rimbaud sem taldi „æðið“ og „rugling skilningarvitanna" meðal helstu boðorða skáldspá- manna. Hveiju laug Wang- Fo að keisaranum? BókjÉnenntir i Jóhann Hjálmarsson Marguerite Yourcenar: Austur- lenskar sögur. Thor Vilhjálms- son þýddi. Mál og menning 1991. Marguerite Yourcenar (1903- 1987) vann sér það til frægðar að verða fyrst kvenna til að hreppa sæti í frönsku akademíunni. Hún er annars þekktust fyrir sögulegar skáldsögur sínar. Austurlenskar sögur sem nýkomnar eru út í þýð- ingu Thors Vilhjálmssonar sækja eins og heitið bendir til efni sitt til Austurlanda og oft nýtir skáldkon- an sér kunnar þjóðsögur og sígild ævintýri við gerð sagnanna. í eftirmála Austurlenskra sagna gerir Yourcenar grein fyrir sögun- um sem birtust fyrst 1938 og köll- uðust þá Sögur og þættir, en sú bók sem hér um ræðir kom endur- skoðuð og töluvert stytt 1963. Um fyrstu söguna í bókinni, Hvernig Wang-Fo varð borgið, skrifar Yourcenar að hún sé ,,inn-' blásin af taóískri vegsömun hins gamla Kína“. Þessi saga er lang eftirminnilegasta sagan í Austur- lenskum sögum að mínum dómi. Taóisma þekkjum við úr verkum annarra rithöfunda, enda oftlega fjallað um slíkar tilhneigingar í verkum Halldórs Laxness, smásög- um hans, leikritum og ekki síst skáldsögum eins og Kristnihaldi undir Jökli. Gamli málarinn Wang-Fo og Ling, nemandi hans, eru söguhetjur Hvernig Wang-Fo varð borgið. Wang-Fo sem náð hefur fullkbmn- un í list sinni er kallaður fyrir keis- arann og það kemur í ljós að sonur himinsins getur ekki umborið snilld hans, það að sá gamli er virtur með þeim hætti að nálgast dýrkun kyndir undir afbrýði keisarans. I mælskri ræðu keisarans yfir Wang-Fo þar sem hann skýrir þá ákvörðun sína að láta taka málar- ann af lífi kennir margra grasa, m.a. þessara: „Þú hefur logið að mér Wang- Fo, gamli svikari. Heimurinn er bara safn af óljósum litadeplum, sem er kastað í tómið af brjáluðum málara, og sífellt þurrkaðir út með tárum okkar. Ríkið Han er ekki fegurst allra konungdæma, og ég er ekki keisarinn. Hið eina keisara- dæmi þar sem er nokkurs vert að ríkja er það sem þú átt inngengt í, gamli Wang, um leið hinna Þús- Marguerite Yourcenar und Boglína og Tíu Þúsund Lita. Þú einn ríkir í friði á fjöllum þökt- um snjó sem aldrei nærtið bráðna, á völlum narsissliljublóma sem geta ekki dáið ..." Vanda sinn leysir Wang-Fo með þeim hætti að við fáum innsýn í hvenig listinni auðnast örsjaldan að taka lífinu fram, en Marguerite Yourcenar ætlast ekki til þess að lesandinn skiiji „lausn“ sögunnar mjög jarðneskum skilningi. í Hinu dapra lífi Kornelíusar Berg hittum við aftur fyrir málara. Þráðurinn er tekinn upp um líf og list og hinn mikla málara, Guð. Þetta er gert með eilítið kaldhæðn- islegum hætti. I sögum Marguerite Yourcenar er víða óhugnaður sem lýsir áráttu hennar að segja frá hinu litríka í lífinu. Meðal slíkra dæma eru sög- urnar Bros Markó, Ekkjan Afród- issía og Kalí hálshöggvin. Best þykir mér Yourcenar takast upp í sögum þar sem frásögnin, Iistin að segja sögu, nær undirtökum svo að hún setur sér ekki þröngar skorður. Það að takmarka sig kann hún aftur á móti vel. Eins og tilvitnun í Hvernig Wang-Fo varð borgið sýnir er þýð- ing Thors Vilhjálmssonar á sögun- um skáldleg og víða innblásin, en þó hófleg þegar við á. Þessar Aust- urlensku sögu Marguerite Yourcen- ar eru kærkonmar. TOPPMYNDIR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA: MYNDARLEGUR JÓLAGJAFALISTI TILAÐ STYÐJAST VIÐ! Því ekki að gefa myndband í jólagjöff Þú getur valið úrfjölda toppmynda með helstu kvikmyndastjömum undanfarinna ára. Þú færð eitthvað fyrir alla á sérstöku jólatilboðsverði í helstu stórmörkuðum og verslunum um land allt. Verð frá 2090 kr. □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ — Airport 77...............-...............2.190.- An American Tail........................2.190.- Back to the Future......................2.190.- Back to the Future II...................2.490.- Beverly Hills Cop.......................2.190.- Beverly Hills Cop II.....................2.190- Breakfast Club...........................2.190- Cat People..............................2.190.- Chinatown...............................2.190.- Crocodile Dundee II.....................2.490.- E.T.....................................2.190.- Fatal Attraction........................2.490.- Ghost...................................2.490.- Godfather...............................2.190.- Godfather II............................2.490.- Grease..................................2.190.- Hunt for Red October....................2.290.- Jaws....................................2.190.- Jaws II.................................2.190.- K-9.....................................2.190.- Land before Time........................2.190.- Love Story..............................2.190.- Mask....................................2.190.- Naked Gun...............................2.190.- Nighthawks..............................2.190.- Officer and a Gentleman............... 2.190.- Pet Semetary............................2.190.- Raiders of the Lost Ark.................2.190.- Indiana Jones & the Last Crusade........2.490.- Indianajones & theTempIeof Doom..........2.190.- Saturday Night Fever....................2.190.- Scarface................................2.090.- Shirley Valentine.......................2.290,- Staying Alive...........................2.190.- Ten Commandments........................2.490.- Thing...................................2.190.- Top Gun.................................2.190.- Twins...................................2.190.- Uncle Buck............................ 2.290.- Witness.................................2.190.- MVNDBÖND Dreifing: BEROrn Sími 91-677966 Xk^niidu 2.190.- —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.