Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
15
Jón Óskar
Það sem Jón Oskar færir m. a.
sönnur á í sögu sinni er að torvelt
reynist oft að benda á upphafs-
menn, ég tala nú ekki um upphafs-
mann breytinga í bókmenntum. Á
til dæmis að skipa Guillaume Apoll-
inaire framar en Blaise Cendrars
(1887-1961) sem orti tímamótaljóð
sitt Páska (síðar kallað Páskar í
New York) ári áður en Apollinaire
orti Útgarða?
Nokkuð er um endurtekningar
hjá Jóni Óskari í sögu franskra
ljóða og ónákvæmni sem stafar lík-
lega af skorti á heimildum eða tak-
mörkuðum bókakosti. Hann á það
Arthur Rimbaud
til dæmis til að gefa í skyn að skáld
sem dáin eru fyrir þó nokkru séu
enn á lífi (Henri Michaux).
Fengur er í skilgreiningum Jóns
Óskars á hinum herskáa og öfga-
fulla fútúrisma og á dadaisma sem
eins og kunnugt er rann saman við
súrrealismann. Súrrealistarnir
náðu lengst í ljóðlistinni og settu
mark sitt á alla ljóðlist sem á eftir
kom í Frakklandi og fleiri löndum.
Höfuðgoð þeirra var að sönnu
Arthur Rimbaud sem taldi „æðið“
og „rugling skilningarvitanna"
meðal helstu boðorða skáldspá-
manna.
Hveiju laug Wang-
Fo að keisaranum?
BókjÉnenntir i
Jóhann Hjálmarsson
Marguerite Yourcenar: Austur-
lenskar sögur. Thor Vilhjálms-
son þýddi. Mál og menning 1991.
Marguerite Yourcenar (1903-
1987) vann sér það til frægðar að
verða fyrst kvenna til að hreppa
sæti í frönsku akademíunni. Hún
er annars þekktust fyrir sögulegar
skáldsögur sínar. Austurlenskar
sögur sem nýkomnar eru út í þýð-
ingu Thors Vilhjálmssonar sækja
eins og heitið bendir til efni sitt til
Austurlanda og oft nýtir skáldkon-
an sér kunnar þjóðsögur og sígild
ævintýri við gerð sagnanna.
í eftirmála Austurlenskra sagna
gerir Yourcenar grein fyrir sögun-
um sem birtust fyrst 1938 og köll-
uðust þá Sögur og þættir, en sú
bók sem hér um ræðir kom endur-
skoðuð og töluvert stytt 1963.
Um fyrstu söguna í bókinni,
Hvernig Wang-Fo varð borgið,
skrifar Yourcenar að hún sé ,,inn-'
blásin af taóískri vegsömun hins
gamla Kína“. Þessi saga er lang
eftirminnilegasta sagan í Austur-
lenskum sögum að mínum dómi.
Taóisma þekkjum við úr verkum
annarra rithöfunda, enda oftlega
fjallað um slíkar tilhneigingar í
verkum Halldórs Laxness, smásög-
um hans, leikritum og ekki síst
skáldsögum eins og Kristnihaldi
undir Jökli.
Gamli málarinn Wang-Fo og
Ling, nemandi hans, eru söguhetjur
Hvernig Wang-Fo varð borgið.
Wang-Fo sem náð hefur fullkbmn-
un í list sinni er kallaður fyrir keis-
arann og það kemur í ljós að sonur
himinsins getur ekki umborið snilld
hans, það að sá gamli er virtur
með þeim hætti að nálgast dýrkun
kyndir undir afbrýði keisarans.
I mælskri ræðu keisarans yfir
Wang-Fo þar sem hann skýrir þá
ákvörðun sína að láta taka málar-
ann af lífi kennir margra grasa,
m.a. þessara:
„Þú hefur logið að mér Wang-
Fo, gamli svikari. Heimurinn er
bara safn af óljósum litadeplum,
sem er kastað í tómið af brjáluðum
málara, og sífellt þurrkaðir út með
tárum okkar. Ríkið Han er ekki
fegurst allra konungdæma, og ég
er ekki keisarinn. Hið eina keisara-
dæmi þar sem er nokkurs vert að
ríkja er það sem þú átt inngengt
í, gamli Wang, um leið hinna Þús-
Marguerite Yourcenar
und Boglína og Tíu Þúsund Lita.
Þú einn ríkir í friði á fjöllum þökt-
um snjó sem aldrei nærtið bráðna,
á völlum narsissliljublóma sem geta
ekki dáið ..."
Vanda sinn leysir Wang-Fo með
þeim hætti að við fáum innsýn í
hvenig listinni auðnast örsjaldan
að taka lífinu fram, en Marguerite
Yourcenar ætlast ekki til þess að
lesandinn skiiji „lausn“ sögunnar
mjög jarðneskum skilningi.
í Hinu dapra lífi Kornelíusar
Berg hittum við aftur fyrir málara.
Þráðurinn er tekinn upp um líf og
list og hinn mikla málara, Guð.
Þetta er gert með eilítið kaldhæðn-
islegum hætti.
I sögum Marguerite Yourcenar
er víða óhugnaður sem lýsir áráttu
hennar að segja frá hinu litríka í
lífinu. Meðal slíkra dæma eru sög-
urnar Bros Markó, Ekkjan Afród-
issía og Kalí hálshöggvin. Best
þykir mér Yourcenar takast upp í
sögum þar sem frásögnin, Iistin að
segja sögu, nær undirtökum svo
að hún setur sér ekki þröngar
skorður. Það að takmarka sig kann
hún aftur á móti vel.
Eins og tilvitnun í Hvernig
Wang-Fo varð borgið sýnir er þýð-
ing Thors Vilhjálmssonar á sögun-
um skáldleg og víða innblásin, en
þó hófleg þegar við á. Þessar Aust-
urlensku sögu Marguerite Yourcen-
ar eru kærkonmar.
TOPPMYNDIR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA:
MYNDARLEGUR
JÓLAGJAFALISTI
TILAÐ
STYÐJAST VIÐ!
Því ekki að gefa myndband í jólagjöff
Þú getur valið úrfjölda toppmynda með helstu kvikmyndastjömum
undanfarinna ára. Þú færð eitthvað fyrir alla á sérstöku
jólatilboðsverði í helstu stórmörkuðum og verslunum um land allt.
Verð frá 2090 kr.
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
—
Airport 77...............-...............2.190.-
An American Tail........................2.190.-
Back to the Future......................2.190.-
Back to the Future II...................2.490.-
Beverly Hills Cop.......................2.190.-
Beverly Hills Cop II.....................2.190-
Breakfast Club...........................2.190-
Cat People..............................2.190.-
Chinatown...............................2.190.-
Crocodile Dundee II.....................2.490.-
E.T.....................................2.190.-
Fatal Attraction........................2.490.-
Ghost...................................2.490.-
Godfather...............................2.190.-
Godfather II............................2.490.-
Grease..................................2.190.-
Hunt for Red October....................2.290.-
Jaws....................................2.190.-
Jaws II.................................2.190.-
K-9.....................................2.190.-
Land before Time........................2.190.-
Love Story..............................2.190.-
Mask....................................2.190.-
Naked Gun...............................2.190.-
Nighthawks..............................2.190.-
Officer and a Gentleman............... 2.190.-
Pet Semetary............................2.190.-
Raiders of the Lost Ark.................2.190.-
Indiana Jones & the Last Crusade........2.490.-
Indianajones & theTempIeof Doom..........2.190.-
Saturday Night Fever....................2.190.-
Scarface................................2.090.-
Shirley Valentine.......................2.290,-
Staying Alive...........................2.190.-
Ten Commandments........................2.490.-
Thing...................................2.190.-
Top Gun.................................2.190.-
Twins...................................2.190.-
Uncle Buck............................ 2.290.-
Witness.................................2.190.-
MVNDBÖND
Dreifing:
BEROrn
Sími 91-677966
Xk^niidu 2.190.-
—