Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 18
18
MQRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Það er ekki hægt að
komast hjá því að brosa
Bækur
Arnór Ragnarsson
Guðmundur Sv. Hermannsson og
Guðmundur Páll Arnarson:
Bermudabrosið. Þegar íslend-
ingar urðu heimsmeistarar í
brids. Útgefandi Bridssamband
Islands.
Það fór ekki framhjá landsmönn-
um á haustdögum þegar íslenzka
landsliðið kom heim úr frægðarför
til Japans með fyrsta heimsmeist-
aratitil íslendinga í flokkaíþrótt.
Nú er komin út bók skrifuð af okk-
ar bestu dálkahöfundum í brids.
Fyrri hlutann skrifar Guðmundur
Sv. Hermannsson. Hann lýsir í upp-
hafí bókar íslenzku spilurunum,
starfi þeirra, geði og stíl við spila-
borðið, eins og hann þekkir þá.
Kynnt eru grundvallaratriði íþrótt-
arinnar, lauslega er farið yfir kerfi
spilaranna, og ekki sízt er fyrirlið-
anum, Birni Eysteinssyni, lýst en
Guðmundur þekkir hann manna
best enda spilafélagi í gegnum árin.
Bókin lýsir undirbúningi fyrir HM
í Japan og svo öllum leikjunum til
síðasta spils og er þar oft sagt
skemmtilega frá. Eflaust tnuna
flestir líka eftir nýjum stíl sem ís-
lenzku spilararnir tóku upp í loka-
keppninni, þar sem þeir ákváðu að
brosa til andstæðinganna þrátt fyr-
ir að eitthvað færi miður.
Byijum á að vitna í kaflann þar
sem undirbúningur liðsins stendur
yfír. Björn Eysteinsson fyrirliði
ákveður að gengið verði á Helga-
fell: „Örn sagði síðar svo frá, að
þegar þeir lögðu af stað í Helga-
fellsgönguna hefði veðrið verið
sæmilegt, en rigning og nokkuð
hvasst. En uppi í miðjum hlíðum
skall á kolvitlaust veður. Spilararn-
ir urðu því að skríða til að ijúka
ekki niður af fjallinu í verstu hvið-
unum og voru orðnir verulega
hræddir."
Guðmundur Sv. lýsir mörgum
manngerðum í bókinni og ósjálfrátt
teiknar lesandinn þá upp í huga
sér. Sem dæmi má nefna lýsingu
hans á tveimur japönskum spilurum
en þar segir m.a.: „ .. annar þeirra
var hár og grindhoraður og fræði-
mannslegur í útliti, meðan hinn var
lítill samanbitinn naggur sem gæti
hafa stokkið ljóslifandi út úr amer-
ískum glæpamyndum um japönsku
mafíuna."
Þeir sem fylgdust með frétta-
flutningi Guðmundar Sv. af mótinu
muna eflaust eftir frásögnum af
rimmu Jóns Baldurssonar og Tony
Forrester en hinn síðarnefndi er
einn alsterkasti bridsspilari Breta
og veit af því, eins og segir í bók-
inni. Þessari rimmu er lýst og enda-
lokum hennar sem urðu þessi: „Og
Jón hitti ijandvin sinn Forrester,
sem sagði að Bandaríkjamenn
hefðu komið að máli við sig áður
en leikurinn byijaði og spurt hvern-
ig þeir ættu að búa sig undir leik-
inn gegn íslandi. „Þið skulið búa
ykkur undir að tapa honum,“ sagð-
ist Forrester hafa sagt, og þakkaði
Jóni svo fyrir að hafa ekki gert sig
að ómerkingi.“
Lýsingar Guðmundar Sv. á und-
anúrslitaleiknum við Svía og úrslit-
Sagan um Klöru
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Auður Ingvars: Hvenær kemur
nýr dagur? - Orlagasaga fólks.
Útg. Fjölvi 1991.
Við búum í lagskiptu samfélagi.
Þar sem margt lítur vel og snyrti-
lega út á ytra borði en þegar litið
er undir yfirborð kemur margt held-
ur óþverralegt í ljós. Kvennaat-
hvarf, Stígamót, áhugamannasam-
tök um eyðni, áfengi og önnur vímu-
efni og svo má lengi telja. Börn eru
litin hornauga nema við sérstök
tækifæri þegar henta þykir, sama
máli gegnir um konuna. Henni er
hampað við ákveðin tækifæri en
vanmetin í ótal mörgu, launamál
kvenna eru auðvitað sérkapítuli.
En samt eigum við líka okkar plast-
lið. Fólkið í fínu og smart fötunum
sem lifir svo eftirsóknarverðu og
spennandi lífi. Þar sem allt hlýtur
að vera í sómanum. Eða er það
ekki? Kannski er það oftar á ytra
borðinu en menn hyggja. Það er
bara í þægilegri aðstöðu til að fela
það sem passar ekki inn í glans-
myndina.
Ofbeldi, glæpir og hvers konar
harmleikir eru hvarvetna. Hins veg-
ar hentar það okkur flestum að loka
augunum fyrir þeim. Þeir sem búa
við harma og erfiðleika eru ekki
nógu smart og það hlýtur að vera
allt fyrir eigin aumingjaskap. Þann-
ig er ljómandi þægilegt að afgreiða
málið.
í skáldsögu Auðar Ingvars er
tekið á einum anga af stóru vanda-
máli, ofbeldi á heimilinu. Þar sem
eiginmaðurinn beitir konu sína
Klöru ofbeldi, heldur henni næstum
því gangandi, ef svo má orða það,
á angist og skelfingu. Verður hún
barin þegar hann kemur heim næst?
Og þó Auður kafí ekki eftir því
dýpra - leiti ekki svara við spurn-
ingunni um af hverju Klara sættir
sig við ofbeldið - á sagan rétt á
sér þó ekki væri nema fyrir það að
fjalla um þennan þátt. Sem er ekki
„inni“ því kona sem lætur misþyrma
sér hlýtur að eiga sök á því sjálf.
AuðurIngvars
Hún hlýtur að vera hálfgerður aum-
ingi og dusilkona að láta þetta yfir
sig ganga.
Það vantar ekki kraftinn í sög-
una, en þær hliðstæður sem Auður
stillir upp, Klara annars vegar og
Halla, hin sterka, hins vegar verða
ekki nægilega tengdar vegna þess
að höfundi er hreinlega of mikið
niðri fyrir. Hún vandar ekki fléttuna
nóg. Sinnir stundum of mikið um
aukaatriði sem ekki verður séð að
skipti máli, ég nefni undirbúning
hátíðahaldanna í þorpinu. Kannski
vakir fyrir Auði að undirbúa slysið
sem verður en það gengur ekki upp
hjá henni.
Höfundur á auðvelt með að skrifa
samtöl og hefur léttan frásagnar-
máta. En það vantar samt meiri
fyllingu í söguuppbygginguna og
persónan Halla verður ekki nógu
trúverðug þó saga hennar einnar
og sér væri efni í bók.
Það er greinilegt að Auður getur
sagt sögu en hún þarf að vanda
betur til verka, hafa á hreinu hvað
það er sem hún vill segja og gæta
að því að fara ekki út um víðan
völl með söguna.
aleiknum við Pólveija eru tæmandi
og góðar. Þar má bæði lesa og-lesa
milli lína um ákvörðun Björns fyrir-
liða að hvíla Guðlaug og Örn allan
leikinn gegn Svíum en þetta hlýtur
að vera umdeildasta efni bókarinn-
ar.
Saga Guðmundar Sv. er mjög
aðgengileg og skemmtileg og hægt
að tína til endalaust gullmola. Eg
hefði t.d. viljað sjá þegar Þorlákur
gleymdi að brosa og hausinn á hon-
um kom undir skermtjaldið og hann
spurði Guðmund Pál hvað hann
hefði eiginlega verið að hugsa þeg-
ar hann opnaði.
Aftast í kafla Guðmundar Sv. er
að finna öll úrslit í mótinu og nöfn
allra spilaranna.
Síðari hluti bókarinnar er með
hálfan fjórða tug spila úr úrslita-
keppninni sem Guðmundur Páll
Amarson hefir valið. Guðmundur
hefir verið talinn eini atvinnumaður
okkar í brids og þeir sem til þekkja
geta tekið undir lýsingu Guðmundar
Guðmundur Páll Arnarson.
Sv. í téðri bók en þar segir: „Hann
á það til að eyða miklum tíma í að
leita að spilaleiðum sem standast
fagurfræðilegar, ekki síður en
tæknilegar kröfur. Stundum verður
honum hált á þessu en ef vel tekst
til getur hann búið til listaverk við
borðið."
Bókin er prýdd fjölda mynda sem
reyndar eru flestar teknar í lit en
Guðmundur Sv. Hermannsson.
prentaðar í svart/hvítu þannig að
gæðin verða ekki eins og best verð-
ur á kosið. Bókin hefði mátt vera
svolítið lengri. Þá hefði t.d. mátt
segja meira frá eiginkonum spilar-
anna og hlut þeirra í móti sem
þessu. Hins vegar ber á það að líta
að í upphafi stóð aðeins til að gefa
út blað en endirinn varð ágæt bók
skrifuð á mettíma.
SOLARLJOÐ
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Sólarljóð. Útgáfa og umfjöllun:
Njörður P. Njarðvík. Bókmennt-
afræðistofnun HÍ og Menningar-
sjóður. 1991.
Sólarljóð eru með merkustu trú-
arljóðum sem við eigum á íslensku.
Þau voru ort einhvem tíma í kaþ-
ólskum sið, líklega á 13. öld, og
voru af elnhveijum dularfullum
ástæðum lítt þekkt fram eftir öld-
um. Það var ekki fyrr en með fom-
aldaráhuga 17. og 18. aldar manna
að rykið var dustað af þeim. Þá
voru skinnhandritin að mestu glöt-
uð og það eina sem varðveittist
voru ósamhljóða pappírshandrit.
Fræðileg - alþýðleg?
Þess vegna er skiljanlegt að
fræðilegrar útgáfu á handritum
Sólarljóða hefur lengi verið beðið.
í formála að þessari útgáfu segir
Njörður P. Njarðvík m.a.: „Sú út-
gáfa Sólarljóða sem hér birtist, er
reist á athugun á öllum handritum
kvæðisins, en aðalhandrit er AM
166 B 8vo frá miðri 17. öld. Ég
hef rannsakað öll varðveitt handrit
og skráð orðamun þeirra, og mun
það í fyrsta sinn sem það er gert.“
Það er bæði gott og fróðlegt að
vita að grunnvinnan er svo ýtarleg.
En svo bætir Njörður við: „Ekki er
þeesi orðamunur tilfærður hér, enda
um almenningsútgáfu að ræða, en
það verður gert í sérstakri útgáfu.“
Við þessi orð má búast við að les-
andinn verði dálítið ráðvilltur. Er
víst að þessi útgáfa hefði endilega
orðið almenningi fráhverf þótt ýtar-
legur orðalagssamanburður hefði
fylgt? Samanburðinn hefði mátt
auðgreina með smærra letri eða
einfaldlega setja hjann allan í einn
kafla. Sú spurning| er líka nærtæk
hvort það sé hlutvérk Bókmennta-
fræðistofnunar háskólans að gefa
út verk sem er eihkum ætlað al-
menningi.
Bygging bókarinnar segir tölu-
vert um hve viðamikið verk er að
ræða. Sjálf Sólarljóðin ná aðeins
yfir 28 blaðsíður. Aðrir meginhlutar
bókarinnar teygja sig yfir 180 bls.
og bera heitin Skýringar; Bygg-
ing, kvæðisheild, túlkun; Hug-
mynda- og rittengsl; Rit í
óbundnu máli; Aldur og höfund-
ur. Af þessum hlutum sýnist mér
sá um skýringarnar bæði frumleg-
astur og þarfastur.
Njörður segir tilgang útgáfunnar
margþættan. Fyrst og fremst vakir
fyrir honum að auðvelda nútímales-
endum að skilja kvæðið. En þótt
tilgangurinn sé margbreytilegur -
einhver gæti kallað hann sundur-
lausan - viðurkennir þessi lesandi
hér að umfjöllun Njarðar um Sólar-
ljóðin markast mjög af fræðilegum
vinnubrögðum.
Orðskýringar
Ég nefni sem dæmi afstöðu
Njarðar til orðskýringa. Njörður
hikar ekki við að færa til upphafs
- eftir yfirvegun og vandaða rök-
færslu - orðmyndir sem fyrri tíma
útgefendur höfðu breytt, „leiðrétt",
svo að þau féllu betur að þeirra
eigin hugmyndum um verkið. 80.
erindi hefst svo:
Hveiju ...
þeir bellt hafa
Sváfur og Sváfurlogi.
Hér hefur fallið burt orð í fyrstu
línu. Sophus Bugge bætti þarna inn
„bölvi“ vegna stuðlasetningarinnar.
Njörður afþakkar slíka viðbót. Við
verðum bara að una því að fá aldr-
ei að vita hvað þarna stóð.
Annars staðar í orðskýringunum
tekst Nirði að mínum dómi prýði-
lega að dýpka skilning 20. aldar
lesenda. Fyrir nokkrum árum las
yfírrjtaður Sólarljóð með fram-
haldsskólanemum hér í bæ. Ýmis-
legt var rætt og m.a. upphafið á
39. erindi, einu af þessum fögru
Ijóðum í Lífi og dauða:
Sól eg sá,
sanna dagstjörnu,
drúpa dimmheimum í.
Erfítt þótti þá nemendum jafnt
sem kennara að kyngja því að þarna
væri eingöngu átt við sólina í eigin-
legri merkingu. Táknræn túlkun á
hinni sönnu dagstjörnu liggur ekki
á lausu, helst er að láta sér detta
í hug „Ijós heimsins“, þ.e. Krist.
Njörður tekur fyrir „sanna dag-
stjörnu“ og rifjar upp orð Björns
M. Ólsens um hana. Hann hélt því
fram að höfundur hafí bætt við
,,„sanna“ til að gefa í skin, að sól-
in, sem skín á daginn, enn ekki
morgunstjarna, sje hin eina sanna
dagstjarna". Njörður hafnar svo
einfaldri skýringu og vitnar í Opin-
berun Jóhannesar og Síðará Péturs-
bréf þar sem talað er um morgun-
stjörnu á táknrænan hátt. Njörður
bendir enn fremur á að í sálmi frá
4. öld eftir Hilarius sé Kristur
nefndur „verus Lucifer" („hinn
sanni ljósberi" eða „hin sanna
morgunstjarna“).
Aldur kvæðisins
Margir fræðimenn hafa velt
vöngum yfir leyndardómum þessa
trúarkvæðis. Sérstaklega hefur
Njörður P. Njarðvík
aldur kvæðisins vafist fyrir þeim.
Njörður rekur stuttlega vangaveltur
8 fræðimanna undir lok bókarinnar.
R. Kayser teygir fyrri tímamörkin
lengst aftur, hann telur kvæðið ort
á mörkum kristni og heiðni.
Guðbrandur Vigfússon telur
Sólarljóð frá seinni hluta 11. aldar
og vera ort á Bretlandseyjum, segist
enda sjá í þeim írsk áhrif. Björn
M. Ólsen álítur Sólarljóð ort í lok
13. aldar. Þarna munar því allmiklu
á áliti fræðimanna. Njörður
fullyrðir að óhugsandi sé að
Sólarljóð séu eldri en frá því um
1200. Rittengsl við Svipdagsmál og
Hugsvinnsmál styðji það. Síðari
aldursmörkin telur Njörður vera um
1250 og færir sem röksemd
yrkisefni kvæðisins. Þar er m.a. ort
um sviksemi og tryggðarof og ort
gegn veraldarhyggju og gáleysi,
löstum sem einkenndu
Sturlungaöldina öðrum öldum
fremur.
Sólarljóð á okkar dögum
Nú á tímum eru Sólarljóð gjarnan
á námsskrá framhaldsskólanna og
eru þá Sýnisbók Sigurðar Nordals
eða Eddukvæðaútgáfa Ólafs |
Briems lagðar til grundvallar. Ótví-
ræður fengur er að þessari útgáfu
Njarðar því hún er hvort tveggja í
senn: miklu aðgengilegri og geymir
ýtarlegri skýringar en aðrar
útgáfur á Sólarljóðum ætlaðar til
almennra nota.
í þessu tilliti hefur Njörður slegið
töluvert af fræðilegum kröfum eins,
og áður var minnst á. Hann leyfii'
sér „allpersónulega túlkun“ og telur
erfitt að nálgast mýstískan hluta
kvæðisins með öðru móti. Undir
þetta sjónarmið er auðvelt að taka,
sérstaklega ef útgefanda er
umhugað um að ná til breiðs
lesendahóps. Og slíkt sjónarmið er
beinlínis nauðsynlegt eigi Sólarljóð
að höfða til komandi kynslóða.