Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 .
23
framtak er mun eldra en tilurð
heilsugæslustöðvanna. En Heilsu-
verndarstöðin hefur staðið ein sem
stofnun og fellur ekki lengur að
þeim hugmyndum, sem menn gera
sér um framkvæmd þessarar heilsu-
verndar.
Því kom það nokkuð á óvart, að
borgarstjórn Reykjavíkur skyldi
nýlega sjá ástæðu til að álykta sér-
staklega um Heilsuverndatstöð
Reykjavíkur. Mátti lesa á milli
línanna bæði í ályktuninni og grein-
argerð með henni, að skaði yrði af
því, að heilsuverndin flyttist til
heilsugæslustöðvanna eins og lög
gerðu ráð fyrir. Einu faglegu rökin,
sem finna mátti í greinargerðinni,
voru þau, að „þróunarstofnun" eins
og Heilsuverndarstöðinni væri ætl-
að að verða, væri nauðsynlegt að
hafa „grasrótarstarf" svo sem ung-
barnaeftirlit og mæðravernd innan
sinna veggja.
Þetta er misskilningur.
Ef menn fallast á það, sem áður
hefur verið sagt um Síamstvíburana
„Lækningar og Heilsuvernd", þá
er það ljóst að samþykkt þessi
stendur á brauðfótum. Eflaust er
hún gerð í góðri trú og með velferð
Reykvíkinga í huga. En hætta er
á, að hún tefji þá þróun, sem telja
verður hagfellda. Erfitt er að koma
auga á annað, en að þurrafúi kom-
ist í Heilsuverndarstöðina að
óbreyttu. Hana skortir nú orðið hinn
heilbrigða jarðveg.
Nema borgaryfirvöld sjái að sér.
Heilsuverndarstöðin getur auð-
vitað gegnt mikilvægu hlutverki í
heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar.
Það gerir hún best, með því að
byggja starf sitt á þeim mannafla,
þeirri þekkingu og þeirri gagnaöfl-
un sem fram fer úti í grasrótinni —
á heilsugæslustöðvunum og lækna-
miðstöðvum, sem tekið hafa að sér
skyldur heilsuverndarinnar.
Höfundur er formaður Félags
íslenskra heimilislækna.
Friðrik Ó. Schram.
TVO
TRÚARRIT
HORNSTEINN hefur gefið út tvö
rit eftir Friðrik Ó. Schram, guð-
fræðing. Þau heita Tengsl
tveggja heima og Grunnur að
góðu lífi.
Undirtitill Tengsla tveggja heima
bendir til efnis ritsins, en hann er:
30 spurningar og svör um spírit-
isma, kristna trú og framhaldslíf.
Ritið er 63 blaðsíður.
Grunnur að góðu lífi ber undirtit-
ilinn „Biblíulestrar fyrir einstakl-
inga og hópa um nokkur grundvall-
aratriði kristinnar trúar.“ í inn-
gangsorðum til lesenda segir m.a.:
„Þetta biblíulestrarhefti er hugsað
sem hjálpargagn fyrir fólk sem vill
lesa Biblíuna og kynna sér hvað
hún hefur að segja um nokkur mik-
ilvægustu atriði kristinnar trúar.“
Heftið er 49 blaðsíður og á móti
hverri textasíðu er önnur auð, þar
sem lesandinn getur skrifað eigin
athugasemdir.
r
MITSUBISHI
SJÓNVARPSTÆKI
SÉRTILBOÐ:
59.950.-,
Munalán
Afborgunarskilmálar
Vönduð verslun
Huítæa
FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005
VERÐLAUNABÓK
Sólveig Kr.
Einarsdóttir var
kennari við
Vogaskóla og síðar
Menntaskólann við
Sund, en býr nú í
Ástralíu.
Mikil bók eftir merkan
listamann.
Allir textar Megasar
frá upphafi.
Margir textar hafa
aldrei birst á prenti
áður.
Skemmtilega
skrifuð bók.
Myndskreytt af
höfundi
Bók um konur.
Fjöldi Ijósmynda frá
merkum trúbadúrsferli
MÖGNUÐ SKÁLDSAGA
Smellin og háðsk
skáldsaga.
Bók eftir einn fremsta
rithöfund Suður-
Ameríku.
Hermennirnir eru illa
haldnir af
kvenmannsleysi.
Herstjórnin er í vanda.
Getur Pantaljón leyst
vandamálin?
SPENNA
Hrífandi látleysi og dulin, nœstum Það þarf aðeins eitt skot - banaskot.
óhugnanleg spenna.Bók eftir einn Spennubók eftir metsöluhöfund.
fremsta núlifandi rithöfund Þýskalands.