Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Opið bréf til sjómanna: Veijum sjómannaafslátt- inn með oddi o g egg - spornum gegn misnotkun á reglum um sjómannaafslátt eftir Árna Johnsen Ágætu félagar. Sjómannaafslátturinn er erfitt mál sem ég vinn að lausn á ásamt mörgum öðrum um þessar mundir og þið vitið ástæðuna, sem er áform um að skerða þessi réttindi. Með þessu bréfkorni vil ég útskýra fy/ir ykkur stöðu mála og fá ábendingar í flóknu máli. Um árabil hefur áróður gegn sjó- mannaafslætti farið stöðugt vax- andi. Allt frá því sl. vor að hugmynd- ir komu upp enn einu sinni í stjórn- málaumræðunni um að skerða eða jafnvel afnema afsláttinn þá hef ég barist af fullri hörku gegn því að hreyft væri við honum á nokkurn hátt. Um árabil hafa jafnvel verið hugmyndir í ráðuneytum að afnema afsláttinn algjörlega í nokkrum áföngum. Þegar málið kom aftur upp við umræður um afgreiðslu fjárlaga í síðustu viku lagði ríkisstjómin fram þá hugmynd að skerða afsláttinn um 250 milljónir sem síðar urðu 180 (af alls 1.500 milljónum kr.) og enn lagði ég mikið kapp á að ekki yrði hreyft við málinu. Hins vegar maá geta þess að við afgreiðslu fjárlaga nú er víða spúlað dekkið í subbi og svindli í kerfinu og þeir sem vildu nú ganga til verks og skerða sjó- mannaafsláttinn töldu að með þess- um tillögum mætti hreinsa til í því kerfi og festa um leið eðlilegan sjó- mannaafslátt í sessi, þ.e. afslátt handa sjómönnum sem raunverulega vinna það starf. Þegar það lá Ijóst fyrir að við málinu yrði hreyft og við, sem vildum það ekki, vorum í minnihluta féllst ég á að kanna til hlítar möguleika á 180 milljóna króna spamaði í dæminu ef ásættan- leg aðferð fyndist sem myndi veija hlut sjómanna, sem raunverulega stunda sjósókn sem aðalvinnu, enda var ég þá farinn að sjá við gagn- gerða skoðun að víða var pottur brotinn í kerfinu og ótrúlega frjáls- lega farið með framkvæmd málsins á kostnað málstaðar sjómanna, þar sem fyrst og fremst hefur verið deilt á það fyrirkomulag að greiða mönn- um sjómannaafslátt fyrir dvöl í landi. Með því að opna möguleika á því að standa að baki 180 milljóna kr. skerðingu tel ég mig hafa stuðlað að því að stöðva skerðinguna við þá upphæð um leið og sjómönnum verði með nýrri útfærslu tryggður fullur sjómannaafsláttur framvegis, og skal ég útskýra það í stuttu. máli. Þegar málið var skoðað kom nefnilega í ljós að fjöldi manna sem stundar ekki sjómennsku nýtur sjó- mannaafsláttar og verulega er spilað á kerfið. Þær brotalamir eru á kostn- að málstaðar sjómanna. Ég skal nefna dæmi. Maður, sem vann við eftirlit á skipasmíðum í útlöndum og hafði ekki farið á sjó í tvö ár, fékk sjómannaafslátt, hafsögumað- ur með fullan bílastyrk var einnig með fullan sjómannaafslátt, útgerð- arstjórar sem aldrei fara á sjó hafa sumir verið með sjómannaafslátt, hafnarverðir einnig, beitningamenn sem aldrei fara á sjó hafa verið inni í afláttarkerfinu, en í gegnum þann lið hefur mikið möndl átt sér stað og allt bendir til þess að hundruð sunnudagstrillusjómanna hafi verið með sjómannaafslátt. Forsvarsmenn sjómanna í landi töldu nefnilega þangað til í gær að liðlega 9.000 menn nytu sjómannaafsláttar, en við athugun kom í ljós að þeir eru lið- lega 11 þúsund talsins. Þetta er því hið versta mál og tfmi til kominn að spúla dekkið svo sjómenn haldi sínum hlut með reisn. Ég vinn að málinu á þeim nótum að fiskimenn, farmenn og feiju- menn, auk sjómanna á rannsóknar- skipum, varðskipum o.þ.h. njóti réttindanna. w Þá liggur einnig Ijóst fyrir að verulegt svindl hefurátt sér stað í þessum efnum með uppáskrift- um handa mönnum sem hafa ekki stundað sjó eins mikið og vottorð þeirra segja til um. Öll þessi dæmi stórveikja málstað sjómanna i þessu máli og ekki verður skorast undan því að taka á málinu ef við eigum að tryggja rétt sjómanna til fram- búðar. Eins og skerðingin var kynnt í þeirri tillögu að fjárlögum, sem nú er rædd í 2. umræðu, en verður ekki afgreidd fyrr en við 3. umræðu í lok næstu viku, þá skaraðist talan sem við er miðað, 180-200 milljónir, og sá texti sem sagði að aðeins ætti að greiða sjómannaafslátt, 660 kr. á dag, fyrir dagafjölda á sjó. Ef það yrði gert væri ekki um að ræða ea. 200 milljónir kr. heldur 600-700 milljónir kr. skerðingu. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að ríkisstjórnin vill standa við að skerðingin verði ekki meiri en 180-200 milljónir kr. og fjármálaráðherra hefur staðfest að með því móti sé stuðlað að því að festa sjómannaafsláttinn í sessi hjá þeim sem raunverulega stunda sjómennsku og að um það mál ætti þá að skapast friður. Ég tel því aug- ljóst að með því að laga til í kerfinu og tryggja rétt fiskimanna, far- manna og feijumanna, auk fyrr- greindra, sé nægt borð fyrir báru þegar búið er að hreinsa út misnotk- unina. Þetta má gera á margan hátt en ég vil nefna dæmi sem eru til athug- unar varðandi lausn á málinu svo menn viti nákvæmlega hvernig framkvæmdin yrði. Það er hugsan- legt að miða sjómannaafsláttinn við lögskráningardaga sem innihalda Árni Johnsen „Forsvarsmenn sjó- manna í landi töldu nefnilega þangað til í gær að liðlega 9.000 menn nytu sjómannaaf- sláttar, en við athugun kom í ljós að þeir eru liðlega 11 þúsundtals- ins. Þetta er því hið versta mál og tími til kominn að spúla dekkið svo sjómenn haldi sín- um hlut með reisn.“ landlegur, frídaga og þess háttar og að auki veikindadaga og orlofsdaga og hækka jafnframt daggreiðslur sjómannaafsláttarins þannig að menn héldu sínum frádrætti á þess- ari viðmiðun einni án þess að greitt væri fyrir daga í landi. Varðandi lögskráningu á bátum undir 12 tonn- um mætti t.d. miða við að allir bátar yfir 6 m að lengd kalli á lögskrán- ingu og að allir trillusjómenn ættu kost á lögskráningu, en finna yrði leið til þess að sporna gegn misnotk- un á réttinum varðandi þá sem eru fyrst og fremst sportsjómenn. Þetta fyrirkomulag ætti að tryggja öllum sannanlegum sjómönnum fullan rétt en að sjálfsögðu koma margar aðrar leiðir til greina og það þarf að skoða. Það eru engin rök, hvorki hjá sjó- mönnum né okkur sem eru málsvar- ar sjómanna, að veija svindlið í þess- um efnum og tilfæringarnar sem eiga ekki við rök að styðjast og því er mikið mál að nota nú tækifærið að hreinsa á dekkinu, spúla út það sem kallar á sívaxandi slúður og áróður gegn sjómönnum, en veija hlut sjómanna með oddi og egg. Þetta vona ég að verði niðurstaðan, mér sýnast öll færi á því ef rétt er á málum haldið og menn nota sam- komulagsleiðina og taka tillit til mótraka í málinu. Sjómannaafslátt- urinn er hluti af hefðbundnum tekj- um sjómanna vegna fjarvista frá heimili, þjónustu, félagslífí og öðru því sem er landkröbbum daglegt brauð og það er valdbeiting af verstu gráðu ef stjórnvöld ætluðu sér að skerða þannig kjör einnar stéttar umfram annarrar. Við eigum að geta búið til skil- merkilegri reglur sem hleypa ekki öllu í bál og brand þar sem menn hafa ekki einu sinni þurft að míga í saltan sjó árum saman til þess að fá sjómannaafsláttinn og smokra sér þannig inn í kerfið á fölskum for- sendum. Ég vil ítreka að með því að laga til í lestinni eiga sjómenn að geta haldið sínum hlut á miklu sterkari forsendum en áður, því menn skulu minnast þess að sjó- mannaafslátturinn nú er afsprengi sjómannafrádráttar og fiskimann- afrádráttar, sem annars vegar var frádráttur vegna daga á sjó og hins vegar hreinn kjarasamningur. Þetta mál vinnst fyrst og fremst á rökum og með samkomulagi, því þannig eru nú innviðir margslung- inna stjórnmála þar sem í mörg horn er að líta, að menn verða að ná sam- komulagi og þá nær maður ekki allt- af öllu fram sem maður vildi en verður þá að sýna sanngimi og sam- stöðu ef á móti er komið. Mér þætti vænt um að heyra frá ykkur um þetta mál og þessar hug- myndir með skeyti eða símtali. Til þess er málið að leysa það og það hefst ekki nema að menn ræði mál- in og kryfji til mergjar. Baráttukveðjur. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Suðurlandskjördæmi. Viðskipti aðeins hluti ínamilegi a samskipta - segir Örnólfur Árnason um bók sína „A slóð kolkrabbans“ „Hugmyndin var upphaflega sú að skrifa bók um íslensk ættar- tengsl í stjórnmálum og atvinnulífi en auðvitað hefur efnið þró- ast eitthvað. Þetta er ekki lengur saga um ættarveldið eingöngu heldur ná tengslin oft út fyrir það,“ segir Ornólfur Árnason rithöf- undur en nýlejja kom út hjá Skjaldborg bók hans, „Á slóð kolkrab- bans“. Þar er fjallað um samþjöppun auðs og valda á íslandi, baksvið íslensks viðskiptalífs og stjórnir og eigendur stórfyrir- tækja. Ornólfur hefur unnið að bókinni í rúmt ár. „Þegar ég hóf vinnuna átti ég alls ekki von á því að umfjöllunarefni bókarinnar yrði svo mikið í fréttum sem raun bar vitni. Sú umfjöllun ágerðist eftir því sem leið á vinnu mína og er ég var að leggja síðustu hönd á bókina í haust, lenti ég í hálfgerð- um vandræðum með hvar ég ætti að slá striki undir, vegna þess að sífellt voru að koma fram nýjar fréttir er tengdust þessu viðfangs- efni.“ Örnólfur segist síður en svo hafa sett sig í hátíðlegar stellingar er hann hóf að skrifa bókina. Enn síður hafi hann talið sig þess umkominn að setja sig .í dómara- sæti yfir því fólki sem um ræði og kunnj ef til vill að teljast ábyrgt fyrir því sem mörgum þyki athug- unarvert við áðurnefnd ætt- artengsl. „Ég hef reynt að skoða þá gagnrýni og það kastljós sem beint hefur verið að þessum tengslum á breiðari grunni. Ég þekki þá mannlegu þætti sem eru undirstaða þess að hlutirnir þróast með þeim hætti að fyrirtæki og tengsl þeirra geti orðið of öflug í þjóðfélaginu. Eg á ekki erfitt með að skilja hvers vegna duglegir menn stækka fyrirtæki sín og tengja þau saman þannig að það kunni að verða vandamál fyrir þjóðfélagið. Mér finnst það ósköp mannlegt og eðlilegt.“ Kveikjuna að bókinni og sitt helsta veganesti segir Örnólfur vera gagnrýni Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfum í mars 1990, þar sem tekið sé í lurginn á Eim- skipafélagsmönnum fyrir að seil- ast mjög víða til áhrifa í íslensku atvinnulífi, sérstaklega þó á sviði flutninga og trygginga. „Ég átti síðan viðtöl við yfir.100 manns á þessum sviðum atvinnulífsins og reyndi að raða saman þeim heim- ildum; skoðunum, sögum og at- hugasemdum sem mér áskotnuð- ust með þessum hætti. Að baki liggur því margra mánaða rann- sóknarstarf." - Hver er „hinn kostulegi og meinfyndni" samstarfsmaður þinn, Nóri? „Nánast allir heimild- armenn mínir báðu um nafnleynd og ég ákvað því að skýra ekki frá neinum þeirra, hvorki Nóra né öðrum.“ Örnólfur segir það hafa komið sér einna mest á óvart við vinnuna að bók sinni hversu mikinn grein- armun fólk geri á bók annars veg- ar og dagblöðum og tímaritum hins vegar þegar um sé að ræða hvað það vilji láta hafa eftir sér. „Menn eru miklu varfærnari þegar til stendur að prenta ummæli þeirra á bók. Mér þótti það líka býsna fyndið þegar viðmælendur vísuðu mér £ eigin ummæli í blaðaviðtölum til að hafa orðrétt eftir sér undir nafni en sögðu mér svo nánast hvað sem er „í trún- aði“. Annað sem kom mér á óvart var hversu margir höfðu heitar og djúpar tilfinningar í sambandi við efni hennar. Margir atvinnu- rekendur og aðrir áhrifamenn í atvinnulífinu erumjög„heitir“ í þessum málum og telja að hringa- myndun í þjóðfélaginu standi allri nýsköpun fyrir þrifum. Að menn sem hafi nýjar hugmyndir og langi til að láta þær njóta sín í atvinnu- lífinu, geti ekki látið þær blómg- ast vegna risans sem stígur ofan á nýgræðinginn. Mér hefur fundist gæta ákveðins klofnings meðal manna í atvinnulífinu, annars veg- ar þeirra sem eru hlynntir kjölfest- Örnólfur Árnason rithöfundur; unni; gömlum og stórum fyrir- tækjum og hins vegar þeirra sem langar til að breyta. Þarna eru tvær herbúðir inni á sama svæð- inu, jafnvel innan sama stjórn- málaflokks. Þessi klofningur á sér djúpar rætur en hefur komið mjög ber- lega í ljós, eftir að skráning hluta- bréfa hófst. Um svipað leyti urðu raunvextir jákvæðir og þá kom enn skýrar í ljós hvernig ákveðnir einstaklingar og hópar hafa náð gífurlegum árangri á 3-4 árum.“ Aðspurður um hvort vinna að bók á borð við „Á slóð kolkrabb- ans“ krefjist ekki góðar þekkingar á atvinnulífí og stjórnmálum, seg- ir Órnólfur hana að sjálfsögðu ekki spilla fyrir. „Það sem skiptir hins vegar mestu máli er auðvitað er að skrifa þann texta sem á bókina fer. Ég held að hinir mann- legu þættir og athugun á mann- legri hegðun sé það sem forvitni- legast er fyrir lesandann. Skýrsl- ur, tölur og fræðileg úttekt á heima á öðrum sviðum, t.d. í skól- um. Ég reyni að -sjálfsögðu að styðjast'sem allra mest við stað- reyndir og hafa allt þar að lútandi sem nákvæmast.“ - Hvernig heldur þú að bók um málefni sem er í brennidepli nú,lifi?„Það get ég ekki gert mér í hugarlund. Bókin verður líklega oftast nær flokkuð sem rannsókn- arblaðamennska á bók, en hún er þó ekki skrifuð af rannsóknar- blaðamanni. Þetta er fyrst og fremst athugun og umfjöllun um það sem er að gerast í okkar nú- tíð, atferli þeirra manna sem við sögu koma og hvernig það kemur fram í viðskiptalífinu. Mín afstaða til fólksins og efnisins er fyrst og fremst afstaða rithöfundar, ekki rannsóknarblaðamanns. Þó viðskiptin séu upphafið að bókinni, má ekki gleyma því að þau eru aðeins ein tegund mann- legra samskipta. í viðskiptum tak- ast á þeir mannlegu þættir sem brenna heitast á fólki. Græðgi, afbrýðisemi og metnaður vaða uppi í viðskiptum eins og annars staðar, enda einna sterkuðustu eðlisþættirnir í mannlegu eðli. Þeir eru því ekki síður áhugavert svið en t.d. ástir, að þeim ólöstuð- um. Örnólfur segir lykilspurning- arnar vera þær sömu í bók sinni og í flestum skáldritum. „Það er spurningin um rétt og rangt út frá hinum ýmsu sjónarmiðum, þjóðarhag, hvað sem það nú er, siðferði, og þá siðferði hvers. Að ógleymdum öllum þessum álita- málum sem við glímum við bæði í daglegu tali og allri stjórnmáia- umræðu." U.G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.