Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 29 Rislág þingstörf eftir Gunnlaug Þórðarson Áður fyrr og jafnvel enn þykir það hin mesta goðgá að gagnrýna störf Alþingis eða Hæstaréttar. En tímarnir eru breyttir og nú eru jafnvel gefnar út bækur þar sem menn tíunda að þeirra mati veilur í starfi Hæstaréttar. Það er reynd- ar ekki á færi annarra en lögfræð- inga að benda á hugsanleg mistök Hæstaréttar og það hlýtur jafn- framt vera hverjum lögfræðingi þungbært að finna sig knúinn til þessa, því lögfræðingar vilja veg æðsta dómstóls þjóðarinnar slíkan að ekki þurfi að koma til gagnrýni. Hins vegar er hvetjum manni auðveldara en áður að átta sig á því, þegar framkoma alþingis- manna er óþingleg eða andstæð velsæmi og eiga fjölmiðlarnir sinn þátt í því að gera slíkt athæfi augljósara en áður. Aftur á móti er það öðrum fremur á færi lög- fræðinga að meta löggjafarstarf Alþingis, sem er meginstarf þing- manna. Að verða samdauna þingheimi Á árunum 1956—1958 átti undirritaður sæti á Alþingi í for- föllum kjörins þingmanns. Frá þeim tíma hefur mér e.t.v. þótt meira um veg Alþingis og störf þess en ella og ekki getað stillt mig um að víkja stundum að störf- um þingmanna í fjölmiðlum. Mér finnst algjör fjarstæða, að til þess að geta dæmt störf Alþingis þurfi menn að hafa átt sæti á þingi og enn meiri fjarstæða að menn séu ekki hæfir ráðherrar, nema þeir hafi setið á þingi. Það er fundið Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, til foráttu. Áð mínu mati er ein- mitt kostur að hafa ekki orðið samdauna þingheimi áður en menn verða ráðherrar og geta séð störf þingsins í réttu ljósi eins og honum hefur tekist. Þess má t.d. minnast að sá ágæti maður Her- mann Jónasson varð forsætisráð- herra nánast um leið og hann settist á þing. Enginn hefur látið sér detta þá fásinnu í hug, að Hermann hefði verið síður hæfur til ráðherradóms þess vegna. Þá er þess og að minnast, að menn hafa setið á þingi og það jafnvel áratugum saman og aldrei flutt bitastætt mál, en aðallega tekið þátt í meira og minna tilgangs- lausum umræðum í því skyni að vekja athygli á sér. Þessi löstur þingmanna hefur greinilega færst mjög í aukana nú eftir að þingið hóf í haust að starfa í einni deild. Þá mun skortur á æsifréttum hafa gert fjölmiðla aðgangsharðari en áður og er það ástæða þessara skrifa, þar sem vegið hefur verið að Davíð Oddssyni forsætisráð- herra að ósekju fyrir að hafa á hispurslausan hátt bent á hve störf þingsins hafa í seinni tíð verið rislág. Að slá sig til riddara Átakanlegt dæmi um þetta er þegar samflokksþingmaður for- sætisráðherrans tók til sín um- mæli, sem greinilega beindust að framkomu Olafs Ragnars Grímss- onar, sem hugðist slá sig til ridd- ara með þeirri smekkleysu að efna til blaðamannafúndar, þar sem hann ætlaði að koma höggi á ríkis- stjórnina fyrir sinnuleysi í sam- bandi við hörmulega sorgarvið- burði. Þessi samflokksþingmaður forsætisráðherra, sem var á sömu villigötum í málinu og Ólafur Gunnlaugur Þórðarson „Að mínu mati er ein- mitt kostur að hafa ekki orðið samdauna þing- heimi áður en menn verða ráðherrar og geta séð störf þingsins í réttu ljósi.“ Ragnar, tók til sín hógvært svar forsætisráðherra af því tilefni í fjölmiðli. Það er táknrænt fyrir störf þingmanna í dag, er þessi sami þingmaður krafðist áfsökun- ar á ummælum forsætisráðherra, sem eins og fyrr segir greinilega beindist að frumhlaupi Ólafs Ragnars og varð sér til minnkun- ar á þann hátt. Enn fáránlegri var þó utandagskrárumræðan 29. f.m., er Steingrímur J. Sigfússon, fyrrv. ráðherra, krafði forsætis- ráðherra afsökunar á ummælum hans um störf þingsins, sem hann líkti við fund í gagnfræðaskóla eða klúbbfund og var sú umsögn rækilega staðfest með umræðu á utandagskrá þeirri. Samt varð Ólafur Ragnar Grímsson til þess að kóróna skrípalætin með upp- lestri úr tímariti til þess eins að tefja þingstörfin. Athyglisverð fráhvarfseinkenni Það átti mjög vel við, þegar forsætisráðherra benti á fráhvarf- seinkenni ráðherranna, sem orðið hafa að hverfa úr ráðherrastólum. Það var ekki síður passandi hjá forsætisráðherra að líkja þing- störfum að undanförnu við klúbb- fundi, þegar t.d. hugsað er til samstöðu þingmanna um að halda fast í fríðindi, svo sem ákvæði um lögheimili, sem hafa í för með sér að þingmenn eins og Steingrímur J. Sigfússon o.fl. geta m.a. fengið aukalega um milljón krónur í hú- saleigustyrk af almannafé. Má í því efni minnast máls Rit Bjær- regaard, danska ráðherrans fyrrv., sem varð að láta af for- mennsku í þingflokki sínum af því að slíkur styrkur þótti siðlaus hjá Dönum. Fjörráð við lýðræðið Auðvitað eru vandræða þing- menn í öllum flokkum, sem m.a. vilja í blindri fyrirgreiðslupólitík halda áfram fjáraustri úr ríkis- sjóði í vonlausa hít eða setja hér- aðsbundin ákvæði líkt og þáver- andi sjávarútvegsráðherra stóð fyrir 1975, og hefur á sinn hátt átt þátt í stórfelldu hruni rækju- iðnaðarins. Sá þingmaður hefði átt að hætta þá, enda búinn að sitja 12 ár á þingi, en enginn maður ætti að sitja á þingi leng- ur. Áratuga seta á þingi er fjörráð við lýðræðið. Höfundur er hæstaréttarlögniaður. Dúx spiritus fyrir viðkvæma og feita húð Dúx spiritus er mild djúphreinsandi náttúrusópa fyrir feita húð. Dúx skilur eftir raka í hú&inni og vi&heldur e&lilegu sýrustigi pH 5,5. sFRIGG snyrtivörurSJ VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamidill! 7.110.111 ktt.115. MHOAWMn MÍÍÓÁWWTJ „úsvtSliSl^ín „OBGUNBIAO® jobgaklmhúsið IISTABRAUT AUÐVELT MEÐ STRÆTÓI KRINGLUNA Það er einfalt mál að komast í Kringluna - og þarf ekki einkabíl til þess. Biðstöðvar strætisvagna Reykjavíkur eru beggja vegna Miklubrautar Ieiðir7, 16,1 10,1 1 1,1 12 og 1 15, leiðir 8 og 9 við Borgarleikhúsið, leið 3 við Hvassaleiti. K&H) Biðstöðvar Kópavogs- og Hafnarfjarðarvagna eru beggja vegna Kringlumýrarbrautar. Að komast í Kringluna ? Ekkert mál með strætó. NGMN i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.