Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Kerfið getur ekki lært af mistökum sínum:
Virkjun Blöndu er jafn mikið
hneyksli og virkjun Kröflu
eftir Valdimar
Jóhannesson
Nýverið var fyrsti rafallinn af
þremur ræstur í Blönduvirkjun.
Óvíst er hvort hinir rafalarnir tveir
verða ræstir fyrr en undir næstu
aldamót. Orkuþörfm hér innanlands
mun varla kalla á það. Það var
ekki af orkuskorti, sem fyrsti rafall-
inn var ræstur. .Því réði aðeins sú
staðreynd, að búið yar- að reisa
orkuver án markaðar. Fyrst það var
risið á annáð þorð mátti hafa af
því hagræði, minnka tapið í raf-
magnskerfi. landsins og auðvelda
viðhaldið í öðrum orkuverum. Það
er dýrt hagræðið, sem vel mátti
komast af án.
Á verðlagi dagsins í dag kostar
Blönduvirkjún 14 milljarða króna,
þ.e. stofnkostnaður, fjármagns-
kostnaður og bætur til bænda og
annarra. Það liggur nú fyrir, að
engirí þörf er. fyrir virkjunina og
verður ekki næStu ár. Ef sjö ár líða
munu 10% vextir gleypa alla ljár-
festinguna. Með þeim vöxtum tvö-
faldast höfuðstóllinn á sjö árum.
Þar með glatast fjárfestingin.
Eflaust hafa vextirnir af lánum
ti! Blönduvirkjunar verið eitthvað
lægri, en þar á móti kemur rekstrar-
kostnaður, kostnaður af dreifingar-
mannvirkjum og þess háttar. Hár-
toga má vaxtadæmið. Hér nægir
þó að benda á, að atvinnulífið býr
nú við 10% raunvexti. Ríkissjóður,
sem er skuldum vafinn, er að taka
sambærileg lán á innlendum lána-
markaði til að greiða niður Blöndu-
mistökin okkar, Kröflumistökin
okkar, hitaveitumistökin okkar víðá
um land, Álafossmistökin okkar,
laxeldismistökin okkar, loðdýraeld-
ismistökin okkar,-> ofíjárfesting-
armistökin okkar í landbúriáðj, út-
gerð og fiskvinnslú.
Neðar Spánverjum í lífskjörum
Er' það furða, að við stefnum nú
inn í minnkandi þjóðartekjur (nei-
kvæðan hagvöxt) og verðum neðar
en Spánveijar í mælanlegum efna-
legum kjörum fljótlega á næstu öld
ef spár ganga eftir?-Þeir þurfa auk
þess minna til lífsviðurværis en við
vegna betri véðráttu, hagstæðari
hnattstöðu með tilliti ti! márkaða
o.s.frv. Einnig er alkunna, að hér-
lendis hefur . óhæfilegur vinnutími
lengstum verið forsenda lífskjar-
anna. Samanburðurinn við þetta
land, sem íslendingum er tamt að
líta á sem fátækt land, verður okkur
því miklum mun óhagstæðari. Eftir
þriggja vikna dvöl mína á Spáni í
fyrra er ég þeirrar skoðunar, að al-
menningur þar í landi búi í dag síst
við lakari kjör en hér og er þar mik-
ill munur á frá því ég kom fyrst til
Spánar 1965. Þannig er fyrir okkur
íslendingum komið, að okkur miðar
lítið í átt til batnandi lífskjara meðan
þjóðir allt umhverfis okkur eru á
hraðri uppleið.
FERÐATÆKI
SEM NÁ 5 STUTTBYLGJUM
SELENA ferðatækin eru hljómgóð og næm og
tilvalinn í eldhúsið, bústaðinn eða bátinn. Þau ná
mið- lang- 5 stuttbylgjum og FM, ganga fyrir raf-
hlöðum og rafmagni (220 volt) og eru með innbyggt
loftnet.
8x40
/
verð kr. 3.910}
Tento sjónaukar. Taska fylgir.
BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF.
Suðurlandsbraut 14 108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36
Varahlutaverslun, beinn síml 3 92 30
Þrjár Perlur og þrjú ráðhús
fyrir mistökin
Ilér er þarft að átta sig á hvað
mistökin ko'stá. okkpr. Ef engin
þörf er fyrir Blönduýlrkjun í sjö ár
glatast uppþæð, sem mundi nægja
til áð byggja þrjú ráðhús í Reykja-
víkuitjöm og'að auki þijár Perlur
á Öskjuhlíð. Perlan mun kosta um
1.750 miiljónir króna og ráðhúsið
mun kosta • um 3.000 milljónir
króna. Margir hafa orðið til þess
að hnéykslast á byggingu þeirra
rrianhvirkja. En við skulum muna,
að þeim fjármunum hefur ekki ver-
ið kastað á glæ. Mannvirkin standa.
Á meðan fjöldinn hefur verið að
skammast yfir ráðhúsi og' Perlu
■ erum við í miðri kreppunni að glata
sextíu þúsund kr. á hvert manns-
barn í landinu vegna ótímabærrar
virkjunar Biöndu án þess að nokkur
hafr æmt eða skræmt.
Það er ótrúlegt að enginn stjórn-
málamaður skuli hafa burði til að
sjá þetta stórkostlega hneyksli eða
vekja á því athygli. Það þykir
kannski bera vott um óvönduð
vinnubrögð að styggja þá, sem virð-
ast vera taldir æðstu stjórnendur
þessa lands. Það voru a.m.k. marg-
ir sammála. um það mat haustið
1975, þegar við Vilmundur heitinn
Gylfason í fréttaskýringaþættinum
Kastljósi vöktum athygli opinber-
lega fyrstir manna á þeim stórkost-
legu mistökum, sem okkur sýndist
áform um virkjun Kröflu vera.
Við höfðum þá tvo undangengna
vetur átt þátt í því að móta og
standa að þeim þætti sjónvarpsins,
sem hafði mest áhorf. Við höfðum
verið beðnir um að leggja þættinum
lið þriðja veturinn. Eftir Kröfluþátt-
inn sá kerfið sér þann leik vænst-
an, að koma okkur út úr sjónvarpi.
Stikkfrí frá allri ábyrgð
Mörgum mætum manninum varð
þáð þó ljóst í upphafi Kröflufram-
kvæmda, að þær voru hrikaleg mis-
tök, alveg óháð eldsumbrotum, sem
hófust undir jól 1975. Þeir séih þar
réðu- málum voru svo kýrfilega
stikkfrí frá allri ábyrgð, að þeir
gátu látið allar viðvaranir mætustu
manna sem vind um eyru þjóta og
haldið áfram að fóðra persónulega
pólitíska hagsmuni sína með fyrjr-
hyggjulausu íjáraustri í hinni gjör-
spilltu kjördæmapólitík, þar sem
stundarhagsmunir kjördæmisin? ög
einstakra aðila voru látnir trðlíríða
hagsmunum þjóðarinnar.
Það er erfitt að fá það á hreint
hvað Kröflumistökin kostuðu þjóð-
ina. Kerfið hefur sínar leiðir til að
láta reikningana hverfa að hluta.
Vextirnir eru látnir fara á einn
reikning, Orkustofnun er látin bera
híuta af kostnaðinum, sem og Raf-
magnsveitur ríkisins, Landsvirkjun,
iðnaðarráðuneytið og stofnkostnað-
ur er afskrifaður,- Það virðist þó
liggja alveg ljóst fyrir, að dellan
kostaði a.m.k. 10 milljarða kr. um
áramótin 1985—86 á verðlagi dags-
ins í dag og er þá fjármagnskostn-
aður verulega vantalinn. Þetta sam-
svarar 40.000 krónum á hvert
mannsbarn eða 160.000 krónum á
hveija fjögurra manna ijölskyldu.
Auðvitað er þessi upphæð orðin
miklu hærri í dag. Kröfluskuldin
hefur ekki horfið þó að ríkissjóður
hafi yfirtekið skuldina að mestu
leyti. Öll erum við ennþá að greiða
þessa skuld, hvar sem skuldin er
vistuð í reikningum ríkisins. Það
er bara heimskulegur hókus pókus
að láta ekki orkuverðið sjálft um
að greiða niður mistökin. Það hefði
orðið okkur holl lexía að fá orku-
reikninginn sundurliðaðan með sér-
stökum Kröfluskatti.
Komust allir til aukinna
metorða
Það er sérstakt umhugsunarefni,
að allir þeir sem ábyrgð báru á
Kröfluhneykslinu komust til auk-
inna metorða. Enda höfðu þeir
smurt sína pólitísku maskínu vel
með því „að færa framkvæmdir
heim í kjördæmið" eins og það heit-
ir í íslensku kjördæmapólitíkinni.
Að vísu má segja, að formaður
Kröflunefndar hafi ekki komist til
aukinna áhrifa eftir Kröfludelluna,
enda var hann aldraður maður.
Því miður er íslensk pólitík og
íslensk blaðamennska á svo lágu
plani, að það þurfti á sínum tíma
„óalandi æsingamenn" eins og okk-
ur Vilmund til að gera skurk í Kröfl-
umálinu. Kerfið hljóp rækilega í
vörn, enda voru allir pólitísku flokk-
arnir samsekir um Kröflu á þessum
tíma nema Alþýðuflokkurinn. Hann
var þá svo lítilijörlegur að honum
stóð ekki til boða að eiga fulltrúa
í Kröflunefndinni.
Ailir vita að kerfið hafði betur,
þjóðínni til mikils skaða og gat lát-
ið alla gagnrýni og aðvaranir mæt-
ustu vísindamanna sem vind um
eyru þjóta. Hér er rétt að geta þess,
að nú, mörgum árum eftir að síðast
gaus á Kröflusvæðinu, er önnur
vélasamstæðan af tveimur enn í
kössum en hin, sem var sett upp,
er keyrð hluta af árinu. Og ennþá
er verið að bora eftir gufu.
Það er meiriháttar rannsóknar-
. verkefni að kanna hvað nýtanleg
orka frá Kröflu kostar okkur. Þar
duga ekki tölur þeirra aðila sem
telja sig þurfa að 'veija mistökin.
Þau atriði sem eru verð gagnrýni
við virkjun Blöhdu eru annars eðlis.
Við virkjuri Kröflu var rokið í nýj-
ungar af kfafti en engri forsjá án
þess að fyrir lægi, hvort nýtanleg
orka væri fyrir hendi. Algjör bjart-
Sýnisdella. Við virkjun Blöndu virð-
ist öll verkfræði og verktakavinna
hins vegar vera til sóma. Það er
Kór Keflavíkur-
kirkju með tónleika
KÓR Keflavíkurkirkju efnir til jólatónleika í Bústaðakirkju þriðjudag-
inn 17. desember kl. 20.30 og í Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 18.
desember kl. 20.30. Á efnisskránni er Jólaóratoría eftir Saint Saens
og ýmis kirkjuleg lög sem minna á þær hátiðir sem eru í vændum. Á
næsta vori hefur kórinn starfað formlega í 50 ár og verður þess
væntanlega minnst með listahátíð Keflavíkurkirkju, sem vonandi verð-
ur reglulegur viðburður í starfi Keflavíkurkirkju í framtíðinni.
Á tónleikunum kom afram eftirf-
arandi einsöngvarar: Bergþór Páls-
son, Böðvar Þ. Pálsson, Guðmundur
Ólafsson, Hlíf Káradóttir, Ingunn
Sigurðardóttir, Kolbrún á Heygum
Magnúsdóttir, Margrét Hreggviðs-
dóttir, María Guðmundsdóttir og
Sverrir Guðmundsson. Hljómsveit
skipa: Gróa Hreinsdóttir, Hrönn
Geiriaugsdóttir, Kjartan Már Kjart-
ansson, Monika Abendroth, Vera
Ósk Steinsen og Örnólfur Kristjáns-
son.
Miðar verða seldir við inngang-
inn. Stjórnandi kórsins er Einar Örn
Einarsson, organisti Keflavíkur-
kirkju.
(Fréttatilkynning)
Valdimar Jóhannesson
„Það hlýtur að vera
fleirum en mér um-
hugsunarefni, hvers
vegna hlutirnir eru með
þessum ólíkindum hér á
landi. Kerfið virðist
ekki geta lært af mis-
tökum sínum. Það virð-
ist því ekki liggja annað
fyrir en að breyta kerf-
inu.“
bara enginn markaður fyrir orkuna.
Algjör stjórnunardella.
Vildu ekki á
framkvæmdafyllerí
Það flækir kannski málið um of
að ijalla um það hér, að enginn
markaður var á Norðurlandi fyrir
nema mjög lítinn hluta af orkunni,
60—70 MW, sem Kröfluvirkjun var
ætlað að framleiða. Á slíka gagn-
rýni var nú síst af öllu hlustað og
þeir taldir litlir karlar, sem ekki
voru tilbúnir til að fara á fram-
kvæmdafyllerí og skildu ekki hvað
mátti gera við alla þessa ódýru og
góðu orku, „birtu og yl frá Kröflu“.
Staðreyndin var sú, að nægt hefði
að byggja um 10 MW stöð í Bjarna-
flagi eða Námafjalli, þar sem jarð-
fræðilegar stærðir lágu ljósar fyrir
og vísindamenn töldu aðgengilegan
kost, meðan þeir vöruðu eindregið
við að þekkingu á Kröflusvæðinu
væri ábótavant. Var það löngu áður
en nokkrum datt gos í hug.
Það er alveg ótrúlegt, að gerð
séu svona endurtekin mistök í orku-
málum þjóðarinnar á jafn skömm-
um tíma. Ákvörðun um virkjun
Blöndu var tekin 1981 aðeins 2—3
árum eftir að öllum mönnum átti
að vera Ijós mistökin við Kröflu. Á
sama tíma var ráðist í hitaveitu-
framkvæmdir um allt land. Margar
þær framkvæmdir virðast hafa ver-
ið byggðar á tilfinningalegum for-
sendum frekar en íjárhagslegum,
enda hefurþurft að hlaupa undir
bagga með þeim mörgum og greiða
niður mistökin með almannafé.
Hér væri ástæða til að fjalla ítar-
lega um bætur sem hafa verið
greiddar til bænda og annarra
vegna Blönduvirkjunar. Þær námu
um seinustu áramót tæpum 700
milljónum króna. Til að flækja ekki
málið um of verður slík umfjöllun
að bíða betri tíma, enda efni í langa
ritsmíð. Almenningur á þó kröfu til
þess, að sá fjáraustur og aulahátlur
verði gerður opinber. Þess verður
að gæta sérstaklega, að þau dæma-
lausu vinnubrögð öðlist ekki for-
dæmisgildi.
Við umfjöllun um Blöndu mega
menn ekki hræra saman viðræðum
um orkufrekan iðnað t.d. við Atl-
antsálshópinn. Ákvörðun um virkj-
un Blöndu var tekin óháð sölumögu-
leikum til orkufreks iðnaðar. Það
er ekki vegna svika neins aðila, sem
við sitjum uppi með gagnslausa 14
milljarða króna fjárfestingu. Hins
vegar hefði samningurinn við ál-
hringinn getað bætt skaðann að
hluta en aldrei allan. Bygging og
hönnun álvers tekur nokkur ár, en
myllur fjármagnsins mala nótt og