Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Einkavæðing: Verk að vinna
hjá Reykjavíkurborg
eftir Júlíus Hafstein
Að undanförnu hafa farið fram
allmiklar umræður um sölu ríkisfyr-
irtækja svo og. breytingar á rekstr-
arþáttum ríkisstofnanna, þ.e. að
einkavæða með einum eða öðrum
hætti ýmsar rekstrareiningar ríkis-
þjónustunnar.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hef-
ur lýst því yfir að færa beri ýmsa
starfsemi og verkefni ríkisins í hend-
ur einstaklinga og fyrirtækja þeirra.
Þessi markmiðssetning er löngu
tímabær, og er því að vænta að
einkavæðing á vegum ríkisins muni
hafa nokkurn framgang á næstunni.
Það er athyglisvert, að í allri þess-
ari umræðu hefur hins vegar lítið
sem ekkert verið rætt um fyrirtæki
og rekstur sveitarfélaganna þó að
vitað sé að sveitarfélögin stýra stór-
um hlusta af hinni opinberu þjónustu
og eiga jafnframt mörg fyrirtæki
sem auðveldlega og í mörgum tilfell-
um ættu eðlilega að vera í höndum
einstaklinga og fyrirtækja þeirra.
Erlend reynsla
Fyrir rúmum áratug hófst á Bret-
landi átak í að einkavæða opinber
fyrirtæki og ýmsa þætti í opinberum
rekstri og þjónustu. Fyrstu aðgerðir
beindust einkum að ríkisreknum fyr-
irtækjum í olíu-, kola-, stál- og bíla-
iðnaði. Síðar beindist athyglin að
ýmsum rekstrar- og þjónustuþáttum
og hafa sveitarfélög m.a. náð veru-
legri lækkun útgjalda með útboðum
af ýmsu tagi.
A Norðurlöndum er minna um
ríkisrekin iðnfyrirtæki heldur en var
á Bretlandi og þegar umræðan um
einkavæðingu hófst þar, nokkrum
árum síðar en á Bretlandi, var
áhersla lögð á að færa rekstrar- og
þjónustuverkefni frá opinberum aðil-
um til einkafyrirtækja, m.a. með
útboðum. í Danmörku hefur þessi
þróun verið áhugaverðust. Þar hafa
mörg sveitarfélög náð góðum
árangri með einkavæðingu.
Reykjavíkurborg - 1500
milljóna króna sparnaður
Fyrir nokkrum árum stóð borgin
fyrir afar vel heppnaðri einkavæð-
ingu þegar Grandi hf. var stofnaður
með samruna Bæjarútgerðarinnar
og ísbjarnarins hf. og hlutabréf
borgarinnar í Granda hf. síðan seld.
Fyrir breytinguna voru greiddar
beint úr borgarsjóði umtalsverðar
upphæðir í viku hverri, til að halda
rekstri fyrirtækisins gangandi. Með
því að sameina fyrirtækin og síðar
selja hlutabréf borgarinnar í Granda
hf. spöruðu borgaryfirvöld borgar-
sjóði og um leið borgarbúum umtals-
verða fjármuni. Miðað við 10 ára
tímabil reiknað til núvirðis hafa spa-
rast ekki minna en 1.500 milljónir
króna. Frá því að þetta gerðist hefur
lítið farið fyrir einkavæðingu á veg-
um borgarinnar, þó tækifæri séu til
staðar. Ég mun í þessari grein geta
ýmissa verkefna sem til álita koma,
þegar horft er tii reynslu bæði hér-
lendis og erlendis.
Markmið með einkavæðingu
Helstu markmið með einkavæð-
ingu á rekstrarverkefnum Reykja-
víkurborgar ,eru annars vegar að
efla einkafyrirtækin í borginni og
hins vegar að lækka kostnað, og í
framhaldi af því að lækka skatta.
Efling einkarekstrar - lækkun
kostnaðar
Það er stefna Sjálfstæðisflokksins
að atvinnurekstur eigi að vera í
höndum einkafyrirtækja. Allt bendir
til þess að framundan séu erfiðir
tímar fyrir fyrirtækin í iandinu og
samdráttur blasir við í mörgum
greinum. Einkavæðing rekstrar- og
þjónustuverkefna mundi öi-va fyrir-
tækin og veita þeim ný tækifæri.
Einkavæðing hefur víða leitt til
lægri kostnaðar, þ.e. að sama þjón-
usta fáist á lægra verði eða betri
þjónusta á sama verði. Lægri rekstr-
arkostnaður mundi styrkja fiárhag
borgarinnar, þannig að lækka mætti
skatta án þess að skerða nauðsyn-
lega þjónustu. í einstaka tilfellum
er ekki hægt að koma við einkavæð-
ingu, í þeim tilfellum tel ég að komi
til álita að hækka greiðslu fyrir þjón-
ustu, sem veitt er af borgarstofnun-
um. Mikill halli er á rekstri ýmissa
stofnana sem ekki eru rök fyrir að
greiddur sé til frambúðar af borgar-
sjóði. Fyrir þá þjónustu eiga þeir að
greiða sem nýta sér þjónustuna. Hér
má t.d. nefna Sundlaugarnar í
Reykjavík, en að óbreyttu verður tap
þeirra milli 80 og 90 milljónir á
næsta ári.
Sala borgarfyrirtækja
Sá ágæti árangur, sem náðist vð
einkavæðingu Bæjarútgerðarinnar,
ætti að hvetja til enn frekari einka-
væðingar borgarfyrirtækja. I mörg-
um tilvikum eiga þau rök, sem hafa
verið fyrir opinberum rekstri fyrir-
tækjanna, ekki við lengur. Hér verða
nefnd nokkur dæmi.
Pípugerð Reykjavíkur
í gegnum árin hefur það alioft
verið rætt að breyta ætti rekstri
Pípugerðarinnar. Óllum sem til
þekkja er Ijóst að umtalsverður hluti
af rekstri (framleiðslu) pípugerðar-
innar er í bullandi samkeppni við
sambærileg fyrirtæki í eigu einstakl-
inga. Þessi samkeppni af hálfu borg-
aiyfiivalda er ekíri eðlileg, og ætti
sala pípugerðarinnar að verða næsta
verkefni borgarinnar í einkavæðingu
á fyrirtækjum í eigu borgarinnar.
Malbikunarstöð - vélamiðstöð
Líkt gildir um þessi fyrirtæki
borgarinnar, þau eru í samkeppni
við einkafyrirtækin, þó ekki sé það
jafnáberandi og pípugerðin. Vélam-
iðstöðin gengur þó lengra, en það
er fyrirtæki sem veltir vel á fimmta
hundrað milljónir króna. Hjá vélam-
iðstöðinni er starfrækt m.a. bíla-
leiga, vélaleiga, smurstöð og vara-
hlutasala, svo eitthvað sé nefnt. Allt
eru þetta þjónustuverkefni sem
einkaaðilar gætu séð um, enda nóg
af fyrirtækjum í borginni sem starfa
við sambærilega þjónustu.
Veitustofnanir Reykjavíkur
Aðalsteinn Guðjohnsen, raf-
magnsstjóri, hefur reifað m.a. á
orkuþingi 1991, hugmyndir um nýja
skipan íslenskra orkufyrirtækja.
Með vísan til hugmynda Aðalsteins
hiýtur það að vera einn af valkostum
í einkavæðingu að breyta Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur í hlutafélag eða
félög. Ég tel að sú almenna regla
eigi að gilda að Reykjavíkurborg sé
ekki þátttakandi í atvinnurekstri
með beinum hætti. Borgin á að
styrkja atvinnulífið með almennum
hætti með því að bæta skilyrði tii
atvinnurekstrar og veita stuðning
við þróunarstarf og markaðsöflun
þar sem það á við. Svipuð sjónarmið
eiga við um Hitaveitu og Vatnsveitu
Á Reykjavíkurþorp að verða
hesthús frá Kópavogi?
eftir Leif Sveinsson
Fasteingagjöld með
boðgreiðslum
Þann 10. október sl. reit ég Vei-
vakanda með ósk um þá sjálfsögðu
þjónustu að gefa húseigendum í
Reykjavík kost á því að greiða
gjöldin með svipuðum hætti og ger:
ist í Kópavogi og á Akureyri. í
Velvakanda 10. desember kemur
loks svar frá Ólafi Jónssyni upplýs-
ingafulltrúa Reykjavíkurborgar.
Þvert nei. Innheimtukostnaður
myndi aukast. Enginn rökstuðning-
ur né upplýsingar frá Visa-ísland
um reynsluna frá Kópavogi og Ak-
ureyri.
Það er átakanlegt, að Reykjavík-
urborg geti ekki boðið upp á sömu
þjónustu og Kópavogur, sem er þó
mun veikari fjárhagslega. Ætlar
hinn nýi borgarstjóri að stefna að
því, að Reykjvík verði eins konar
hesthús frá Kópavogi?
Vill Markús Orn Antonsson
auka sparnað hjá
Reykjavíkurborg?
Af tilkynningu upplýsingafulltrú-
ans virðist mikill áhugi hjá borgar-
„Það er átakanlegt, að
Reykjavíkurborg geti
ekki boðið upp á sömu
þjónustu og Kópavog-
ur, sem er þó mun veik-
ari fjárhagslega. Ætlar
hinn nýi borgarstjóri
að stefna að því, að
Reykjvík verði eins
konar hesthús frá
Kópavogi?“
stjórnarmeirihlutanurn að spara all-
an óþarfa kostnað. Þar get ég gef-
ið Markúsi Erni nokkur góð ráð:
A. í grein minni í Morgunblaðinu
31. maí sl: „Veljum vínlausan borg-
arstjóra í Reykjavík" segir m.a.:
„Borgarfulltrúarnir eru ekki kosnir
af Reykvíkingum til þess að ala
unga fólkið upp í víndrykkju, þeir
eru kosnir af Reykvíkingum til þess
að vera borgurunum fyrirmynd á
allan hátt, bregðist þeir í þessu hlut-
verki, þótt ekki sé nema í eitt skipti,
ber þeim að segja af sér og hasla
sér völl á öðrum vettvangi." A.m.k.
einn borgarfulltrúi virðist ekki hafa
lesið varnaðarorð mín með hörmu-
legum afleiðingum. Gott væri því
að byrja sparnaðinn á því að hætta
öllum áfengisveitingum á vegum
Reykjvíkurborgar.
B. Verktaki sá, er reistir bragga
þá í Tjörninni, sem almenningur
kallar Camp David, virðist hafa
sjálftökurétt úr borgarsjóði Reykja-
víkur, þannig að þar er unnin yfir-
vinna jafnt kvöld sem helgar, þann-
ig að nágrannar braggannna hafa
sjaldan frið fyrir vélaskrölti. Nokk-
ur hundruð milljónum hefur verið
hent í þessa hít til þess að unnt
verði að opna braggana 14. apríl
1992. Mál er að þessum fjáraustri
linni, það liggur ekkert á. Ilægt er
að brynna hinum síþyrstu skjól-
stæðingum Sjálfstæðisflokksins á
hinum mörgu vínúðunarstöðvum,
t.d.Höfða, Kjarvalsstöðum, dælu-
stöð Hitaveitu Reykjavíkur o.s.frv.
Gott að veita þeim mysu.
llöfundur cr lögfræðingur.
Júlíus Hafstein
„Sá ágæti árangur, sem
náðist vð einkavæðingu
Bæjarútgerðarinnar,
ætti að hvetja til enn
frekari einkavæðingar
borgarfyrirtækja. I
mörgum tilvikum eiga
þau rök, sem hafa verið
fyrir opinberum rekstri
fyrirtækjanna, ekki við
lengur.“
Reykjavíkur, þó einhver munur
kunni að vera á, eðli fyrirtækjanna
vegna.
Einkavæðing rekstrar- og
þjónustuverkefna
Ég tel að þetta form einkavæðing-
ar gefi mesta möguleika við núver-
andi aðstæður. Hér er oft um að
ræða stoðstarfsemi, sem ekki raskar
aðalstarfsemi viðkomandi stofnunar.
Þvert á móti geta þau fyrirtæki og
stofnanir, sem í hlut eiga, beint
kröftum sínum að þeim viðfangsefn-
um, sem tengjast beint hlutverki
þeirra og markmiðum. Til eru í land-
inu þjónustufyrirtæki, sem eru full-
fær um að takast á við rekstrar- og
þjónustuverkefni, sem borgin sinnir.
Ég tel að eftirtalin verkefni komi
m.a. til álita:
Rekstur fasteigna: Fjöldi bygg-
inga er í eigu Reykjavíkurborgar og
rekstur fasteigna er því mikilvæg
stoðstarfsemi hjá borginni. Rekstur
fasteigna felst m.a. í reglubundnu
viðhaldi, húsvörslu, öryggisvörslu,
ræstingu, gluggaþvotti, sorphirðu
og umhirðu lóðar.
Viðhald og rekstur gatna:
Dæmi eru frá Norðurlöndum um
einkavæðingu þessarar starfsemi.
Meðai verkefna gætu verið hreinsun
yfirborðs, snjómokstur, hálkueyðing,
viðgerð og viðhald slitlags, merking-
ar á akbrautum og hreinsun holræsa.
Viðhald og rekstur garða og
útisvæða: Hér gæti verið um að
ræða hreinsun, gróðursetningu, um-
hirðu gróðurs og slátt.
Sorphirða: Síðustu ár hafa verið
að eflast í borginni nokkur fyrir-
tæki, sem annast sorphirðu. Það er
orðið tímabært að gefa þessum fyrir-
tækjum kost á að spreyta sig á al-
mennri sorphirðu. Þessi fyrirtæki
gætu tekið að sér almenna sorphirðu
á ákveðnum svæðum, hverfum og
ætti það að gerast með útboðum.
Mötuneytisþjónusta: Fjölmörg
einkafyrirtæki hafa falið sérstökum
þjónustufyrirtækjum að sinna þess-
ari stoðstarfsemi, það er löngu tíma-
bært að Reykjavíkurborg taki sömu
stefnu. Slíkt mundi efla veitinga-
rekstur í borginni, en í veitinga-
rekstri og ferðaþjónustu felast.mikl-
ir möguleikar á næstu árum. Þetta
er afar þýðingarmikið vegna þess
að fiestir, sem til þekkja, telja að
ferðaþjónustan sé ein þeirra atvinnu-
greina, sem eigi hvað mesta framtíð
fyrir sér.
Niðurlag
Ég hef hér tilgreint. nokkur rekstr-
ar- og þjónustuverkefni, sem til álita
kemur að fela einkafyrirtækjum. I
mörgum tilvikum væri heppilegt að
bjóða út þessi verkefni og þá kemur
til greina að viðkomandi rekstrar-
deild borgarinnar, sé hún starfrækt,
bjóði einnig verkefnið. í þeim tilfell-
um verður að tryggja að tilboð séu
borin saman á ,jafnréttisgrundvelli“
þar sem allur kostnaður borgarinnar
er tilgreindur, þar með talinn fjár-
magnskostnaður, yfirstjórn og
fleira. Með slíkum samanburði sést
hvort um raunverulegan sparnað er
að ræða eða ekki.
Það kemur til álita að einkavæða
Qöldamörg verkefni, sem borgin
sinnir nú á eigin vegum. I fæstum
tilvikum eru viðfangsefnin auðveld,
jafnvel þó að jeita megi fyrirmyndar
erlendis frá. Ávallt þarf þó að aðlaga
lausnirnar íslenskum aðstæðum.
Þetta verk þarf að heija strax, í
raun er ekki eftir neinu að bíða. Það
þarf að taka fyrir alla þætti máls-
ins, sölu borgarfyrirtækja, einka-
væðingu þjónustustofnana og einka-
væðingu rekstrar- og þjónustuverk-
efna.
Markmiðið á að vera efla einka-
fyrirtækin í borginni, gera þeim
mögulegt að skila sem mestum arði,
lækka kostnað borgarsjóðs og í
framhaldi af því að lækka skatta
borgarbúa.
Eins og fyrr segir, er það stefna
Sjálfstæðisflokksins að atvinnufyr-
irtækin séu í eigu einstaklinganna,
sem búa í landinu. Þó vel hafi tekist
hjá okkur í borgarstjórninni með
stofnun Granda hf. þá höfum við
ekki fylgt þeirri ákvörðun eftir og
látið þessi mál njóta þess forgangs
sem skyldi. Nú eigum við tækifæri,
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
að blása til sóknar á ný og við eigum
ekki að láta það tækifæri úr greipum
okkar ganga.
Höfundur er borgarfulltrúi I
Reykjavík ogsiturþar fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Sjómannafélag Reykjavíkur:
Niðurskurði á sjómanna-
afslætti mótmælt
Á FUNDI stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs Sjómannafélags
Reykjavíkur hinn 12. desember,
var fyrirhuguðum niðurskurði
ríkissljórnarinnar á sjómannaaf-
slætti og til Landhelgisgæslunn-
ar mótmælt harðlega.
í ályktun fundarins segir meðal
annars að sjómannaafslátturinn,
sem verið hafi við líði frá árinu
1954, hafi verið viðurkenndur
vegna fjarveru sjómanna frá heim-
ili, vinnutímalengdar og álags í erf-
iðu og hættulegu starfi. Þá átelur
fundurinn harðlega þau vinnu-
brögð, sem eru viðhöfð varðandi
fullyrðingar fjármálaráðuneytisins
um þá peningalegu upphæð sem
sparast með niðurskurði sjómanna-
afsláttarins en þar skeiki hundruð-
um milljóna. Heitir fundurinn á alla
sjómenn að mæta árás ríkisvaldsins
af fullri hörku með þeim hætti að
grípa til fyrirvaralausra aðgerða.
Á fundinum var einnig ályktað
um málefni Landhelgisgæslunnar
og var niðurskurði á rekstrarfé til
hennar harðlega mótmælt. Segir
að með slíkum niðurskurði sé vegið
alvarlega að öryggis- og eftirlits-
hlutverki stofnunarinnar. Þá er
skorað á stjórnvöld að kaupa nú
þegar nýja og öfluga björgunar-
þyrlu fyrir stofnunina til þess að
efla enn frekar öryggi sjómanna.