Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Ríkisstjórn Chile vill að Hon- ecker fái að fara til N-Kóreu Moskvu. Reuter. ERICH Honecker, fyrrverandi leiðtogi Austur-Þýskalands, var enn í bústað sendiherra Chile í Moskvu í gær en ríkisstjórn Chile neit- aði því í gærkvöldi að afhenda hann rússneskum yfirvöldum og sagði að leyfa ætti Honecker að fara til Norður-Kóreu. I yfirlýsingu stjórnarinnar í Chile sagði að beðið væri eftir svari við bréfi Patricios Aylwins forseta til Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta þar sem lagt var til að Honecker yrði leyft að fara til Norður-Kóreu til að leita sér lækn- ishjálpar. London: Sprengju- tilræði rask- ar lestar- • • Rússar virðast nú hins vegar vilja þvo hendur sínar af Honecker því Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði að yfirvöld í Þýskalandi og Chile yrðu að semja sín á milli hver afdrif hans yrðu. í gær rann út framlengdur frestur sem Rússar höfðu gefið Honecker til að koma sér úr landi en í gær sagði Kozyrev að hann yrði ekki knúinn brott með valdi. Hann yrði ekki hnepptur í varðC- hile en Kozyrev sagðist ekki eiga von á því að honum yrði vísað úr sendiráðinu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Honecker. ítrekaði norður-kór- eska sendiráðið í Moskvu tiiboðið í gær og fór þess á leit við rúss- nesk yfirvöld að þau féllust á að Honecker fengi að leita sér læknis- hjálpar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Þýskalands, sagðist hins vegar á sunnudag freysta því að Rússar stæðu við loforð um að framselja Honecker til Þýska- lands. Þar yrði hann sóttur tii saka fyrir að skipa landamæravörðum að skjóta á fólk sem reyndi að flýja yfir Berlínarmúi'inn. Honecker er 79 ára að aldri og var við völd í Austur-Þýskalandi 1971-89. Stjórn Chile hefur ákveðið að leyfa Honecker að vera i sendi- herrabústaðnum þar til rússnesk stjórnvöld taka ákvörðun um örlög hans. Hermenn og björgunarsveitarmenn hjálpa farþega úr ferjunni Salem Express að fara í land í borginni Safaga, sem er um 600 km fyrir sunnan Kaíró. samgongoim London. Reuter. Á fimmta hundrað fórust með egypskri ferju á Rauðahafi: RÚMLEGA ein milljón manna komst seint eða alls ekki til vinnu sinnar i London í gær vegna sprengjutilræðis írska lýðveldishersins IRA á járn- brautarstöð. Maður, sem kvaðst vera liðs- maður IRA, hringdi í gærmorgun í breska sjónvarpsstöð og sagði að sprengju hefði verið komið fyrir á einni lestarstöðinni í London og myndi hún springa von bráðar. Bresku járnbrautirnar brugðust við með því að loka þegar í stað átta helstu lestarstöðvum borgarinnar. Sprengja sprakk stuttu síðar á Clapham Junction stöðinni en eng- an sakaði. Að sögn lögreglu var sprengjan tiltölulega lítil og olli engu tjóni á mannvirkjum og eng- an sakaði. „Það virðist sem til- gangurinn með tilræðinu hafi frek- ar verið að setja allt úr skorðum en valda eyðileggingu," sagði lög- reglufulltrúi. Ferðir jámbrauta í borginni lágu niðri í um það bil þijár klukkstundir og varð því verulegu röskun á ferðalagi fólks til vinnu í London, en t.a.m. er talið að 40% starfsfólks í fjármála- hverfínu ferðist með járnbrautar- lestum til vinnu. Ásakanir um að illa hafi ver- ið staðið að björgunarstarfi Safaga, Egyptalandi. Reuter. TALIÐ er að allt að 476 manns hafi látist er egypsk ferja fórst á Rauðahafi aðfaranótt laugardags. Farþegar um borð voru flest- ir egypskir karlmenn á heimleið frá Saudi-Arabíu úr pílagríms- ferð til Mekka eða að lokinni vinnu um skeið. dagsmorgun, mörgum tímum eftir bjargað. Talið er að flestir hafi strandið. Samtals vora farþegar farist vegna þess að þeir iokuðust 654 og í gærkvöld hafði 179 verið inni í ferjunni sem sökk. Um er að ræða mesta sjóslys undanfarinna ára síðan feija og flutningaskip rákust á við Filipps- eyjar árið 1987 en þá fórust 4.386 manns. Rob Raine, talsmaður banda- ríska flotans, sagði í gær að egypsk yfírvöld hefðu hafnað að- stoð á sunnudag frá erlendum skipum. Heimildarmenn í hópi vestrænna stjórnarerindreka í Ka- író sögðu að dregist hefði að til- kynna slysið til herskipa í ná- grenninu en þau voru mörg vegna viðskiptabannsins á írak. Atef Sedki, forsætisráðherra Egypta- lands, sagði hins vegar að neyðar- kall hefði borist frá feijunni á miðnætti aðfaranótt sunnudags. Strax hefðu björgunarsveitir verið sendar á vettvang en hvassviðri hefði komið í veg fyrir að npkkuð væri hægt að gera fyrr en í da- grenningu á sunnudag. Feijan, Salem Express, var á leið frá Jeddah í Saudi-Arabíu. Hún hraktist af leið í vondu veðri og strandaði á rifi um sex mílur undan hafnarborginni Safaga og barst aðstoð ekki fyrr en á sunnu- Sunday Mirror: Maxwell sagður hafa framið sjálfsmorð London. Daily Telegraph. EITT af blöðum Maxwell-samsteypunnar, Sunday Mivror hélt því fram í forsíðufrétt á sunnudag að fjölmiðlakóngurinn Robert Maxw- ell hefði framið sjálfsmorð. Blaðið byggir frétt sína á upplýsingum frá sérfræðingum tryggingafélags sem Maxwell var líftryggður hjá fyrir 20 milljónir punda, jafnvirði rúmlega tveggja milljarða ÍSK. Loksins loksins bolir og hnepptar peysur á krakka LACOSTE STRÆTQ H A K » REYKJAVÍKURVEGI 62 - SÍMI 650680 * Maxwell hvarf af lystisnekkju sinni við Kanaríeyjar og fannst lík hans siðar á floti í sjónum. Spænsk- ur réttarlæknir tilkynnti fyrir helgi að dauðdagi hans hefði verið eðli- legur, hann hefði fengið hjartaáfall í sjónum og væri því hægt að úti- loka að um morð hefði verið að ræða. Breskir sérfræðingar halda því hins vegar fram að dauða Maxw- ells hafi ekki borið að með eðlilegum hætti og draga rannsókn spænska sérfræðingsins stórlega í efa. Blað- ið Sunday Mirror sagði hins vegar í forsíðufrétt með risafyrirsögn að Maxwell hefði framið sjálfsmorð. Sagði blaðið að að einn færasti krufningalæknir Breta hefði rann- sakað hjarta Maxweils í Madríd á Spáni nýverið og ekki fundið nein merki þess að hann hefði dáið úr hjartaslagi. Sagði Sunday Mirror að líftryggingafélagið myndi ekki styðjast við niðurstöðu spænska krufningalæknisins er það tæki af- stöðu til þess hvort skaðabætur yrðu greiddar vegna dauða hans. Kevin Maxwell, sonur fjölmiðla- kóngsins, mætti fyrir rannsóknar- rétti í gær og veitti upplýsingar um fjölmiðlasamsteypu föður síns vegna rannsóknar á meintu hvarfi hundruð milljóna dollara úr eftir- launasjóðum fyrirtækisins. Breska leyniþjónustan: Kona tekur við stjóm M15 London. Reuter. MIKIL leynd hefur löngum hvílt yfir starfsemi M15, bresku gagnnjósnadeildarinnar. Ný lög hafa þó breytt þessu og í gær var tilkynnt að kona tæki við stjórn deildarinnar. Konan heitir Stella Rimington og hefur unnið hjá M15 í 22 ár. Er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem greint er frá því opinberlega hver yfírmaður stofnunarinnar er. Meira að segja var þar til fyrir skemmstu refsivert að birta nafn yfirmannsins á opinberum vettvangi. M15 sinnir gagnnjósnum í Bretlandi og M16 fer með starfsemi leyniþjóstunnar erlendis. Rimington tekur við af Sir Patrick Walker sem lætur af emb- . ætti í febrúar. Talsmaður Kenneths Bakers innanríkisráðherra sagði í gær að Rimington sem er á sextugs- aldri væri sérlega hæfileikamikil. Jafnframt var tilkynnt að laun hennar yrðu 77.500 pund á ári (rúmar átta milljónir ÍSK). í opinberu tilkynningunni var gefíð til kynna að allri leynd af starfsemi M15 yrði ekki aflétt. Ekki yrðu t.d. heimiluð viðtöl við forstöðumanninn eða myndatökur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.