Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
41
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Islenskukennsla
hafi forgang
Islendingar eru ekki eina
smáþjóðin á Vesturlöndum,
sem hefur áhyggjur af tungu
sinni og menningu á tímum al-
þjóðlegrar fjölmiðlunar þar sem
enskan ræður ferðinni. Við er-
um ekki eina Norðurlandaþjóðin
sem horfir til þess með ugg, að
tungunni sé teflt í tvísýnu vegna
sinnuleysis um utanaðkomandi
máláhrif.
Við gerum okkur á hinn bóg-
inn betur grein fyrir því, máski
vegna fámennis okkar, hve mik-
ilvægt það er fyrir stjórnarfars-
legt og menningarlegt sjálf-
stæði okkar, að standa vörð um
móðurmál okkar og menningar-
arfleifð. Sú hefur a.m.k. verið
trú okkar til skamms tíma. En
spurning er, hvort vitund okkar
um mikilvægi íslenskunnar hef-
ur slævst í framvindu og fjöl-
breytileika nýrra tíma. Er okkur
það ekki sama keppikeflið sem
fyrr (heimilum, uppeldisstofn-
unum, skólum og fjölmiðlum)
að „móðurmálið streymi ekki
sína leið út í hið engilsaxneska
hafdjúp"?
Ragnheiður Briem, kennari í
íslensku og málvísindum, segir
í greinaflokki í Lesbók Morgun-
blaðsins:
„Móðurmálskunnáttu íslend-
inga, einkum ungu kynslóðar-
innar, er áfátt. Það lýsir sér
þannig að (ungt) fólk á æ erfið-
ara með að tjá hugsanir sínar
bæði munnlega og skriflega.
Orðaforði hefur rýrnað mjög svo
að nú skilja nemendur ekki mál
sem lá ljóst fyrir jafnöldrum
þeirra fyrir tveimur áratugum.
Þetta veldur meðal annars því
að kennarar þurfa að eyða dýr-
mætum tíma í að „þýða“ ósköp
venjulegar námsbækur á hálf-
gert barnamál ef efni þeirra á
að komast til skila. Ritleikni,
þar með talin réttritun, er á svo
lágu stigi að mikill hluti fram-
haldsskólanema getur alls ekki
talist sendibréfsfær."
Höfundur rekur síðan rétti-
lega sitthvað sem valdið hefur
afturför í málkennd fólks, meðal
annars gjörbreyttir þjóðlífs-
hættir (frá því börn ólust upp í
stórfjölskyldum bændasamfé-
lagsins) og utanaðkomandi mál-
áhrif (sjónvarp með erlendu
efni, kvikmyndir, myndbönd og
dægurtónlist með ensku tali,
utanferðir o.fl.). Hann bendir
jafnframt á sitthvað sem hægt
er að gera til að styrkja stöðu
móðurmálsins og snúa vörn í
sókn í þessum efnum.
„Fyrsta skrefið til að koma
lagi á móðurmálskunnáttu og
málvöndun," segir Ragnheiður
Briem, „er að gera sér ljóst að
íslenskunám hefst um leið og
máltaka barna (á fyrsta eða
öðru ári) og lýkur ekki fyrr en
í hárri elli. Annað skrefið er að
skipuleggja þetta nám, ekki
aðeins það sem fram fer i skól-
um, heldur frá vöggu til grafar.
Skólaárin gegna hér lykilhlut-
verki en ekki til að kenna allt
heldur til að kynna allt og kenna
sumt.“
Mikilvægt er að talsetja sjón-
varpsefni, einkum barnaefni,
sem er daglegur „gestur“ á
heimilum landsmanna og hefur
mikil og mótandi áhrif á málf-
ar. Talsetningu (framburð) og
textun sjónvarpsefnis þarf að
vanda vel svo mikilvægt sem
þetta efni getur verið í málvernd
okkar. En skólarnir eru eða eiga
að vera höfuðvígi tungunnar.
0gv móðurmálskennslan verður
að hafa vissan forgang í skóla-
kerfinu frá því skólaganga hefst
og þar til framhaldsskólanámi
lýkur. Það dugar ekki að landsf-
eður tali fagurlega um móður-
málið á hátíðis- og tyllidögum.
Þeir verða að búa móðurmáls-
kennslunni í skólum landsins
þær aðstæður að hún geti sinnt
hlutverki eins og best verður á
kosið.
Ragnheiður Briem leggur í
grein sinni áherslu á mikilvægi
þess, að fólk sé hvatt til lesturs
góðra bóka. „Bókmennta-
kennslu þarf að breyta þannig,“
segir í grein hennar, „að hún
örvi nemendur til bóklesturs
eftir að formlegu námi lýkur.“
Ástæða er til að staldra við
þessa ábendingu, ekki sízt í ljósi
nýlegra frétta þess efnis, að
44% 14 ára unglinga lesi sjaldan
eða aldrei bækur sér til skemmt-
unar, samkvæmt forprófi vegna
alþjóðlegrar rannsóknar á læsi
á vegum Rannsóknarstofnunar
uppeldis- og kennslumála. Hér
er að vísu aðeins um forpróf að
ræða, en niðurstaðan er langt
frá því að vera glæsileg fyrir
„bókaþjóðina".
Þegar móðurmálið á í hlut
er aðeins það besta nógu gott.
Þess vegna er ástæða til að taka
undir þessi orð í grein íslensku-
kennarans:
„Svo lengi sem menn bera
skynbragð á að sumt mál er
fegurra en annað, að málbeiting
manna er misjöfn, verður það
auðvitað krafa almennings, að
íslendingum verði kennd sú
málnotkun sem dómbærir menn
telja til fyrirmyndar. Það er
enginn að tala um boð og bönn.
Ef íslenska er kennd í skólum
á annað borð hvers vegna ætt-
um við þá ekki að kenna það
sem best er talið, réttast og
fegurst?"
S AMEININ G FISKVINNSLUFYRIRTÆKJA I VESTMANNAEYJUM
*
Alyktun háskólaráðs vegna fjárlagafrumvarps:
Viðbrögð við sameiningu fyrirtækjanna:
Formenn verkalýðs-
félaganna varkárir
Formenn verkalýðsfélaganna í
Vestmannaeyjum - eru varkárir í
orðum um áhrif sameiningar Fisk-
iðjunnar og Vinnslustöðvarinnar,
en segjast vona að fækkun starfs-
fólks muni ekki fylgja í kjölfarið
„Ég vona að eftir að þeir eru orðn-
ir svona stórir og sterkir þá hætti
þeir að senda fiskinn út og láti fólkið
sitt vinna aflann, því það er sama
hvað mikið er sameinað ef enginn er
fiskurinn," sagði Jón Kjartansson,
formaður Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja, við Morgunblaðið.
Jón sagði að reynt hefði verið að
fullvissa sig um að ekki yrði fækkað
almennu starfsfólki við þessa samein-
Aðeins af
hinu góða
- segir Guðjón
Hjörleifsson
bæjarstjóri
ingu, „en ég á eftir að sjá það,“ sagði
hann.
„Þetta á ekki að þurfa að raska
mjög miklu, en það er ekki komið á
hreint hvort um fólksfækkun verður
að ræða, þótt slíkt sé ekki í deiglunni
eftir því sem ég kemst næst. Og ég
hef ekki trú á öðru en stjórnendur
þessara fyrirtækja reyni í lengstu lög
að sleppa við segja upp fólki,“ sagði
Elsa Valgeirsdóttir formaður Verka-
kvennafélagsins Snótar.
Elsa sagði, að þessi sameining væri
sjálfsagt hrein nauðvörn, og væri
þessu kvótabraskrugli að kenna sem
væri að ganga frá fyrirtækjum.
Jón Kjartansson sagði að það væri
ekki gefið í þessum efnum, að stórt
væri endilega gott. „Þótt hægt sé að
benda á 3 mjög góð stór fyrirtæki,
Granda, HB og co. og ÚA, er einnig
hægt að benda á mörg lítil vel rekin
fyrirtæki. Og það er alltaf hætta á
að eftir því sem fyrirtæki er stærra
þá verði lengra frá tindinum niður á
jafnsléttu og því minna samband þar
á milli,“ sagði Jón Kjartansson.
Skipastóll og fiskikvóti
nýja fyrirtækisins
Skip sem áður voru í eigu Fiskiðjunnar hf.:
Brl.
Kvóti i
þorsk-
ígildum
Klakkur
Sindri
VE103
VE 60
488
297
1.580,8
1.701,2
Samtals: 3.282,0
Skip sem áður voru í eigu Vinnslustöðvarinnar:
Breki V E 61 599 2.298,1
Fngg VE 41 155 660,1
Sigurfari VE138 118 601,4
Kristbjörg VE 70 149 548,2
Styrmir VE 82 190 398,0
Sleipnir VE 83 77 214,2
Samtals: 4.720,0
Skip sem áður voru í eigu Fiskimjölsverksmiðju Vestmannaeyja*
(tyrirtækið var áður í eigu Fiskiðjunnar hf. og Vinnslustöðvarinnar)
Kap VE 4
Sighvatur Bjarnason VE 81
349
370
72,7
70,4
143,1
Samtals:
Heildarkvóti hins nýja fyrirtækis verður 8.145,1 tonn
í þorskígildum, auk 7.000 tonna loðnukvóta og síldarkvóta á 8 skip.
Nýtt stórfyrirtæki
í útgerð og vinnslu
FISKIÐJAN og Vinnslustöðin,
og dótturfyrirtæki Fiskimjöls-
verksmiðja Vestmannaeyja
(FIVE), Lifrarsamlag yest-
mannaeyja og Gunnar Olafs-
son og Co. (Verslunin Tang-
inn) hafa sameinast.
Fiskiðjan gerir út togarana
Klakk (1.580,8 tonn) og Sindra
(1.701,2 tonn). Veiðiheimildir
togara og báta eru í svigum.
Vinnslustöðin gerir út togar-
ann Breka (2.298,1 tonn) og
bátana Styrmi (398 tonn), Krist-
björgu (548,2 tonn), Sleipni
(214,2 tonn), Sigurfara (601,4
tonn) og Frigg (660,1 tonn).
Bátarnir eru í eigu Knörr hf. sem
er í eigu Vinnslustöðvarinnar.
FIVE á loðnuskipin Kap (72,7
tonn) og Sighvat (70,4 tonn).
Samtals eiga skip og bátar fyrir-
tækjanna botnfiskheimildir upp
á 8.145 tonn, en við bætist 7.000
tonna loðnukvóti og 8 síldarkvót-
ar þannig að í þorskígildum kem-
ur hið nýja fyrirtæki til með að
hafa yfir eitthvað á tíunda þús-
und tonna að ráða.
Fiskiðjan og Vinnslustöðin:
Hluthafafundir um sam-
eiiiiiigmia 30. desember
GUÐJÓN Hjörleifsson bæjarsljóri
í Vestmannaeyjum segist telja það
jákvætt að tvö af stærstu sjávarút-
vegsfyrirtækjum Vestmannaeyja
stefni að sameiningu fyrir áramót.
„Ég held að það sé aðeins af hinu
góða að fá eitt stórt afl hér í fisk-
vinnsluna," sagði Guðjón við
Morgunblaðið.
„Eg átta mig ekki alveg á hvaða
áhrif þetta hefur á stöðugildi, miðað
við núverandi störf hjá fyrirtækjunum
tveimur, líklega gæti þetta helst bitn-
að á skrifstofu- og verkstjórastörfum.
En um leið ætti vinnan að vera sam-
felldari; í haust hafa verið að detta
út dagar,“ sagði Guðjón Hjörleifsson.
Hann sagði aðspurður, að með þess-
ari sameiningu ættu menn ekki á
hættu að missa fastan veiðikvóta frá
þessum fyrirtækjum burtu frá bæjar-
félaginu, en talin var hætta á því.
-------------»-♦ »-----
Magnús Kristinsson
forstjóri ísfélagsins;
Snyrtileg
vinnubrögð að
geta klárað
svona mál á
einni helgi
MAGNÚS Kristinsson fram-
kvæmdasijóri Isfélagsins í Vest-
mannaeyjum og stjórnarformaður
Bergs-Hugins sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann teldi
félaga sína í Vestmannaeyjum hafa
náð mikilsverðum árangri nú um
helgina, er þeir náðu samkomulagi
um að sameina Fiskiðjuna og
Vinnslustöðina. Magnús er nú
staddur í Hull í Englandi, en er
væntanlegur til landsins á morgun.
Ég hlýt bara að fagna því að menn
hafi náð saman heima í Eyjum. Ég
óska þeim til hamingju'með þennan
árangur í þessum helgarviðræðum.
Mér þykja það drengileg og snyrtileg
vinnubrögð að geta klárað svona mál
á einni helgi. Ég lít bara björtum
augum til þessa stóra og sterka nýja
fyrirtækis sem við komum til með að
keppa við úti í Eyjum,“ sagði Magnús.
Magnús var spurður hvort hann
teldi að þessi niðurstaða hjá Fiskiðju
og Vinnslustöð yrði til þess að hann
og Sigurður Einarsson hjá Hraðfrysti-
stöð Vestmannaeyja tækju upp þráð-
inn þar sem frá var horfið og reyndu
að semja um sameiningu ísfélagsins
og Hraðfrystistöðvarinnar: „Þessu
get ég ékki svarað núna. Ég er nú
einu sinni ekki heima á íslandi og
því ekki í neinu sambandi við Sigurð
þessa dagana. Við verðum bara að
sjá til,“ sagði Magnús.
STJÓRNIR .Fiskiðjunnar og
Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna-
eyjum ákváðu síðastliðinn laugar-
dag að stefna að sameiningu fyrir-
tækjanna í eitt fyrir næstu ára-
mót, þannig að nýitt fyrirtæki taki
við 1. janúar 1992. Akveðið hefur
verið að boða til hluthafafunda í
fyrirtækjunum 30. desember nk.
sem muni taka afstöðu til þessarar
ákvörðunar stjórna félaganna.
Ofangreind niðurstaða er fengin
eftir mikil og ströng fundahöld og
flóknar samningaviðræður, eins og
greint var frá í Morgunblaðinu á
sunnudag. Sameiningarviðræður
þessara fyrirtækja hafa að undan-
förnu staðið yfir með hléum, en þær
tóku á sig nýjan og alvöruþrungnari
blæ síðastliðinn fimmtudag, með of-
angreindum árangri.
„Við höfum ákveðið að halda hlut-
hafafundi í fyrirtækjunum 30. des-
ember næstkomandi, þar sem af-
staða verður tekin til þessarar niður-
stöðu stjórna félaganna," sagði Guð-
„SAMEINING Vinnslustöðvarinn-
ar og Fiskiðjunnar markar tíma-
mót og ég fagna henni," sagði
Valur Valsson bankastjóri íslands-
banka í samtali við Morgunblaðið
í gær, er hann var spurður álits á
sameiningu sjávarútvegs- og fisk-
vinnslufyrirtækja í Vestmannaeyj-
um.
Valur sagði að þessi sameining
skapaði möguleika til þess að hag-
ræða í rekstri, lægri tilkostnaðar og
sterkari fjárhagsstöðu. „Hið nýja fyr-
irtæki á því að geta keppt á kvóta-
markaði og fjármagnsmarkaði við
önnur stór sjávarútvegsfyrirtæki í
landinu," sagði Valur.
„Við í Islandsbanka höfum um
langt skeið hvatt forráðamenn fyrir-
tækjanna í Vestmannaeyjum til að
mundur Karlsson framkvæmdastjóri
Fiskiðjunnar hf. í samtali við Morg-
unblaðið í gær, í kjölfar þess að
stjórnir Fiskiðjunnar og Vinnslu-
stöðvarinnar samþykktu síðastliðinn
laugardag að stefna að sameiningu
fyrirtækjanna og dótturfyrirtækja
nú fyrir áramót.
Guðmundur er talsmaður beggja
fyrirtækjanna eftir þessa niðurstöðu
stjórna fyrirtækjanna. Þeir Guðjón
Rögnvaldsson stjórnarformaður
Fiskiðjunnar og Bjarni Sighvatsson
stjórnarformaður Vinnslustöðvarinn-
ar vildu ekkert um málið segja þegar
blaðamaður Morgunblaðsins ræddi
við þá í gær, en vísuðu á Guðmund
Karlsson sem talsmann sinn.
„Nú hefur verið tekin ákvörðun
um að stefna að þessu og ef ekki
koma upp einhverjir óyfirstíganlegir
örðugleikar verður stofnun nýs fyrir-
tækis að veruleika nú um áramótin,“
sagði Guðmundur Karlsson, sem er
auk þess að vera framkvæmdastjóri
Fiskiðjunnar 20% eigandi að fyrir-
snúa bökum saman, hagræða í rekstr-
inum með sameiningu og skapa þann-
ig fjárhagslega sterk fyrirtæki, eitt
eða fleiri. Við höfum talið góð skil-
yrði til slíkrar endurskipulagningar
og lagt að mönnum að nota tækifær-
ið núna, áður en tekjurýrnun vegna
kvótaskerðingar segir til sín,“ sagði
Valur.
Valur sagði að frá upphafi hefði
það verið ljóst að heimamenn þyrftu
sjálfir að finna bestu lausnina, „því
hver er sinnar gæfu smiður. íslands-
banki gat ekki og ætlaði ekki að segja
mönnum fyrir verkum, en við höfum
alla tíð verið reiðubúnir að styðja
sameiningu eftir því sem við getum“.
Hann sagði að nú hefði það gerst að
forráðamenn Vinnslustöðvarinnar og
Fiskiðjunnar hefðu komið sér saman
tækinu. „Við hljótum að vera sáttir
við þessa niðurstöðu. Þetta er það
sem við viljum gera, miðað við þá
stöðu sem er í dag,“ sagði Guðmund-
ur.
Haraldur Gíslason framkvæmda-
stjóri FIVE og einnig 20% eigandi
Fiskiðjunnar og hluthafi í Vinnslu-
stöðinni sagðist í samtali við Morg-
unblaðið í gær vera mjög ánægður
með þá niðurstöðu sem komin væri
í sameiningarmál Fiskiðjunnar og
Vinnslustöðvarinnar. „Hugsunin á
bak við þetta er að sjálfsögðu sú að
ná fram meiri hagræðingu, þannig
að afkoma hins nýja fyrirtækis verði
betri en hinna tveggja sem fyrir eru.
Annars hefðum við nú ekki verið að
þessu,“ sagði Haraldur.
„Að undanförnu hafa farið fram
viðræður milli forráðamanna Fiskiðj-
unnar hf. og Vinnslustöðvarinnar hf.
í Vestmannaeyjum um sameiningu
félaganna ásamt dótturfélögum. Á
sameiginlegum fundi stjórna félag-
anna 14. desember 1991 var sam-
um ákveðna hagræðingu og því fögn-
uðu menn í Íslandsbanka og myndu
aðstoða þá eftir föngum.
Aðspurður hvort hann ætti með
þessum orðum við að íslandsbanki
myndi aflétta einhvetjum skuldum af
fyrirtækinu, eða skuldbreyta, sagði
Valur: „Það er mikilvægur áfangi í
þessu dæmi að ákveða sameininguna.
Nú fer hins vegar í gang mikil vinna
við frágang á öllum smáatriðum, sem
tekur óhjákvæmilega einhvern tíma.
Það þekkjum við vel í íslandsbanka.
Af því sem vitað er núna, þá tel ég
ekki ástæðu til að ætla annað en tak-
ast megi að ljúka sameiningunni far-
sællega og ég geri ráð fyrir að bank-
inn og aðrar lánastofnanir sem hlut
eiga að máli vilji gera sitt til að greiða
fyrir því,“ sagði Valur.
þykkt að stefna að sameiningu
Vinnslustöðvarinnar hf. og Fiskiðj-
unnar hf. og taki sameiningin gildi
1. janúar 1992, enda sé ljárhagsleg-
ur grundvöllur fyrir sameiningunni.
í kjölfar framangreinds verður boðað
til hluthafafunda fyrir 31. desember
1991.“ Svo hljóðar fréttatilkynning
sem Fiskiðjan og Vinnslustöðin í
Vestmannaeyjum sendu í samein-
ingu frá sér til fjölmiðla í gær.
------»■».♦-----
Arnar Signrmunds-
son, formaður Sam-
taka fiskvinnslu-
stöðva:
Sameiningin
er jákvæður
áfangi
„EITT af þeim ráðum til að kom-
ast út úr hallarekstri með öðru,
er aukin samvinna og sameining
fyrirtækja. Þetta höfum við lengi
sagt. I þeirri stöðu sem fyrirtækin
eru í, þá var ekki um neitt annað
að ræða en að ná saman og því tel
ég þetta vera jákvæðan áfanga,"
sagði Arnar Sigurmundsson for-
maður Samtaka fiskvinnslustöðva
i samtali við Morgunblaðið í gær
er leitað var álits hans á samein-
ingu Fiskiðjunnar og Vinnslustöðv-
arinnar í Vestmannaeyjum.
Arnar sagði að það sem nú væri
að eiga sér stað í Vestmannaeyjum,
Þorlákshöfn, Akranesi og víðar á
þessu ári, væri einfaldlega hluti af
þeirri þróun að ná fram hagræðingu
þegar kreppti að. „Við höfum líka trú
á því að fyrirtækin stefni í að verða
stærri og öflugri útgerðar- og vinnslu-
fyrirtæki annars vegar og hins vegar
að það verði ákveðinn vaxtarbroddur
í minni og sérhæfðari fyrirtækjum,"
sagði Arnar.
Arnar sagði að afkoman undanfar-
in ár og takmarkaðar veiðiheimildir
þrýstu mönnum saman. Það yrði auð-
vitað heilmikið átak að framkvæma
svona sameiningu og ekki sársauka-
laust.
Valur Valsson bankastjóri íslandsbanka:
Sameining fyrirtækjanna
í Eyjum markar tímamót
Nýnemar ekki innritaðir næsta
haust ef áætlaður niður-
skurður nær fram að ganga
SVEINBJÖRN Björnsson rekt-
or Háskóla Islands segir að ef
áætlaður niðurskurður á fjár-
framiagi ríkisins til Háskóla ís-
land^nái fram að ganga geti
farið svo að á næstkomandi
hausti verði engir nýnemar
teknir inn í háskólann. Hann
segir að undanfarin fjögur ár
hafi nemendum í háskólanum
fjölgað um 935 eða 21,8% og
að allan þann tíma hafi raun-
gildi fjárveitinga verið það
sama. Með nýja fjárlagafrum-
varpinu yrði fjárveiting til há-
skólans um 253 milljónum
króna lægri en hún þyrfti að
vera.
Sveinbjörn segir að ekki liafi verið
hægt að auka nemendafjölda í háskó-
lanum síðastliðin ár jafnframt því að
fjárveitingar hafi staðið í stað, nema
með mikilli hagræðingu. Hann segir
m.a. að reynt hafi verið að fella niður
námskeið, sem hafí verið fámenn eða
hægt hafi verið að kenna annað hvert
ár í stað þess að kenna þau á hverju
ári. Einnig hafi kennsla í ákveðnum
deildum verið sameinuð þar sem því
hafi verið komið við.
Sveinbjörn segir erfitt að leggja
niður einstakar deildir innan háskól-
ans. „Þótt við vildum hætta að bjóða
eitthvert nám erum við skuldbundnir
þeim nemendum, sem eru þegar inni,
um að þeir fái að halda áfram. Við
gætum því aðeins lagt niður fyrsta
misserið." Hann segir að niðurfelling
verkefna og deilda skili aðeins 22
milljónum króna þar sem það tekur
nokkur ár að leggja deildir niður. „Ef
við eigum að skiia alls 127,8 milljón-
um króna þá er eina róttæka aðgerð-
in, sem við komum auga á að stöðva
innritanir,“ segir Sveinbjörn.
Ef af skerðingunni verður lækka
fjái’veitingar á hvern nemanda Há-
skóla íslands um 6% eða úr 292 þús-
undum króna niður í 275 þúsund
krónur.
Háskólinn í hættu
Ályktun háskólaráðs 16. desember
1991 í tilefni fjárlagafrumvarps fyrir
árið 1992 fer hér á eftir:
„Háskóli íslands er í hættu. Ef svo
fer fram sem horfið um fjárveitingar
á næsta ári mun Háskólinn ekki geta
veitt neinum nýnemum kennslu á
næsta hausti, þrátt fyrir áform um
skólagjöld og þrátt fyrir ýtrasta
niðurskurð kennslu og þjónustu. Um
2.000 nemendur munu þá tefjast í
námi, leita atvinnu á þröngum vinnu-
markaði og sækja um skólavist er-
lendis með auknum tilkostnaði stúd-
enta og Lánasjóðs.
Háskólanum er vel ljóst að nú eru
samdráttartímar í þjóðfélaginu og
bæði einstaklingar og stofnanir verða
að taka á sig auknar byrðar. Þetta
hefur Háskólinn hins vegar gert um-
fram aðra á undanförnum árum. Frá
árinu 1988 hefur nemendum fjölgað
um 935 (21,8%) og námsbrautum og
þjónustuverkefnum fjölgað, án þess
að fjárveitingar hafi hækkað að raun-
gildi. Kostnaður á hvern nemanda
hefur því lækkað verulega og er miklu
lægri en í nokkrum öðrum háskóla á
Norðurlöndum. Ef þessum nemendum
hefði verið komið fyrir í nýjum há-
skóla, sem hefði sama kostnað á nem-
anda og Háskólinn hafði árið 1988
næmi rekstrarkostnaður þess skóla
um 330 milljónum króna á næsta ári.
Háskólinn er reiðubúinn að leita
leiða til enn frekari hagræðingar og
samdráttar í kennslu, en þar verður
að hafa í huga að Háskólanum ber
skylda til að tryggja að gæði þeirrar
kennslu sem hann veitir séu sámbæri-
leg við aðra háskóla. Kennsla við
Háskólann er nú þegar mun ódýrari
en í öðrum sambærilegum háskólum
á Norðurlöndum og það er samdóma
álit háskólamanna að ekki sé nokkur
leið að beita almennum niðurskurði
Fjárveitingar á nemanda við HÍ1988-92
Miðað er við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarps 1992. Þúsundir kr.
Fjárveiting á skráðan nemanda við
nokkra háskóla á Norðurlöndum
Þús. ÍKRmiðaðviðmeðalgengijan.-april1991 (
0__________200__________400_________600 800 1000
enn á ný til að mæta fyrirhugaðri
skerðingu á fjárveitingum næsta árs.
Slík aðgerð mundi draga svo úr
kennslu að Háskóli Islands yrði undir-
málsskóli, nemendur tefðust í námi
og Háskólinn yrði að segja upp því
kennaraliði sínu sem er með lausasta
samninga, en það eru yngstu og efni-
legustu kennararnir sem ætlað er að
standa undir endurnýjun kennaraliðs-
ins á komandi árum. Þessi skyndiað-
gerð hefði áhrif til langframa og gerði
að engu áratuga uppbyggingarstarf.
Nú er útlit fyrir að fjárveiting á
fjárlögum næsta árs verði um 253
milljónum króna lægri en hún þyrfti
til að standa undir óbreyttri þjónustu
við áætlaðan nemendafjölda. Til að
mæta því er gert ráð fyrir því í fjárlag-
afrumvarþinu að Háskólinn innheimti
allt að 90 milljónir króna í viðbótar-
skólagjöld (sem er ókleift að ná á
árinu 1992). Einnig má gera sér von-
ir um að hann fái til baka 36 milljón-
Borgarfjörður:
Sjo onopp í
ALLS URÐU sjö umferðaróhöpp
í Borgarfirði um síðastliðna helgi.
Meiðsli á fólki urðu í tveimur til-
fellum. Flest óhöppin urðu vegna
mikillar hálku á vegum en tvö
þeirra mátti rekja til lausagöngu
útigangshrossa.
Undir Hafnarfjalli rann stór jeppi
til í hálku og lenti á minni jeppa sem
kom á móti. Okumaðurinn í minni
jeppanum slasaðist og var fluttur á
sjúkrahús. Þá lentu tveir bílar saman-
á brúnni yfir Hítará og kona sem
var ökumaður annars bílsins hlaut
höfuðhögg og var flutt á sjúkrahús.
ir af almennum niðurskurði til ríkis-
stofnana sem tillaga verður gerð um
við 2. umræðu fjárlaga. En jafnvfl
þótt Háskólinn fái þetta fé allt í sinn
hlut vantar hann enn 127 milljónir
til að geta veitt óbreytta þjónustu.
Nái fyrirhuguð skerðing fram að
ganga á Háskólinn engan annan kost
en að takmarka fjölda nemenda.
Hann er bundin skyldum við þá nem-
endur sem nú þegar eru í námi og
því yrði takmörkun að koma niður á
nýnemum á næsta hausti. Auk þess
yrði að koma til varanleg lokun náms-
brauta og deilda og afnám margs
konar þjónustu.
Aðgerðir af þessu tagi eru vissu-
lega mjög alvarlegar og hefðu ófyrir-
sjáanleg áhrif á menntakerfið í land-
inu og framtíðaráform þúsunda ung-
menna. Háskólinn vill fyrir alla mupi
komast hjá að beita slíkum neyðarúr-
ræðum og treystir því að þeir sem
ráða fjárveitingum sjái sig um hönd.“
umferðinni
Meiðsli fólksins voru ekki talin alvar-
leg.
Útigangshross sluppu út úr girð-
ingu undir Akrafjalli og lentu þrtá
þeirra fyrir tveimur bílum sem átfu
leið um Akranesveg aðfaranótt
sunnudagsins. Meiðsl urðu ekki á
fólki og hrossin höltruðu út í myrkr-
ið. Bílamir skemmdust báðir töluvert
mikið og bera eigendur þeirra það
tjón sjálfir. Lausaganga hrossa er
bönnuð á þessum slóðum. Þá sluppu
hross einnig út á veg í Melasveit en
lögreglumenn sem áttu leið þar um
ráku hrossin aftur inn í girðinguna
áður en þau náðu að valda skaða.