Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Slökkvibíll sömu gerðar og Húsavíkurbær hefur fest kaup á.
Sjómannsamband íslands:
Mótmæli við skerðingu
sj ómannaafsláttar
Húsavík;
Nýr slökkvi-
bíll keyptur
Húsavík.
HÚSAVÍKURBÆR hefur fest
kaup á nýjum og mjög vönduð-
um slökkvibíl, sem væntanlegur
er til landsins á næsta ári og
hefur bæjarstjórinn á Húsavík
hug á að gera samning við
nærliggjandi sveitarfélög um
sameiginleg not af bílnum.
Væntanlegt tæki er af IVECO
TLF gerð með drifi á öllum hjólum
.og með mjög sterkri vél. Rúmgott
hús er á bílnum fyrir 8 manns og
þeirra búnað, þar af pláss fyrir tvo
reykkafara.
Dæluafköst eru 4500 lítrar á
mínútu og þar að auki eru tvö
háþrýstikefli á bílnum og hann er
með ABS bremsur, auk margs
annars útbúnaðar.
Tankar eru úr plastefni og skáp-
ar og geymslur úr áli til að halda
heildarþunga bílsins í lágmarki.
Með 2.400 lítra af vatni og 100
lítra af kvoðu er heildarþungi bíls-
ins um 12 tonn.
Áætlað er að bíllinn kosti hing-
að kominn um 11 milljónir króna
auk virðisaukaskatts.
Húsvíkingar hafa átt því láni
að fagna að langt er síðan að veru-
legt brunatjón hefur orðið og von-
andi verður svo áfram, þótt bæjar-
stjórnin vilji vera við öllu búin.
Fréttaritari
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá Sjó-
mannasambandi íslands:
„Framkvæmdastjórn Sjómanna-
sambands íslands mótmælir harð-
iega þeim áformum ríkisstjórnarinn-
ar að skerða kjör sjómanna með því
að lækka sjómannaafslátt.
Framkvæmdastjórn Sjómanna-
sambands íslands telur nauðsynlegt
að tekið verði á allri misnotkun sem
hugsanlega á sér stað varðandi sjó-
mannaafslátt. Stjórnin átelur hins
vegar ríkisstjórnina fyrir að ekki
skuli hafa verið haft samráð við for-
svarsmenn sjómanna um með hvaða
hætti á sh'kri misnotkun væri hægt
að taka. Þess í stað ér sett fram
tillaga um breytingu á sjómannaf-
slættinum sem hefur verulega skerð-
ingu í för með sér fyrir þá sem njóta
hans með réttu. Á sama tíma og
sjómenn standa frammi fyrir tekjur-
ýrnun vegna aflasamdráttar leggur
ríkisstjórnin til að sjómannafsláttur-
inn verði lækkaður um rúm 30%.
Sjómannafsláttur er og hefur um
áratuga skeið verið hluti af kjörum
sjómanna. Ekkert í þjóðfélaginu hef-
ur breyst á þann veg að slík aðför
að kjörum sjómanna geti verið rétt-
lætanleg. Sjómenn fallast á að bera
sömu byrðar og annað launafólk í
landinu vegna þeirra þrenginga sem
að þjóðarbúinu steðja um þessar
mundir. Sjómenn eru hins vegar
ekki tilbúnir til að taka á sig sér-
staka skerðingu umfram annað
launafólk. Öllum órökstuddum árás-
um á kjör sjómanna með lækkun
sjómannafsláttar mun því verða
svarað af fullri hörku.“
ATVINNIBAUGL YSINGAR
Kvikmynda-
gerðarmenn
Ríkisútvarpið-Sjónvarp óskar eftir samstarfs-
aðilum til að framleiða tvær sex þátta raðir
fyrir sjónvarp, sem fjalla um brú (bridge) og
um fjármál heimila og einstaklinga.
Nánari upplýsingar og gögn fást á Innlendri
dagskrárdeild Sjónvarpsins, Laugavegi 176.
SJÓNVARPIÐ
Forritari óskast
Vegna aukinna umsvifa óskar Hugbúnaðar-
félag íslands hf. eftir að ráða starfsmann til
hugbúnaðargerðar.
Starfið felst í nýsmíði og viðhaldi á Starra,
en það er hugbúnaður fyrir heilbrigðiskerfið.
Forritunarmál sem unnið er í MUMPS.
Eiginhandarumsóknir sendist til Hugbúnað-
arfélags íslands hf., Skeifunni 17,
pósthólf 1536, 128 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 30. desember nk.
Fiskvinnsla
Nokkra starfsmenn vantar til að vinna við
undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Karlar
eða konur, vanir eða óvanir, ungir eða full-
orðnir. Góð vinnuaðstaða.
Vinsamlegast sendið umsókn með helstu upp-
lýsingum til auglýsingadeildar Mbl. merkta:
„Fiskvinnsla - Hafnarfjörður - 12923“.
RADAUGl YSINGAR
TILBOÐ — UTBOÐ
TIL SOLU
Félag með yfirfæranlegan
rekstrarhalla til sölu
IH ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h.
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir til-
boðum í 1.680 Ijósbúnaði til götulýsingar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag-
inn 21. janúar 1991, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirk|uvecj» 3 Simi 25800
KENNSLA
Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð
Dagskrá staðfestingardags
18. desember
Dagskóli
Kl. 10.00-10.15 Afhentar einkunnir.
Kl. 10.30-11.30 Prófasýning.
Kl. 13.00-16.00 Staðfesting á vali.
Öldungadeild
Kl. 17.00-19.00 Einkunnir afhentar og próf
Til sölu íÁrmúla 7,
við hliðina á Hótel íslandi,
rekstur söluturns, grillstaðar og bjórstofu.
Söluturninn og gillstaðurinn, sem reknir eru
á neðri hæð hússins, hafa leyfi til nætursölu
og því samrekstur bjórstofunnar á efri hæð
heppilegur kostur. Öruggt leiguhúsnæði.
Afhending samkomulag.
Frekari upplýsingar veita:
Lögmenn,
Borgartúni 33, Reykjavík,
sími 91-29888
ÓSKASTKEYPT
Tap
Traustir aðilar óska eftir að kaupa fyrirtæki,
sem á yfirfæranlegt tap.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Tap - 11078“.
Járnsmíðavélar
Til sölu plötubeygjuvél HACO, gerð PPB
30100, 8x3000 mm.
Einnig plötuklippuvél HACO, gerð HST 306,
6x3000 mm.
Áhugasamir leggi nafn og síma inn á auglýs-
ingadeild Mbl. merkt: „HACO - 11075“, fyrir
nk. fimmtudag.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Félag - 9632“.
Matsveinafélag íslands
Aðalfundur
Aðalfundur Matsveinafélags íslands verður
haldinn í Goðheimum, Sigtúni 3, fimmtudag-
inn 19. desember 1991 kl. 16.00.
1. Aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
I.O.O.F. Rb. 4 = 14112178-Jv.
□ EDDA 599117127 - Jf.
I.O.O.F. Ob. 1P = 17312178AS
ETII, EK. Jv.
□ HAMAR 599117127 - JF.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Jólasagan sýnd í kvöld kl. 20.00.
Ógleymanleg frásögn.
Allir hjartanlega velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
AD-KFUK
Fundur í kvöld kl. 20.30. Jól I
Eþíópíu. Ingibjörg og Jónas Þór-
isson, kristniboðar, koma á
fundinn. Ath.: Fundurinn verður
á Háaleitisbraut 58-60.
Kaffi eftir fund.
Allar konur velkomnar.
Fataúthlutun
Hjálpræðishersins
er í dag, þriðjudag, kl. 10-18.
Fatnaður á alla fjölskylduna.