Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Á hringsóli um Ítalíu
MATUR OG MENNING í STÍGVÉLALANDINU
Það er hægt að ferðast um ítal-
íu á margan hátt. Það er hægt að
fara á einn stað, vera þar og skoða
naflann og nágrennið. Svo er
hægt að fara eirðarlaus úr einum
stað í annan og skoða nokkra
gullmola á hverjum stað, skemmta
sér við að sjá hve margbreytilegt
lífið er í þessu landi og hve ólíkt
fólkið er eftir því hvar er drepið
'íiiður fæti og hve matur þess er
margbreytilegur...
Firenze er ein af þessum ótrúlega
menningarauðugu borgum. Hún læt-
ur lítið yfir sér, þar sem hún liggur
í miðju Toscana-héraði, en þar er
eitt frægasta málverkasafn veraldar,
Uffizi-safnið og það er hægt að eyða
mörgum dögum í að skoða það, ef
svo vill verkast. Borgin er fræg fyrir
leðuriðnað og út um allt eru leðurflík-
ur og töskur til sölu, líka á sunnudög-
um. Á einu síðdegi ér hægt að virða
fyrir sér borgarlífið, skoða San
Marco klaustrið, þar sem bróðir Ang-
elico bjó, málaði og kenndi list sína
um og eftir 1400. Ponte Vecchio,
gamla brúin, liggur yfir Amo og á
henni eru búðir, rétt eins og á miðöld-
um. Uppi í hæðúnuin eru garðar, svo
það er rétt eihs og ^kottlið sé upp í
sveít; íiitlhh er brentiaHdi um mlðjati
dagihh) en það borgar sig að bíta a
jaxliHH og ganga leHgra upp í hæð-
imar, upþ á Michelahgelo-torglð,
þaðah sem útsýnið er uhdurgott yflr
borgiha og HágreHþÍ henflar. Þar
fyrir ofan liggur tignarleg kirkja
heilags Miniato á fjalli, byggð á
12.-13. öld. Framhliðin er- fallega
skreytt með marglitum marmara og
svalinn inni fyrir kemur sem verðlaun
' eftir hita götunnar. Niðri í borginni
í kirkju Santa Maria del Carmine er
kapella, kennd við silkikaupmanninn
Brancacci, sem gerði nafn sitt ódauð-
légt með því að fá málarann Masaccio
til að myndskreyta hana árið 1425.
Og þetta er bara byrjunin á öllu, sem
borgin býður upp á, að ógleymdum
ísnum í ísbúðinni við gömlu brúna.
Parma liggur í héraðinu Emilia-
Romagna. Nafnið hljómar kunnug-
lega jafnvel fyrir þá sem þekkja lítt
Italska bæi- og borgir, því borgin
hefur gefið ostinum „parmesan" nafn
sitt. í góðum ostabúðum er stillt út
mörgum hleifum á mismunandi verði,
allt eftir því hversu legnir og gamlir
þeir eru. Þeir elstu eru dýrastir. Og
•§lvo er það skinkan, „prosciutto". Á
matseðlum um allan heim getur að
líta parmaskinku með melónu. Á
góðum stöðum í Parma er skinkan
aðeins borin fram, þegar melónuárs-
tíðin er. Seigmjúk skinkan I næfur-
þunnum, stórum sneiðum ásamt dí-
sætri melónu er gömul saga, en
síung. Þegar hún birtist. í stað eða
ásamt melónu er reyndar oft borinn
fram önnur tegund ávaxtar, sem á
ekki síður vel við skinkuna, vegna
þess hve sætir þeir eru, nefnilega
nýjar fíkjur. Það er erfltt að lýsa
fíkjubragði. Þær eru næstum aðeins
. hreinsætar, ef það orð segir einhverj-
um eitthvað.
Hvar er góði maturinn?
En talandi um roat í matarlandinu
Ítalíu, þá er vart annað en hægt að
nefna hvernig á að fara að því að
finna góða matstaði þar. Vegna þess
hve hægt er að borða vel þar, þá er
fátt ergilegra en að lenda á vondum
matstöðum og það er því miður til
nóg af þeim. Það eru þá staðir sem
eingöngu eru til að seðja einfalda
útlendinga, sem halda að pjzza og
pasta sé allt sem til þarf á Ítalíu.
Fyrst þetta með pizzurnar ... Pizzur
eru frá Napólí og langbestar þar um
stóðir. Pizzur á Norður-Ítalíu eru
sjaldnast neitt sérstakar og það veit
ekki á gott að fara inn á pizzustað
ef það er líka boðið upp á pizzur
með skinku og ananas! Á heimaslóð-
um pizzunnar er líka til pizza, sem
kallast hvít pizza, „pizza bianca",
sem á er sett soðið blaðgrænmeti,
til dæmis „friarieli", auk osts. Þar
bafið þið pizzur, sem ekki sjást alls
staðar, en eru upprunalegar.
Það er auðvitað hægt að freista
gæfunnar og leita sjálfur að stöðum,
en til að koma í veg fyrir endurtekin
slys dag eftir dag, þá er einfaldast
að styðjast við góðar leiðsögubækur.
Annað ráð, sem mér hefur reynst
óbrigðult er að spyija innfædda, til
dæmis starfsfólk á hótelum eða aðra,
um staði sem bjóði upp á raunveru-
leganmat svæðissins, ekki lúxus- eða
ferðamannamat. Þeir sem helst vilja
gera sínar uppgötvanir sjálfir, geta
haft til viðmiðunar að velja ekki staði,
sem liggja nálægt ferðamannastöð-
um og ekki staði, sem bjóða upp á
langan matseðil. Á bestu stöðunum
er oft enginn matseðill, heldur aðeins
boðið upp á nokkra rétti, sem eru
búnir til úr bestum hráefnum þann
daginn. Og svo er að velja staði, þar
sem innfæddir eru í meirihluta, ekki
ferðamenn. Þeir sem eru svo heppnir
Fyrir aftan dómkirkjuna er kirkja
heilags Jóhannesar guðspjallamanns
og einnig þar hefur Correggio mund-
að pensilinn. Á fæðingardegi nafna
guðsjallamannsins, Jóhannesar skír-
ara, 24. júní, er stillt upp tréstyttu
af Jesú í einni hliðarkapellunni og
þann dag koma margir í kirkjuna til
bæna þar við. Styttan, sem er í fullri
stærð er undir plasthjálæmi, því sagt
er að á stundum ilmi hún fersklega
og felli tár, en kirkjan viðurkennir
það ekki sem kraftaverk. Rétt fyrir
hádegislokun kirkjunnar bar þarna
að þijú gamalmenni, karlanga líklega
með tveimur systrum sínum, því þau
voru öll svo lík. Hann hoppaði í kring-
um hjólastól, sem önnur systirin sat
I. í tilefni dagsins og bæjarferðarinn-
ar voru þau öll í sparifötunum, sem
greinilega eru ekki oft notuð, því
byggingarnar, sem hafa enst frá
miðöldum, hugsunarhátturinn er
sums staðar sá sami þarna í skugga
kirkjunnar.
Glæsibragur í Veróna
Þó það séu ekki nema um 100 km
frá Parma til Veróna, þá er ólíkur
bragur á þessum borgum. Veróna
er bæði -stærri og glæsilegri, en
Parma er minni og hlýlegri og nú
er komið í héraðið Veneto. Verónubú-
ar eru reyndar þekktir fyrir að vera
nokkuð stórir upp á sig og borgar-
bragurinn ber þess merki. I miðborg-
inni stendur hringleikahúsið róm-
verska, sem á sumrin er notað fyrir
óperusýningar undir berum himni.
Þegar þýska skáldið Goethe kom
þarna undir lok 18. aldar flýtti hann
lOMATAZ. 4F G-LÓ&maJum
BCrifrfi/ier alltaf uel , eaj
M6tí '\ ft4kfr€i<AjD7/l)/U
Bfi ttttA /tEÍhtVKALbrt f^JÓÍS-
OVEfl... ðí BW MUT hHtt-
vEHÓtúA EfL Etoto \)0T^g ÓGr
1 fylÉiiKA pyifL
AMAZöaJE - fíAUgy'is)
"pAMFoRTE" 06 TUfLVímúÁ
PUðBÚo-Hdawwi E/L)fEMD4
SÍEM4. OSrufcÍMM 'MAlZZóQpD'
&L LÍiof ÆTTTt-eufi MMM.
LÍFrB EiT
BL^IVÍTUMW^WtLlFUMuH/
atfij FygiR
SogM 0Cr FuaOg-fiMW(EF
VIWA p/FB v'i(4AFA .þW
jafaiast fatt 'a vie tótsoita í
HBlTUH SAkIDiMuM ■
að geta eldað sjálfir, ættu ekki að
vera í vandræðum með að kaupa I
matinn. Og svo er nóg af búðum,
þar sem hægt að kaupa girnilegt
snarl, til dæmis í hádeginu. Alls kyns
kjötmeti I formi pylsu og skinku,
margvíslegt grænmeti, ávextir og
ostar að ógleymdu brauðinu. Og bak-
aríin á Italíu eru alveg einstök og
kökumenningin frábær, að ónefndum
ísnum.
Þetta var almennt um ráð til þess
að borða vel, en hverfum þá aftur
til Parma. Auk skinkunnar.og osts-
ins, snæða þeir þar um slóðir hrátt
nauta- eða kálfakjöt, „Carpaccio",
skorið í næfurþunnar sneiðar, borið
fram með grófrifnum parmesan, olíu
og stundum einnig kapers. Þegar
þarna er komið í landinu er ekki
aðeins mikið um pastarétti, heldur
einnig hrísgijónarétti, að ógleyradri
„polenta", sem er nokkurs konar
maísgrautur, ýmist borðaður þannig
eða settur í form og bakaður. „Po-
ienta“ er oft meðlæti með kjötréttum,
þó í heimahúsum sé hann oft einn
sér, kannski með heitri sósu úr tó-
mötum. í bakaríum er hægt að fá
sæta „polenta" með rúsínum.
Byggingar og andblær frá
miðöldum
Þegar við hefjum nefið upp af disk-
unum, þá er einnig ýmislegt að sjá
í Parma. Þetta er giska vinaleg borg
með fjarska fallegri dómkirkju frá
12.öld, meðal annars skreytt víð-
frægu, hinmesku kalkmálverki af
himnaför meyjarinnar eftir Coit-
eggio, einn af meisturum endurreisn-
aitímans. Fyrir framan er skírnar-
hús, „battistero11, turn eins og al-
gengt var að byggja á miðöldum,
fagurlega skreyttur að innan með
kalkmálverkum og er einn af mörg-
um stöðum á ítah'u, sem fær mann
til að grípa andann á lofti. Torgið
fyrir framan þessar Ijósleitu bygg-
ingar er ferkantað, lokað fyrir bí-
laumferð og það er auðvelt að ímynda
sér að maður sé horfinn aftur til
miðalda þarna á torginu.
lyktina úr lokuðum fataskáp með
þurrkuðum blómum lagði af þeim
langar leiðir. Hann var í dökkum,
ósamstæðum jakkafötum og hvítri
skyrtu með hálsbindi sem lafði næst-
um niður á milli fótanna. Á höfði
bar hann hárkollu, sem virtist vera
einhvers konar uliarflóki í hámeti
og yfír hana voru greiddir nokkrir
langir, gráir hárlokkar af hans eigin
hári. Systirin I stólnum var sjóndöp-
ur, svo bróðirinn lýsti styttunni fyrir
henni I smáatriðum og dvaldist eink-
um við hve lifandi styttan virtist, það
væri hreint eins og frelsarinn væri
staddur meðal vor og blómin I kring
væru svo falleg. Systumar voru báð-
ar í dökkleitum kjólum með hattkúfa,
sem huldu hárið. Á innföllnu tann-
lausu andlitinu báru þær dökk sól-
gleraugu, sem líktust grímum I
grísku fornleikriti. Þegar út úr kirkj-
unni kom bar þar að munka úr nær-
liggjandi klaustri, sem bróðirinn
ávarpaði með nafni, þeir stöldruðu
við til að ræða við þau, en munkunum
lá nokkuð á að kveðja þau, eftir við-
eigandi blessunar- og kveðjuorð.
En fleiri bar að til að bera stytt-
una augum þennan dag. liétt fyrir
kvöldlokun stóð þar maður og tuldr-
aði bænir. Þegar hann var spurður
um styttuna og þýðingu hennar fór
hann óðar að segja frá sögu hennár,
frá tárunum og ilminum, frá trúlitl-
um páfanum, sem ekki vildi viður-
kenpa þetta sem kraftaverk og að
sjálfur hefði hann aldrei séð alvöru
kraftaverk, en 'þó fundið ilminn og
það mætti sjá farið efír tárin og svo
væri það þetta með kraftaverkið í
Róm, þegar vantrúa kommúnisti í
kringum 1930 hefði upplil'að að sjá
blóð og svo kraftaverk á 13. öld
og ... ég stæði vafalaust þarna enn
að hlusta á endalausa kraftaverka-
bununa, ef ekki hefði verið stunið
upp við manninn að önnur erindi
kölluðu að, en að skilnaði fékk ég
litla helgimynd, sem snerti eina af
sögunum sero hann bunaði út úr
sér. Það getur varla skaðað að bera
hana í buddunni, það eru ekki aðeins
sér strax að skoða húsið, sem hann
hafði heyrt svo mikið af. Honum
þótti mikið til þess koma, en sá í
hendi sér að í raun nyti það sín best
fullt af fólki. Það væri áhrifamest
að sjá þessa stóru byggingu með
þeim aragrúa, sem hún rúmar. Þeir
sem heimsækja Veróna í júlí og ág-
úst eiga þess kost að njóta bygging-
arinnar þannig, með því að fara á
sýningu þar. Og það er ekki nauðsyn-
legt að vera upptendraður óperuunn-
andi. Það má vera dauður maður,
sem ekki hrífst af því að sjá alla
bekki setna og glæsilega sýningu á
sviðinu, finna tónlistina umlyka sig
og sjá hrifningu og algleymi gest-
anna, sem sitja margir hveijir með
kerti. Á morgnana er húsið opið, svo
hægt er að ganga þar inn og virða
það fyrir sér.
Önnur mikil bygging þarna er
kirkja heilags Zeno, San Zeno. Þetta
er ein mesta kirkjubygging á Ítalíu
I rómönskum stíl, að mestu byggð á
12.-13. öld. Á hurðinni eru kopar-
myndir, sem þykja algjört listaverk.
Inni í kirkjunni er hægt að staldra
við og skoða altaristöflu endurreisn-
armálarans Andrea Mantegna. Ver-
óna er einn heitasti staður á Ítalíu,
þarna á miðri Pó-sléttunni, og því
getur verið kærkomið að heimsækja
kirkjuna þegar sólin skín sem skæ-
rast. I búðum sem selja kirkjumuni
er hægt að fá litlar koparmyndir,
gerða eftir hurðinni, og þær eru með
því fallegra sem hægt er að hafa
með sér frá Verónu. Fyrir þá sem
vilja rækta rómantíkina þá má geta
þess að Veróna er heimaborg elsk-
endanna eilífu, Rómeós og Júlíu, og
ýmislegt í borginni minnir á sögu
þeirra.
Sá á kvölina, sem á völina -
Stendhal-fyrirbærið
Talandi um allt það sem hægt er
að skoða, þá er óhætt að nefna að
ferðamaður á Ítalíu hlýtur að upplifa
nánast daglega að sá á kvölina, sem
á völina. Það er einfaldlega svo rosa-
lega mikið og margt að sjá og allt
er þetta marg stjörnumerkt í ferða-
handbókunum. Þar við bætast búð-
irnar, sem eru eins og spennandi
söfn fyri stertimenni og áhugafólk
um tískusveiflur og verðið iðulega
jafn óyfírstíganlegt og verð á safn-
gripum. Svo eru það veitingastaðir,
fallegir staðir, sögufrægir staðir,
miðaldalegir staðir, merkilegir staðir,
líflegir staðir .. . Hvar á að byija og
hvar á að enda? Þegar franski rithöf-
undurinn Henri Beyle, sem tók sér
rithöfundarnafnið Stendhal, ferðað-
ist um Ítalíu og reyndi að sjá allt
og allt, veiktist hann. Hann varð
fyrir nokkurs konar ofskynjunum,
sem hann lýsti einkar vel í skrifum
sínum. Á hveiju ári er nokkur hópur
ferðamanna lagður inn með nokkurs
konar aðkenningu að taugaáfalli,
sem er rakið til yfirþyrmandi áhrifa
af skoðunarferðum. Fyrirbærið er
gjarnan kallað Stendhal-fyrirbærið,
eftir áðurnefndum rithöfundi því að
hann varð fyrstur til að lýsa því.
Fyrirbærið getur til dæmis lýst sér
I lystarleysi, svefnleysi og svo að
viðkomandi fínnst veggirnir vera að
detta yfir hann og allt mögulegt
annað óþægilegt. Það virðist helst
hellast yfir menningarsinnað og hrif-
næmt fólk, sem fer of geyst í að
skoða söfn og önnur merkileg fyrir-
bæri. Það er því full ástæða til að
gæta sín.
Þá er vænlegra að velja fáa staði
og njóta þeirra í botn. Þó Ítalía sé
eins og risastórt safn, þá má ekki
gleyma að þar þrífst iðandi og fjör-
legt mannlíf, sem ekki er síður at-
hyglisvert en listaverkin. Það er heill-
andi að horfa á fólkið, allar þessar
ólíku manngerðir, klæðnaðinn,
hreyfingarnar og handapatið, við
tmdiflelk stöðtigs orðaflaums; Og svo
tná ekki gleýhia því að listaverklfl
eru ekki aðeihs I söfiiutfl, heldur út
utti allt; 1 lltilli klrkju er kaitnski
máíverk eftlr einhVerri snillinginn og
það getur skilið meira eftir að sjá
eitt slíkt verk I sínu rétta umhverfí,
heldur er mýmörg verk I belg og
biðu á safni.
Skakki turninn
Pisa er fræg íyrir skakka turninn,
klukkuturninn aftan við dómkirkjuna
I borginni. Á víðum velli I miðri borg-
inni stendur risastór kirkjan, sem lík-
ist helst ógnarstórri skemmu. Hún
er hvít, en fagurlega skreytt, turninn
líka hvítur og fyrir framan hana er
skírnarhús. Handan við hana er
kirkjugarður eða öllu heldur greftr-
unarstaður, því hann er innanhúss.
Þetta er allt svo stórt, turninn svo
skakkur, grasið svo grænt og bygg-
ingarnar hvítar að það hefur á sér
einhvern óraunveruleikablæ. Á dag-
inn er allt morandi af ferðamönnum
þarna að glápa á turninn og sölubúð-
ir falbjóða turninn I öllum huganleg-
um útgáfum. Til að sleppa úr mann-
mergðinm er ráðið að fara I kirkju-
garðinn. Á kvöldin eru búðirnar lok-
aðar, fátt um manninn og góður tími
til að anda að sér undarlegu and-
rúmslofti staðarins.
Á Ítalíu heita fjölmargar veitinga-
staðir eitthvað með „pergola", sem
þýðir laufskáli. Einn þeirra er I Pisa
og heitir „Pergoletta““, Litli lauf-
skálinn, rétt við án Arno, sem rennur
I gegnum borgina. Á slíkum matstað
viídi maður helst borða á hveiju
kvöldi á Ítalíu. Enginn matseðill, en
platínuljóshærð matrónan bunar út
úr hvað sé á boðstólum. Pasta með
tómötum, sem rétt eru hitaðar I ólíu-
folíu, ásamt nýju basilikum, borið
fram með parmesan. Himnesk, þykk
grærimetissúpa, skógarsveppir með
kartöflum, „bistercca fiorentina",
sem er léttsteikt nautasteik á flór-
enska vísu með saxaðri „rugola“,
sem er örlítið beisk blaðjurt og gróf-
rifnum parmesan. Á eftir „panna
cotta“, soðinn ijómi, sem er hleyptur
með matarlími, borinn fram með
karmellusósu eða kaka með nýjum
ávöxtum. Svona máltíð og ilmur úr
gullnu glasi líður seint úr minni.
Annars er ekki margt annað að
sjá I Pisa, en það er sjálfsagt að
tylla sér niður á Piazze dei Cavalli-
eri. Þar er iðandi líf mestan hluta
ársins, því við torgið stendur einn
virtasti háskóli Ítalíu. Þar I landi er
aðgangur að háskólum nokkurn veg-
inn öllum fijáls, en I nokkra skóla,
svokallaða „Scuole normale" er erfitt
inntökupróf, sem á að tryggja að þar
sitji ijóminn af æskulýð landsins. Það
eru því engir venjulegir stúdentar
sem ganga yfír torgið, heldur fólk I
sérstökum gáfnaflokki, ef prófið