Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 56

Morgunblaðið - 17.12.1991, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Vald og frelsi eftirHelga Jónsson Lengi hefur sá sem þetta ritar alið með sér efasemdir varðandi lýðræðið sem við búum við og þá stefnu sem háværastar kröfur eru um að það taki. Þessar kröfur eru bornar fram í nafni frelsis og lýð- ræðis en minna fer fyrir skilgrein- ingu á því hvað felist í þessum hugtökum. Kröfunum um aukið lýð- ræði fylgja oft kröfur um meiri völd þjóðarinnar, valddreifingu eins og það er kallað. Hér vaknar sú spurning, hvað við köllum völd og hvaða völdum eigi að dreifa. Við kjósum sextíu og þijá þingmenn og felum þeim völd þjóðarinnar. Vald og sjálfstæði þingtnanna er mjög afdráttarlaust samkvæmt stjórnarskránni og raunar ekki takmarkað af öðru en heimild forsetans til að neita að undirrita lagafrumvarp. Og hvað með frelsið? Við erum alltaf að heimta meira frelsi, en hættir til að gleyma því að frelsið er oftar en ekki fólgið í því að láta vera að gera það sem okkur langar til. Marxisminn blessaður, sem má víst ekki nefna lengur, skilgreinir frelsið sem „skilning á nauðsyn“. iKnda þótt þetta, eins og fleiri skýr- ingar á þeim ágætu viðhorfafræð- um, sé dálítið slagorðakennt, þá er mikill sannleikur fólginn í því. Oft verða stjórnvöld að grípa til aðgerða sem skerða frelsi þégn- anna. Ef þegnarnir skilja hins vegar sjálfir nauðsyn aðgerðanna og haga gerðum sínum 'með tilliti til hennar, þá er það þáttur í frelsinu og að- gerðirnar kannski óþarfar. Öll framkvæmd laga felur i sér skerð- ingu á frelsi. Ef við skiljum nauð- syn laganna og tökum tiliit til henn- ar, þá er framkvæmd þeirra óþörf. Janfvel þó menn skildu og virtu nauðsyn iaga, þannig að fram- kvæmd þeirra væri óþörf, þá eru lögin að sjálfsögðu nauðsynleg og því nauðsynlegri sem þjóðfélagið verður flóknara og ruglingslegra. Lögin eiga að tryggja rétt einstakl- inganna og er sjálfsagt leitast við að gera það. Hins vegar rugla menn oft saman rétti einstaklingsins og valdi meirihlutans. Og því miður, þá eru þingmenn meira og minna bundnir við hagsmunahópa og flokka, sem eru að sjáifsögðu ekk- ert annað er reglur frá kjósendum þeirra. „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum,“ segir í upphafi 48. greinar stjórnarskrárinnar, en að henni vinna þingmenn eið eða drengskap- arheit samkvæmt 47. grein. Engir flokkar eða valdaklíkur geta sam- kvæmt þessu ráðið afstöðu þing- manna. Þeir verða að vera fijálsir því að gera á hveijum tíma það sem þeirra eigin sannfæring býður þeim. Heimild forsetans til að synja lagafrumvarpi staðfestingar er mjög mikilvæg og vert að skoða hana nánar, einmitt í ijósi þess að kjósendur afhenda þingmönnum og forseta vald sitt. Forseti lætur ráð- herra framkvæma vald sitt. Þar með er forsetinn orðinn valdalaus, eins og aðrir þegnar, að öðru leyti en heimildinni til að synja lagafrum- varpi staðfestingar. Mér virðist að þessi heimild sé í raun sá óskráði réttur sem hver þjóð hlýtur að eiga til að grípa í taumana, ef þingmenn fyrirgera gjörsamlega því trausti sem kjós- endur sýndu þeim. Það ætti að vera auðséð að þessi neyðarréttur er betur kominn á hendi viturs og sanngjarns forseta, heldur en ef hópar úti í þjóðfélaginu grípa til ofbeldisaðgerða, eins og blasir víða við, líka hér á landi þó við beitum ekki vopnum, sem betur fer. Heim- ild forsetans á að sjálfsögðu aldrei að beita. Við verðum að eiga kost á að velja það góða þingmenn að til þess komi ekki. Það er skylda sem kjósendum ber að taka alvar- lega. Tæplega þarf að óttast það, að kosningar séu ekki haldnar eins og tilskilið er. Hins vegar má færa sterk rök að því að kjósendur fái ekki að velja til þings á lýðræðisleg- an hátt. Frambjóðendur eru valdir af stjórnmálaflokkunum, sem eru að meira eða minna leyti undir stjóm og áhrifum hagsmunaafla. Fólk sem er óflokksbundið hefir enga möguleika á vali frambjóð- enda. Flokkarnir skammta okkur kosningarréttinn. Hvaðan kemur stjórnmálaflokk- unum það vald sem þeir hafa? Ekki frá stjórnarskránni, svo mikið er víst. Stjómarskráin byggist á rétti og ábyrgð einstaklinganna. Félags- legur réttur er réttur manna til að starfrækja félög og, því má ekki gleyma, ábyrgð einstaklinganna á starfi þeirra. Þannig má, sam- kvæmt stjórnarskránni og ströng- um skilyrðum hennar, banna félög. Enda þótt maður voni að til þess komi aldrei, þá er það umhugsunar-' vert hvenær forsendur séu til að banna félög. Er það ekki helst þeg- ar félögin og flokkarnir ganga á rétt og skoðanir einstaklinganna? Bæði stjórnmálaflokkar og stétt- arfélög ganga á rétt og skoðanir einstaklinganna og taka sér vöid sem enginnn hefir falið þeim með lýðræðislegum hætti. Þingmennirn- ir sem við kjósum og eiga ekki að Helgi Jónsson „Yald meirihlutans get- ur ekki verið lýðræðis- legt nema að því marki, að kjósa meirihluta þingmanna sem eru frjálsir og óháðir öllum reglum frá kjósendum sínum og hafa sömu skyldur gagnvart öllum þegnum þjóðfélagins.“ vera bundnir við neinar reglur frá kjósendum sínum, sýna það hvað eftir annað, bæði ráðherrar og aðr- ir, að þeir liggja hundflatir fyrir ákvörðunum flokksþinga og vitna jafnvel í skoðanakannanir eins og þær væru bindandi fyrir stjórnvöld. Við megum ekki rugia saman valdinu sem við fáum sextíu og þremur þingmönnum og engum varamönnum og því valdi sem menn sölsa undir sig úti í þjóðfélaginu. Þetta mætti skýra nánar, en ég læt nægja að hvetja fólk til að verða sér úti um stjórnarskrána og lesa hana, í stað þess að láta þingmenn mata sig á rugli um uppruna henn- ar; það er innihaldið sem máli skipt- ir. Lykill að skilningi á stjórnar- skránni er ekki sá, hvort hún sé dönsk eða ekki, heldur að einstaki- ingunum sé hvergi mismunað. Hér er við hæfi að bæta því við, að ágæta tillögu sem Haraldur Óiafsson hefir sett fram um „rann- sókn á valdi á íslandi“ ætti hann sjálfur að gera með aðstoð manna sem skilja þörfina á slíkri rannsókn. Alþingismenn myndu aldrei, eins og ástandið er, standa að slíkri rannsókn svo vit væri í. Okkur hættir til (að líta svo á að lýðræði sé fyrst og fremst bundið við okkar heimshluta, enda mark- visst hamrað á þeim skilningi af valdamönnum og ljölmiðlum. Lýð- ræði með ýmsu móti og ýmsum áherslum er víðar til og hefir trú- lega lengi verið. Vafalaust hafa menn frá fyrstu tíð velt fyrir sér réttu og röngu í samskiptum manna, en frekja og yfirgangur þeirra sem meira máttu sín ráðið mestu. Vald meirihlutans, eins og það er túlkað af ráðamönnum og hagsmunaaðiljum, er dæmi um slíkt. Vald meirihlutans getur ekki ver- ið lýðræðislegt nema að því marki, að kjósa meirihluta þingmanna sem eru fijálsir og óháðir öllum reglum frá kjósendum sínum og hafa sömu skyldur gagnvart öilum þegnum þjóðfélagins. Sá skilningur, að þing- menn geti verið fulltrúar einhverra ákveðinna hópa er fjarri því að vera lýðræðislegur. Höfundur er starfsmnður RARIK. Rösum ekki um ráð fram eftir Sif Knudsen Sem starfsmaður Landa- kotsspítala vil ég gjarnan leggja orð í belg varðandi framtíð vinnu- staðar míns, Landakotsspítala. l^Undanfarið hefur margt verið rætt um sparnað í heilbrigðiskerf- inu og víst er að sú umræða á fyllilega rétt á sér. En það hlýtur að þurfa að hyggja vel að málum og harla vafasamt er að ijúka út í breytingar breytinganna sjálfra vegna. Slíkt getur haft í för með sér þvílíkan óskunda að betur hefði verið látið kyrrt liggja. Nú stendur fyrir dyrum, eftir jþ'ví sem við starfsfólk Landa- kotsspítala best vitum, að sameina jj^andakot Borgarspítalanum. í sjálfu sér getur slík sameining orð- ið til góðs og margvísleg hagræð- ing og Verkaskipting náðst fram, ölíum til hagsbóta, svo sem í yfir- stjórn, innkaupum, skiptingu verk- efna o.fl. En hvaða hugmyndir eru uppi varðandi verkaskiptingu ef af fyrirhugaðri sameiningu verður? Eftir því sem við starfsfólkið höf- um heyrt utan að okkur, mun hug- myndin vera sú að leggja alla nú- verandi starfsemi Landakotsspít- ala niður og flytja hana á hendur Borgarspítalanum. Þar er um að ræða skurðstofur, augnskurðstof- ur, legudeildir og rannsóknir. I mínum huga er ekki hægt að kalla slíkt sameiningu heldur yfirtöku. En hvað á þá að gera við Landa- kotsspítala? Jú, eftir því sem við starfsfólkið heyrum sem flugu- fregnir, þá mun ætlunin að breyta Landakoti í elli- og hjúkrunarheim- ili fyrir aldraða, sem ég held að flestir sem í heilbrigðisþjónustu starfa, geti verið sammála um að húsnæði Landakotsspítala sé hvað síst heppilegt til. Ég vona að starfsfólk Landakots standi vörð um vinnustað sinn. Landakot er einn elsti spítali lands- ins, verður 90 ára á næsta ári. Ef marka má könnun sem gerð var árið 1991 meðal sjúklinga um gæði þjónustunnar á Landakoti þá nýtur spítalinn mikils álits. Niður- staðan varð sú að 98% af þeim sem svöruðu lýstu sig mjög ánægða með allt starf og þjónustu á spíta- lanum og allir þeirra kváðust vilja aftur njóta þjónustu hans, færi svo að þeir þyrftu á þjónustu spítala að halda á ný. Árið 1990 voru gerðar róttækar breytingar og endurbætur á spítal- anum, einkum á 1. deild B, augn- sjúkdómadeild sem rekin er í bein- um tengslum við augnskurðstof- una. Það sama ár voru gerðar breytingar og endurbætur á al- mennum skurðstofum spítalans fyrir rúmar 10 milljónir kr. Þeim fjármunum sem í þetta hafa farið, verður á glæ kastað ef leggja á nú niður þá starfsemi sem þar fer fram. En ekki nóg með það. Ef flytja á þessa starfsemi í Borgar- spítalann þarf að kosta milljónum til þar, áður en svö geti orðið. Er eitthvert vit í slíku? Varla. Núver- andi starfsemi á Landakoti er mjög skilvirk og samkvæmt- skýrslum voru gerðar ails sjö þúsund aðgerð- ir á skurðstofum Landakots árið 1990. Ég held að það sama ár hafi verið gerðar ámóta margar aðgerðir á Borgarspítalanum sem er miklu stærri spítali. Flestallt starfsfólk Landakots- spítala ritaði undir áskorun til heil- brigðisráðherra fyrir nokkrum vik- um þar sem farið var fram á við ráðherrann að ekki yrði rasað um ráð fram í málefnum Landakots heldur teknar ákvarðanir um sam- einingu að vandlega yfii-veguðu ráði. Óskandi er að ráðherra taki mark á þeirri áskorun. Það segir nokkuð um hug starfsfólksins til vinnustaðar þeirra að á aðeins tveim dögum skrifuðu 79% starfs- fólksins undir áskorunina. Því miður hefur mikil leynd hvílt yfír þeim viðræðum sem stjórnend- ur Landakotsspítala og heilbrigðis- ráðuneytið hafa átt að undanförnu um framtíð Landakotsspítala. Það litla sem lang stærstur hluti al- Sif Knudsen „Eg vona að stjórnend- ur heilbrigðismála at- hugi þessa hluti gaum- gæfilega áður en rokið verður út í breytingar sem fyrirsjáanlega munu leiða til annars og verri vanda en þess sem leysa átti.“ menns starfsfólks hefur komist á snoðir um er mest allt fengið úr fjölmiðlum og hefur komið eins og kaldar vatnsgusur í andlit þess. Vistun aldraðra og sjúkra er vissulega vandamál sem þarf að leysa, en ég efast um að það verði leyst með því að breyta góðum spítala í slíka stofnun. Ég held raunar að við það muni skapast annar og meiri vandi. Nú þegar hefur langlegudeildum á Borgar- spítalanum verið lokað vegna skorts á starfsfólki. Fyrst ekki fæst starfsfólk á einstakar deildir, hvernig mun þá takast að manna heila stofnun? Sjúkraliðar og annað hjúkrunar- fólk veit fullvel að elli- og hjúkr- unardeildir eru afar erfiðir vinnu- staðir þar sem starfsfólki veitir ekki af miklum líkamlegum styrk. Sjúkraliðar eru flestir konur og er varla að búast við því að þær sæk- ist í að ofbjóða þreki sínu. Vistunarmál aldraðra sjúklinga mætti að mínu mati leysa betur á þann hátt að deila þeim niður á hinar ýmsu deildir sjúkrahúsanna og dreifa þannig álaginu og deila því milli starfsmanna sjúkrastofn- ana. Þetta held ég að yrði farsælla heldur en að reyna að koma á fót stofnun þar sem safnað verði á einn stað öldruðum og sjúkum. Þess má geta hér að Landakot rekur nú þegar elli- og lijúkrunar- deild í Hafnarbúðum í góðu sam- ræmi við aðra þjónustu spítalans. Sjúkraliðar hafa ekkert á móti því að hjúkra öldruðum. Þvert á móti. Það er hins vegar mjög erf- itt og því gefast margir upp á deildum þar sem einvörðungu eru aldraðir. í ljósi reynslunnaf hlýtur fólk því að verða að skoða aðrar leiðir út úr vandanum, en að safna öllum sjúklingunum saman á einni stofnun þar sem engin önnur starf- semi fer fram. Ég vona að stjórn- endur heilbrigðismála athugi þessa hluti gaumgæfilega áður en rokið verður út í breytingar sem fyrirsjá- anlega munu leiða til annars og verri vanda en þess sem leysa átti. Höfundur cr sjúkraliði á skurðstofum Landakotsspítala. -----» ♦ ♦---- Listfræðingur en ekki mat- vælafræðingur Laufey Helgadóttir, listfræðing- ur í París, var rangt kynnt undir grein sinni „Einstakur útgefandi og gullfalleg bók um ísland“ sem birt- ist í blaðinu sl. laugardag. Hún er listfræðingur en ekki matvælafræð- ingur. Er beðist velvirðingar á mistök- unum. ROLAR RÚLSKL UKKUR Hjartað er þér allt. Hugsaðu vel um það. P. Olafsson hf, sími 91-52655. Jk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.