Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
57
Höfnum ósómanum
eftir Friðjón
Guðmundsson
Við íslendingar búum sem betur
fer við algera sérstöðu á meðal
þjóða. Við eigum merkilega sögu
frá fyrstu tíð, frábært land og mikla
framtíðarmöguleika. Skylda okkar
er að varðveita þessa einstöku. sér-
stöðu, sjálfsforræðið og okkar
menningarlegu arfleifð. Þetta ger-
um við ekki ef við samþykkjum
samningana um Evrópska efna-
hagssvæðið.
Það skiptir í raun engu máli hvort
samningurinn er „góður“ eða
„vondur“ frá viðskiptalegu sjón-
armiði séð, hann er stórpólitískur
og stefnumarkandi fyrir framtíð
íslensku þjóðarinnar. A því er eng-
inn vafi á að með honum glötum
við sjálfsforræðinu — ef til kemur
— í miklum mæli og í enn stærri
stíl síðar sökum þess að hann myndi
ótvírætt leiða til inngöngu í EB,
það er aðeins spuming um tíma.
Það á auðvitað að gera hreint í
þessu máli með því að koma í veg
fyrir að EES-samningurinn nái
fram að ganga, þá fyrst er kominn
grundvöllur fyrir tvíhliða viðskipta-
samninga við Evi'ópuþjóðirnar eins
og önnur ríki veraldar. Og þá fyrst
skiptir máli hvemig til tekst. Með
þessu móti einu getum við haldið
sjálfstæði okkar og öðlast fulia
reisn og virðingu á meðal þjóða.
Þetta er svo augljóst mál að mér
er með öllu óskiljanlegt að ríkis-
stjórn, alþingismenn og ýmsir hags-
munaaðilar skuli vera að þæfa um
aukaatriði í þessum EES-samningi
án þess að taka á sjálfum kjarnan-
um, sem málið snýst raunverulega
um, fullveldisafsalinu sem í honum
felst. Það liggur nú ljóst fyrir að
það þurfí að gera stórfelldar breyt-
ingar á íslenskum lögum til þess
að aðíaga þau að samningunum um
EES, sem auðvitað skerðir fullveld-
ið stórlega og mun hafa óteljandi
skaðsamleg áhrif á allt íslenskt
þjóðlíf.
íslenskir ráðamenn og þjóðin öll
verða að viðurkenna þessa stað-
reynd. Og ég spyr ríkisstjórn og
alþingismenn: Er það vilji ykkar að
leggja sjálfsforræði þjóðarinnar í
rúst? Ég sé ekki betur en að slíkt
„Ég sé ekki betur en
að slíkt afsal landsrétt-
inda til erlendra vald-
hafa sem nú er á döf-
inni brjóti í bága við
stjórnarskrá lýðveldis-
ins og 10. kafla refsi-
laga frá árinu 1940,
sem fjallar um land -
ráð.“
afsal landsivttinda til erlendra vald-
hafa sem nú er á döfinni hijóti í
bága við stjórnarskrá lýðveldisins
og 10. kafla refsilaga frá árinu
1940, sem fjallar um landráð.
Við megum ekki selja landið okk-
ar hvað sem í boði er, slíkt má aldr-
ei gerast. Og ég vona að flestir séu
mér sammála um það í hjarta sínu.
Islenskir valdhafar verða að við-
urkenna mistök sín í þessu máli og
snúa við úr ófærunni áður en það
er orðið of seint. Og hafna þessum
ófögnuði algerlega fyrir íslands
hönd, og það án tafar. Annars hryn-
ur fullveldið fyrir fullt og allt og
Island verður þvínær valdalaus ný-
lenda í ríkjasamsteypu Evrópu.
Höfundur er bóndi á Sandi i
Aðaldal.
Landssambandið gegn áfengisbölinu:
Varað við öllu undan-
UNGLINGASKORn
Stærðir: 36-41 • Svart og vínrautt • Kr.4.490.
LAUGAVEGI95 OG NÚ EINNIG í JÓLASKEIFUNNI FAXAFEN110
SKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA...
haldi í áfengismálum
Landssambandið gegn áfengisbölinu hefur samþykkt ályktun þar
sem varað er sterklega við öllu undanhaldi í áfengismálum þjóðar-
inna. Sérstaklega er varað við hugmyndum um einkavæðingu áfengis-
söiu og lækkun lögaldurs tii áfengiskaupa.
í ályktuninni, sem samþykkt var
á fulltrúafundi sambandsins, segir
að í ljósi þeirra ógna sem áfengi
og önnur vímuefni leiði yfír þegna
landsins, aðeins þjóðarátak þar sem
stjómvöld og Alþingi séu í farar-
broddi, megni að snúa vörn í sókn.
Síðan segir að sölutölur ÁTVR
sanni ótvírætt verulega aukningu á
áfengisneyslu. Sú staðreynd gangi
þvert á skuldbindingar stjórnvalda
um að stuðla að fjórðungsminnkun
á neyslu áfengis til aldamóta, sam-
kvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar. Aðeins markviss-
ar forvamir og stöðugt aðhald geti
tryggt að það markmið náist.
MINI - STÆÐA
YAMAHAl
HLJÓMTÆKI -.
Munalán
Afborgunarskilmálar [i
VÖNDUÐ VERSLUN
HAGKAUP
iau,.^»uö