Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 63

Morgunblaðið - 17.12.1991, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 17. DESEMBER 1991 63 Sigurður J. Líndal, Lækjarmóti - Mhuiing Með Sigurði á Lækjamóti er horf- inn af sjónarsviðinu einn af kunnustu félagsmálamönnum í íslenskri bænd- astétt á síðari áratugum. Hann var fæddur á Akureyri 29. nóvember árið 1915, sonur Jónínu Sigurðar- dóttur Líndal og Jakobs H. Líndal bónda og jarðfræðings á Lækjamóti. Mun Sigurður hafa líkst föður sínum um marga hluti. Sautján ára gamall fór Sigurður til náms í Reykjaskóla í Hrútafirði. Stundaði búfræðinám á Hvanneyri í Borgarfirði og fór síðan til námsdval- ar, um eins árs skeið, til Noregs. Kom Sigurður heim úr Noregsferð- inni árið 1939. Snemma fór Sigurður að sinna félagsmálastörfum samhliða bús- störfum. Hann gekk m.a. inn í raðir ungra framsóknarmanna og var þeim flokki trúr síðan, án þess að sækjast þar eftir sérstökum frama. Árið 1951 tók Sigurður við búskap á Lækjamóti, að föður sínum látnum. Varð búskapurinn aðalstarf hans til endadægurs þótt fleira kæmi til. Hann var mjög þeirrar gerðar að eiga traust og ekki síður góðhug samferðamanna og hlóðust á hann . margskonar félagsmálastörf. Traustsins reyndist hann verður. Strax að föður sínum látnum tók Sigurður við hreppsstjórastarfi í Þor- kelshólshreppi og einnig sýslunefnd- ar sem hann gegndi meðan sú skipan héraðsmála ríkti, eða tii ársloka 1988. Árið 1958 var hann kjörinn stjórnarformaður Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu og gegndi því starfi um tuttugu og tveggja ára skeið. Þá sat hann og á Búnaðar- þingi fyrir Vestur-Húnvetninga og einnig á stéttarsambandsfundum um árabil. Heima í Víðidalnum var hann forgöngumaður að stofnun sauma- stofu í Víðihlíð, sat í stjórn Veiðifé- lags Víðidalsár og til margs fleira var hann kvaddur sem ekki verður hér upp talið. Einn er sá þáttur í félagsmála- störfum Sigurðar J. Líndal sem sér- staklega skal getið í þessum minn- ingaorðum en, það eru störf hans fyrir hrossabúskapinn í landinu. Hann var einn af stofnendum Hags- munafélags hrossabænda árið 1975, sem síðar hlaut nafnið Félag hrossa- bænda,. Sat Sigurður í fyrstu stjórn félagsins og formaður á árunum 1978 til 1984 að hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hvarf hann þó engan veginn frá því að sinna mál- efnum félagsins en það var honum geðþekkt að tengdasonur hans Þórir Isólfsson, nú bóndi á Lækjamóti, var kosinn í stjórnina. Á síðasta aðal- fundi Félags hrossabænda var Sigurður endurkjörinn endurskoð- andi þess. Vegna þekkingar sinnar af mál- efnum landbúnaðarins og kynnum af ýmsum forustumönnum stéttar- innar og stjórnmála hafði Sigurður tvímælalausa aðstöðu til þess að þoka málum hrossabænda áleiðis. Rís þar hæst frumkvæði hans á Bún- aðarþingi að byggingu reiðhallar og stofnunar reiðskóla. Varð hvoru- tveggja að veruleika, sem kunnugt er og mun eflaust stærsta átak sem gert hefír verið til þess að færa ís- lenska hestamennsku til nútíma horfa meðal almennings. P JHHHHHHHHi Um árabil voru Sigurði J. Líndal falin endurskoðunarstörf fyrir Bún- aðarfélag íslands, Bændahöllina sjálfa og Framleiðsluráð landbúnað- arins. Varð það til langdvala hans í Reykjavík á síðari árum. Það var svo um Sigurð J. Líndal að hann var sívakandi um hverskon- ar mennirigar- og félagsmál sveitar sinnar og sýslu. Sem dæmi um það skal nefnt að hann ritstýrði, fyrir hönd sýslunga sinna, útgáfu á þriggja binda ritverki, Húnaþingi, sem búnaðar- og samvinnusamtökin í Húnavatnssýslunum báðum stóðu að. I síðasta bindi ritsins á Sigurður þátt um afréttalönd Víðdælinga, en þeim var hann gjörkunnugur af ára- tuga gangnaferðum og sögulegri skoðun. I vaxandi mæli sinnti Sigurð- ur fræðimennsku og ritstörfum og má í því sambandi benda á ritgerð hans á Húnavöku 1991 um kláðafár- ið og Húnvetninga með undirfyrir- sögninni Kristján í Stórdal og sauða- rekstur hans. í einkalífi var Sigurður á Lækja- móti hamingjumaður. Eiginkonu sinnar Elínar Hólmfreðsdóttur frá Núpshlíð í Vestur-Húnavatnssýslu naut hann þó ekki lengi. Hún and- aðist mjög um aldur fram. Þau hjón eignuðust þrjár dætur er upp kom- ust, Jónínu Margréti, Elínu Rann- veigu og Önnu Guðrúnu. Er Elín húsfreyja á Lækjamóti og vara al- þingismaður framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra. Kona Sigurðar færði honum og tvö börn sín, er hún átti áður, þau Sonju og Grétar. Varð Sigurður þeim besti faðir. „Hann gaf okkur svo mikið,“ sagði Grétar við þann sem þetta ritar. „Því verður ekki með orðutn lýst.“ Samstaða Lækjarmótsfjölskyldunnar auðveld- aði Sigurði að sinna þeim fjölþættu störfum sem samfélagið kallaði hann til. Fyrir þann þátt í störfum Sigurðar J. Líndal, sem hann helgaði félags- málum hrossabúskaparins í landinu, skal hér að síðustu þakkað í umboði stjórnar Félags hrossabænda. Pers- ónulegar þakkir eru og tjáðar fyrir áratuga vináttu og samstarf. Er mik- ils að sakna er lokið er. Samúðarkveðjur eru færðar Lækj- armótsfólkinu öllu. Grímur Gíslason wSttnw1 SORTIMO VINNUFATNAÐUR OG SKÚFFUKERFI SORTIMO skúffukerfin bæta skipulagið og árangur vinnunnar SORTIMO skúffukerfin geta verið allt frá haganlega útbúinni verkfæratösku, sem heldur öllum smáhlutum í röð og reglu, upp í litla varahlutaverslun eða verkstæði á hjólum. Einingarnar rúmast í allar gerðir bíla. SORTIMO skúffukerfi henta sérstaklega fyrir alla iðnaðarmenn, lagerstjóra, útgerðarstjóra og vélstjóra. SORTIMO vinnufatnaður fyrir þá sem klæða sig á skipulegan hátt SORTIMO er stílhreinn og þægilegur vinnu- fatnaður, sem ber vott um nútímalegar kröfur og vandvirkni þess sem klæðist honum. Verkstæði á fjórum hjólum Me5 SORTIMO skúffukerfi í bílnum myndar þú verkstæði á fjórum hjólum Margir möguleikar eru á uppröðun og staðsetning skrúfstykkis getur verið á þrjá mismunandi vegu eftir þörfum hvers og eins. Hver skúffa hefur sérstaka lokun og hægt er að læsa allri einingunni í einu með lykillæsingu. Allir kassar i skúffunum hafa einnig sérstaka öryggislokun þannig að engin hætta er á að innihaldið fari úr þeim ef gleymist að læsa. Möguleikarnir á uppröðun SORTIMO skúffukerfisins eru ótrúlega margir og sjón er sögu ríkari. RAFVERHF Skeifan 3 • 108 Reykjavik • Símar: 91-81 24 15 og 81 21 17 Umboðsmenn: Geisli Vestmannaeyjum, Póllinn Isafirði, Glitnir Borganesi, Snarvirki Djúpavogi SKOG RÆKTAR ROKIN 'H'VKTAKWt SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.