Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 66
66
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBBR 1991
Minning:
Ingveldur Valdimars-
dóttir, Akranesi
Fædd 4. febrúar 1954
Dáin 11. desember 1991
Hún Inga systir er dáin. Hvaða
réttlæti er í þessu? Hún svona ung,
aðeins 37 ára gömul. Af hverju
hún, sem var svo virk og átti eftir
að gera svo margt? Hún sem átti
eftir að sjá bömin sín þrjú vaxa úr
grasi, hún sem hafði svo mikið yndi
> af starfí sínu, hún sem lét svo mik-
ið til sín taka i félagsmálum, hún
sem hafði svo gaman af að syngja,
hún sem, hún sem ... Af hveiju
þurfti hún að glíma við þennan sjúk-
dóm? Það eina sem getur fengið
okkur tii að sætta okkur við orðinn
hlut er að allt hafi þetta einhvem
æðri tilgang. Við verðum að trúa
því að henni sé ætlað æðra verkefni
og að okkur sem þekktum hana sé
ætlað að draga einhvem lærdóm af
þessu öllu. Og satt að segja höfum
við gert það nú þegar.
Þó sjúkdómurinn hafi verið til
staðar í líkamanum í ein 6 ár, trúðu
því allir statt og stöðugt að komast
mætti fyrir hann. Það var ekki fyrr
en um 10 dögum fyrir andlátið að
ljóst var hvert stefndi og þá gerðust
hlutirnir gerðust þá hratt. í samráði
vð íjölskyldu og sjúkrahús var
ákveðið að Inga lægi heima síðustu
dagana. Þetta var erfið ákvörðun
en núna eru allir þakklátir fyrir að
svo hafi verið gert. Þarna var vakað
yfír henni nótt sem dag og allir
ættingjar og vinir voru reiðubúnir
og hreint og beint kröfðust þess að
fá að aðstoða. Fjöldi fólks leit við
til að heilsa upp á hana og bjóða
0. aðstoð. Var það ekki dæmigerð Inga
að hafa mestar áhyggjur af því
hvort allir gestirnir fengju nú ekki
kaffisopa frammi! Þrátt fyrir innri
kvíða varð heimilið að yndislegu
„félagsheimili". Allt var svo eðlilegt
og fallegt, öll tengsl urðu svo inni-
leg. Ekki síst var þetta gott fyrir
bömin sem fylgdust með mömmu
sinni fram á síðustu stund og sáu
dauðann sem eðlilegan hlut en ekki
eitthvað sem þurfti að vera hræddur
við.
Ég var svo lánsöm að hafa tæki-
færi til að dvelja á heimilinu síðustu
dagana og er sú reynsla sú dýrmæt-
asta sem ég hef fengið í lífinu. Mér
var það mjög mikils virði að geta
— verið hjá systur minni og talað við
hana og sérstaklega er mér minnis-
stæð vökunöttin sem við Indriði
bróðir áttum með henni. Mér leið
vel að fá að vera með allri fjölskyld-
unni og mikið er ég stolt af foreld-
ram mínum og Lúlla mági mínum,
sem hafa sýnt ótrúlegan styrk og
hafa vart vikið frá henni undanfarn-
ar vikur. Ég er þakklát fyrir að
hafa kynnst öllu því góða fólki sem
annaðist Ingu, kom til hennar eða
sendi hlýjar kveðjur. Fyrir hönd fjöl-
skyldunnar vil ég n.ota þetta tæki-
færi til að færa þeim okkar innileg-
ust þakkir.
En staðreyndin er sú að Inga er
farin. Ég veit að það var tekið vel
, á móti henni handan landamæranna
miklu og ég bið almáttugan guð að
vera með henni þar. Hennar verður
sárt saknað, en ég veit líka að harm-
urinn og tárin fá engu breytt. Að
hafa kynnst Ingu hefur göfgað okk-
ur öll og við verðum að trúa því að
það hafi tilgang að hún sé tekin
svona snemma frá okkur. Það er í
anda Ingu að brosa við tilverunni
og því verðum við að reyna eftir
megni að horfa björtum augum fram
á við. Þó ég eigi óteljandi minningai'
um Ingu, sækir sífellt á mig ákveð-
ið atvik. Það var í haust þegar öll
“fjölskyldan dvaldi saman um eina
skemmtilega helgi í Skorradal. Við
uppvaskið á laugardagskvöldinu
byijuðum við að syngja og fyrr en
varði varð til heil „sápuópera" með
tilheyrandi fíflalátum. Ég sé Ingu
alltaf fyrir mér þarna syngjandi,
skellihlæjandi og fulla af innilegri
; gleði. Þannig mun ég muna yndis-
lega systur. Blessuð sé minning
hennar.
Asa María Valdimarsdóttir
Flest áttum við okkar síðasta
fund með Ingveldi um jafndægur á
nýliðnu hausti. Þetta var á stjórn-
endarmóti íslandsbanka, sem haldið
var í Hveragerði. Við ræddum fram-
tíð okkar unga banka, auk dægur-
mála í rekstri hans. Þarna var Ing-
veldur komin, hlédræg að vanda,
en vakandi yfir því sem til gagns
gæti verið fyrir okkur öll. Ekkert
okkar grunaði þá að hveiju stefndi.
Þeir sem ekki voru henni nákunnir
gátu ekki merkt að þar fór kona
sem þjáð var því meini, sem aðeins
nokkrum vikum síðar dró hana til
dauða.
Ingveldur Valdimarsóttir réðst til
starfa hjá Alþýðubankanum á árinu
1986. Að áeggjan heimamanna var
þá ráðist í að opna afgreiðslu bank-
ans á Akranesi. Þeir fengu því líka
ráðið að Ingveldur var fengin tii
þess að veita afgreiðslunni forstöðu,
en hún hafði þá þegar mikilvæga
reynslu af bankastörfum. Umsvifín
voru ekki mikíl í fyrstu. Afgreiðslan
fékk inni á skrifstofu verkalýðsfé-
laganna í bænum og veitti þar mjög
takmarkaða þjónustu framan af.
Þrátt fyrir erfíðar aðstæður varð
strax ljóst að bankinn átt þarna
góðan hljómgrunn. Var það sam-
dóma álit allra að ekki væri það
síst að þakka þessari ungu konu,
sem áunnið hafði sér virðingu og
traust samferðamanna á Skagan-
um, sem og allra sem henni kynnt-
ust.
Á skömmum tíma óx afgreiðslu
bankans svo fískur um hrygg að
ljóst var að hún þyrfti á eigin hús-
næði að halda. Fluttist afgreiðslan
í eigið húsnæði í Stillholti vorið
1988. Þar var um skeið rekið eitt
minnsta bankaútibú landsins, en
sennilega líka það sem átti örustum
vexti að fagna. Þótt þröngbýlt væri
með afbrigðum í Stillhotinu minnist
ég þess hve Ingveldur og samstarfs-
menn hennar fögnuðu því einlæg-
lega að vera komin í eigið húsnæði.
Þarna var jafnan glatt á hjalla.
Fáir en samhentir starfsmenn með
Ingveldi í broddi fylkingar sköpuðu
þann starfsanda og viðmót gagn-
vart viðskiptamönnum sem var og
er fágætur. Vinnugleðin var ósvikin
og viðskiptamenn smituðust af þeim
baráttuanda sem þama ríkti.
Af þessari lýsingu kynni einhver
að halda að Ingveldur hafi farið
með fyrirgangi. Öðru nær. í við-
kynningu var hún hlédræg, svo jafn-
vel jaðraði við feimni, en sagði svo
hug sinn af einlægni og umbúða-
laust þegar svo bar undir. Hún leið-
beindi og stýrði sínu fólki af ein-
stakri lagni. Hún mótaði vinnustað-
inn eftir sínu höfði, ekki sem harður
húsbóndi, heldursem félagi, en jafn-
framl óumdeildur Ieiðtogi liðsins.
Enn flutti bankaafgreiðslan á
Akranesi snemma á þessu ári. Úti-
búið hafði eflst svo að nauðsynlegt
var að finna því framtíðarhúsnæði
sem hæfði ört vaxandi starfsemi. Á
útmánuðum í ár var opnað glæsilegt
útibú Islandsbanka á Akranesi. Þótt
húsakynnin væru ný og vel búin
voru þau jafnframt heimilisleg og
hlýleg og áreiðanlega fannst starfs-
mönnunum á vissan hátt að þeir
væru komnir heim. Og enn var
glaðst fölskvalaust og ekki hafði
áhuginn og kappið dvínað.
Þótt ekki sjái þess merki af þeirri
sögu sem hér er rakin, átti Ingveld-
ur í langri baráttu við erfiðan sjúk-
dóm. Hún sinnti stóru heimili og
veitti jafnframt forstöðu ört vaxandi
fyrirtæki af þeirri alúð og atorku,
að ekki hvarflaði að neinum annað
en þar'færi fullfrísk kona. Eitt orð,
hetjulund, lýsir því betur en langt
mál með hvaða hætti Ingveldur
tókst á við það sem að höndum bar
hveiju sinni.
í nafni bankaráðs og banka-
stjórnar íslandsbanka þakka ég Ing-
veldi samfylgdina. Fjölskyldu henn-
ar allri, samstarfsmönnum í útibú-
inu á Akranesi og stórum vinahópi
vottum við einlæga samúð okkar.
Björn Björnsson
Stundum erum við létt í spori,
meðvitað eða ómeðvitað og táknar
það þá gjarnan að okkur iíði vel,
allt gangi í haginn. En svo geta
sporin okkar orðið erfið og þung
þegar hugurinn er dapur, svo dapur
að jafnvel skin jólaljósanna verður
fjarrænt.
Þau voru þung sporin mín upp á
Akranes þriðjudagsmorguninn 10.
desember til að vera hjá Ingu Völlu
vinkonu, því að innst í hjarta mínu
vissi ég að hún lifði ekki að vera
með fjölskyldu sinni þessi jól. Hún
var orðin mjög veik og dó á heim-
ili sínu 11. desember, umvafin kær-
leika fjölskyldunnar. Hún var aðeins
37 ára gömul.
Við vorum æskuvinkonur og átt-
um góða daga „í túninu heima“ á
Háteigi, þar sem húsin okkar
standa hlið við hlið. Þá voru sporin
okkar létt og hlaupið á milli dag-
lega. Við lékum okkur saman hvern
dag sem Guð gaf, voram samferða
í skólann, sátum saman, fórum
saman í sumarbúðir og alls er svo
ljúft að minnast.
Margt væri hægt að riíja upp frá
barnæskunni, en eitt atvik er mér
ofarlega í huga. Það er fyrsta sinn
sem við voram aðskildar um tíma.
Inga Valla sagði mér einn daginn
að þau færu í frí til útlanda. Mér
varð ekki um sel og hugsaði um
hvernig ég ætti að fá tímann til að
líða á meðan og svo mundi hún
kannski gleyma mér því það hlyti
að vera svo skemmtilegt í útlöndum.
Svo fór hún og dagarnir siluðust
áfram, sporin mín urðu þyngri en
vanalega og húsið hennar virtist svo
óendanlega stórt og tómt, sem ann-
ars var alltaf svo bjart og hlýtt.
Loksins rann svo upp dagurinn,
sem þau áttu að koma heim. Það
voru fislétt sporin yfír túnið þann
daginn um leið og hreyfíngar varð
vart í stóra húsinu og eftirvænting-
unni var ekki hægt að leyna. Eg
man enn hvð ég var fegin að sjá
að Inga Valla hafði ekkert breyst
þó hún færi til útianda, hún var
sama góða vinkonan og það voru
fagnaðarfundir. Öll fallegu fötin
sem hún kom með höfðu verið keypt
eins á tvær telpur sem voru jafn-
gamlar og jafnstórar.
Inga Valla bar nafn foreldra sinn,
Ingibjargar og Valdimars og var
yngsta barn þeirra. Systkini hennar
eru Ása María og Indriði. Hugur
minn er fullur þakklætis til þessa
yndislega fólks, sem veitti mér svo
mikla ást þegar við vorum litlar og
tryggð alla tíð.
Inga Valla gekk menntaveginn,
fór í Verslunarskólann og útskrifað-
ist þaðan. Það liðu ekki mörg ár
þar til hún var komin í ábyrgða-
mikla stöðu sem útibússtjóri Al-
þýðubankans, síðar íslandsbanka á
Akranesi.
Við sem þekktum hana sam-
glöddumst henni yfír velgengninni,
því við vissum að hún bjó yfír öllum
þeim kostum sem til þurfti. Hún
var vel gefin og vönduð kona, hafði
fágaða, fallega framkomu og átti
virðingu allra sem hana þekktu.
Og auðvitað var það Inga Valla
sem dreif í því að stofna sauma-
klúbb okkar skólasystranna átta,
þegar við vorum rúmlega tvítugar
og allar búnar að stofna eigið heim-
ili. Síðan höfum við hist reglulega
á hverjum vetri, þó oft hafí viðrað
illa til ferðalaga og var stundum
ekki einleikið hvað „sapmaklúbbs-
veðrið" var vont. En við létum ekki
deigan síga og nú minnumst við
með tár í augum síðasta klúbbs,
sem var 21. nóvember í sveitinni
hjá Rögnu. Það fór ekki fram hjá
neinni okkar hve þjáð Inga Valla
var, þó hún hefði engin orð um það
sjálf. Þessi kvöldstund verður okkur
öllum minnisstæð.
Inga Valla var hamingjusöm
kona. Hún giftist yndislegum
manni, Lúðvík Helgasyni, og duldist
engum ást þeirra og samheldni jafnt
í blíðu og stríðu. Þau eignuðust
þijú börn, Þóri Björn, 14 ára, Vil-
borgu, 13 ára og Ingólf, 8 ára, sem
nú syrgja ástkæra móður og reyna
að skilja lífið, dauðann og tilgang
þess.
Ég kveð með þessum línum elsku
vinkonu mína, sem gaf mér svo
mikið og kenndi mér að meta til-
gang vináttu og Lyggðar.
Ég mun minnast allra góðu
stundanna sem við áttum saman
og hetjulegrar baráttu hennar síð-
astliðin ár við krabbameinið, þar
sem hún sýndi ótrúlega mikinn sál-
arstyrk og þrek.
Ég bið góðan Guð að geyma
hana og styðja og styrkja fjölskyldu
hennar.
Helga Oliversdóttir
Ingveldur hefur farið í það ferða-
lag sem við getum ekki fylgt henni
í fyrr en okkar tími er kominn.
Það er afar sárt að þurfa að
gangast undir að kveðja unga móð-
ur og eiginkonu langt um aldur
fram að okkur fínnst, en aftur á
móti er betra að kveðja en að horfa
upp á langvarandi þjáningar. Ing-
veldur barðist við mjög erfiðan sjúk-
dóma í sex ár.
Hún var mjög ung þegar þessi
staðreynd kom í ljós. Við hlið henn-
ar stóð eiginmaður sem hefur sýnt
afburðaþrek og foreldrar og tengd-
aforeldrar sem aldrei létu deigan
síga.
Ég kynntist Ingveldi eins dags
gamalli. Ég kom þá í fyrsta sinni
til Akraness með unnusta mínum
og fór að heimsækja þær mæðgur
á Akranesspítala, Ingibjörgu og
Ingveldi. Ég gerði mér fljótt ljóst
að heimili Ingibjargar og Valda vaf
heimili þar sem öryggi og kærleikur
réðu ríkjum. Börnin fengu í vega-
nesti mikinn auð og sást sá auður
vel þegar Ingveldur háði sitt veik-
indastríð. Aldrei sást uppgjöf,
hvorki hjá ungu hjónunum eða for-
eldram þeirra.
Ingveldur var með góða menntun
og sagði mér bróðir hennar fyrir
mörgum árum að hún væri sá besti
tölvusetjari sem hann hefði kynnst.
Hún réð sig hjá Iðnaðarbankanum
á Akranesi og veit ég að störf henn-
ar þar voru afar samviskusamlega
unnin. Starfið var henni mikill gleði-
gjafi vegna þess að þar gat hún
fengi útrás fyrir sína miklu starfs-
orku og þar gat hún bætt við þekk-
ingu og gáfur sem í henni bjuggu
svo ríkulega. Þegar svo íslands-
banki var stofnaður varð hún úti-
bússtjóri hans og veit ég að það
var henni til gleði og ánægju að
vera með í að byggja upp þetta
starf.
Það sem var þó alltaf númer eitt
var henni eigið heimili. Þau Lúðvík
byijuðu smátt eins og flestir og það
var dásamlegt að fylgjast með
hreiðursbyggingu þeirra, bæði fyrst
og síðan þegar þau réðust í að
byggja einbýlishús á Akranesi.
Húsið ber vott um smekkvísi en
einnig var gaman að fylgjast með
hversu mikið þeim varð úr efnum
sem ekki voru alltof mikil eins og
oftast er venja .þegar ungt fólk er
að koma yfir sig skjóii. Reynigrund
2 er minnismerki þeirra beggja.
Börnin komu'eitt af öðru. Fyrstur
Þórir sem ég álít að sé nú höfuð
þeirra og er viss um að hann
mun standa við hlið föður síns eins
og klettur og hjálpa honum að halda
utan um heimilið. Næst er heima-
sætan, Vilborg, sem er nú sú sem
mun í anda móður sinnar halda
uppi kvenlegum verkum á heimil-
inu. Síðastur í röðinni er Ingólfur
sem aðeins er átta ára og þarf á
miklum stuðningi að halda næstu
árin.
Lúðvík og börnin eru langt frá
því að standa ein. Þau eiga því láni
að fagna að eiga ömmur og afa sér
við hlið ásamt móður og föðursystk-
inum og mjög marga aðra ættingja
og vini sem munu umvefja þau öll
í kærleika. Síðustu ævidagar Ing-
veldar munu verða mér minnisstæð-
ir allt mitt líf., Hún var umvafin
afar miklum- kærleika. Á Akra-
nesspítala var allt gert til að gera
henni lífið sem bærilegast og ekk-
ert til sparað. Læknar og annað
hjúkrunarfólk töldu ekki eftir sér
sporin eða handbrögðin til að létta
henni byrðina. Eiginmaður og ætt-
ingjar létu engan bilbug á sér fínna
til að geta gefíð hennið eins gleði-
legar stundir og kostur var á. Hún
fékk svo að fara heim síðustu dag-
ana og var gerð sjúkrastofa á heim-
ili hennar. Var þetta frumraun af
þessu tagi á Akranesi. Læknar og
hjúkrunarkonur voru alltaf til taks
og önnuðust hana frábærlega vel.
Ættingjar og vinir skiptust á að
vera við hlið hennar og eiginmaður-
inn stóð eins og klettur við rúm
hennar meira og minna allan sólar-
hringinn. Börnin fengu að vera hjá
henni að vild og hún fékk að hafa
þau í návist sinni fram að kveðju-
stundu.
Hún sjálf var. það merkilegasta
sem ég hef upplifað á minni ævi.
Hún vissi að hún var að kveðja en
ró hennar og þrek var yfírnáttúru-
legt. Hún var með meðvitund fram
á síðustu stund og gaf öllum í kring-
um sig þrótt kjark og ró. Sál henn-
ar er sú sterkasta sem ég hef
kynnst. Ég óska henni góðrar til-
vera á nýja staðnum og ég veit að
þar taka aðrar kærleikshendur við
henni og hjálpa henni á þessum
tímamótum. Ég bið Guð um að
blessa börnin hennar og gefa þeim
kraft til að standast þessa miklu
sorg. Ég bið Guð um að gefa þeim
styrk til að geta lifað eins og móð-
ir þeirra gat, með æðraleysi að leið-
arljósi.
Ég bið Guð um að blessa, styrkja
og styðja eiginmanninn sem á mik-
ið starf fyrir höndum. Ég bið Guð
um sefa sorg hans og barnanna og
að þau geti haldið áfram að gleðja
Ingveldi með kærleika og styrkleika
í sálu sinni.
Ég bið guð um að styrkja og
sefa sorg foreldra, tengdaforeldra
og annarra ættingja og vina Ing-
veldar. Þökkum Guði fyrir að hún
leið ekki meira.
Selma Júlíusdóttir
„Dáinn, horfinn, harmafregn
hvflíkt orð mig dynur yfír.
En ég veit að látinn lifir
það er huggun harmi gegn.“
(J.H.)
Það er með sárum trega og þung-
um harmi að ég kveð ástkæra bróð-
urdóttur mína í dag. Það er erfitt
að skilja tilgang lífsins, þegar ung
kona er kölluð héðan frá þremur
börnum, eiginmanni og ástvinum,
finnst manni almættið hafa rangt
við og höggva þar sem síst skyldi.
Manni finnst réttlátt að ungt fólk
sem á eftir svo miklu ólokið í þessu
jarðlífí fái að vera hér og Ijúka starfi
sínu. Okkur mönnunum er ekki allt-
af ætlað að skilja þessa hluti á ein-
faldan máta og þess vegna trúum
við því að henni sé ætlað annað og
meira starf á öðrum tilverastigum
og við munum seinna öðlast þann
þroska til að skilja þennan tilgang.
Lífshlaup frænku mínnar var
ekki langt, aðeins 37 ár, en hún
áorkaði í lífi sínu meira en margur
aldraður nær að gera. Ég sé hana
undurfallega litla í vöggu, strax
með athugul augu, síðan litla hnátu
er leiðir stóru frænku í göngutúr-
um, er strax hefur ákveðnar mein-
ingar hvert við skulum fara. Ég sé
hana við eldhúsborðið hjá ömmu
Villu, þar sem hún situr einbeitt
og ákveðin og er að læra að lesa
og ekkert utanaðkomandi getur
truflað hana. Ég sé hana glæsilega
unga stúlku og síðan hamingjusama
eiginkonu og móður. Allt sem hún
tók sér fyrir hendur einkenndist af.
ákveðni, skapfestu og framúrskar-
andi trúmennsku og samviskusemi.
Hún kom sér alls staðar vel í vinnu
og henni voru falin mörg trúnaðar-
störf, nú síðast var hún útibússtjóri
íslandsbanka á Akranesi.
Ingveldur Valdimarsdóttir fædd-
ist 4. febrúar 1954 á Akranesi.
Foreldrar hennar eru Ingibjörg
Olafsdóttir og Valdimar Indriðason.