Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
67
Hún var yngsta barn foreldra sinna,
en hin eldri eru Indriði og Ása
María. Inga ólst upp í miklu ástríki
foreldra sinna og systkina og einnig
móðurömmu, Ásu Finsen.
Æska Ingu var bjöit og fögur,
hún var snemma ákveðin í skapi
og nokkuð dul. Hún var mjög stað-
föst að eðlisfari og hafði ákveðnar
skoðanir á hlutunum sem yfirleitt
varð ekki haggað, en ef sagt var
við hana að hún væri þrá, hló hún
bara stríðin á svip og sagði: „Þetta
er bara ættin.“
Hún lauk prófi frá Verslunar-
skóla íslands árið 1972. Fyrsta árið
hér í Reykjavík dvaldi hún á heim-
ili okkar hjóna, öllum til mikillar
gleði og þar kynntist ég henni sem
ungri stúlku og sá þá hvílíkum
mannkostum þessi unga frænka
mín var búin.
Rætur hennar teygðu sig upp á
Skaga og þangað sótti hún manns-
efnið sitt, hann Lúlla. Á sólfögi'um
degi 27. júlí 1974 gekk hún að eiga
Lúðvík Ibsen Helgason. Það voru
glæsileg hjón er gengu úr Akranes-
kirkju út í sólina þennan fagra dag
og það var stolt frænka er felldi
lítið gleðitár yfir hamingju ungu
hjónanna, lífið var svo bjart. Fyrstu
hjúskaparárin bjuggu þau í Reykja-
vík, en síðan flytja þau upp á Ákra-
nes og með miklum dugnaði og
útsjónarsemi byggðu þau hús sitt á
Reynigrund 2 og bjuggu þar sér
og börnum sínum gott og hlýtt
heimili sem a.lltaf stóð opið og gott
var að koma á. Börn þeirra eru:
Þórir Björn, fæddur 24. mars 1977,
Vilborg, fædd 19. september 1978
og Ingólfur, fæddur 4. september
1983.
Það dró ský fyrir sólu þessarar
hamingjusömu ijölskyldu fyrir sex
árum er sjúkdómurinn skæði er svo
marga leggur að velli gerði vart við
sig. Þá reyndi á járnvilja og kjark
Ingu og með „ég skal“ að leiðar-
Ijósi blómstraði hún á ný, staðráðin
í að sigra. Sólin skein ekki jafn
skært og áður, annað áfall kom
fyrir þremur árum, það var fjarri
Ingu að gefast upp og nú var bar-
ist af enn meiri hörku en fyrr. All-
ir vonuðu að sigur mundi vinnast..
Lokaáfallið kom nú á haustdögum.
Er hún gerði sér grein fyrir því
sýndi hún fádæma sálarstyrk. Hetj-
ulegri baráttu lauk á heimili hennar
þar sem hún var umvafin ást og
kærleika eiginmanns, barna og ást-
vina.
Elsku Lúlli minn, börn, foreldrar
og ástvinir, við Jón Otti og fjöl-
skylda vottum ykkur dýpstu samúð,
og biðjum algóðan Guð að gefa
ykkur styrk. Við þökkum fyrir allar
yndislegu minningarnar. Megi þær
verða ljós í lífi ykkar og milda sökn-
uðinn.
Siddý
Allt eins og orðin raðast á papp-
ír flæða minningarnar um hugann,
ljúfar og góðar. Minningarnar um
Ingu frænku. Þær eru svo yndisleg-
ar, og þó hún Inga mín sé ekki leng-
ur á meðal okkar, þá lifir brosið
hennar alltaf í hjartanu, og allt hið
góða sem hún gerði fyrir okkur
höfum við hin með í nestispakkan-
um út í lífið.
Inga Valla var litla systir hans
pabba. En samt var hún stundum
eins og stóra systir mín. Alltaf til
staðar þegar eitthvað bjátaði á.
Sérstaklega þegar ég var á hinum
alræmda aldri unglingaveikinnar,
með allar heimsins áhyggjur á herð-
unum og þess fullviss að foreldrar
mínir væru alvarleg tímaskekkja.
Þá var gott að geta tölt inn á Reyni-
grund til að fá aðstoð við að greiða
úr flækjunum og skilja sjónannið
„skekkjunnar“. Hvenær sem var
stóð heimili þeirra Lúlla mér opið,
og þar var oft spjallað og brallað
yfir mjólkurglasi í eldhúsinu.
Reyndar fór heimsóknum mínum
fækkandi með árunum, svona þegar
meira varð að gera hjá mér í skólan-
um, og eftir að ég fór í skóla í
Reykjavík í haust hittumst við enn
sjaldnar.
Samt var samband okkar frænk-
anna náið, því undanfarin sumur
vann ég undir hennar handleiðslu
í Alþýðubankanum góða, sem síðar
varð að Islandsbanka. Og þessi
sumur í bankanum eru mjög sérstök
í mínum huga. Starfsandinn var
einstaklega góður, og alltaf stutt í
glens og gaman hjá okkur öllum.
Og ekki síst Ingu, þótt hún hafi
gegnt hinni ábyrgðarfullu stöðu
útibústjóra. Jafnt á Stillholtinu sem
Kirkjubrautinni áttum við ljúfar og
ánægjulegar samvenistundir, sem
aldrei munu líða mér úr minni. Sitj-
andi inni á kaffistofu maulandi
gulrætur og vínber, talandi um allt
og ekkert og hlæjandi að bröndur-
um hvor annarrar. Frábærir tímar.
Og þó Inga væri yfirmaðurinn okk-
ar, þá umgekkst hún okkur alltaf
sem jafningja. Hún var ákveðin við
okkur stundum, en líka svo blíð og
góð. Og sanngjörn. Þetta allt sam-
einaðist í stórkostlegum persónu-,
leika hennar, sem allir virtu og litu
upp til. Hún var góður stjórnandi
og af eljusemi og dugnaði vann hún
að uppbyggingu þess sem nú starf-
ar undir merkjum Islandsbanka á
Kirkjubraut 40.
Þegar maður horfir svona til
baka riijast upp mörg skondin og
skemmtilega atvik. Og það er svo
gott að eiga minningarnar til að
ylja sér í svartasta skammdeginu,
þegar sorgin ber að dyrum.
Enginn veit hvað framtíðin ber
í skauti sér. Það er aðeins eitt sem
við vitum fyrir víst að gerist. Ein-
hvern tímann munu allir kveðja
þessa jörð. Einhvern tímann kveðj-
um við ástvini okkar í hinsta sinn,
og upplifum sorgina og söknuðinn.
En í haust þegar ég kvaddi frænku
mína áður en ég flutti, þá vissi ég
ekki hvað það var stutt þar til við
myndum kveðjast fyrir fullt og allt.
Inga háði harða baráttu við al-
varleg veikindi. Baráttu sem ein-
kenndist af þrautseigju, bjartsýni
og viljastyrk. Hún naut innilegs
stuðnings eiginmanns síns og
barna, foreldra, systkina og allra
annarra ættingja og vina. Og þrátt
fyrir allt, þá veitti hún okkur líka
styrk meðan á veikindunum stóð.
Hún sýndi okkur fram á hvers virði
það er að berjast. Jafnvel þó ekki
vinnist sigur og allt virðist svo
óréttlátt.
Bjartsýni, styrkur ogþrautseigja.
Það var einkennandi fyrir hana.
Og með þetta þrennt að leiðarljósi
tökúmst við nú á við lífið og snúum
andlitinu mót hækkandi sól svo að
skuggarnir hverfi. Ingu var ætlað
annað hlutverk á öðrum stað. Hún
hefur skilað sínu.
Söknurðuinn er sár og missirinn
mikill, en mig langar að minnast
eftirfarandi orða úr Spámanninum:
„Skoðaðu hug þinn vel, þegar
þú er glaður, og þú munt sjá, að
aðeins það, sem valdið hefur hryggð
þinni, gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.“
Inga var yndisleg kona, og ég
mun alltaf hugsa til þess með gleði
og stolti að hafa fengið að kynnast
henni.
. Elsku Lúlli, Þórir, Vilborg, Ing-
ólfur, amma og afi. Guð blessi ykk-
ur og styrki. Þess biður
Sigríður Indriðadóttir.
í örfáum orðum langar okkur að
minnast okkar ástkæra útibús-
stjóra, Ingveldar Valdimarsdóttur,
sem hvarf á braut þann 11. desemb-
er sl. aðeins 37 ára að aldri. Mikil
sorg ríkir í hjörtum okkar en jafn-
framt mikið þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast Ingveldi. Hjarta-
hlýrri og göfugri yfirmaður er vand-
fundinn. Útibúið óx jafnt og þétt
undir hennar stjórn. En þar var
Ingveldur rétt manneskja á réttum
stað. í leik og í starfi var hún fé-
lagi okkar og jafningi. Hún var leið-
beinandi okkar allra. Alltaf gaf hún
sér tíma fyrir okkur þó að mörgu
væri að hyggja. Sérstaklega langar
okkur að minnast þess er við flutt-
um bankann í mars sl. Þar kom
eljusemi Ingveldar vel í ljós, þar sem
hún stjórnaði af mikilli reisn og
röggsemi frá upphafi framkvæmda
til opnunardags. Það var stoltur og
ánægður útibússtjóri sem opnaði
nýtt og glæsilegt útibú. Ekkert
okkar grunaði þá hversu stuttan
tíma við ættum eftir að fá að njóta
samvista við hana. Ekki er hægt
að minnast Ingveldar án þess að
nefna fjölskyldu hennar sem var
henni mjög hugleikin og í rauninni
allt. Samheldni þeirra allra og
styrkleiki lýsti sér einna best í veik-
indum hennar. Umvafin ástúð og
umhyggju fjölskyldu og vina fékk
hún að heyja lokabaráttuna heima.
Elsku Lúlli, Þórir, Vilborg, Ing-
ólfur, Valdimar, Ingibjörg og aðrir
ástvinir. Ykkar missir er mikill og
við biðjum algóðan guð að styrkja
ykkur í ykkar miklu sorg.
Minningin um Ingveldi lifir í hug-
um og hjörtum okkar allra.
Vegir skiptast - allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein, með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið.
Stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Ben.)
Starfsfólk íslandsbanka hf.
Akranesi.
Ég tigna kærleiks kraftinn hljóða,
Kristur, sem birtist oss í þér.
Þú hefur fóður hjartað góða,
himnanna ríki opnað mér.
Ég tilbið undur elsku þinnar,
upphaf og takmark veru minnar.
(Sbj.E.)
Þegar hljómur klukkunnar, sem
stýrir hinu mikla lífslögmáli, kallar
eitt úr hópnum heim frá störfum
jarðlífsins stöndum við oft hljóð,
því skilningur vor er enn svo tak-
markaður. En Guð ræður og kallar
börnin sín til æðri starfa, sam-
kvæmt alvisku sinni og kærleika.
Því hans vegir eru svo miklu æðri
okkar vegum.
Nú stöldrum við hljóð við þau
vegamót, er teppa hug og fót á lífs-
göngunni og verðum að kveðja
elsku Ingveldi um stund. Við viljum
þó með þessum örfáu orðum þakka
henni af alhug fyrir gott og heilla-
ríkt samstarf og hugljúf kynni. Við
minnumst í hljóðri þökk fórnfýsi
hennar í þágu félagsins, þó heilsan
væri að bresta. Óbilandi trúartraust
hennar og kjarkur til hinstu stundar
verður okkur sem eftir stöndum ljúf
hvatning og styrkur. Starfið í þessu
félagi byggist á einlægni, góðvild
og kærleika og hún átti svo auð-
velt með að miðla öðrum af þessum
sjóði og með því styrkja og efla
þennan félagsskap sem gefur fólki
trú og vissu um áframhaldandi
æðra líf.
Við biðjum algóðan Guð að um-
veija hana ljósi lífs og kærleika,
styrkja hana á nýrri braut og gefa
henni sinn frið. Við sendum Lúlla,
börnum, foreldrum, systkinum og
öðrum ástvinum, okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum algóðan
Guð að vemda þau, styrkja og
blessa.
Stjórn Sálarrannsóknarfélags
Akraness og Borgarfjarðar.
Skíðapakkar,
allir möguleikar.
Jsolomite
4IRTEJC
CARRERA
TYROL/A
Iwrrkú
uur/i
Barnapakkar verð frá
Skíðapakkar fyrir fullorðna
Gönguskíðapakkar verð f ra
1
19.95&
A1IKUG4RDUR
MARKAÐUR VIÐ SUND
Þeir sem
próf’ann
einu sinni,
kaup’ann aftur
... og aftur!!!