Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 Morgunblaðið/Ástvaldur Sumarhiti eftir hvítjól Sumarhiti var víða á landinu í gær að loknum hvítum jólum um land allt. Hitastigið á landinu í gær var samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar óvenju milt miðað við árstíma, og á þremur veðurathugunarstöð- um mældist hitinn 12 stig. Spáð er kólnandi veðri á næstunni. Skoðanakönnun Gallup um afstöðu til sölu Búnaðarbanka: Þrír af hveijum fjórum andvígir sölu bankans Fækkun fiskiskipa er meginmarkmið i - segir sjávarútvegsráðherra um 1 eyðileggingu smábáta , ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að eitt meg- inmarkmið fiskveiðistjórnunar sé að fækka fiskiskipum, og eyði- legging nýlegra smábáta sé af- leiðing af því. Eins og fram hef- ur komið í Morgunblaðinu eru brögð að því að nýlegir smábátar séu eyðilagðir af því að þeir hafa engan kvóta eða nota á endurnýj- unarréttinn af þeim til að ný- smíða fiskiskip. „Sóun á verðmætum átti sér þá stað þegar menn létu byggja þessa báta,“ sagði sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður hvort þarna væri ekki verðmætasóun á ferðinni. „Það er hins vegar augljóst að við þurfum að koma því þannig fyrir að fiski- skipastóllinn sé af stærð, sem sam- rýmist afrakstursgetu fiskimið- anna. Það er eitt meginmarkmið fiskveiðistjórnunarinnar að stuðla að fækkun fiskiskipa. Um það hefur verið býsna góð samstaða, og ég trúi ekki að nokkur sá, sem staðið hefur að því að móta þetta megin- markmið snúist gegn því þegar menn eru að ná árangri á þessu sviði. Þegar menn tóku ákvarðanir um að byggja skip umfram afrakst- ursgetu stofnanna, voru menn að taka' ákvarðanir um sóun verð- mæta. Þegar menn eru að snúa taflinu við eru þeir að taka ákvarð- anir, sem stuðla að betri nýtingu og meiri afrakstri auðlindarinnar fyrir þjóðina alla.“ 1 Þorsteinn sagði að ef hann skildi I rétt tillögu trillukarla um að kvóta- lausir bátar fengju að koma inn í banndagakerfið snerist hún einung- is um það að auka kvótann. „Því miður höfum við ekki ráðrúm til að auka við kvótann. Ég vildi að svo væri, en það svigrúm höfum við ekki í dag,“ sagði hann. ------♦ ♦ ♦------ Maðurinn er enn í lífshættu MAÐURINN sem fluttur var meðvitundarlaus á Landspítal- ann eftir hrakningar í Esjunni | síðastliðinn sunnudag var enn í lífshættu í gær. I fréttatilkynningu Landsspítal- | ans um líðan mannsins segir: „Við komu hingað var líkamshiti hans lægst 21 gráða á Celcíus og hjart- | sláttur var ekki fyrir hendi við svo mikla kælingu. Hann var endurlífg- aður og hitaður upp með hjálp hjarta- og lungnavélar, og gekk sú meðferð vel. Síðan hafa komið þekktir fylgikvillar og vandamál þeim samfara sem verið er að glíma við. Hann er enn í öndunarvél og enn í lífshættu. Vonast er til að meðferðin beri árangur, en ennþá er ekki Ijóst hvort hann komst nógu snemma undir læknishendur.“ ÞRÍR af hveijum fjórum, sem spurðir voru í skoðanakönnun Gall- up dagana 8.-14. desember sl., voru andvígir sölu Búnaðarbanka íslands. Töluverður munur var á afstöðu fólks eftir aldri og var andstaðan því meiri sem svarandinn var eldri. Þá var andstaðan mun meiri í dreifbýli en þéttbýli. Þannig töldu 67% þeirra, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og tóku afstöðu, ekki rétt að selja bankann, en 93% svarenda í dreifbýli var sama sinnis. Skoðanakönnunin var gerð meðal fólks á aldrinum 15-75 ára, sem var valið af handahófi úr þjóð- skrá á landinu öllu. Úrtakið var 1.000 einstaklingar og fengust 660 svör. Spurt var: „Ertu fylgj- andi eða andvíg(ur) því að Búnað- arbanki íslands verði seldur?“ Alls voru 48,5% þeirra sem þátt tóku í könnuninni andvígir sölu á bank- anum, 17,6% fylgjandi og 34,1% tóku ekki afstöðu. Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, voru nær þrír af hveijum fjórum and- vígir sölu, eða 73,3%, en 26,7% fylgjandi. Yngstu svarendurnir, á aldrin- um 15-24 ára, voru óákveðnastir, en 47% í þeim aldurshópi höfðu ekki myndað sér skoðun á hugsan- Málshöfðunin gegn læknum Warhols; Sátt um greiðslu 440 millj. króna SAMKOMULAG hefur náðst í skaðabótamáli sem ættingjar bandaríska listamannsins Andy Warhols höfðuðu gegn New York Hospital, læknunum D.S. Cox og Birni Þorbjarnarsyni vegna meintra mistaka þeirra og annars hjúkrunarfólks við sjúkrahúsið þegar hann lést þar eftir skurðaðgerð árið 1987. Sjúkrahúsið greiðir dánarbúinu 8 milljónir dala, eða um 440 milljónir króna, en dánarbúið hafði krafist 10 milljóna dala. Sátt náðist í málinu og var því ekki kveðinn upp dómur. Björn Þorbjamarson sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessari greiðslu hefði sjúkrahús- ið ekki játað á sig neina sök. „Þessu máli er nú að fullu lokið, og það er ekkert meira um það að segja. Það var aldrei neitt til í þessu,“ sagði hann. Lögfræðingar ættingja Andy Warhols héldu því fram að War- hol hefði dáið í kjölfar þess að honum hefði verið gefinn of mik- ill vökvi vegna þess að læknar hefðu ranglega ályktað að hann hefði orðið fyrir vökvatapi. Yfir- völd New York Hospital vísuðu þessu á bug og sögðu listamann- inn hafa dáið vegna óvæntra og ófyrirsjáanlegra truflana á hjartslætti. Vitnisburður í málinu tók þijár vikur og fór það aldrei fyrir kvið- dóm. í frétt frá Reuters-frétta- stofunni segir að íekið sé fram í sáttargerðinni, sem skjalfest var hjá Hæstarétti New York- ríkis, að ekki yrði skýrt opinber- lega frá fjárhæðinni sem ættingj- ar fengju. Dánarbúið og tveir eldri bræður Warhols, John og Paul Warhol frá Pittsburgh í Pennsylvaniu, munu fá milljón- irnar í sinn hlut. Aðalfundur Sjómannafélags Isfirðinga: Heimild til verkfalls- boðunar ekki borin upp Á AÐALFUNDI Sjómannafélags ísfirðinga sem haldinn var fyrir skömmu var ekki óskað eftir heimild til verkfallsboðunar þrátt fyrir tilmæli Sjómannasambands íslands til aðildarfélaga sinna að óska eftir heimildinni vegna meintrar skerðingar sjómannafrádráttar. Sig- urður Ólafsson, formaður félagsins, segir að það hafi ekki þótt tíma- bært þar sem félagið hafi ekki óskað eftir viðræðum við útvegsmenn ennþá. legri sölu bankans. Af þeim sem afstöðu tóku í þeim aldurshópi töldu 67% að ekki ætti að selja, en 33% voru því fylgjandi. And- staðan við sölu bankans jókst svo eftir því sem svarendur voru eldri. Þannig voru 71,3% fólks á aldrin- um 35-44 ára andvígir sölu, 78,4% fólks á aldrinum 45-59 ára og 88,5% svarenda á aldrinum 60-75 ára. Svör karlmanna voru á þá leið, að 21,9% þeirra voru fylgjandi sölu, 55,3% andvígir og 22,8% óákveðnir. Konur voru hins vegar mun óákveðnari. Þannig svöruðu 44,9% þeirra ekki, 13,3% voru fylgjandi sölu og tæp 42% andvíg- ar henni. Andstaða við sölu bankans var minni í þéttbýli en í dreifbýli. Af svarendum á höfuðborgarsvæðinu, sem afstöðu tóku, voru 67% and- víg sölunni. 1 öðru þéttbýli voru andstæðingar sölu 77,5% svar- senda, en í dreifbýli voru 93% andvíg sölunni. Sjá einnig á bls. 22 „Við spörkum ekki í Pétur ef Páll er að hrekkja okkur. Það er lágmarksatriði að fá neitun á við- ræður áður en óskað er heimildar til verkfallsboðunar. Verkfallsvopn- ið er ekki til þess að leika sér með,“ sagði Sigurður í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að á aðalfundinum hefði lögum félagsins verið breytt og trúnaðarmannaráðið stækkað. Það hefði lítilsháttar verið minnst á skerðingu sjómannaafsláttarins, en hún væri ekki mikil hjá þeim, þar sem flestir þeirra manna væru með 230-250 lögskráða daga og afsiátt- urinn tæki áfram til beitninga- manna sem væru hlutaráðnir á Vestfjörðum. Hann sagði að þeir myndu ræða við útvegsmenn áður en aðgerðir yrðu ákveðnar. Þeir stefndu að því að semja heima í héraði undir forystu Alþýðusam- bands Vestfjarða, eins og venjan hefði verið. Verkfall mjólkurfræðinga: Mjólkurvörur í verslunum endast fram á þriðjudag til að eiga mjólkurvörur sem dygðu fram á þriðjudag, en eftir það væri mjólkurlaust þar til verkfalli lyki að kvöldi fímmtudagsins. Hann sagði að vörur kæmu aftur í búðirnar um hádegið á föstudag. Pétur sagði að þetta væri miðað við venjubundna neyslu og ef hamst- ur yrði mikið gæti það breytt þessu. Hann sagði að það ætti eftir að taka ákvörðun um hvað gert yrði gagnvart bændunum. Heimilt væri að sækja mjólkina til þeirra, en það yrði að geyma hana á tankbílunum, þar sem ekki mætti dæla henni af þeim. Sex mjólkurfræðingar starfa hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. SAMKOMULAG tókst ekki á fundi mjólkurfræðinga og viðsemjenda þeirra, sem lauk hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær, og því hófst tímabundið verkfall nijólkurfræðinga á miðnætti í nótt. Verkfallið stendur í sex sólarhringa, eða til miðnættis á fimmtudaginn, og að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissáttasemjara, verður nýr sátta- fundur ekki boðaður nema annar hvor deiluaðila óski þess. Gert er ráð fyrir að mjólkurvörur endist fram á þriðjudag, og mjólkurvörur verði síðan aftur komnar í búðir um hádegi á föstudag. Þetta er þó miðað við venjubundna neyslu og háð því að ekki verði mikið um hamstur. Pétur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri framleiðslusviðs í Mjólkurstöð- inni í Reykjavík, sagði að öll starf- semi í stöðinni í gær hefði miðast við það að verkfall hæfist á mið- nætti og því var unnið fram á kvöld við vinnslu og pökkun mjólkur. Hann sagðist vonir standa til að nóg yrði af mjólkurvörum um helgina en þó væri tæpt með ijómann en hann kæmi aftur á mánudag, þar sem þeir myndu fá vörur um helgina frá Mjólkurbúi Flóamanna. Miðað við venjulega neyslu væri því vonast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.